Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR prófa nýja hluti. Við Evelyn vottum Ellu og börnum þeirra innilega sam- úð okkar. Helgi Sigurðsson. Fallinn er vinur minn, Garðar Vig- fússon, Húsatóftum á Skeiðum. Hon- um kynntist ég um 1965 og áttum við farsælt samstarf í tæpa tvo áratugi. Á þessu tímabili ófst á milli okkar vináttuþráður sem aldrei slitnaði, þó svo hin síðari ár hafi samverustundir verið fáar. Við áttum sameiginlegan starfsvettvang á þessum árum, naut- gripasæðingar, og áhugamál okkar beggja var ungmennafélagshreyfing- in. Hann lifði og starfaði alla ævi í Ár- nessýslu en ég í Borgarfirði á þessum fyrrgreindu árum. Að vera sæðingamaður var þá ný- leg starfsgrein á Íslandi og þótti orðið sæðingamaður, töskutuddi eða sæð- ari, vera á mörkum velsæmis og fékkst ekki skráð í bækur hins háa dómsmálaráðuneytis. Magnús Ósk- arsson, kennari og tilraunastjóri á Hvanneyri, lagði til að notað væri orðið frjótæknir og varð svo. Á ár- unum fyrir 1970 voru frjótæknar orðnir tveir tugir eða kannski þrír. Árið 1972 var stofnað Frjótækna- félag Íslands. Undirritaður, Garðar og Finnbogi Arndal, Hvanneyri, skipuðum fyrstu stjórn félagsins. Þetta var snúið verkefni. Fé- lagsmenn voru dreift um land og ekki sjálfgefið að fá tíma til að hittast. Fé- lagsmenn kveinkuðu sér undan að- sópsmiklum og stjórnsömum héraðs- höfðingjum sem skömmtuðu naum laun, í sumum héruðum var enginn frídagur. Garðar Vigfússon var hús- bóndahollur með afbrigðum og sam- viskusamur í starfi en gerði sér glögga grein fyrir nauðsyn þess að bæta stöðu þessarar nýju stéttar. Á stjórnarfundum var oft tekist á um hversu hratt skyldi fram ganga að koma á umbótum. Reytti ég Garðar til reiði á stundum í ákafa mínum. Hann var ekki langrækinn vegna þessa og við nánari eftir. Garðar var sáttfús og glaðlyndur og vildi áreið- anlega enga óvildarmenn eiga. Hann var engu að síður býsna fastur fyrir og stefnufastur. Hann lék á als oddi á góðum stundum. Við áttum saman góðar stundir sem ég þakka og sendi fjölskyldu hans kveðju mína. Guð blessi minningu um góðan dreng. Ófeigur Gestsson. Með Garðari Vigfússyni er geng- inn ötull og traustur liðsmaður frjáls- íþróttahreyfingarinnar. Hann fékk snemma áhuga á íþróttinni og sýndi það í verki með störfum sínum í henn- ar þágu, enda sprottinn upp úr íþróttasinnuðu umhverfi ungmenna- félagshreyfingarinnar. Af hógværð sinni sóttist Garðar sjálfur ekki eftir neinum sérstökum frama í hreyfingunni, en reyndin varð sú að til hans var í síauknum mæli leitað þegar inna þurfti af hendi störf sem kröfðust árvekni og réttsýni, einkum í sambandi við mótahald. Um langt árabil var Garðar í framvarð- arsveit dómara á flestum stærri mót- um á vegum Frjálsíþróttasambands- ins og annarra mótshaldara vegna þeirra kosta sem hann hafði til að bera. Það var Garðari einnig mikið ánægjuefni að sjá í afkomendum sín- um og frændgarði íþróttafólk sem verið hefur áberandi í frjálsíþróttalífi okkar og fylgdi hann því eftir af mikl- um áhuga. Fyrir mikil og giftudrjúg störf í þágu Frjálsíþróttasambands- ins var hann sæmdur gullmerki þess árið 1987. Frjálsíþróttasambandið vill að leiðarlokum þakka Garðari fyrir mik- il og góð störf um leið og það sendir fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góðan liðsmann og félaga mun lifa meðal þeirra sem fengu tækifæri til að starfa með hon- um að frjálsíþróttamálum. Frjálsíþróttasamband Íslands. Garðar Vigfússon Vegna mistaka runnu tvær greinar um Rannveigu saman í Morgunblaðinu á út- farardegi hennar. Við birtum því greinarnar aftur og biðjum hlutaðeigandi velvirðingar. Elsku amma, nú ertu loksins komin til afa og það gleður mitt hjarta. Alltaf þegar ég hugsa til ykkar, þá hugsa ég ✝ Rannveig Krist-jana Jónsdóttir fæddist í Hörgsdal á Síðu 20. desember 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 9. febrúar. um tímana í Birki- hvamminum, þar var alltaf gaman að koma í heimsókn, það var allt- af tekið hlýlega á móti manni og alltaf var kexboxið fullt, en á yngri árum mælist oft kærleikur í kexi og hjá ykkur var alltaf nóg til af því. Ég man tímann þegar ég var svo reiður við foreldra mína fyrir að flytja úr Búrfelli í bæinn að ég vildi fá að búa hjá ykkur alveg, en það breyttist nú fljótt eftir að ég átt- aði mig á því hvað það var oft fiskur í matinn hjá ykkur. Mér þótti það alltaf leiðinlegt að þú og afi höfðuð ekki lengri tíma saman á gullárunum, en hann var alveg einstakur smiður og vandvirkari mann er erfitt að finna. Það sama átti við um þig og á ég enn bæði mokka- og leðurjakkann sem þú saumaðir fyrir afa og þá mun ég ætíð varðveita. Megi guð geyma ykkur og ég er viss um að afi er búinn að rækta rós- irnar fyrir heimkomu þína til hans og það mun eflaust verða sjóbirtingur í matinn. Takk fyrir allar dásamlegu minn- ingarnar, ykkar Kjartan. Með nokkrum orðum langar mig að minnast ömmu minnar Rannveigar Jónsdóttur eða ömmu Ranný eins og við bræðurnir kölluðum hana. Hún amma bjó í Birkihvamminum þegar við uxum úr grasi og reglulega vorum við þar í heimsókn, var það alltaf jafn minnisstætt. Það var alltaf nóg að gera í Birkihvammi, oft vorum við að smíða með afa í skúrnum, grófum eft- ir möðkum fyrir veiðina í grænmet- isgarðinum og lékum með frænd- systkinunum sem bjuggu í næsta húsi. Bæði afi og amma voru afskap- lega handlagin og eigum við bræð- urnir nokkrar gersemar sem þau hafa gert. Afi smíðaði og lakkaði í skúrn- um með tækjum sem hann hafði sjálf- ur búið til, eins og borðsöginni sem einu sinni var þvottavél og amma saumaði allt sem mann langaði í og voru mokkajakkarnir sérstaklega eft- irsóttir frá henni. Ég man oft eftir mér sitjandi við eldhúsborðið hjá ömmu borðandi táfýluost eða bestu spælegg í heimi og ræðandi við hana um daginn, veginn og pólitíkina. Því miður var ömmu ekki hlíft við minn- isveikinni sem hefur hrjáð svo mörg systkina hennar og tók hún sjúk- dómnum með mikilli ró og var búin að undirbúa sig og sína eins og hægt var. Þótt að amma hafi ekki verið há í loftinu var hún stór persónuleiki og mikil gersemi. Elsku amma, ég veit að það er tekið vel á móti þér hinum megin. Ég er innilega þakklátur fyrir allar góðu stundirnar sem ég fékk að eiga með þér, megi minning þín lifa með af- komendunum um ókomna tíð. Guðjón Geirsson. Rannveig Kristjana Jónsdóttir Mikil og merkileg kona hefur kvatt. Það hefur reynst þeirri einföldu sál sem þetta skifar um megn að reyna að kveðja vinkonu mína hana Höllu eða lýsa henni svo sæmandi sé með orðum. Þess vegna þykir mér rétt að gefa Höllu sjálfri orðið í ljóði hennar sjálfrar. Ljóðið Dögun er lýsandi fyrir hvernig Halla tókst á við líf sitt allt í blíðu og stríðu og hvernig hún þroskaðist og óx með lífinu sjálfu: Við strengi ljóðs og ljóssins kvika blik lít ég þig um ögurstund í draumi Árdagsbirtan myrkrið mylur myndir fara á kreik mótast magnast mjakast nær mér við vanga finn mildan andvara en ferskan þó munninn snertir mjúkt svo augun strýkur mér að vitum andar þeirri frétt sem minning neisti af fari nýrra tíma og ljóshviðurnar lyfta sér á flug og leika, glitra, sundrast þar og hér svo létt og tært og litaregnið syngur Við ljóðsins kvika blik og ljóssins strengi þig loks ég finn og allt er núna breytt (Hallgerður Gísladóttir: Í ljós) Höllu tókst einhvern veginn alltaf að finna eitthvað nýtt, bregðast við því af innlifun hvað sem á dundi í lífi hennar „… og allt er núna breytt“. Ef fólk almennt brygðist við á svip- aðan hátt í lífi sínu væri mannheimur annar. Megi góðar vættir styðja alla þá sem nú hafa misst Höllu úr lífi sínu. Ingibjörg Hafstað. Hallgerður Gísladóttir er látin eftir langa og hetjulega baráttu. Samkenn- arar hennar og nemendur í þjóðfræði við Háskóla Íslands munu sakna hennar sárt. Allt frá árinu 1991 og fram á síðasta ár kenndi Hallgerður reglulega námskeið í þjóðfræðinni um matargerð og matarmenningu Ís- lendinga enda var þetta viðfangsefni henni afar kært. Afrakstur rann- sókna hennar er m.a. að finna í bók- inni Íslensk matarhefð, frá 1999, sem beðið hafði verið með mikilli eftir- væntingu. Bókin má teljast einn af Hallgerður Gísladóttir ✝ HallgerðurGísladóttir, cand. mag., fags- tjóri Þjóðháttasafns á Þjóðminjasafni Ís- lands, fæddist í Sel- dal í Norðfirði 28. september 1952. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 1. febrúar síð- astliðinn og var jarðsungin frá Nes- kirkju 9. febrúar. máttarstólpum ís- lenskra þjóðfræðirann- sókna og er til vitnis um djúpa og yfirgrips- mikla þekkingu Hall- gerðar á íslenskum þjóðháttum, sem og þann hlýhug sem hún bar til samverkafólks þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins um land allt. Hallgerður var jafnframt virt í hópi þeirra fjölmörgu fræði- manna sem hún kynnt- ist á alþjóðlegum ráð- stefnum um matarhætti og vann með í fjölþjóða samstarfsverkefnum. Hallgerður var sérlega vinsæll, hvetjandi og góður kennari. Allt frá því hún hóf fyrst að kenna í þjóðfræð- inni í prófessorstíð Jóns Hnefils Að- alsteinssonar og fram undir það síð- asta byggði hún markvisst upp samstarf á milli þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins og þjóðfræðinema og kennara við Háskóla Íslands. Báð- ir nutum við hennar frábæru leið- sagnar um völundarhús þjóðhátta- deildarinnar í okkar rannsóknum. Við munum sakna hennar. Við sendum fjölskyldu hennar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd samkennara í þjóðfræði Terry Gunnell og Valdimar Tr. Hafstein. Það var á áttunda áratugnum sem Hallgerður Gísladóttir steig inn á svið þjóðháttafræða á Íslandi. Fyrsta end- urminning mín um hana er af fundi þar sem fjallað var um yfirstandandi heimildasöfnun um fráfærur á Ís- landi. Hún birtist sem fjallmyndarleg kona í vínrauðri, efnismikilli ullar- kápu með svartan hatt á höfði. Minnti í nokkru á hugmyndir mínar um útlit og framgöngu biskupsfrúa á fyrri öld- um. Fráfærurannsóknunum var hrundið af stað fyrir tilstuðlan stúd- enta í samvinnu við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands. Þetta verk- efni átti eftir að færa Hallgerði til safnsins þar sem hún síðan vann alla starfsævina. Hún öðlaðist strax traust þeirra starfsmanna safnsins sem fyrir voru. Þeirri stöðu hélt hún æ síðan og þegar nýir starfsmenn bættust í hópinn áttu þeir vísan liðsmann í Hallgerði. Hún helgaði tíma sinn starfi við þjóðhátta- deildina sem nú heitir þjóðháttasafn. Hélt uppi nánu og trausti sambandi við heimildamenn safnsins sem er undirstaða þess að vel takist til um efnisöflun í heimildabankann. Hallgerður ólst upp á stóru heimili í Seldal í Norðfirði. Uppvaxtarárin mótuðu hana sterkt. Hún miðlaði samferðafólki sínu fróðleik og vitn- eskju úr æsku bæði hvað varðaði verkkunnáttu og andleg efni. Áhuga- svið hennar var fjölbreytt og spannaði mörg svið. Efst á blaði voru þjóðhætt- ir hvers konar með sérstaka áherslu á matarhætti Íslendinga. Eftir hana liggur fjöldi greina og bók um mat og matargerð. Hún var jafnframt and- ans manneskja, naut þess að lesa bækur og ljóð og fékkst talsvert við ljóðagerð sem sér stað í ljóðabók sem kom út fyrir rúmum tveimur árum. Hún tamdi sér afar vandað og kjarn- yrt málfar sem speglaði uppeldi henn- ar og menntun. Hallgerður var Ís- lendingur í bestu merkingu þess orðs. Síðasta stórvirkið var umsjón með gerð margmiðlunarefnis og allri textagerð á grunnsýningu Þjóðminja- safns Íslands. Í því verki nutu sín hennar stærstu eðliskostir, kjarkur og þolgæði. Sumarið 2004 lagði hún nótt við dag og lagði á óeigingjarnan hátt sitt af mörkum svo markmið um opnun sýninga safnsins næðist á til- settum tíma. Sótti heimildir og þekk- ingu til sérfræðinga innan safns og ut- an í því augnamiði að tryggja gæði textanna. Það hefðu ekki margir gert betur. Þegar Halldór J. Jónsson, okkar góði samstarfsmaður frá fyrri tíð, frétti andlát Hallgerðar varð honum á orði að það væri mannskaði þegar fólk eins og hún félli frá á besta aldri. Bætti svo við, að allt hennar skap- lyndi og viðmót hefði sett jákvætt og gott mark á umhverfið. Að leiðarlok- um eiga þessi ummæli einkar vel við. Það voru einmitt þor og jákvæður hugur sem komu sér vel þegar syrti sorglega að undanfarin misseri. Við safnmenn stöndum í þakkarskuld fyr- ir verk hennar við varðveislu og rann- sóknir menningararfsins. Megi þau verða eftirlifendum leiðarljós og hvatning. Lilja Árnadóttir. Það var í garðinum hjá Höllu, Árna og Imbu í Háagerði vorið 1981 sem ákveðið var að kanna grundvöll fyrir kvennaframboði. Fyrr um daginn var laugardagskaffi hjá Rauðsokkum. Úti fyrir skein maísólin og hitinn steig og steig. Þetta var dagur til að skapa. Um sumarið hófst ævintýrið þegar hópur kvenna hittist viku eftir viku í Norræna húsinu til að ræða markmið og leiðir í kvennabaráttunni. Halla var ein af þeim. Kvennamenning, hugmyndastefnur femínismans og kvennaframboð, allt var þetta brotið til mergjar í umræðum sem oft á tíð- um urðu harðar en um leið vekjandi og ögrandi. Halla var hikandi í fyrstu eins og við hinar en smátt og smátt sannfærðumst við og niðurstaðan varð kvennaframboð. Ég kynntist Höllu í háskólanum á áttunda áratugnum þegar mótmæli voru nánast daglegt brauð. Við vorum að krefjast hærri námslána og mót- mæla hernum sem er nú loksins far- inn. Það sópaði að Höllu með sterkan svip og óstýrilátt hárið. Hún var að austan og kvað fast að. Það var skáldataug í henni, enda náfrænka Vilborgar Dagbjartsdóttur skáld- konu. Í Rauðsokkahreyfingunni kynntumst við fyrir alvöru eftir kvennaárið 1975. Þetta var skemmti- legur tími með sönghópum og kvennahátíðum, útgáfu Forvitinnar rauðrar og mótmælaaðgerðum af ýmsu tagi til að vekja athygli á stöðu kvenna. Halla var mjög virk í hreyf- ingunni og afar liðtæk í söngnum með sterka og fallega rödd. Þau voru ófá kvöldin sem enduðu með söng í Skóla- strætinu þar sem Halla og Árni bjuggu um skeið í kommúnu ásamt fleira skemmtilegu fólki. Sumarið eftir kosningarnar og sig- ur okkar 1982 unnum við Halla saman að verkefni á vegum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins sem fólst í að taka viðtöl við gamalt fólk á elliheimilum. Við gengum herbergi úr herbergi á Hrafnistu og röktum garnir úr körl- um og kerlingum um æsku og upp- runa, húsakost og mataræði, sjó- mennsku og saumaskap og hvað eina sem bar á góma. Við kynntumst mörgu skemmtilegu fólki og fengum söguna beint í æð. Ég gleymi ekki hve Halla var upprifin yfir sannkölluðum herramanni sem bauð upp á koníak og sýndi henni forláta skatthol frá 18. öld ættað úr búi læknisins Struense í Kaupmannahöfn. Haustið eftir fannst okkur og fleiri konum innan sagn- fræði kominn tími til að fá kennslu í kvennasögu í Háskóla Íslands. Við tókum okkur til, skrifuðum sagn- fræðiskor og báðum um að Sigríður Th. Erlendsdóttir yrði fengin til að halda námskeið fyrir okkur. Það varð úr og áttum við fjörugar samveru- stundir í náminu. Síðar lagði Halla sitt af mörkum til kvennasögunnar með rannsóknum á eldhússtörfum og mataræði Íslendinga en eldamennska hefur löngum verið í verkahring kvenna. Á síðustu árum hafa leiðir okkar einkum legið saman í gegnum fræðin en þar var hún virk meðan kraftar leyfðu. Nú hefur Halla gengið sinn lífsveg á enda, svo allt of fljótt og ekki annað að gera en að þakka samfylgdina og iðrast þess að samverustundir skyldu ekki verða fleiri á undanförnum ár- um. Að leiðarlokum sendi ég fjöl- skyldu Höllu mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kristín Ástgeirsdóttir. Ég kynntist Höllu síðla árs 1975 þegar hún var nýkomin frá námi í Kanada og ég frá Noregi. Þetta var á þeim árum þegar róttækar vinstri hreyfingar blómstruðu sem aldrei fyrr og að sjálfsögðu tóku þau Halla og maður hennar Árni Hjartarson þátt í þeirri hreyfingu. Halla og Árni bjuggu þá ásamt frumburði sínum, nokkurra mánaða gullfallegri stúlku, í kommúnu ásamt nokkrum öðrum. Þar flugu gullkornin í pólitíkinni og þótt fólk væri sjaldnast sammála áttu allir það sameiginlegt að trúa ekki á kapítalismann og vera á móti erlendri hersetu og þátttöku Íslands í Nató. Eitt af því sem spratt upp úr rót- tækri hreyfingu þessa tíma voru sam- tök sem nefnd voru Alþýðumenning. Halla tók virkan þátt í kór Alþýðu- menningar. Hún hafði yndi af að syngja og naut sín sjaldan eins vel og þegar lagið var tekið í góðum vina- hópi. Ég hef aldrei kynnst neinum sem hefur kunnað jafn mörg ljóð og söngtexta og hún. Halla kunni bók- staflega alla texta, enda var mikið sungið í heimahúsum, á baráttufund- um og í útilegum. Ég sé Höllu fyrir mér glaða og káta að segja sögur eða lesa þær og fara með ljóð á sinn heillandi hátt. Hún fékk mig til að lesa ýmislegt sem hafði ekki vakið áhuga minn áður, svo lifandi og skemmtileg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.