Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 11 Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefiðút ritið Jón Guðmundsson rit- stjóri – Bréf til Jóns Sigurðs- sonar forseta, 1855-1875. Eins og titillinn gefur til kynna þá sam- anstendur ritið af bréfum Jóns Guð- mundssonar sem var eigandi og rit- stjóri fréttablaðs- ins Þjóðólfs á ár- unum 1852-1874. Á Þjóðfundinum sumarið 1851 var hann í forystu þeirra, ásamt Jóni Sigurðssyni, sem börðust fyrir landsréttindum Íslend- inga. Frá 1845 og til æviloka átti Jón Guðmundsson í bréfskriftum við Jón Sigurðsson og nefnir hann sjálfan sig í einu bréfanna „skugga“ nafna síns Sigurðssonar. Ritið er gefið út af Þjóðskjalasafni Íslands í flokki heimildarrita á tveggja alda afmæli Jóns ritstjóra. Einar Laxness hefur búið bréfin til prentunar.    Ásgeir Þórhallsson, nefndurHvítaskáld, hefur getið sér orð fyrir blaðagreinar og smásögur. Ný- lega kom út eftir hann sérkennileg bók sem ber tit- ilinn Á flótta und- an vindinum. Verkið kallar höf- undur „lífs- reynslu- skáldsögu“ og fjallar hún um öll hans ferðalög sem eru mörg vissulega í frásögur fær- andi. Ásgeir hefur upplifað ýmislegt og lýsir bókin meðal annars siglingu hans yfir Atlantshaf á seglbát og fundi með heimsþekktum kvik- myndaleikstjóra í New York. Ásgeir hefur verið búsettur erlendis í 21 ár og er nú fluttur heim aftur. Það er útgáfan Frjálst Orð sem gefur bókina út.    Eitthvað annað er heitið á nýút-kominni hugrenningabók rit- höfundarins Einar Guðmundssonar sem er prentuð í München og gefin út undir merkjum Silver Press. Í til- kynningu segir að bókin hafi upp- haflega átt að heita „Jón og Steinar eða Steinar og Jón“ vegna kynna höf- undar af tilteknum persónuleikum sem hann hafði oft látið sig dreyma um að segja frá. Þar segir jafnframt að skrif bókarinnar höfðu frekar laus- an taum og verkið hafi farið talsvert út fyrir upphaflega settan ramma. Áður hefur Einar sent frá verkið Innan hornklofa, tveggja binda rit- verk sem kom út fyrir þremur árum og fyrir tveimur árum kom út eftir hann Hornklofaljóð.    Hið íslenska fornritafélag hefursent frá sér kverið Reglur um íslenska greinarmerkjasetningu eftir Jónas Krist- jánsson, fyrrum forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar. Í tilkynningu segir að tilgang- urinn með útgáfu þessa kvers sé að „bæta úr misræmi því sem nú ríkir manna á meðal í íslenskri komm- usetningu“. Leiðbeiningar þessar ættu að gagnast öllum sem tala og rita íslenskt nútíðarmál, í skólum, fjölmiðlum og atvinnulífinu. Kverið er afar fyrirferðarlítið, eingöngu 31 bls.    Ísíðustu viku urðu þau mistök íþessum dálki að myndir af annars vegar myndlistarmanninum Pétri Halldórssyni og hins vegar ljóðskáld- inu Bjarna Bernharð víxluðust svo að röng nöfn fylgdu andlitunum. Biðj- umst við hér með velvirðingar á þess- um leiðinlega ruglingi. BÆKUR Einar Laxness Jónas Kristjánsson Ásgeir hvítaskáld Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Ný skáldsaga er komin út eftir banda-ríska rithöfundinn Philip Roth, ExitGhost heitir hún og er kynnt af út-gefanda sem „síðasta Zuckerman- bókin“. Þeir sem á annað borð þekkja til höf- undar vita að þarna er vísað til þekktrar skáld- sagnaraðar Roths, titlarnir eru orðnir níu talsins en bækurnar hafa komið út á tæplega þriggja áratuga tímabili, þar sem rithöfund- urinn Nathan Zuckerman kemur við sögu, ým- ist í aðal- eða aukahlutverki. Fyrsta bókin um Zuckerman kom út árið 1979 og nefndist The Ghost Writer en titill nýja verksins vísar skemmtilega aftur til henn- ar, auk þess sem óhætt er að segja að ýmiss konar „reimleikar“ einkenni nýju bókina, draugar fortíðar gera vart við sig og vofur úr eldri bókum sækja á Nathan. Það er alltaf fréttnæmt þegar ný bók eftir Roth kemur út, enda er þar á ferðinni höf- undur sem hefur skapað sér algjöra sérstöðu í bandarískum bókmenntum. En einnig er at- hyglisvert að bókin sé kynnt til sögunnar á þann veg sem raun ber vitni, undir formerkjum endaloka og jafnvel dauða. Að sumu leyti þarf það reyndar ekki að koma á óvart, endanleik- inn hefur verið Roth hugleikinn í síðustu bók- um, sama má reyndar segja um ellina og fylgi- fiska hennar, bæði líkamlega og andlega, en því verður ekki neitað að málið horfir aðeins öðru- vísi við þegar Zuckerman á í hlut. Þarna er nefnilega á ferðinni sögupersóna sem löngum hefur þótt eiga ýmislegt sameiginlegt með Roth sjálfum, eins konar skáldað hliðarsjálf höfundar, og það að kveðja Zuckerman kann sumum að virðast eins og forleikur að því að kveðja Roth sjálfan. Svo bókstaflega þarf maður nú kannski ekki að taka fregnunum um (hugsanleg) leikslok hjá Zuckerman. Roth er enn í fullu fjöri sem höf- undur og þótt sögupersónur hans hafi verið meira og minna deyjandi í síðustu bókum, vona dyggir lesendur að hann fari ekki sjálfur að dæmi þeirra fyrr en í lengstu lög. Í athyglisverðu viðtali sem Hermione Lee tók við Roth í nýjasta hefti New Yorker svífur þó andi forgengileika yfir vötnum. Roth segist ekki lengur gefa sér tíma til að endurlesa fyrri verk sín, heldur segist hann kjósa að heim- sækja á nýjan leik, en í síðasta sinn, uppá- haldshöfunda sína eins og Conrad og Faulkner. Í þessum orðum, „for the last time around“, ómar óneitanlega heilmikill endanleiki, eins konar fullvissa um að það styttist í endalokin, og kannski líka ákveðinn vilji til að horfast í augu við merkinguna og merkingarþrotið sem býr í dauðanum án þess að láta bugast. En það er í þessu samhengi sem hluti af káputextanum á nýju bókinni vakti athygli mína, sló mig jafnvel sem heldur sérkennilegt. Eftir að hafa talið upp allan þann aragrúa af verðlaunum sem Roth hefur hlotnast á ferl- inum er minnst á þá tvímælalaust merkilegu staðreynd að hann er aðeins þriðji höfundurinn sem öðlast þá upphefð, meðan hann er enn á lífi, að sjá heildarhöfundarverk sitt gefið út af Library of America. Síðan er tekið fram að ráðgert sé að síðasta bindið af átta komi út eft- ir rúm fimm ár, eða árið 2013. Fullyrðingu þessa má lesa á ýmsa vegu, til dæmis sem svo að ekki sé líklegt að mikið bætist við höfund- arverk Roths eftir þetta tiltekna ártal! Það er eins og endalokin á ferlinum hafi þegar verið ákveðin, lína dregin í sandinn og Roth ráðlagt að hafa sig hægan, jafnvel að yfirgefa sviðið áð- ur en langt um líður, svo hin mikilvæga heild- arútgáfa geti komið í heiminn eins og ráðgert er. Þetta er nú væntanlega ekki meiningin, en óheppilegt er orðalagið, svo mikið er víst! Endalok Zuckermans? »Roth segist ekki lengur gefa sér tíma til að endurlesa fyrri verk sín, heldur segist hann kjósa að heimsækja á nýjan leik, en í síðasta sinn, uppáhalds- höfunda sína eins og Conrad og Faulkner. ERINDI Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is H ann er lítill og strákslegur og af- skaplega danskur í alla lund en þó heilmikill heimsborgari þeg- ar nánar er gáð. Og hann virðist gjarn á að taka krappar beygjur í lífinu. Morten Ramsland ætlaði upphaflega að verða vísindamaður. Hann stefndi á líffræði og áhugi hans lá fyrst og fremst í raun- greinum. En á síðasta ári í menntaskóla lánaði bókhneigður vinur hans honum ljóðabók sem kú- venti lífi hans og í stað líffræðinnar skráði hann sig í dönsku og listasögu í háskóla og aðeins tveim- ur árum síðar kom svo fyrsta – og eina – ljóðabók- in hans út. „Hún var gefin út í 125 eintökum – og á end- anum þurfti útgefandinn að farga afganginum af upplaginu.“ Fyrsta skáldsagan gekk ekki mikið betur og höfundurinn er ekki að draga neitt úr: „Gagnrýnendurnir hötuðu hana, lesendur hötuðu hana og meira að segja konan mín hataði hana.“ Það tók hann tvö ár að átta sig almennilega á við- brögðunum en síðan tók hann að skrifa Hunds- haus, fjölskyldusögu sem þvælist fram og aftur í tíma, hefst á þýskri sléttu og ferðast um Björgvin í Noregi – þaðan sem ættin á rætur sínar – niður til Danmerkur með reglulegum viðkomum í Þýska- landi nasismans sem hverfur aldrei úr martröðum afans sem lifði af Buchenwald við illan leik. Frá Günter til Salmans til Mortens Áhrifavaldarnir koma víða að, en að sögn Rams- land einna síst frá Skandinavíu. „Eftir að ég klár- aði háskólann hef ég nær eingöngu lesið höfunda annars staðar frá.“ Hann leggur áherslu á að hann sæki innblástur á sem flesta staði en játar þó að líklega séu áhrifin frá Miðnæturbörnum Salmans Rushdie sýnu sterkust eins og fjölmargir lesendur bókarinnar hafa raunar bent á – en þeir hafa líka minnst á Blikktrommu Günters Grass. Ramsland tekur undir þau líkindi en segist sjálfur ekki hafa lesið bók Grass fyrr en eftir að hann lauk við Hundshaus – en hafi hins vegar heyrt að Rushdie hafi verið undir áhrifum frá Grass þegar hann skrifaði Miðnæturbörnin. Öll þessi tilvilj- unarkenndu tengsl halda áfram þegar ég sé hann og fleiri lesa upp seinna um kvöldið og tek eftir ákveðnum líkindum við Jón Kalman Stefánsson – sem ég hefði þó aldrei tengt sérstaklega við Rus- hdie. Ramsland vann sem aðstoðarmaður fatlaðrar konu þegar hann hóf að skrifa bókina. Hún var gift fötluðum manni sem einnig átti aðstoðarkonu og við Ramsland erum sammála um að samband aðstoðarmannanna gæti verið efni í góða skáld- sögu. „En ég skrifaði undir trúnaðareið þannig að þetta er ein saga sem samviskan hefur hindrað mig í að skrifa.“ Það tók hann ekki nema níu mán- uði að skrifa fyrsta uppkastið af Hundshaus – en fjögur ár til viðbótar í endurskriftir. Hvernig saga er sögð Og sjö árum eftir að hafa skrifað bók sem nær engum líkaði tekst honum að skrifa bók sem lang- flestir lofa í hástert. Hvað skipti sköpum? „Gæðin. Þessi var góð og hinar voru það ekki,“ segir Rams- land sem telur einnig að fjölskyldusögur eigi jafn- vel enn frekar upp á pallborðið en áður. „Fólk mun alltaf vera hluti af fjölskyldu í einhverjum skilningi. En fleiri og fleiri fjölskyldur eru tvístr- aðar og sundraðar á einhvern hátt og sambandið við eldri kynslóðir er ekki eins sterkt og áður. Ein- mitt þess vegna þarf fólk ennþá frekar á sögum um fjölskyldur að halda,“ segir höfundurinn sem bætir við að þessar sögur séu vissulega oft fullar af því sem við skömmumst okkar hvað helst fyrir en það sé oft einmitt það sem fólk tengir við. En að hversu miklu leyti er þessi saga um hans eigin fjölskyldu? „Amma mín var mikil sagnakona, rétt eins og Björk (en Björk er uppspretta flestra sagnanna sem sögumaður segir okkur) en ég not- aði sögur minnar fjölskyldu fyrst og fremst sem byggingarefni. Úr þeim burðarstoðum varð svo til saga um töluvert ólíka fjölskyldu þótt vissulega séu líkindin þónokkur,“ segir Ramsland hvers fjölskylda er líka upp runnin í Björgvin og núna búsett í Danmörku rétt eins og fjölskylda bók- arinnar, og Ramsland er klárlega Dani. Áð- urnefnd Björk er uppspretta flestra sagnanna sem sögumaður segir okkur og Ramsland leggur áherslu á að svona séu sögurnar sagðar þótt þær gerist ekki endilega svona – sögumaðurinn sé vís- vitandi ótraustur. Hver veit, kannski laug hann þessu öllu? Mitt á milli Buchenwald og Björgvinjar Morten Ramsland er danskur höfundur sem heimsótti Bókmenntahátíð í Reykjavík um leið og bók hans, Hundshaus, kom út í íslenskri þýð- ingu Kristínar Eiríksdóttur. Sagan er fjölskyldu- saga norsk-danskrar fjölskyldu en áhrifavald- arnir virðast þó frekar vera Salman Rushdie og Günter Grass en Hamsun og H.C. Andersen. Morten Ramsland „Gagnrýnendurnir hötuðu hana, lesendur hötuðu hana og meira að segja konan mín hataði hana,“ segir Ramsland um viðbrögðin við fyrstu bók sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.