Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2007 43 MINNINGAR ✝ AðalheiðurMagnúsdóttir fæddist á Kirkjufelli í Grundarfirði 29. janúar 1932. Hún lést 3. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Val- gerður Skarphéð- insdóttir, f. 5.11. 1899, d. 11.7. 1995, og Magnús Gísla- son, f. 7.12. 1891, d. 22.11. 1976. Systk- ini Aðalheiðar eru: Gunnar Skarphéð- inn, f. 1922, d. 1937; Gísli Guð- berg, f. 1925; Haraldur, f. 1927; Elsa, f. 1928, d. 1983; Alfreð Ragnar, f. 1930; Stella, f. 1936; og Gunnar Skarphéðinn, f. 1942. Hinn 25. maí 1957 giftist Að- alheiður Magnúsi Álfssyni sjó- manni, f. 7. jan. 1935. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 4. júlí 1961, gift Þresti Líndal Gylfa- syni, f. 14. feb. 1956. Börn þeirra eru: a) Sigrún, f. 2. feb. 1981, sambýlis- maður hennar er Finnur Guðmunds- son, f. 16. jan. 1979, og eiga þau eitt barn, Brynjar Daða, f. 19. ág. 2004, og b) Magnús, f. 17. ág. 1983. 2) Valgeir Þór, f. 9. ág. 1967. Kona hans er Ingi- björg Sigurð- ardóttir, f. 22. feb. 1968. Þau eiga Sigurð Heiðar, f. 30. júlí 2002, en Ingibjörg á Helgu Sjöfn Ólafs- dóttur, f. 31. ágúst 1985. Aðalheiður bjó alla tíð í Grund- arfirði. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Í dag kveð ég elskulega systur mína Aðalheiði Magnúsdóttur eða Heiðu eins og hún var alltaf kölluð. Heiða hafði í nokkur ár glímt við erfið veikindi og eftir stutta legu á sjúkra- húsi lést hún aðeins 75 ára gömul. Í veikindum sínum sýndi hún einstak- an dugnað og æðruleysi sem við öll dáðumst að. Magnús eiginmaður hennar og börnin hennar tvö Guðrún og Valgeir sýndu henni einstaka um- hyggju og hlýju á þessum erfiða tíma. Þegar kemur að kveðjustund náins ættingja reikar hugurinn yfir liðna tíð. Koma þá upp í hugann margar ánægjustundir sem ylja um hjarta- rætur. Má þar nefna æskuárin í Kirkjufelli og árin sem við áttum saman í Reykjavík. Einnig kemur upp í hugann ferðin sem við fórum ásamt eiginmönnum okkar til Mal- lorca sumarið 1995. Í þessari ferð naut Heiða sín svo vel að eftir var tek- ið og kom brún og sælleg heim. Þó að fjarlægð væri á milli okkar í kílómetrum, hún í Grundarfirði og ég í Reykjavík, varð vinátta okkar Heiðu systur nánari með árunum. Ekki leið sú vika að við heyrðumst ekki í síma og skiptumst á upplýsingum um heilsu hvor annarrar og fréttum af börnum og barnabörnum. Elsku Heiða, ég og fjölskylda mín viljum að lokum þakka þér fyrir hvað þú tókst alltaf vel á móti okkur þegar við komum vestur að heimsækja æskuslóðirnar. Það var sama á hvaða tíma við komum, aldrei kom annað til greina en að við borðuðum eða fengj- um okkur kaffi og heimabakað með- læti á þínu fallega heimili. Þessar minningar eru okkur afar kærar. Vil ég þakka þér öll árin sem við áttum saman og vináttu þína sem gaf mér svo mikið. Að lokum sendum við Magnúsi, Guðrúnu, Valgeiri og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þína. Stella Magnúsdóttir og fjölskylda. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kem- ur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálm. 121:1–2) Þegar dagarnir eru að lengjast og sólin skín yfir fjallstindana í Grund- arfirði er Heiða, mágkona mín, lögð til hinstu hvílu. Þrátt fyrir að vitað væri að hverju stefndi óraði okkur ekki fyrir því, þegar við drukkum með henni afmæliskaffið, að hún ætti einungis fáa daga eftir ólifaða. Heiða var sjötta barn sæmdar- hjónanna Valgerðar og Magnúsar í Kirkjufelli. Hún ólst upp í glaðværum systkinahópi þar sem myndarskapur og ráðdeild réðu ríkjum og áhersla var lögð á vinnusemi og heiðarleika. Heiða hleypti heimdraganum og fór í húsmæðraskólann á Staðarfelli. Það var góður undirbúningur fyrir líf hennar en hún var mikil fyrirmynd- arhúsmóðir og hannyrðakona. Hún giftist Magnúsi Álfssyni og reistu þau sér hús við Hlíðarveg. Heimili þeirra var fallegt og gott að koma þangað því gestrisni var í há- vegum höfð. Það er margs að minnast því við Halli og börnin áttum margar ánægjustundir með þeim hjónum þegar við dvöldum fyrir vestan. Það var gott að vera í návist Heiðu, ræða við hana um lífið og tilveruna eða fara í veiðiferðir í Hraunsfjarðarvatn á fögrum sumarnóttum sem seint gleymast. Heiða var hreinskiptin og vinur vina sinna. Á síðari árum átti hún við veikindi að stríða og naut þá umhyggju síns ágæta eiginmanns sem reyndist henni traustur vinur alla tíð. Sökn- uður hans og barna þeirra, sem og fjölskyldna þeirra, er mikill. Þegar nú er komið að leiðarlokum vil ég þakka þér, kæra mágkona, fyrir allar okkar samverustundir frá því að ég giftist inn í Kirkjufellsfjölskylduna og það hve vel þú tókst á móti mér. Við Halli biðjum fjölskyldunni guðs blessunar. Bend mér upp og yfir tjöldin skýja upp mig tak. Lát jarðar myrkrið flýja fyrir ljósi landinu’ engla frá. – Í lífi’ og dauða, Herra vert mér hjá. (Stefán Thor.) Hvíl í friði. Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir. Sólin hennar Heiðu föðursystur minnar er hnigin til viðar á þessari jörð en geislar hennar skína áfram skært og hlýja mér í hjartastað. Þeg- ar ég sest niður og skrifa þessar línur koma minningar liðinna daga um ferðirnar í Grundarfjörð ávallt fram í hugann. Úr Grundarfirði á ég mínar bestu minningar, þar sem ég átti ömmu, afa og fullt af frændfólki til að heimsækja. Í þeim minningum eru bara sólskinsdagar. Það var engin ferð farin í Grundarfjörð án þess að fara til Heiðu og Magga. Á heimili þeirra hjóna hefur ávallt verið tekið fagnandi á móti manni með bros á vör, hlýju viðmóti og einhverju góð- gæti. Frá því ég var lítil stelpa hefur Heiða alltaf haft nægan tíma til að spjalla um heima og geima og það er gott að eiga þann stað vísan, að dyrn- ar standi alltaf upp á gátt þegar mað- ur birtist. Heiða var samkvæm sjálfri sér í samskiptum og það var jafnan von á hreinskilnum umræðum því hún kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Notaleg nærvera, hlýja og kærleikur einkenndi hana og hún var óspar á að leyfa öðrum að njóta þess. Heiða átti góðan eigin- mann, hann Magga, sem var hennar stoð og stytta og þegar degi tók að halla átti hún góðan og traustan vin sér við hlið. Sólin kemur upp á nýjum stað, stærri og fallegri og við eigum eftir að njóta geisla hennar í minningunum. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Heiðu fyrir samfylgdina og sendum eiginmanni, börnum og öðrum ástvin- um dýpstu samúðarkveðjur okkar. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra’ um síðir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma’, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin. (Jakob J. Smári) Hvíl þú í friði, elsku frænka mín. Guðbjörg Haraldsdóttir. Elsku Heiða frænka. Þú varst allt- af heima. Og einnig góða frænkan sem við gátum alltaf talað við, sama hvaða dagur var. Þú varst alltaf til staðar í Grundarfirði og alltaf til í að setjast niður og sötra kaffi og spjalla. Minning mín um þig er góð og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Alltaf svo brosandi og sæt. Þú hefur alltaf verið svo hlýleg og góð og munt alltaf halda því áfram, sennilega brosandi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góða frænku og ég mun aldrei gleyma þér, svona ein- stakri manneskju. Ég kveð þig með miklum söknuði. Blessuð sé minning þín, elsku Heiða frænka. Láttu þér líða vel. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín- um þú smyr höfuð mitt með olíu bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Þín einlæg, Alexandra Ósk. Heiða mín, nokkur kveðjuorð og þakklæti til þín fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig um dagana en það er margt og mikið sem ekki verð- ur talið upp í stuttri kveðjugrein. Það má segja að þú hafir verið örlagavald- ur í lífi mínu, þegar mér datt í hug fyrir 50 árum að koma hingað til Grundarfjarðar frá foreldrahúsum í Reykjavík og ætlaði ég mér að vera í einn vetur en hér er ég ennþá. Þú, Heiða mín, og hann Maggi móður- bróðir minn voruð þá sest hér að í Grundarfirði á heimaslóðum þínum, ekki langt frá þeim stað þar sem þú ólst upp á bænum Kirkjufelli. Ég var nú ekki gömul, hafði aldrei farið að heiman, en það var ekki í kot vísað hjá þeim Heiðu og Magga og þar leið mér eins og prinsessu. Og örlögin þau voru að ég kynntist mínum manni og hér í Grundarfirði settumst við að. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra saumaklúbbssystranna, í huga okkar er þakklæti til þín fyrir allar sam- verustundirnar sem við höfum átt í þau fjörutíu og sex ár sem sauma- klúbburinn okkar hefur starfað. En það var ekki alltaf saumað og prjón- að, það var líka talað og mikið hlegið, farið út að borða og síðast en ekki síst ferðalögin okkar sem öll eru ógleym- anleg. Seinni árin var mökum boðið með og ekki skemmdi það fyrir, og bara þær stundir og síðan allar aðrar á þessum árum hafa fyrir mig og mitt fólk verið ómetanlegar. Ég gæti haldið áfram og rifjað upp svo margt, en eins og ég segi, Heiða mín, þetta eru bara nokkur kveðjuorð til þín fyrir öll árin sem við höfum átt samleið. Að leiðarlokum kveð ég þig, Heiða mín, og bið Guð að geyma þig. Elsku Maggi, samúðarkveðjur til þín og barnanna. Jóhanna Sigurrós. Aðalheiður Magnúsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN RUT DANELÍUSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Danelíus Sigurðsson, Margrét Ellertsdóttir, Alfreð Almarsson, Helga Harðardóttir, Halldór Almarsson, Helena Jónasdóttir, Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason, Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir, Dagbjört Almarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Haukadal í Dýrafirði, Efstasundi 88, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 6. febrúar. Valur Benediktsson, Bergþóra Valsdóttir, Björn Erlingsson, Margrét Valsdóttir, Kristín Jóhanna Valsdóttir, Jón Ingi Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÖRLEIFUR H. JÓHANNSSON, Stórhólsvegi 3, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardag- inn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri eða önnur líknarfélög. Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Helga G. Hjörleifsdóttir, Sveinbjörn J. Hjörleifsson, Elín Unnarsdóttir, Björgvin Hjörleifsson, Preeya Kempornyb, Arnþór Hjörleifsson, Ásrún Ingvadóttir, Sigurbjörn Hjörleifsson, Kanokwan Shrimun, Einar Hjörleifsson, Lilja Guðnadóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir, Sigursteinn Magnússon og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LAUFEY VALGEIRSDÓTTIR húsfreyja, Bjarnarhöfn, lést á Sankti Franciskusspítalanum í Stykkishólmi þriðjudaginn 6. febrúar sl. Útförin tilkynnt síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Aðalheiður Bjarnadóttir, Jónas Þorsteinsson, Hildibrandur Bjarnason, Hrefna Garðarsdóttir, Sibilla Bjarnason, Ásta Bjarnadóttir, Bjarni Alexandersson, Sesselja Bjarnadóttir, Ríkharð Brynjólfsson, Jón Bjarnason, Ingbjörg S. Kolka Bergsteinsdóttir, Karl Bjarnason, Jóhanna Karlsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Signý Bjarnadóttir, Hjálmar Jónsson, Valgeir Bjarnason, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.