Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 50
Glæsilegt atvinnuhúsnæði í byggingu á besta stað í Helluhrauni í Hf. Húsin eru um 1.320 fm hvert m/mögleika á ca 600 fm millilofti alls um 1.920 fm. 8 stórar innkeyrsluhurðir. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is STEINHELLA - HF. Til sölu/leigu við sjávarsíðuna, glæsil. nýtt 1.012 fm atvinnuh. Húsnæðið skiptist þannig: Salur ca 500 fm. Lofthæð allt að 8 m. Nokkrar góðar innkeyrsludyr. Verkstæði/lager ca 250 fm með 3 m. lofthæð. Efri hæð: Skrifstofur, starfsmannaaðst, glæsil. útsýni, ca 250 fm rúmgóð athafnalóð, hellulögð, góð aðkoma. Vönduð eign. Húsnæðið er til afhendingar mjög fljótlega. Allar nánari uppl. gefa Hilmar og Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. VESTURVÖR - KÓP. Um er að ræða nokkur sérlega glæsil. iðnaðarbil á þessum góða stað í Hfj. Bilin eru á 2 hæðum. Neðri hæðin er 116,5 fm og efri hæðin er 36,4 fm. Góður hringstigi milli hæða. Salerni er á neðri hæðinni. Stór innkeyrsluhurð. Þetta er sérlega vandað húsnæði sem hægt er að mæla með. Lóð er fullfrágengin. Bilin eru til afhendingar við kaupsamning. STEINHELLA - HF. Nýkomið sérlega gott atvinnuh. m/ góðri lofthæð og innkeyrsludyrum, 158,3 fm endabil. Góð staðsetning, tilvalin eign fyrir fiskvinnslu, léttan iðnað íbúð o.fl. V. 21,5 millj. EYRARTRÖÐ - HF. 162 fm atvinnuhúsnæði. Skipting eignar: Neðri hæð 120 fm, efri hæð 44 fm. Um er að ræða rúmgóðan vinnslusal á 1. hæð með innkeyrsludyr ásamt búningsklefa og salerni. Skrifstofu, kaffistofu og lager á 2. hæð. Rúmgóð lóð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunhamars. Verð tilboð. KAPLAHRAUN - HF. Glæsil. Nýlegt 125-250 fm skrifstofu- húsn. til leigu á 2. hæð (efstu) í nýlegu verslunar- og þjónustu/skrifstofuhúsn. Lyfta er í húsinu. Húsið skiptist m.a. móttöku, 8 skrifst., fundarh., kaffist. Snyrtingu o.fl. Góð aðkoma og bílastæði. Laust strax. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri s. 893-2233 FLATAHRAUN HF. - TIL LEIGU SKRIFST.HÚSN. Í sölu gott innkeyrslubil sem er m/mik- illi lofthæð, grunnflötur 120 fm og 50 fm milligólf samtals um 170 fm. Eignin skiptist í móttöku, sal m/stórum inn- keyrsludyrum. Milliloft m/baðh,eldhús- aðstöðu og skriftofu. Malbikuð lóð. Frábær staðs. í nálægð við höfnina og fiskmarkaðinn. Húsnæðinu skilað frá- gengnu utan sem innan. Gott tækifæri. FORNUBÚÐIR - HF. Um er að ræða 400 fm gólfflöt ásamt óskráðu ca 130 fm millilofti. Góð loft- hæð er í húsinu. Ein innkeyrsluhurð. Bílastæði við húsið. Nánari upplýs- ingar veita Svenni s. 866 0160 og Helgi Jón s. 893 2233. SMIÐJUVEGUR - KÓP. Mjög gott 237,7 fm atvinnuhúsn. vel staðsett miðsvæðis í Hfj. Eignin er m/góðar innkeyrsludyr og hentar vel sem lager eða undir minni atvinnur. Eignin skiptist í skrifstofu, kaffistofu, geymslu, snyrtingu og vinnslusal. Gott port er fyrir utan eigina. Eign sem býð- ur upp á mikla möguleika. Eignin er laus við kaupsamning. V. 23,7 millj. REYKJAVÍKURVEGUR - HF. 50 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Falleg 3ja herbergja íbúð 100 fm á áttundu hæð ásamt stæði í lokuðu bíl- skýli. Íbúðin er fallega inn- réttuð, stór stofa, tvö góð svefnherbergi og þvotta- hús í íbúð, stórar svalir o.fl. Íbúðin snýr í suður með glæsilegu útsýni. Verð kr. 24,8 millj. Bjalla 801 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 - 16 BLÁSALIR 22 - KÓPAVOGI www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.Sími 588 4477 Birkiholt 5 – Álftanesi Glæsileg íbúð með mikið af fylgihlutum Opið hús í dag kl. 13-16 Til sýnis í dag stórglæsileg 94,1 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð (efstu) í nýlegu húsi með sérinngangi. Íbúðin er fullbúin með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Íbúðinni fylgir ísskápur, uppþvottavél, örbylgjuofn, þvotta- vél og þurrkari. Sérhönnuð glæsileg lýsing frá GÁ ljósum. Eikarparket á gólfum. Stórar svalir og glæsilegt útsýni. Eign í sérflokki. Tryggvi tekur vel á móti áhugasömum kaupendum. Verð 22,5 millj. Fréttir í tölvupósti MIKIL umræða hefur verið í fjöl- miðlum um áfengis- og vímuefna- meðferð undanfarið og sýnist þar sitt hverjum. Undirritaður hefur starfað við áfengis- og vímuefnaráðgjöf síð- an 1997 og hefur séð miklar breyt- ingar á starfi áfengis- og vímuefna- ráðgjafa og því meðferðarumhverfi sem hefur verið byggt upp á Íslandi undanfarin þrjátíu ár. Meðferðarumhverfi þar sem tilvera SÁÁ hefur verið hrygg- lengjan í því að aðstoða einstaklinga sem eru veikir af áfengis- og vímuefnafíkn. Ekki ætla ég mér að fara að munnhöggvast við starfsmenn annarra aðila sem vilja láta gott af sér leiða en ástæðan fyrir því að ég set þessi orð á blað er að nokk- urs misskilning virðist gæta varðandi meðferð SÁÁ, á hverju hún er byggð og hvernig hún varð til. Í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 2005 segir á bls 16. „Frá upphafi hefur SÁÁ litið svo á að áfengis- og vímuefnafíkn sé sjúk- dómur. Hlutverk samtakanna er að vinna að því að í landinu sé besta fá- anlega meðferð fyrir vímuefnafíkla og aðstandendur þeirra. Samtökin reka sérhæfðar sjúkra- stofnanir og ráða fagfólk til starfa. Hugmyndafræði þessa fagfólks er fyrst og fremst sú að standa föstum fótum í læknisfræði, sálarfræði og fé- lagsvísindum og samtvinna þetta þrennt með það að markmiði að búa til heildstæða áfengis- og vímuefna- meðferð sem býður upp á fjölbreytta möguleika og kemur til móts við sem flesta. Í meðferðinni er reynt að sam- eina heilbrigðisþjónustu og fé- lagslega endurhæfingu og aðstoð. Hugmyndagrundvöllurinn er fyrst og fremst vísindalegar rannsóknir á sviði heilbrigðisþjónustu, sálarfræði og félagsvísinda.“ Í Blaðinu 20. janúar sl. fullyrðir Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, að með- ferð SÁÁ sé byggð á sporum AA samtak- anna. Það er einfald- lega ekki rétt og lýsir kannski vanþekkingu fólks á því hvað með- ferð er og hvað ekki. Hefði Heiðar haft fyrir því að kynna sér með- ferð SÁÁ þá hefði hon- um orðið ljóst að það er reginmunur á því að fræða áfengis- og vímu- efnasjúklinga um AA samtökin, hvetja þá til að notfæra sér þjónustu þeirra og því að ætla að veita fólki meðferð sam- kvæmt þekkingu sem var góð og gild fyrir miðja síðustu öld. Þeim sem vilja kynna sér AA sam- tökin og hugmyndafræði þeirra er bent á mjög góða grein eftir Hjalta Björnsson NCAC sem er að finna á vef Félags áfengis- og vímuefnaráð- gjafa, http://www.far.is og einnig er hægt að kynna sér þróun meðferðar á vef SÁÁ www.saa.is en þar er ritað um meðferð: „Þekking á áfengissýki- og vímu- efnafíkn hefur vaxið hröðum skref- um undanfarin 25 ár. Munar hér mestu um undraverðar framfarir í þekkingu okkar á uppbyggingu og starfsemi heilans og áhrifum vímu- efna á hann.“ Vímuefnasjúklingur sem kemur til meðferðar kemur ekki vegna þess að hann hafi um það fullkomlega frjálst val. Hann kemur til meðferðar vegna þess að valkostum hans til að lifa eðlilegu lífi hefur fækkað eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Sjálfs- myndin hefur orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum og hugrekkið til að tak- ast á við daglegt líf án vímuefna fer þverrandi. Það að efla trú fólks og skilning á sjálfu sér er mikilvægara en fá það til að vitna í Heilaga ritningu og leita svara þar eins og gert er á sumum stöðum. Við skulum ekki gleyma því að Biblían er byggð á texta sem ekki hefur breyst í árþúsundir og hug- myndafræðin sem birtist í þeirri góðu bók er byggð á þekkingu sem fólk hafði þegar textinn var ritaður. Í grunninn gildir hið sama um texta AA. Meðferð SÁÁ hefur byggst á þeirri vísindalegu þekkingu sem liggur fyrir á hverjum tíma, m.a. í líf- fræði, sálarfræði, félagsvísindum og læknisfræði. Kjarkleysi og kvíði eru afleiðingar síversnandi vímuefnasjúkdóms en ekki ástæða fyrir neyslu. Það er okk- ar fagfólks að skoða á hlutlausan hátt og með augum vísindanna hvað er að gerast og hvernig. Það felur í sér að leggja verður á hilluna hverskonar fordóma og siðferðilega mælikvarða og einbeita okkur að vinna með það sem við vitum en gleyma okkur ekki í óskhyggju og því sem við viljum. Vímuefnasjúklingar eru í upphafi batans mjög háðir meðferðarað- ilanum. Til hans sækja þeir hvatn- ingu, fyrirmyndir og dómgreind. Þetta hafa mörg trúarsamtök og sið- lausir einstaklingar notfært sér til að stýra sjúklingum til þess lífs sem þau vilja en ekki til þess lífs sem ein- staklingurinn velur sér sjálfur. Þetta er vel þekkt og rannsakað og má benda á bækur Leo Booths, s.s.When God Becomes a Drug ofl., þessu til stuðnings. Það væri afar heimskulegt að ætla að þetta ætti ekki við í svipuðum aðstæðum á Ís- landi. Grundvallargildi SÁÁ er að finna á vef samtakanna www.saa.is „Samtökin eru laus við fordóma og hvers konar ofstæki, enda byggist starf þeirra á læknisfræðilegri þekk- ingu og virðingu fyrir fólki. SÁÁ vinnur sína vinnu í hljóði og með þeirri ábyrgð sem hæfir viðfangsefn- inu. Ódýrar patentlausnir og inn- antóm slagorð hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá SÁÁ.“ Að lokum vil ég hvetja þingmenn og ráðherra til að leita sér upplýs- inga hjá fagaðilum sem mesta reynslu hafa á þessu sviði í landinu en láta ekki undan þrýstingi um ódýrar skyndilausnir sem leiða til þjáninga þeirra sem síst skyldi. Meðferð Magnús Einarsson skrifar um starfsemi SÁÁ » ...nokkurs misskiln-ing virðist gæta varðandi meðferð SÁÁ, á hverju hún er byggð og hvernig hún varð til. Magnús Einarsson Höfundur er áfengis- og vímuefnaráð- gjafi NCAC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.