Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 15 lesbók Ástarþríhyrningurinn mun seint glata notagildi sínu í frásögnum, svo mikið er víst, en jafnöruggt er að ákveðnar birtingarmyndir hans eru orðnar allt að því ónothæfar sökum ofnotkunar. Í nýlegri skáld- sögu eftir Cörlu Guelfenbein, Ástin í lífi mínu, vindur flækjunum sem slíkri uppstillingu fylgja fram í skugga herforingjastjórnarinnar í Chile á níunda áratugnum og póli- tískur bakgrunnur verksins virðist einmitt til þess fallinn að veita frá- sögninni aukinn þunga og skerpa hornin á þríhyrn- ingnum. Þegar upp er staðið reynist það þó ekki endilega nið- urstaðan. Höfund- urinn beinir athygl- inni mestmegnis að samskiptum persón- anna þriggja, og þeim ástríðum og hvötum sem grund- valla samskipti þeirra. Þetta er verkinu ekki til framdráttar þar sem persónurnar eru all- ar mjög staðlaðar og fátt sem þær gera, hugsa eða segja er til þess fallið að vekja áhuga. Herforingjastjórnin er í þessu samhengi eins konar tæki eða bragð sem notað er til að skapa kring- umstæðunum sérstöðu og framkalla heldur ódýra dramatík. Það hversu litlu máli fé- lagslegur bakgrunnur verksins reynist skipta verður til þess að höf- undi mistekst að yf- irstíga allt að því inn- byggðan fyrirsjáanleika söguþráðarins sem og þá sterku tilfinningu að svona lagað hafi maður séð og lesið margoft áð- ur, bæði í bókum og kvikmyndum, og þá hafi það gjarnan verið betur gert. Ást á tímum herforingjastjórnar Björn Þór Vilhjálmsson Eftir Cörlu Guelfenbein Sigrún Eiríks- dóttir þýddi. Skáldsaga Bjartur. Reykja- vík. 2007. 269 bls. Ástin í lífi mínu Carla Guelfenbein Þýdd skáldsaga BÆKUR Lesarinn Það er stundum erfitt að finna tíma til aðlesa bækur algerlega að tilefnislausu þegar maður vinnur við að lesa á ýmsum vígstöðvum. Enda ekkert alltaf ástæða til, það eru forréttindi að liggja í nýútkomnum bókum eins og núna þegar Bókmenntahátíð er nýlokið og blessað bókaflóðið að hefjast, svo ekki sé talað um þann lúxus að fá að lifa vikum og mánuðum saman í nánu sambandi við bók eins og Fjallkirkjuna. En síðast þegar ég var algerlega frjáls les- ari, síðla sumars og fram á haust, sökkti ég mér í nýlegar sænskar skáldsögur. Í Sví- þjóð eru ekki bara skrifaðir krimmar, en þær bækur sem urðu mér eftirminnileg- astar eiga það sameiginlegt að taka glæpa- sagnaformið, teygja það og toga svo ræki- lega að það verður næstum óþekkjanlegt á eftir. Mannen som dog som en laks eftir Mikael Niemi fer með lesandann í mikið ferðalag um Norður-Svíþjóð í nútíð og for- tíð. Undir þunnu dulargervi glæpasögunnar leynist rammpólitísk saga um sænska ný- lendustefnu og menningarátök milli þjóð- ernishópa og tungumála sem maður vissi varla að væru til. Hin bókin sem varð mér eftirminnileg er Fallet Sandeman eftir Gabriellu Håkanson. Spæjarinn í þeirri sögu er náfrænka Jósefs K og ferð hennar um undirheima Suður-Evrópu og Norður- Afríku er krydduð með óvenjulega frjóum kynjafræðilegum pælingum. Jón Yngvi Hann las sænska reifara í sumar og haust og þótti þeir opna nýja sýn á þjóðina. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Hlustarinn Ég átti lengi erfitt með að trúa því að tón-listarmaðurinn Beirut hefði aðeins verið 19 ára þegar hann tók upp meistaraverkið Gu- lag Orkestar. Ýmsar sögusagnir hafa fylgt Zach Gordon, manninum á bakvið Beirut, síð- an hann söng og spilaði sig inn í hjörtu indí- tónlistarnörda og gagnrýnenda í fyrra með áðurnefndri plötu, sem síðan toppaði lista margra fjölmiðla yfir bestu plötur ársins. For- vitni fólks um manninn á bakvið alla snilldina virðist hafa verið svalað með nokkrum skemmtilegum goðsögnum. T.d. að platan, sem einkennist af áhrifum úr sígauna- og balkan-þjóðlagatónlist, hafi verið tekin upp eftir margra mánaða flakk Zach um Austur- Evrópu og að myndina sem prýðir plötu- umslagið hafi hann rifið úr bók á bókasafni í Leipzig. Ég er það lánsamur að hafa séð Beirut á tón- leikum. Á SxSW hátíðinni í Texas kom hann fram á einum af sínum fyrstu tónleikum eftir allt „hype-ið“ og styrkti það mig í þeirri trú að hér sé á ferð einn magnaðist tónlistarmaður heims. Ég varð jafnframt að sætta mig við að hann er við tvítugsaldurinn. Eins og margir hef ég beðið spenntur eftir næstu skífu Bei- rut, sem nú er loksins komin. Næstum því. Því útgáfudagur The Flying Club Cup er ekki fyrr en 9. október. Plötunni var hins vegar lekið á netið fyrir þónokkru og var útgáfu hennar á netverslun iTunes flýtt í kjölfarið. Líkt og á Gulag Orkestar eru lagasmíðar Bei- rut á þjóðlaga-nótunum, en nú eru áhrifin víst sótt til Frakklands. Hvað sem því líður þá er hér komið framhald við bestu plötu síðasta árs, sem stenst fyllilega væntingar. Lög eins og „Nantest“, „Guyamas Sonara“ og „Cherbo- urg“ með sínum kraftmikla lúðraþyt, strengjaköflum og ótrúlegum söng Zach skilja mann eftir orðlausan. Algert meistaraverk. Eldar Hefur séð Beirut á tónleikum í Texas en nú er að koma út önnur skífa listamannsins. Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Það er dálítið sérkennilegt sam- bland af myndum og tilfinningum sem mætir lesanda ljóðabókar Þór- dísar Björnsdóttur, Í felum bakvið gluggatjöldin. Ákveð- in kyrrð, tregi og ein- manaleiki er gjarnan ríkjandi, jafnvel þung- lyndisleg firring og af- skiptaleysi, en jafn oft er sem heilmikil for- vitni og glað- hlakkalegur kraftur stjórni ferðinni. Síð- arnefnda tilfinninga- viðmiðið vegur reynd- ar salt á mörkum æðisins, svo mjög að á köflum blasir við vit- und sem þrífst best innanum augnlausa, sundraða og jafnvel deyjandi líkama, í tættri draumaveröld þar sem lík geta legið í leyni undir dagblöðum í herbergishorni eða grafin undir laufhrúgum í afskekktum ljóða- garði. Þessir tveir pólar, af- skiptaleysið og æðið, eru stefnu- miðin í bókinni, og hugarheimur hennar markast því af öfgum sem líkja mætti við geðsveiflur. Þannig er ýmislegt sem kemur á óvart í skúmaskotum ljóða Þórdísar, og er knýjandi og ákallandi. Þar er ljóðið Myndir ágætt dæmi en þar gefur að líta eftirfarandi kafla: Ég man enn hversu fallega hárið hennar brann meðan hún þræddi nálina, stakk henni í gegnum auga hans og saumaði í það mynd af lítilli stúlku sem stóð uppi á stól fyrir framan spegilinn og fléttaði sítt hárið Sumt hér kann að minna lesendur á síðustu bók Þórdísar, bókina um Veru og Línus sem skrifuð var í samstarfi við Jesse Ball, en eins og sú bók gaf til kynna er Þórdís að sumu leyti blóðþyrst skáld og mörg ljóð í þessari bók eru blóð- rauð á litinn en stund- um, líkt og í þessu ljóði, er gróteskri líkams- afmynduninni ljáð ákveðin ljóðræna með margræðu myndmáli. Hér er slík margræðni gerð bókstafleg með af- myndun hins sjónræna verkfæris (augans) og fjölföldun myndateg- undarinnar (minning sem hug-mynd, saumuð mynd og spegilmynd), en augu, hár, speglar og kvenverur af ýmsum toga eru endurtekin minni í gegnum bókina. Þá eru sum lengri ljóð bók- arinnar á borð við Að næturlagi og Sunnudagur eftirminnileg fyrir það andrúmsloft sem þar er skapað. Ljóðin eru þó misjöfn, mörg stemmningarljóð bókarinnar jaðra við hálfgerð banalheit, kyrrstaðan er of mikil, en jafnvel þó manni finnst ljómann stundum vanta má rekja ákveðin stef og tóna sem að lokum koma saman í eftirminnilega heild. Glaðhlakkalegur tregi Þórdís Björnsdóttir Björn Þór Vilhjálmsson BÆKUR Ljóð Eftir Þórdísi Björnsdóttur, Höfundur gefur út. 2007. 82 bls. Í felum bakvið gluggatjöldin Þessi bók byrjar með hugmynd. Og hugmyndin er sú að fjalla um fjöllin sem maður sér út um bílrúðurnar þegar keyrt er eftir ákveðnum götum í Reykjavík. Þetta eru eins konar fjallvegir. Maður sér fjöll keyri mað- ur eftir þeim. Þetta er ágæt hug- mynd. Úr henni getur orðið ágæt bók. Fjallvegir í Reykjavík eftir Sig- urlín Bjarneyju Gísladóttur er ágæt bók. Hugmyndin er hins vegar betri. Við lestur bókarinnar hangir þessi fína hugmynd um fjöllin í bílrúðunum yfir öllu og spillir fyrir lestrinum. Það er eins og textunum takist aldrei að höndla hugmyndina al- mennilega. Textarnir eru prósa- ljóð eða kannski nær því að vera smáprósar, svo notað sé hugtak frá Ósk- ari Árna Óskarssyni. Textar Óskars Árna eru hins vegar mun þéttari og myndrænni. Hið óvenjulega sjón- arhorn Sigurlínar Bjarn- eyjar á Reykjavík og umhverfi hennar kemst oft vel til skila. Upphafs- textinn dregur fram ákveðna togstreitu á milli fjallsins og veg- arins, bæjarstæðisins og borgarinnar en þar er keyrt suður Suðurgötu með Keili í framrúðunni. Eins og margir aðrir textar bók- arinnar er þessi ekki nægilega vel unninn. Of mikið er sagt og í of mörgum orðum. Text- arnir vilja oft reyna um of á þolgæði les- andans. Þannig vantar stundum skýrari þráð í textana, samhengi. Einna best heppnaðir eru textarnir um hætt- ur á fjallvegum Reykjavíkur og um Snorrabraut sem munstrar dúk í norður. Yfirhöfuð hefði Sig- urlín Bjarney þurft að vinna meira í text- unum, skerpa á þeim. Hugmyndin betri BÆKUR Ljóð Eftir Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur. Nyk- ur, 2007, 36 bls. Fjallvegir í Reykjavík Sigurlín Bjarney Gísladóttir Þröstur Helgason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.