Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn LÍSA, HVAÐ ERTU AÐ GERA MEÐ ÞESSUM GAUR? HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ „ÞESSUM GAUR?“ ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞÚ HEFÐIR SVO MIKIÐ AÐ GERA ÉG VAR AÐ REYNA AÐ GANGA Í AUGUN Á ÞÉR ÉG ÞURFTI AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ EINHVERJ- UM, ER ÞAÐ EKKI? HEYRÐU, ÉG SIT HÉRNA LÍKA! ÞAÐ ER GAMAN AÐ SJÁ AÐ ÞAÐ ER EITT LAUF MEÐ VITI! ÞAÐ ER GAMAN AÐ SJÁ AÐ EIN- HVER ÁKVAÐ AÐ FARA EKKI! ÆI... GÓÐAN DAGINN, ÉG VAR AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR MÉR HVORT ÞIÐ SELDUÐ TUNNUR AF DÍNAMÍTI? EKKI, HVAÐ MEÐ AÐRAR TEGUNDIR AF SPRENGIEFNI? EN HVAÐ MEÐ JARÐSPRENGJUR? SELJIÐ ÞIÐ NOKKUÐ SVOLEIÐIS? EKKI? MIG LANGAR TIL ÞESS AÐ SENDA STELPU SEM ÉG ÞEKKI ÚT Í GEIM, HEFUR ÞÚ EINHVERJAR HUGMYNDIR? ÞÚ VERÐUR AÐ MUNA, HEPPNI EDDI, AÐ ÞÚ ERT Í ÞESSARI BRYNJU TIL ÞESS AÐ GETA KOMIST INN Í KASTALA ÓVINARINS, KOMIÐ TIL BAKA OG SAGT MÉR HVAÐ FER ÞAR FRAM... ÞANNIG AÐ ÞÚ VERÐUR AÐ HAFA AUGUN OG EYRUN OPIN VAR EINHVER AÐ SEGJA EITTHVAÐ? KOMDU KISIKIS... KOMDU, KOMDU KISIKISIKIS... KISIKIS... KISIKIS... KISIKISIKIS... HVAÐA HLUTA AF ORÐINU „KÖTTUR“ ERTU EKKI AÐ SKILJA? ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ KOMA Í SÓLINA, FINNA SJÁVARLYKTINA OG FÁ AÐ VERA Í FRIÐI ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ VERA AFTUR KOMIN Á STRÖNDINA! JÁ, MAÐUR SAKNAR STRANDARINNAR EFTIR AÐ HAFA EKKI KOMIÐ HINGAÐ Í ÁR ÉG VAR NÚ BARA AÐ TALA UM FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG FÓR Á KLÓSETTIÐ ÉG KRAFÐIST ÞESS AÐ FÁ VINNU MEÐ INNIFÖLDUM TRYGG- INGUM, OG JAMESON GAF SIG NÚNA ÞARF ÉG AÐ FARA Í SKOÐUN HJÁ LÆKNI FYRIR TRYGGINGARNAR EN HVAÐ EF HANN KEMST AÐ ÞVÍ AÐ ÉG ER KÓNGULÓARMAÐURINN? Um miðjan desember varfram haldið í Kaup-mannahöfn viðræðum Ís-lands, Bretlands, Írlands og Danmerkur/Færeyja um Hatton Rockall-málið, en ríkin fjögur gera öll tilkall til landgrunnsréttinda utan 200 sjómílna á Hatton Rockall-svæð- inu. Tómas H. Heiðar er þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu og formaður íslensku viðræðunefnd- arinnar: „Samkvæmt hafréttar- samningi S.þ. hafa strandríki sjálf- krafa yfirráð yfir hafsbotninum að 200 sjómílum sem jafnframt eru mörk efnahagslögsögunnar. Ríki geta gert tilkall til landgrunns fyrir utan það svæði ef sýna má fram á náttúrulegt framhald landgrunnsins og gerir Ísland á þeim grundvelli til- kall til þriggja landgrunnssvæða ut- an 200 sjómílna: Reykjaneshryggj- ar, í Síldarsmugunni svokölluðu og á Hatton Rockall-svæðinu,“ útskýrir Tómas. „Íslendingar gera einir til- kall til Reykjaneshryggjar og náðst hefur samkomulag um skiptingu landgrunns í Síldarsmugunni. Hat- ton Rockall-svæðið hefur hins vegar verið þrætuepli Íslands, Danmerk- ur/ Færeyja, Bretlands og Írlands í tvo áratugi.“ Á síðustu árum hefur komist auk- in hreyfing á viðræður um Hatton Rockall-svæðið. Héldu þjóðirnar fjórar sem deila um svæðið sem fyrr segir fund fyrr í þessum mánuði og hafa náð samkomulagi um röð funda á næsta ári: „Ísland átti frumkvæði að því haustið 2001 að haldinn var í Reykjavík fyrsti fjórhliða fundurinn um Hatton Rockall-málið,“ segir Tómas. „Upp frá því hafa viðræður farið fram reglulega og að undan- förnu hefur tíðni funda aukist og eru þjóðirnar sammála um að einbeita sér að því að leita samkomulags um skiptingu svæðisins á milli þeirra. Ríkjum ber almennt skylda til að skila greinargerð til Landgrunns- nefndar S.þ. fyrir vorið 2009 þar sem landgrunnskröfur utan 200 sjómílna eru skilgreindar. Þótt frestur þessi gildi ekki um umdeild svæði á borð við Hatton Rockall-svæðið vilja að- ilarnir fjórir freista þess að ná sam- komulagi um skiptingu svæðisins og gera Landgrunnsnefndinni sameig- inlega grein fyrir ytri mörkum þess, þ.e. mörkum landgrunnsins og al- þjóðlega hafsbotnssvæðisins þar fyrir utan.“ Tómas segir töluverða hagsmuni í húfi á Hatton Rockall-svæðinu: „Við teljum að landgrunnið muni hafa mikla þýðingu í framtíðinni, en hafs- botninn hefur almennt séð tiltölu- lega lítið verið rannsakaður. Með tækniframförum mun vitneskja okk- ar um landgrunnið og auðlindir þess hins vegar aukast, svo og möguleik- ar á nýtingu auðlindanna. Líkur eru taldar á að á Hatton Rockall-svæð- inu megi finna olíu- og gaslindir, en á landgrunnssvæðum getur m.a. einn- ig verið að finna málma og erfðaefni lífvera sem skapað geta verðmæti.“ Hafréttur | Aðilar að deilunni um Hatton Rockall-landgrunnið halda samningafundi Framgangur í viðræðum  Tómas H. Heiðar fæddist í Reykjavík 1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982, kandídatsprófi í lögfræði frá Há- skóla Íslands 1988, framhaldsnámi í Evrópurétti og þjóðarétti frá Kaupmannahafn- arháskóla 1993 og frá Europa Insti- tut í Saarbrücken 1994. Tómas starfaði sem lögmaður um nokk- urra ára skeið. Hann var í sendi- nefnd Íslands á úthafsveiðiráð- stefnu S.þ. 1995, hóf störf í utan- ríkisráðuneytinu 1996, var starfandi þjóðréttarfræðingur frá sama ári og skipaður þjóðréttar- fræðingur 1999. Tómas hefur jafn- framt verið forstöðumaður Hafrétt- arstofnunar Íslands frá 2001 og er einn af forstöðumönnum Ródos- akademíunnar í hafrétti. Hann er stundakennari í þjóðarétti og haf- rétti við Háskóla Íslands og Háskól- ann í Reykjavík. Maki Tómasar er Ólöf Sigríður Valsdóttir óperu- söngkona og eiga þau einn son, Guðmund Tómas. Venju samkvæmt munu hlust-endur Rásar 2 velja mann árs- ins um þessi áramót. Hægt er að greiða atkvæði með því að hringja í síma 568-7123 eða senda tölvupóst á 2006@ruv.is. Tilkynnt verður um valið á manni ársins í áramótaþætti Rásar 2 sem nefnist Á síðustu stundu og verður á dagskrá á gamlársdag á milli klukkan 1 og 4. Í fyrra varð Thelma Ásdísardóttir fyrir valinu. Þá geta hlustendur Rásar 2 einnig tilnefnt fimm bestu íslensku plötur ársins og fimm bestu erlendu plötur ársins 2006 með því að senda tölu- póst á netfangið poppland@ruv.is. Niðurstöðurnar verða kynntar í út- varpsþættinum Popplandi á nýju ári, en hlustendur sem senda línu geta unnið pakka með tíu bestu plötum ársins að mati hlustenda Rásar 2. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.