Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SÁLRÆNAR AFLEIÐINGAR KYNFERÐISOFBELDIS Hvar strandar málið? „Þetta snýst sennilega um í hvaða röð lög- reglan telur rétt að gera hlutina. Mér finnst líka svolítið sérkennilegt að það líði kannski sex til átta mánuðir frá því að mál er kært til lögreglu og það er sent til ríkissaksóknara. Ég get ekki skilið af hverju það þarf að taka hálft ár að rannsaka mál og taka skýrslur af í mesta lagi tíu manns. Eftir því sem upplýsinga er aflað fyrr, því áreiðanlegri eru þær og þeim mun sterkari gögn myndi ég ætla að þær væru í sakamáli. Í sakamálum þar sem er byggt nærri eingöngu á framburði vitna hlýtur að skipta máli að afla framburðanna hratt og vel vegna þess að minn- ingar fólks taka breytingum og áreiðanleiki framburðar minnkar því með tímanum.“ Hvernig má bæta úr þessu? „Með því að taka skýrslur af barninu og vitn- um án tafar. Nú er það svo að dómarar ákveða hvort skýrsla sé tekin hér hjá okkur eða annars staðar. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mik- ilvægt að sá sem tekur skýrslur af börnum hafi til þess sérstaka þekkingu. Mér fyndist spor í rétta átt að það væri hægt að gera löggjöfina þannig úr garði að skýrslutökur væru í höndum þeirra sem hafa sérstaka kunnáttu og þekkingu um þroska barna og þroskafrávik. Ég tel að það gæti gert skýrslutökuna betri og styrkt mál af þessu tagi ef betur væri vandað til verksins og dómarar myndu alltaf kalla til sérfræðinga með framangreinda þekkingu og sem jafnframt hefðu undirgengist þjálfun í skýrslutökum af börnum. Þá teldi ég jafnframt til bóta að skýrslutökur væru alltaf framkvæmdar í um- hverfi sem væri barninu hagfellt en með því mætti minnka kvíða og vanlíðan barnanna við skýrslugjöfina og bæta þannig frammistöðu þeirra.“ Vigdís vildi gjarnan sjá kynferðislegan lög- aldur hækkaðan. „Ég gæti ímyndað mér að það væri til bóta að hækka kynferðislegan lágmarksaldur úr 14 ár- um upp í 15 eða jafnvel 16 ár eins og í nágranna- löndunum. Það er ólöglegt að tæla börn eða umbuna þeim fyrir kynmök ef þau eru á aldr- inum 14–16 ára en hins vegar eru börn á þess- um aldri sögð geta veitt samþykki sitt fyrir kyn- mökum. Það er mjög erfitt í þessum málum að sanna að barn hafi verið tælt. Ég tel að það veiti börnum meiri vernd ef kynferðislegur lág- marksaldur væri hækkaður þannig að það væri fortakslaust lögbrot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri. Það er mín skoðun.“ Skylda að bregðast við Hvað á fólk sem grunar að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað að gera? Eitthvað sérstakt sem það á að líta til? „Ef grunur vaknar um að barn sé vanrækt eða misnotað á umsvifalaust að hafa samband við barnaverndaryfirvöld. Fái einhver grun um kynferðislegt ofbeldi þá er það vegna einhvers sem hann hefur séð eða heyrt. Mér sýnist það vera fólki gagnlegt að hringja hingað eða í barnaverndarnefnd og bera gruninn undir þá sem eru sérfræðingar í þessum málum og geta metið hvað þarf að hafast að. Það er mjög brýnt að fólk bregðist við. Það er refsivert að láta það ógert. Fólk verður að treysta því að þeir sem fái þessi mál til meðferðar kunni til verka. Og það er mín skoðun og sannfæring að það sé hægt að treysta því.“ Þegar horft er fram á veg, hvernig finnst þér útlitið vera í málaflokknum? „Það er tvennt í þessu. Börnum er tamara að tala um þessa hluti en áður fyrr og það hjálpar þeim sem verða fyrir ofbeldinu. En svo er líka við ramman reip að draga í þessum málum hvað varðar Netið því það er mjög svo öflugt net til að veiða börn í. Maður hefur ekkert svar við því enn sem komið er hvernig er hægt að bregðast við þessum vanda annað en að kenna börnum að var- ast hætturnar. Það eru því bæði jákvæðar og nei- kvæðar fréttir í þessum málaflokki. Menn sem misnota börn eru komnir inn í barnaherbergin í gegnum tölvurnar. Börn eru ekki einu sinni óhult fyrir utanaðkomandi barnaníðingum þegar þau eru heima hjá sér. Svo er ástæða til að muna eftir því að þeir sem misnota börn eru gjarnan ein- hverjir sem eru þeim nákomnir. Þannig að hætt- urnar leynast alls staðar, en kannski á ennþá fleiri stöðum núna en áður.“ Hvernig er þetta starf, tekur það mikið á? Þarf maður að brynja sig að einhverju leyti? „Það er miklu auðveldara að fást við þessi mál þegar maður á þátt í að laga þau. Ég held það væri miklu verra að vera áhorfandi. Það er fagnaðarefni þegar barn kemur og treystir sér til að segja frá erfiðum hlutum því þá veit mað- ur að það er hægt að fara að hjálpa barninu. Svo er það líka fagnaðarefni í hvert skipti sem mað- ur hefur talað við barn og telur að viðtalinu loknu að ekkert hafi komið fyrir það. Það er ekki erfitt að sjá tilgang með þessu starfi. Það er líka auðvelt að sjá árangurinn af því. Í þessu starfi er mikilvægt að eiga góða vinnufélaga sem hægt er að ráðfæra sig við. Með réttu hug- arfari er starfið lærdómsríkt og veitir margar jákvæðar upplifanir. ingarun@mbl.is É g var þolandi kynferðisofbeldis frá 5 ára til 16 ára aldurs. Um var að ræða stök tilvik og fleiri en einn brotamann – mér ná- komna, en faðir minn átti þar ekki hlut að máli, foreldrar mínir skildu þegar ég var 5 ára gömul – áður en mis- notkunin hófst,“ segir Ingibjörg Þórð- ardóttir, 32 ára nemi í félagsráðgjöf í Há- skóla Íslands, sem nú er í starfsnámi hjá Stígamótum. Hún segir reynslu sína sem þolanda mis- notkunar hafa haft mjög mikil áhrif á líf sitt. Gerendurnir voru menn sem hún hefði átt að geta treyst og afleiðingarnar voru m.a. þær að hún hætti að treysta fólki. „Sjálfsmyndin var í mínus og skömmin ofboðsleg. Ég skammaðist mín fyrir sjálfa mig, fyrir líkama minn og eigin persónu. Ég brást við með því að draga mig inn í skel og búa til ytri glansmynd – fór í hlut- verk. Þannig hélt ég þetta út þangað til ég var tilbúin til að takast á við þessa reynslu. Foreldrum mínum sagði ég frá misnotk- uninni þegar ég var orðin fullorðin. Það var mjög erfitt að segja þeim frá þessu, sársauki okkar var mikill,“ segir Ingibjörg og rekur hvernig hún leitaði sér aðstoðar með sína sáru reynslu. „Ég fór fyrst inn á bráðamóttöku geð- deildar til að fá aðstoð, síðan í hópastarf á Hvítabandi og tókst þar á við þunglyndi og kvíða sem ég tengdi sem afleiðingu af mis- notkuninni og svo var ég hér á Stígamót- um líka. Ég hafði áður leitað til geðlæknis og sálfræðinga á stofum en það gafst ekki vel fyrir mig.“ Telur þú að þolendur kynferðisofbeldis eigi auðveldara með að hjálpa öðrum en hinir sem ekki hafa þá reynslu? „Ef þeir hafa þjálfun í slíku starfi, það er ekki samasemmerki á milli þess að vera þolandi ofbeldis og hins að geta hjálpað öðrum. En sá sem hefur unnið vel úr sínum málum og fengið þjálfun í starfi hefur ákveðinn skilning sem aðrir hafa ekki.“ Hefur þú sjálf tekið viðtöl við fólk sem er þolendur? „Já. Mér finnst það krefjandi en ég lít til þess að fólkið sem kemur í Stígamót vegna þess að það er tilbúið til að vinna í málum sínum og leita eftir því sem hér er á boð- stólum. Hér er hlustað og fólk er til stað- ar. Það er það mikilvægasta. Mér fannst oft vanta að einhver heyrði það sem ég var að segja.“ Farið yfir öll mörk Getur þú lýst hvernig sjálfsmynd fólks brotnar niður við misnotkun? „Það er farið inn fyrir öll mörk ein- staklingsins, ekki aðeins þau líkamlegu heldur líka þau sálrænu. Börn treysta á fullorðið fólk – þau eiga líka að geta treyst því að þeir fullorðnu annist þau og séu góðir við þau. Svo kemur einhver sem barnið treystir, hvort sem það er á heimili eða stofnun, og brýtur á þessu trausti. Þá hættir barnið um leið að treysta sjálfu sér og sjálfsmyndin fer í mola. Mín tilfinning er að þannig sé allt brotið á bak aftur.“ Finnst þér munur á þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og þeim sem hafa sætt annars konar ofbeldi, barsmíðum eða andlegu harðræði? „Afleiðingarnar eru ekki ósvipaðar, brotin sjálfsmynd og skömm. En það er einstaklingsbundið hvernig afleiðingarnar koma fram.“ Er hægt að koma fólki til aðstoðar löngu eftir ofbeldið? „Já, sem betur fer getur maðurinn lært að styrkja sig og lifa með reynslu sinni og komist áfram í lífinu. En eftir því sem lengra líður verður vinnan erfiðari – með mikilli vinnu er hægt að læra að treysta og trúa á hið góða í fólki.“ Er hægt að sefa sorgina yfir því að æskuárin fóru svona? „Já, fyrst þarf fólk þó að viðurkenna að það þurfi að syrgja. Margir átta sig ekki á að svona reynslu fylgir sorg, maður er enn þá lifandi. Í kerfinu er ekki gert ráð fyrir að sorg fylgi því að æskan hefur verið tek- in af fólki í ákveðnum mæli. Fólk þarf að leyfa sér að syrgja þótt liðin séu jafnvel 20 til 30 ár síðan ofbeldið og misnotkunin átti sér stað. Í gegnum það ferli þurfa allir að fara.“ Ásakar þú þig fyrir að hafa ekki sagt frá fyrr? „Já, ég gerði það. Ég reyndi að vísu að gefa skilaboð en það dugði ekki, enda voru svona hlutir ekki í umræðunni þegar ég var barn. Í mörg ár ásakaði ég sjálfa mig fyrir að hafa ekki sagt frá þessu og að hinu leytinu að hafa yfirleitt sagt frá þessu. Þetta voru tvíbentar tilfinningar. Nú veit ég að ég sagði frá þegar ég gat, ég er heldur ekki viss um að afleiðingarnar hefðu orðið aðrar þótt ég hefði sagt frá 13 ára eða 15 ára. Skaðinn var skeður, kannski hefði ég fengið aðstoð og kannski ekki. Mikilvægt er að geta fyrirgefið sjálf- um sér mistökin sem manni finnst að mað- ur hafi gert.“ Fannst þér þú að einhverju leyti hafa valdið ofbeldinu sjálf? „Já, ég var alveg viss um að það væri eitthvað að mér. Ég hlyti að hafa gert eitt- hvað og fann alls konar ástæður, ég væri of stillt eða ekki nógu stillt – barn reynir að finna skýringar. Vegna þess að ég bjó til glansmynd af sjálfri mér þá gerðist ég hinn fullkomni nemandi, átti marga vini og var félagslynd. Slíkt „einkennaleysi“ ætti líka að skoða. Innra með mér bjó þó alltaf vond og nagandi tilfinning.“ Frábært framtak Nú er þeim sem voru þolendur ofbeldis á barnaheimilum boðið upp á aðstoð, hvern- ig líst þér á það? „Mér finnst frábært að ríkisstjórnin og yfirvöld skuli ætla að gera þetta. Ef ég skil málið rétt mun verða sett upp teymi innan geðdeildar LSH – hins vegar kæmi mér ekki á óvart þótt það yrði ekki notað sem skyldi. Ef ég má nefna drengina sem voru í Breiðavík þá voru þeir á ríkisstofnun sem brást þeim, aðstoðin er á ríkisstofnun, þó um sé að ræða annað fólk þá er traust þessara manna brotið fyrir löngu síðan. Það er ekki sjálfgefið að þeir treysti rík- isstofnun. Samt sem áður er þetta mjög gott skref og mikilvægt. Það sýnir að sam- félagið lætur þessa atburði ekki sem vind um eyru þjóta. En mér finnst að þessir þol- endur ættu að hafa nokkurt val um hvar þeir leita sér aðstoðar. Þeir gætu t.d. leit- að til Stígamóta, þar er báðum kynjum sinnt. Ég tel að það sé mjög einstaklings- bundið hve mikið mennirnir hafa unnið úr sinni sársaukafullu reynslu, en þeir sem eru að byrja að vinna úr henni ljúka því ekki á morgun eða hinn daginn. Ég hef verið að vinna með mitt í fimm og hálft ár og er ekki búin þótt ég sé komin vel á veg. Ég höndla lífið betur nú en áður, sef bet- ur og líður betur. Það breyttist líka mikið þegar ég eignaðist drenginn minn. Eftir að hann fæddist hef ég hugsað mikið um að ég þurfi að vernda þetta litla barn. Ég er mjög passasöm með hann en auðvitað verður hann líka að fá að lifa lífinu. Ég má ekki yfirfæra mína reynslu yfir á hann.“ Hvað með fjárhagslegar bætur, væru þær til bóta fyrir t.d. drengina sem voru í Breiðavík? „Þær koma ekki í staðinn fyrir árin sem þeir misstu en þær væru viðurkenning samfélagsins á því að misgert hefði verið við þá. Ef ég hugsa um sjálfa mig þá myndu bætur gera gott, það er ekki svo lítið sem ég hef kostað til vegna meðferðar til þess að reyna að bæta þær afleiðingar sem ofbeldið gegn mér olli. Ég hef heldur ekki alltaf getað stundað fulla vinnu. Margir af mönnunum sem voru í Breiðavík leiddust út í afbrot og vímuefnaneyslu – bætur væru kærkomnar skaðabætur. En ég tel þó að peningar séu ekki það sem þessa menn vantar mest, þeir þurfa helst af öllu að fá úrvinnslu sinna mála og við- urkenningu samfélagsins á það hafi verið brotið gegn þeim. Einhver þarf að bera ábyrð á þeim brotum. Mikilvægt er að hlusta á þessa menn og taka mið af því hvað þeir telja sig þurfa. Mér finnst mjög þýðingarmikið að fólk haldi vöku sinni og einblíni ekki bara á af- brotin sem framin voru gegn börnum á barnaheimilum fortíðarinnar. Það þarf að skoða það sem er að gerast í nútíðinni, hafa vakandi auga með því hvernig búið er að börnum á stofnunum og heimilum nú- tímans, taka eftir einkennum sem benda til ofbeldis og misnotkunar. Kynferðislegt of- beldi á börnum og annars konar ofbeldi er ekki fortíðarvandamál – þetta er vandamál samfélagsins í dag. Þess ber að geta að nú þegar ég ræði þessi mál er ég að tala fyrir mína hönd en ekki sem starfsmaður Stígamóta.“ Reyndir þú að draga þá til ábyrgðar sem misgjörðu við þig? „Brotin gegn mér eru fyrnd og voru það þegar ég tók að leita mér aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að svona brot fyrnist ekki, unglingar eru ekki í stakk búnir til að draga brotamennina til ábyrgðar, kjarkur og dugur til að gera slíkt kemur ekki fyrr en með þroska og aldri. Fólk þarf ákveðið sjálfstraust til að fara í gegn- um það ferli sem hefst með kæru. Afbrotin sem framin voru gegn mér sem barni og unglingi hafa ábyggilega haft áhrif á starfsval mitt, ég er viss um að ég kem til með að starfa á þessum starfsvett- vangi. Reynslan sem ég gekk í gegnum mun þá nýtast mér öðrum til aðstoðar. Ég kýs að trúa því að eitthvað leiði mann í gegnum lífið og gefi manni styrk.“ SKÖMM OG BROTIN SJÁLFSMYND Morgunblaðið/G.Rúnar Þolandi Ingibjörg Þórðardóttir 4 árs nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands er í starfsnámi hjá Stígamótum og nýtir þar til góðs sára reynslu misnotkunar frá æsku og unglingsárum sínum. » Í mörg ár ásakaði ég sjálfa mig fyrir að hafa ekki sagt frá þessu og að hinu leytinu að hafa yfirleitt sagt frá þessu. Þetta voru tvíbentar tilfinningar. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.