Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 48

Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 48
48 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Jarðhæð ca 460 fm. Mjög gott útipláss er við húsið ásamt mjög góðri aðkomu að húsinu. Loft- hæð er ca 3,7 m. Mjög góðar lagerhurðir eru að rýminu. Önnur hæð ca 1160 fm. Skrifstofur, húsnæðinu er skipt upp í móttöku, skrifstofur og opin svæði. Góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Hentar fyrir ýmiskonar starfsemi, s.s. iðnað, heildsölu, skrifstofustarfsemi o.fl. Mögulegt er að leigja í heilu lagi eða að skipta upp í smærri rými. Hagstæð leiga. Eignin er í eigu Landsafls sem er sérhæft fasteignafélag. Sími 588 4477 Til leigu Höfðabakki, Reykjavík Samtals ca 1620 fm Léttur iðnaður / lager / skrifstofur Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í símum 822 8242 og 588 4477. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. LAMBASEL 34 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14:00-15:00 Nýtt og glæsilegt einbýlishús á góðum stað við Lambasel í Reykjavík. Húsið er fokhelt. Um er að ræða pallahús sem skiptist á þrjá palla, bílskúr er með húsinu og er húsið í funky stíl, alls skráð 240 fm. Vegna sérstakra aðstæðna hefur verið veitt heimild til sölu þessarar eignar hjá Reykjavíkurborg. VERÐ: 48.000.000. Sveinn Eyland, s. 6-900-820, frá Fasteign.is verður á staðnum. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Nýkomið í einkasölu 266 fm einbýli svo til innst í lokaðri götu á rólegum stað. Húsið, sem er hágæða sænskt timbureiningahús á steyptri plötu, er til afh. í mars nk. fullbúið að utan, lóð gróf- jöfnuð og u.þ.b. tilbúið til innréttinga að innan eða skv. skilalýsingu í söluyfirliti og á www.nybyggingar.is (einbýli). Frábært skipulag. Húsið er aðallega á einni hæð en hluti á efri hæð. 4 rúmg. svefnherb., góðar stofur og allt extra vandað. Gott verð 48,5 millj. Sími 588 4477 Þrastarhöfði 59 - Glæsilegt nýtt einbýlishús á frábærum útsýnis- stað við golfvöllinn í Mosfellsbæ SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI TIL SÖLU Í MÚLAHVERFI Tvær góðar og bjartar skrifstofuhæðir til sölu, samtals 1000 m². Góður sérinngangur og bjart stigahús. Hæðirnar eru óinnréttaðar að mestu. Auk þess er bakhús á tveimur hæðum ca 570 m². Frábær staðsetning. Laust strax. Eignaskipti koma til greina. Upplýsingar gefa Karl, s. 693 7408, og Tryggvi, s. 895 8340. UMRÆÐAN um Byrgið sem upphaflega stjórnaðist af áhyggj- um af fjármálamisferli er vonandi að þróast út í umfjöllun um þann mannlega harmleik sem átt hefur sér stað. Mér vit- anlega hefur ekki far- ið fram opinber rann- sókn á þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur starfsmönnum og um- sjónarmanni Byrg- isins um meðferð þeirra á vistmönnum. Svo merkilegt sem það nú er þá vistaði Fangelsismálastofnun þar fanga og komið hefur í ljós að frelsi þeirra var svo ótak- markað að einhverjir fundust ekki þegar eftir var leit- að. Börn voru vistuð á staðnum sem er nógu alvarlegt en verður enn óhugnanlegra í ljósi þess að rökstuddur grunur er um að um- sjónarmaður og jafnvel einhverjir starfsmenn hans hafi misnotað aðstöðu sína og brotið í starfi gegn trúnaðarsambandi við skjól- stæðinga og komið hafa fram kærur sem varða meint kynferð- issamband. Þessar ásakanir eru studdar með bréfi sem Pétur Hauksson geðlæknir sendi Land- læknisembættinu í janúar 2003 þar sem hann skýrir frá því að hann hafi ítrekað heyrt frásagnir af kynferðislegum samböndum starfsmanna við vistmenn Byrg- isins. Ekki brugðist við Í greinargerð Landlæknisemb- ættisins um samskipti þess og Byrgisins frá 5. janúar sl. þar sem meðal annars er vitnað í bréf Péturs Haukssonar segir, að er- indi hans sé Landlæknisembætt- inu óviðkomandi þar sem Byrgið sé ekki heilbrigðisstofnun og þar vinni ekki heilbrigðisstarfsmenn. Þar segir einnig að landlæknir hafi tvívegis hafnað beiðni Byrg- isins um starfsleyfi til reksturs afeitr- unar þar sem Byrgið hafi ekki leyfi sem sjúkrastofnun. Þetta hlýtur að koma mörgum spánskt fyr- ir sjónir í ljósi þess að ítrekað og í beinni útsendingu frétta- miðla voru starfs- menn Byrgisins að flytja dauðadrukkið fólk og fólk í mikilli vímu beinustu leið í Byrgið. Það sem er jafnvel enn ein- kennilegra er að í skýrslu heil- brigðisráðherra um þjónustu við áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem lögð var fyrir Alþingi í mars 2005 segja Byrgismenn að- spurðir að þar sé veitt bráðaþjón- usta og afeitrun. Hafi það verið gert í óleyfi, vegna hvers var ekki brugðist strax við af hálfu hins opinbera? Hver er skýringin? Í áðurnefndri greinargerð Landlæknisembættisins segir „Ljóst er að þörf er á úrræðum fyrir einstaklinga með þau vanda- mál sem Byrgið hefur sinnt. Nauðsynlegt er að þau séu á fag- legum grunni og undir nauðsyn- legu eftirliti“ og þar segir enn fremur: „Landlæknisembættið leggur á það höfuðáherslu að nauðsynlegt sé að aðskilja sem mest trúarstarfsemi og lækn- ingar“. Sé þetta skoðun Land- læknisembættisins, hvers vegna var það látið óáreitt að þessir ein- staklingar væru meðhöndlaðir af ófaglærðu fólki sem stundaði lækningar af trúarlegum toga? Það má einnig spyrja að því hvort Landlæknisembættinu er ekki skylt að mæla gegn meðferð- arstöðum á borð við Hlaðgerð- arkot þar sem trúariðkun og bænahald er samofið meðferð- arstarfinu? Og væri þá líka ástæða fyrir félagsmálaráðherra að endurskoða áform sín um að láta Samhjálparmennina í Hlað- gerðakoti taka við Byrginu. Opinberir aðilar ábyrgir Það kemur fram í gögnum málsins að vistmenn Byrgisins sem dvalið hafa þar um lengri eða skemmri tíma eru að megninu til þeir sem annars eru taldir til heimilislausra í borginni, vímu- efnaneytendur sem margir hverj- ir eiga við geðræn vandamál að stríða. Viðhorf hins opinbera, hvort sem um er að ræða ríkið eða Reykjavíkurborg, hafa ein- kennst af því að þetta fólk væri best geymt hjá trúarsamtökum eða samtökum tengdum þeim. Reykjavíkurborg hefur gert Sam- hjálp að sínum stærsta samstarfs- aðila á velferðarsviði og telur við hæfi að líknarfélag Hvítasunnu- safnaðarins sinni sjúku fólki göt- unnar. Að sama skapi jós borgin fé til Byrgisins beint og óbeint án nokkurs eftirlits með starfsem- inni. Velferðarsvið hafði milli- göngu um greiðslur margra vist- manna og gaf Byrginu þannig sinn gæðastimpil. Ekkert yfirklór! Afstaða hins opinbera til stórs hóps vímuefnaneytenda er fyrir neðan allar hellur og ekki verður betur séð en að þar hafi verið brotin lög. Fyrir utan ákærur og ásakanir um kynferðislega mis- notkun og óheimila vistun barna er að öllum líkindum verið að brjóta á rétti áfengissjúklinga til faglegrar meðhöndlunar. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður segir í mjög athygl- isverðu lögfræðiáliti um rétt- arstöðu áfengissjúklinga sem birt var á vef SÁÁ 28. jan. sl. „Áfeng- issjúklingar eiga því rétt til full- komnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Það er nokkuð ljóst að réttur þessara sjúklinga hefur verið brotinn. Það bendir hver á annan, embættismenn eru réttilega ásak- aðir en það er hinsvegar ljóst að eftir höfðinu dansa limirnir og einbeittur vilji ráðherra til sam- starfs við trúfélög um meðferð- arstarf er óyggjandi. Það má ekki gerast að bakari verði hengdur fyrir smið, því að ef grannt er skoðað er það heilbrigðisráðherra sem augun ættu fyrst og fremst að beinast að. Eitt er víst að þessari umræðu má ekki ljúka með yfirklóri. Það þarf að greina hvar ábyrgðin ligg- ur og þá ekki síður hitt, á hvaða forsendum skal haldið inn í fram- tíðina með þennan málaflokk. Kallað eftir ábyrgð og stefnumörkun Þorleifur Gunnlaugsson fjallar um málefni Byrgisins »Eitt er víst að þess-ari umræðu má ekki ljúka með yfirklóri. Það þarf að greina hvar ábyrgðin liggur og þá ekki síður hitt, á hvaða forsendum skal haldið inn í framtíðina með þennan málaflokk. Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi vinstri grænna í Reykjavík. Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is und- ir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, með því að fylla út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og verður þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minn- ingargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upp- lýsingar eru gefnar í síma 569 1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.