Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.02.2007, Blaðsíða 46
Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Atvinnuhúsnæði Höfum verið beðnir um að útvega skifstofu og iðnaðarhúsnæði með eða án leigusamninga. Ýmsar stærðir og staðsetningar koma til greina. Staðgreisla fyrir réttu eignirnar. 1 Upplýsingar hjá Fold í síma 552 1400 og 694 1401 utan skrifstofutíma. 46 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Höfum verið beðin um að finna fyrir fjársterkan viðskiptavin okkar, 1.200–1.500 fm skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu til kaups. Heil húseign eða ein til tvær hæðir koma til greina. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri s. 893-2233. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Skrifstofuhúsnæði óskast 1.200 - 1.500 fm Í einkasölu glæsileg og nýuppgerð 2ja-3ja herb. íb. á jh. í þríbýli með sérbakinngangi, á þessum vinsæla stað. Hús, þak og þakkant- ur var tekið í gegn að utan og málað f. 2 árum. Endurnýjað eldhús m. beykiinnréttingu og háfi, björt og góð borðstofa og stofa, hjóna- herb. m. góðum skápum, barnaherbergi, flísalagt baðherbergi. Parket og vandaðar flísar á gólfum. Stór sam. geymsla í risi. Góður bakgarður. Ásett verð 19,9 millj. VERIÐ VELKOMIN. RÁNARGATA 14 - JARÐHÆÐ OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-18 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Hér er um að ræða u.þ.b. 230 fm sérbýli sem hefur verið mjög mikið endurnýjað ný- lega auk 50% hlutdeildar í hesthúsi, hlöðu og útihúsum á þessum afar fallega stað við Leirvogsá í Mosfellsdal. Frábær aðstaða er til hestaiðkunar á staðnum og afar fallegar reiðleiðir allt í kring. Íbúðarhúsið er í mjög góðu ástandi bæði að utan sem innan og m.a. hefur húsið allt verið klætt nýlega auk þess sem skipt hefur verið um gler, glugga, raflagnir og töflu o.fl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Skeggjastaðir - Mosfellsdal ÞAÐ mun vera leitun á byggðu bóli á Íslandi, þar sem mannanna verk eru jafnólundarlega upp á kant við sköpunarverk náttúrunnar og Mosfellsbær. Það þarf ekki að príla hátt í hlíðar Helgafells til að skynja búsæld Reykja- og Mos- fellsdals. Þar hefur verið víða gott undir bú. Varmá og Leirvogsá lið- ast um blómlegt undirlendið. Út- sýnið er fagurt og fjallasýn háleit. Við erum hérna á fornum söguslóð- um. Í samanburði við þetta sköp- unarverk náttúrunnar verður að játa, í nafni sannleikans, að mönn- unum hafa verið mislagðar hendur við að reisa sín mannvirki í sátt við umhverfið. Þjóðvegurinn – Vest- urlandsvegur – klýfur byggðarlagið í tvennt. Út um bílrúðuna blasir við vegfaranda kjarni vaxandi bæj- arfélags: Kentucky Fried Chicken, Esso-bensínstöð (með samráði) og amrísk vídeóspóluleiga. Hraklegra getur það varla verið. Þetta er eins og sýnishorn um sjónmengun. Hvaða mannvitsbrekkur voru það, sem hugkvæmdist að hrinda hug- myndum sínum um mannlegt sam- félag í framkvæmd með þessum hætti? Amrísk bílaborg þar sem þú fyllir tankinn og hámar í þig rusl- fæðið inn um bílgluggann og pikk- ar upp innantóma afþreyingarspólu um leið og þú forðar þér burt af staðnum. Er þetta ekki síðbúin hrollvekja um Mr. Skallagrímsson in the deep south? Úr því að svona slysalega hefur til tekist um meintan hjartastað byggðarlagsins ber þeim mun brýnni nauðsyn til að varðveita hið fagra og smáa sem leynist þó í þessum dal úr alfaraleið. Það er Álafosskvosin á bökkum Varmár. Þar er að finna lítið þorp sem er upprunalegt og ekta. Mannabyggð sem reis einhvern veginn í réttum hlutföllum og í sátt við umhverfið. Þar er að finna minnismerki um iðnsögu Íslendinga, sem Samtök iðnaðarins ættu reyndar að sjá sóma sinn í að viðhalda og varð- veita. Allt reis þetta á bökkum Varmár, sem var aflvaki iðjuverks- ins og er nú á náttúruminjaskrá frá upptöku til ósa. Þetta er eini staðurinn í Mosfellsbæ sem útlend- ir ferðalangar leggja leið sína á sér til yndisauka. Og til þess að kom- ast í námunda við sjálfa Sigur Rós, sem gert hefur garðinn frægan í leit að kyrrð og ró. Er til of mikils mælst að þessi litla perla verði a.m.k. látin í friði af þeim eyðing- aröflum sem hafa breytt Mos- fellsbæ í amríska hraðbraut- arbúllu? Er það virkilega til of mikils mælst? Það eru engin rök í þessu máli, að vitlausar tillögur um að eyði- leggja þetta um- hverfi hafi verið á dagskrá bæj- arstjórnar Mosfells- bæjar í aldarfjórð- ung. Þeim mun lengri tíma hafa menn haft til að hugleiða mistökin og forðast slysin. Þeir sem vilja koma Helgafellslandinu í verð geta að sönnu gert það, án þess að þurfa endilega að eyðileggja söguminj- ar og náttúruperlur í leiðinni. Það eru alltaf til aðrar leiðir, þótt þær kunni að vera ögn dýrari í fram- kvæmd. Vandinn er ekki tækni- legur. Vandinn er siðferðilegur. Vandinn felst í því að þeir sem taka völd sín sem sjálfgefin og telja sig yfir það hafna að hlusta á venjulegt fólk, sem lætur sér annt um umhverfi sitt, geta ekki við- urkennt mistök sín. Valdstjórn, valdhroki, valdníðsla, það er þessi hvimleiði sjúkdómur, sem herjar á bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæð- isflokksins í Mosfellsbæ, og bitnar nú á því fólki, sem vill koma fyrir hann vitinu og forða slysum, sem ekki verða afturkölluð. Valdbeit- ingin í þessu máli er ekki bara sið- laus, hún er líka löglaus. Fyrrver- andi meðlimur í Bandalagi jafnaðarmanna á tíð Vilmundar heitins Gylfasonar, eins og Ragn- heiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri er, ætti að kannast við þau orð og breyta eftir þeim. Og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, Karl Tómasson, sem um daginn faldi sig á bak við gardínur, þegar konur í Varmárs- amtökunum stöðvuðu ofbeldið, ætti að manna sig upp í að standa við sannfæringu sína og samflokks- manna sinna. Það er spurning um trúverðugleika. Um hroka og heigulshátt Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson skrifa um skipulagsmál í Mosfellsbæ »Er til of mikils mælstað þessi litla perla verði a.m.k. látin í friði af þeim eyðingaröflum, sem hafa breytt Mos- fellsbæ í amríska hrað- brautarbúllu? Bryndís Schram Höfundar eru nýbúar í Mosfellsbæ. Jón Baldvin Hannibalsson MORGUNBLAÐIÐ hefur í leið- urum sínum reynt að stimpla þá málefnalegu umræðu sem fram fór á landsþingi Frjáls- lynda flokksins sem ógeðfellda. Blaðið er flokksmálgagn Sjálf- stæðisflokksins og sér sem er að Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að því að koma rík- isstjórn kvótaflokk- anna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, frá völdum. Ég hvet lesendur blaðsins til þess að kynna sér magnaða ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar á landsþingi flokksins þar sem farið var yfir pólitískar áherslur Frjálslyndra, s.s. um málefni aldraðra, skatta- mál, okur bankanna og óstjórnina í sjávarútvegi. Ræðuna má finna á vef Frjálslynda flokksins, www.xf.is. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða streymi vinnuafls til landsins og viljað stemma stigu við óheftum straumi. Hér er um mikilvægt mál að ræða. Vinnumálastofnun áætlar að rúmlega 17 þúsund erlendir rík- isborgarar hafi starfað hér á landi á síðasta ári en þessi umræða er mjög viðkvæm fyrir stjórnvöld sem sváfu á verðinum og opnuðu allar gáttir landsins í fyrravor. Meðal þess sem nefnt hefur ver- ið til sögunnar sem vafasamt og jafnvel ógeðfellt í málflutningi Frjálslyndra eru þau orð formanns flokksins á landsþingi að heilbrigð- isyfirvöld þurfi að vera á varð- bergi gagnvart smitsjúkdómum eins og berklum. Það virðist ekki mega nefna þá staðreynd þó svo að í lögum nr. 97/ 2002, um atvinnurétt- indi útlendinga, segi berum orðum að eitt af skilyrðum þess að útlendingum verði veitt atvinnuleyfi sé að lagt hafi verið fram fullnægjandi heil- brigðisvottorð. Í reglugerð nr. 558/ 2004 sem varðar skýrslugerð vegna smitsjúkdóma eru berklar einmitt nefndir til sögunnar sem sjúkdóm- ur sem skal tilkynna til sótt- varnalæknis án tafar. Berklar hafa verið vaxandi vandamál í fátækustu ríkjum Evr- ópu og greindi Guðjón Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Evr- ópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO), frá því síðasta haust að í fátækustu löndum álfunnar breiddist sjúk- dómurinn út með hraði. Einnig hefur framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar bent á að meiri fólksflutn- ingar landa á milli geri það líka að verkum að við Íslendingar verðum að vera á varðbergi gagnvart sjúk- dómum á borð við berkla. Þetta sjónarmið kemur einnig fram í ágætri grein Helga Hróð- marssonar læknis í nýjasta riti SÍBS þar sem landsmenn eru hvattir til þess að halda vöku sinni gagnvart aukinni smithættu hér á landi vegna aukinna ferðalaga og innflutnings útlendinga til Íslands. Í greininni kemur fram að 10 þús- und innflytjendur hérlendis hafi berklabakteríuna í sér og eru þá settir í fyrirbyggjandi meðferð. Það er athyglisvert að þegar formaður Frjálslynda flokksins tekur undir varnaðarorð Helga Hróðmarssonar læknis og nafna síns hjá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni er það notað í umræðunni sem staðfesting á meintu útlendingahatri Frjáls- lynda flokksins. Ég vonast til þess að sjálfskip- aðir varðhundar umræðunnar í samfélaginu taki sig taki og slaki á fordómum í garð málefnalegrar umræðu Frjálslynda flokksins um innflutning erlends vinnuafls. Útlendingar, fólksflutningar og smitsjúkdómar Sigurjón Þórðarson fjallar um innflutning erlends vinnuafls í tilefni af leiðaraskrifum Morg- unblaðsins »Ég vonast til þess aðsjálfskipaðir varð- hundar umræðunnar í samfélaginu taki sig taki og slaki á fordómum í garð málefnalegrar um- ræðu Frjálslynda flokksins um innflutning erlends vinnuafls. Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.