Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/ÞÖK Þungi í umræðum um ís-lenska heilbrigðiskerfiðhefur farið vaxandi und-anfarin misseri og sitt sýnist hverjum. Áberandi er að margir gagnrýna heilbrigð- iskerfið fyrir eitt og annað þó að almennt séu landsmenn stoltir af heilbrigðiskerfi sínu, sem stenst samjöfnuð við aðrar þjóðir. En gott má bæta. Hvað er helst að? Undirritaður ætlar að fara yfir þetta mál eins og það lítur út frá hans sjónarhóli og lýsa því hvernig hans tillögur um úrbætur og breytingar líta út. Það er rétt að byrja á því að fara yfir nokkrar staðreyndir varðandi íslenska heilbrigð- iskerfið: 1) Íslendingar verja mestu fé til heil- brigðismála sem hlutfall af lands- framleiðslu af OECD-ríkjunum. 2) Íslendingar eru með lægstan meðalaldur miðað við sömu þjóðir og ljóst er að útgjöld til heilbrigð- ismála munu aukast, hækki meðalaldur þjóðarinnar með lækkandi fæðing- artíðni og auknum lífslíkum hinna eldri. 3) Biðlistar eftir aðgerðum eru langir í kerfinu, þrátt fyrir mikinn og vaxandi kostnað. Fólkið í landinu á bágt með að skilja þetta ástand og krefst úrbóta. 4) Margir telja að mikið skrifræði sé ráðandi í heilbrigðiskerfinu og telst ráðuneyti heilbrigð- ismála vera þar í fararbroddi. Dæmi eru um að það taki sveitarstjórnarmenn 2–3 mán- uði að koma á fundum með starfsmönnum ráðuneytisins. Á spítölum virðist hluti hjúkr- unar- og læknaliðsins upptekið við að skrifa skýrslur daginn út og inn. 5) Tvö kerfi eru í gangi í heil- brigðismálum. Annað er mið- stýrt ríkisapparat, þar sem áð- urnefnt skrifræði er fyrirferðarmikið. Hitt kerfið, sem eru sjálfstætt starfandi læknar og hjúkrunarfólk, hefur lítið skrifræði, og hraði í þjón- ustu er í fyrirrúmi. Í um- ræðunni ber nokkuð á því, að ríkisrekna kerfið sé orðið af- brýðissamt út í hið sjálfstæða og eru sjálfstætt starfandi augnlæknar nýjustu fórn- arlömbin, þar sem aðgerðir þeirra verða tékkaðar og end- urskoðaðar. Á meðan hamlar fjárskortur því í ríkiskerfinu að nýjustu lyf fáist til lækn- inga. Sögur úr þessu kerfi minna mann helst á sögur úr stjórnkerfi gamla sovétsins frá síðustu öld. 6) Mikil tregða virðist vera í heil- brigðiskerfinu að starfa með öðrum. Það er nánast ómögu- legt að samhæfa heimahjúkrun heilsugæslustöðva og heim- ilisþjónustu sveitarfélaganna, þrátt fyrir augljóst hagræði. 7) Mikill skortur er á hjúkrunar- og þjónusturýmum fyrir aldr- aða. Fullyrt er, að fjöldi lang- legusjúklinga fylli þær deildir spítala, sem krefjast há- tækniþjónustu, svo sem skurð- og hjartadeildir og hamli þar afkastagetu þeirra. Það virðist vanta stefnu og framtíðarsýn í málaflokknum. Í ráðuneytinu fást loðin svör um áherslur og framtíðarákvarðanir, einnig virðist kostnaðarvitund vera ábótavant. 8) Fyrir liggur ákvörðunartaka um að byggja nýtt hátækni- sjúkrahús upp á tugi milljarða. Svo mikið skal það vera og stórt, að full- byggt verður stjórnin á því þannig að haus- inn veit ekki um hvað halinn er að gera. Ástand- ið á LSH ein- kennist af því, að miklar fram- úrkeyrslur á fjarlögum er árlegur við- burður. Maður spyr sig hvort raunhæft samband sé milli fjárlagagerðarinnar og raun- verulegs ástands í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar. 9) Heilsugæslan á höfuðborg- arsvæðinu (fyrir 185 þúsund manns) var sameinuð með lagaboði til að fullnægja mið- stýringaráráttu kerfisins. Öll rannsóknarvinna er nú unnin í Reykjavík og ekki hefur þjón- ustan batnað að sögn notend- anna. Hvað er til ráða? Hér á eftir set ég fram hug- myndir mínar um úrbætur á heil- brigðiskerfinu. Ekki skal ég segja hvort þær séu þær einu réttu, en mér finnst það morg- unljóst að eitthvað róttækt þurfi að gera. a) Ein mesta meinsemd heilbrigð- iskerfisins sýnist mér að hér sé of mikið skrifræði. Það mætti minnka á móti lækningum. Það verður gert með að gera ein- ingar og einstaklinga sjálf- stæðari og ábyrgari fyrir sín- um verkum. Einnig verður að hafa boðleiðir skýrari og styttri en nú er. b) Sjálfstætt starfandi læknar og hjúkrunarfólk þurfa að verða enn sjálfstæðari en í dag. Þetta fólk á ekki að vera ein- göngu háð verkefnum frá rík- inu. Einstaklingar, innlendir og erlendir, eiga að geta keypt þjónustu af þessu fólki, vilji þeir og geti borgað fyrir þjón- ustuna eins og hún kostar í stað þess að vera háðir biðlist- unum, sem NB myndu þá styttast fyrir þá sem ekki geta borgað. Þetta er lykilatriði til að samkeppni geti átt sér stað i þessum geira sem öðrum, auk þess sem þjónustan yrði betri og hagkvæmari fyrir alla. Þannig yrði líka þeim, sem veita bestu þjónustuna umbun- að með auknu aðstreymi. c) Slá á frest byggingu hins nýja hátæknisjúkrahúss, sem áhrifa- menn hafa gagnkvæmt talað sig uppí að vanti. Heldur ætti að reyna að skipuleggja betur og styrkja starfsemi í þeim byggingum sem fyrir eru, inn- an og utan LSH, sérstaklega ef það er satt að þær séu yfirfull- ar af elli- og langlegusjúkling- um. Seinna mætti síðan byggja yfir ákveðna starfsemi í heil- brigðiskerfinu og þá í smærri einingum og þar mætti nýta einkaframtakið. Hætt er við að hið ráðgerða risasjúkrahús verði miðstýrt skrifræðisapp- arat í sömu fjárhagslegu úlfa- kreppunni og núverandi spít- alar eru sífellt í. Og hvað hefði þá breyst nema að vandamálið sjálft hefði stækkað? d) Algjör nauðsyn er að færa vistunarmál aldraðra yfir til sveitarfélaganna með nægj- anlegum fjármunum til þess- arar þjónustu. Þessi starfsemi mun aukast til muna á næstu áratugum, eftir því sem með- alaldur þjóðarinnar hækkar. Nærþjónusta sem þessi á bet- ur heima hjá sveitarfélögunum, sem geta samið við einkaaðila til að annast þjónustuna að hluta eða að öllu leyti. e) Heimahjúkrun verði færð yfir til sveitarfélaganna og sam- einuð heimilishjálpinni. Með þessari aðgerð mun þjónustan batna vegna nálægðarinnar við borgarana og fjármunir verða betur nýttir. f) Stjórn heilsugæslunnar verði færð yfir til sveitarfélaganna. Einkaaðilar geta vel séð um þessa þjónustu eins og raunin er á nokkrum stöðum á land- inu. Flestir sem lifa nógu lengi missa heilsu og þrek. Íþrótta- iðkun og heilbrigt líf stuðlar að lengra og betra lífi. Fyrirbyggj- andi heilsufarsaðgerðir eru það sem fólk á að leggja áherslu á. Þannig verður auðveldara að hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi. Fólk sem getur lifað ári lengur án aðstoðar kerfisins á að vinna sér rétt til betri við- urgjörnings að árinu liðnu. Fá sjálft hlutdeild í ávinningi rík- isins með nokkurs konar bón- usbótum. Framangreindar hugmyndir byggjast allar á þeirri skoðun að hægt sé að bæta heilbrigðisþjón- ustuna, án þess endilega að auka útgjöld til rekstrar eða fram- kvæmda. Þá má ekki gleyma því að kostnaður vegna heilbrigð- ismála mun stóraukast á næstu áratugum þegar meðalaldur þjóð- arinnar hækkar. Við verðum að bregðast við, því heilbrigðismálin snerta okkur öll fyrr eða síðar. Íslenska heilbrigðiskerf- ið – hvað er til ráða? Eftir Gunnar Inga Birgisson » Framangreindarhugmyndir byggj- ast allar á þeirri skoðun að hægt sé að bæta heilbrigðisþjónustuna, án þess endilega að auka útgjöld til rekstr- ar eða framkvæmda. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 35 ðin verða afnumin. „Allt manns líf um það að taka þátt í þessu samfélagi g hver annar. Að þurfa að skila inn op- vottorði upp á það að maður búi við ega einangrun til þess að fá að nýta ssa tækni og framfarir finnst mér vera fyrir neðan allar hellur.“ íður bendir jafnframt á að stoðtækja- gar, sem aðstoða fólk við að finna endur við hæfi, vísi fólki ekki á hend- loftið. „Ef fólk biður um að fá góða önd finnst mér að það eigi að vera gt en það eru ekki allir sem biðja um hendur,“ segir Sigríður. Fólk noti endurnar í misjöfnum tilgangi, það tir starfi hvers og eins hvað fólk biðji ólk sem sé í vinnu sem reyni mikið á omu þess, þurfti til dæmis að stýra m, halda fyrirlestra eða annað, vilji að gðu hafa hönd sem ekki dragi athygl- fötlun viðkomandi. ðtækjafræðingar séu stundum vændir vilja láta fólk kaupa dýrustu vöru sem g er, en þetta sé móðgun við fag- ku þeirra. Ef svo væri hefði stoð- fræðingur hennar eflaust haldið því að að fá sér rafmagnshönd, sem er enn en þær hendur sem framvísa þarf knisvottorði fyrir, til að geta fengið. ég þannig þenkjandi að mér væri í ð fá sem mest út úr ríkinu, þá hefði ég gt bara pantað rafmagnshönd,“ segi ur. Mikið álag að skipta um hönd Sigríður segir að það sé mikið álag fyrir fólk að skipta um gervihönd. Eigi fólk góða gervihönd sem því þyki vænt um reyni það að fara eins sparlega með hana og kostur sé. Hún hafi reynt að lengja líftíma sinna handa með viðgerðum. Því ánægðara sem fólk sé með gervihönd sína því sjaldnar muni það væntanlega skipta. Þá fari notendur gervi- handa sparlega með hendurnar vegna þess að aðeins megi sækja um endurnýjun þeirra árlega. Komi eitthvað fyrir nýjustu höndina sem viðkomandi hefur fengið sé eins gott að sú sem var afhent þar á undan geti komið í staðinn meðan viðgerð stendur yfir eða nýr gervilimur er afgreiddur. Þetta geti tekið marga mánuði og enginn sem notar gervi- hönd vilji lenda í því að eiga ekki hönd til að nota í slíkum tilfellum. Verið að búa til skriffinnsku Aðspurð hvers vegna hún telji að ákvæði eins og það sem gerir ráð fyrir vottorði geð- læknis vegna gervihandar sé í umsóknunum, segir Sigríður að svo virðist sem slíkt sé að- eins gert til þess að búa til skriffinnsku. „Auðvitað á maður að horfa á þetta sem reglugerðarákvæði sem samið er af fólki sem hefur engan skilning. Og maður á ekki að láta svona hafa áhrif á sig. En auðvitað hafa skilaboðin sem í reglugerðarákvæðinu felast áhrif á mann tilfinningalega,“ segir hún. Þegar fólk fái bréf um að umsókn þess um hágæða gervihönd sé í biðstöðu vegna þess að það vanti vottorð frá geðlækni um félagslega einangrun, þá sé stutt í hugsanir á borð við þá hvort „maður verðskuldi ekki að fá þessa aðstoð, hvort maður sé svo dýr fyrir samfélagið að maður eigi ekki rétt á aðstoð,“ segir hún. Þá kveiki reglugerðarákvæðið hugsanir á borð við þá að litið sé á nýjustu gervihend- urnar sem hégóma. Með því sé ljóst að stöðluðu gervihendurnar eigi í raun að nægja. Í raun sé fólki mismunað í kerfinu. Fólki sem þiggi lyf sem bæta eiga lífskjör þeirra sé ekki gert að skila inn vottorðum. „Enda finnst mér líka að fólk eigi alltaf að fá bestu og skilvirkustu lyf sem til eru. Við bú- um við kerfi þar sem mér finnst að við ætt- um að bjóða fólki það besta. Ég trúi ekki öðru en að við höfum efni á því,“ segir hún. Fólk brotnað saman Mikil orka getur farið í það hjá öryrkjum að vera sárir og reiðir út í kerfið vegna sam- bærilegra mála, en fólk geti hins vegar ekki staðið í eilífu stríði við kerfið. Sigríður veit að fólk hefur brotnað saman og fundist afar niðurlægjandi að þurfa að skila inn vottorði frá geðlækni vegna umsóknar um gervihönd, en það hafi engu að síður gert það. Það sé skiljanlegt að fólki líði illa vegna þessa, enda fari viðkomandi yfirlýsing inn í kerfið. Sigríður segir það skoðun sína að ákveði ríkið að bjóða upp á þjónustu við fatlaða, líkt og að gefa þeim kost á hágæðagervi- handleggjum, eigi verð þeirra ekki að skipta máli. „Annaðhvort er verið að bjóða upp á svona eða ekki. En mér finnst að ef það er tekin ákvörðun um að ríkið geti borgað svona hönd fyrir fólk þá eigi verðið ekki að skipta máli.“ Breyta þarf reglugerðinni „Allir sem ganga með gervihönd vilja hönd sem þeir þurfa ekki að skammast sín fyrir og hönd sem er í samræmi við persónu einstaklingsins,“ segir Sigríður. Hún segir að breyta þurfi reglugerðinni og heilbrigð- isráðherra þurfi að taka ákvörðun um þær breytingar. Hins vegar sé ákvæðið í þessari reglugerð áreiðanlega ekki einsdæmi um reglur sem brjóta fólk niður. „Það þarf að skoða kerfið og endurmeta það upp á nýtt með það að markmiði að breyta því hug- arfari og þeim áherslum sem eru í dag, að öryrkjar séu fólk sem vill sjúga peninga út úr kerfinu. Þetta kerfi á að vera til að hjálpa fólki. Og að hjálpa fólki kostar peninga. Það á ekki að líta á fólk sem er í þessari stöðu sem þurfalinga. Við búum ekki lengur við vistarbannið og fátækt. Ætli ríkið að reka velferðarkerfi á það að vera þannig úr garði gert að fólk geti þegið aðstoð með reisn.“ vihönd með hágæðaútliti eyta því ræður för a sem reglugerðar- hefur engan skilning. Og á sig.“ rmeta það upp á nýtt með garfari og þeim áherslum m vill sjúga peninga út úr álpa fólki. “ Morgunblaðið/Ásdís öndina rétt fyrir neðan olnboga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.