Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 26
margbrotin menning 26 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ógnvaldar þorpsgötunnar Y fir brúnleitt þorpið berst glamur í kúabjöllum. Hljóðin hækka og innan skamms koma tvær verur reikandi eftir rykugri götunni. Önnur tekur á sprett eftir smástrákum sem flýja skrækjandi fyr- ir húshorn. Hin stígur ógnandi í veg fyrir unga stúlku sem brosir en bíður þögul eftir að verurnar haldi ferðinni áfram. Sem þær gera, hristandi bjöllurnar sem þær bera við beltið. Þegar þær brölta rymjandi framhjá, má glögglega sjá að þetta eru karlmenn í heimagerðum grímubúningum; annar með rauða djöflagrímu með sítt hvítt hár og langan reipishala, hinn er með olíusmurða verkamannahanska, hvíta grímu og á skyrt- una hefur verið fest marglitt kögur. Þeir reika áfram niður ryk- uga götuna, óstyrkum skrefum. Þetta er eitt margra þorpa í Oaxaca-dalnum í sunnanverðri Mexíkó. Á svæðinu býr fjöldi ættbálka og töluð eru 16 tungu- mál; þetta er eitt fátækasta hérað landsins en hér sem annars- staðar í þessu margbrotna landi nýtur fólk þess að gera sér dagamun. Hver bær á sér sína helgi- og frídaga. Hér í Ejutla nálgast hádegi, sólin siglir hátt á himninum og ferðalangurinn myndi halda að þetta væri venjulegur dagur í fásinninu, ef ekki væru þessir grímuklæddu menn á ferð um göturnar, hringjandi bjöllum. Niður aðra götu kemur gamall geitahirðir, með hóp brúnna geita; á höfðinu ber hann einkennistákn karlmanna í Suður-Mexíkó, léttan, hvítan hatt. Skyndilega birtist svart- klæddur drýsill með grímu sem á upptök sín í amerískri hryll- ingsmynd; hann splundrar friðsælli götumyndinni og geiturnar stökkva undan hlátri hans og bjölluglamri. Kynjaverurnar stefna í átt að aðaltorgi bæjarins og innan úr stórum húsagarði þar nærri berst lúðraómur. Lúðrasveitin er eitt af táknum þessarar menningar, alveg ómissandi þar sem verið er að gera sér dagamun. Og hér er gleðin. Sauðdrukknir grímuklæddir karlarnir taka að dansa, á misstyrkum fótum; einn þeirra er klæddur sem dauðinn og ber stóran kross á baki. Annar situr hjá langhyrndum uxa og svolgrar bjór. Við langborð er sveit lögreglumanna, borðar geitakássu og drekkur bjór með, og mezcal. Í heiðurssæti situr brúðarmær undir slöri, með brúðarmeyjar til beggja handa. Þegar brúðurin kallar til ferðalanga kemur í ljós að þetta er karlmaður, býr fyr- ir norðan landamærin en er í heimsókn í þorpinu sínu. Brúðar- meyjarnar í fallegum kjólunum eru bæði drengir og stúlkur. Brúðguminn sést hvergi. Hljómsveitin blæs gleðisöngva inn í hádegið, grímuklæddir karlar snúast í rykinu, og þegar horfið er aftur út í hvers- dagsamstrið berast gleðisköll þorpsveislunnar langar leiðir úr húsgarðinum. Nornin og tígurinn Á trjábút sitja norn og Tumi tígur, og varpa mæðinni eftir annasaman morgun á hlaupum um þorpið. Hátíðlegar Á götuhátíð í borginni Oaxaca bíða prúðbúnar stúlkur þess að dansinn hefjist. Húsbandið Einn drýsillinn herðir bindishnútinn undir dynjandi leik brassbandsins. Í hlýjum morgninum sunnarlega í Mexíkó, gera íbúar í smábæ einum sér dagamun. Dagurinn er tekinn snemma og gleðin knú- in áfram af fjörmikilli lúðrasveit. Lítið fer fyrir konum en karlar brölta grímuklæddir um götur í gleði sinni, á milli þess sem þeir snúa aftur í þaklausan veislusalinn. Einar Falur Ingólfsson var á ferð með myndavél- ina og tók þátt í gleðinni. Hirðirinn Geitahirðir fylgist með geitunum leita að einhverju ætilegu á ferð gegnum þorpið. Ógnvaldar Ókennilegar vættir brölta um rykugar götur í þorpi sunnarlega í Mexíkó. efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.