Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR STEINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 14.00. Eysteinn Jónsson, Jóna Þorgeirsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Björn Jónsson, Sigríður Ketilsdóttir, Steinn Þór Jónsson, Eva Þorkelsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Jón Haukur Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Þorbjörg Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, Kristín Sigurðardóttir, Sigurjón Jónsson, Erla Sigurðardóttir, Hannes Óli Jóhannsson og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐBJÖRG G. STEINBACH, Safamýri 44, lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi sunnu- daginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 21. febrúar kl. 13.00. Ragnhildur Steinbach, Einar Baldvin Stefánsson, Auðbjörg Steinbach, Kristján Loftsson, Guðmundur Steinbach, Baldvin Einarsson, Loftur Kristjánsson, María Kristjánsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, RAGNAR SIGURÐUR SIGURÐSSON, Torfufelli 31, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Halla Margrét Ottósdóttir, Jakobína Elsa Ragnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Birgisson, Friðrik Ottó Ragnarsson, Kristjana Harðardóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Þór Ragnarsson, Sigríður Þráinsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Oddný Westmann, Þórður Úlfar Ragnarsson, Áslaug Ragnarsdóttir, Björg Margrét Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS FRIÐBJÖRNSSONAR frá Hrísey, Mýrarvegi 117, Akureyri. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Ástrún Jóhannsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Ingi Björnsson, Margrét Baldvinsdóttir, Ásbjörn Björnsson, Hlíf Hansen, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eigin- manns, föður, afa, tengdaföður og bróður, HALLDÓRS SNORRASONAR, Baldursgötu 37, Reykjavík. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust Halldór af mikilli alúð í veikindum hans á Landakoti og Land- spítalanum. Einnig til séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar. Kristín Guðbjartsdóttir (Kristín G. Magnús), Magnús Snorri Halldórsson, Adine B. Storer, Dóra Halldórsdóttir, Haraldur Arngrímsson, Sigurlaug Halldórsdóttir, Pálmi Gestsson, f.h. barnabarna og systkina hins látna. ✝ Þórður FinnbogiGuðmundsson (Bogi) versl- unarmaður fæddist í Vatnadal í Súg- andafirði 27. maí 1919. Hann lést á heimili sínu, Hrafn- istu í Hafnarfirði, 24. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Júlíus Pálsson frá Sveinseyri í Tálkna- firði, f. 31.7. 1859, d. 13.6. 1935, og Herdís Þórðardóttir frá Vatnadal í Súg- andafirði, f. 23.12. 1872, d. 30.8. 1942. Systkini Þórðar eru Jóhannes Gísli Maríasson, f. 10.9. 1894, d. 15.9. 1986, Helgi Maríasson, f. 17.10. 1895, d. 23.5. 1896, Þórður Maríasson, f. 5.11. 1896, d. 22.4. 1992, Maríasína Maríasdóttir, f. 11.8. 1898, d. 3.8. 1978, Sigríður 27. nóvember 1921. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Guð- mundur Júlíus, f. 17.7. 1947. Sam- býliskona hans er Hrefna Sóley Kjartansdóttir, f. 5.11. 1948. Börn þeirra eru Áslaug Fjóla, f. 4.4. 1976, Þórður Finnbogi, f. 19.7. 1986, og Ólöf, f. 24.9. 1987. Fyrir átti Hrefna Ernu Svölu, f. 9.10. 1968, og Elísubetu, f. 6.6. 1970, Gunnarsdætur. 2) Herdís, f. 3.8. 1948, gift Ríkarði Mássyni, f. 29.1. 1943. Herdís á þrjú börn með fyrri manni sínum, Óskari Kjartanssyni, f. 23.4. 1949, d. 3.3. 1988. Þau eru Hilmar Þór, f. 22.1. 1971, Sólveig Lilja, f. 3.5. 1972, og Davíð Þór, f. 9.4. 1979. Ríkarður á soninn Ríkarð Má, f. 18.6. 1965. 3) Guðmunda Hagalín, f. 16.10. 1948, gift Her- berti Halldórssyni, f. 16.10. 1948. Börn þeirra eru, Ólafur Jökull, f. 29.9. 1971, og Dagbjartur Lárus, f. 5.4. 1975. 4) Sína Þorleif, f. 10.1. 1953, giftist Ásmundi Jónatanssyni, f. 7.3. 1953, d. 6.12. 1995. Börn þeirra eru Þórður. f. 9.3. 1976, og Jóna María, f. 7.8. 1978. Barna- barnabörn Þórðar eru orðin fimm. Útför var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Guðmunds- dóttir, f. 29.6. 1900, d. 29.7. 1942, Páll Janus Guðmundsson, f. 2.1. 1902, d. 16.12. 1924, Kristín Þórlaug Guð- mundsdóttir, f. 27.1. 1903, d. 4.8. 1971, Guðmundur Hermann Guðmundsson, f. 30.4. 1904, d. 8.1. 1974, Ást- ráður Guðmundsson, f. 20.10. 1906, d. 28.3. 1910, Gissur Guð- mundsson, f. 22.3. 1907, d. 8.3. 2000, Gunnar Guðmundsson, f. 20.6. 1908, d. 1.8. 1908, Kristján Guðmundsson, f. 5.1. 1910, d. 1921, Ástríður Guð- mundsdóttir, f. 28.4. 1911, Salberg Guðmundsson, f. 26.6. 1912, d. 31.8. 1952, og Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 3.3. 1914, d. 18.7. 1945. Þórður kvæntist Ólöfu Hagalíns- dóttur frá Hvammi í Dýrafirði, f. Elskulegur pabbi okkar er farinn. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við höfum fengið að eiga með þér. Margs er að minnast, elsku pabbi. Margt var brallað, öll ferðalögin, veiðiferðirnar, tjaldútilegurnar og spilakvöldin. Þú kenndir okkur heið- arleika, trúfesti, að nýta hæfileika okkar og að vera sjálfum okkur sam- kvæm. Já, elsku pabbi, þú gast verið ákveðinn og við áttum að hlýða, en sanngjarn varstu og ávallt glaður. Þú varst góður pabbi. Þakka þér fyrir allt og allt. Guðmundur, Herdís, Guðmunda og Sína Þorleif. Elsku afi, nú hefur þú kvatt okkur. Sorgin og söknuðurinn er mikill, en nú ertu kominn þangað sem þér líður vel og við þá hugsun líður okkur bet- ur. Við þökkum þér fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við áttum sam- an. Elsku afi, þú varst alltaf svo kátur og skemmtilegur og alltaf var stutt í grínið hjá þér. Þú varst mikill sögu- karl og skemmtilegt var að hlusta á þig segja sögur. Og ekki má gleyma öllum myndunum sem þú áttir og hafðir tekið í gegnum ævina, það var alltaf gaman að fletta með þér albúm- unum og heyra þig segja frá mynd- unum þínum. Okkur þótti gaman að koma til þín og ömmu í Ljósheimana og dvelja hjá ykkur þar. Þá var dekrað við okkur með mat og skemmtun. En okkur er minnisstætt þegar við dvöldum hjá ykkur í sumarbústaðnum suður í Hrauni. Sumarbústaðurinn ykkar hét Hálsakot og bar nafnið á honum þess merki um hvernig var að vera hjá ykkur, ást og hlýja alla tíð. Í Hálsakoti var alltaf nóg að gera og fengum við að taka þátt í öllu sem þar fór fram. Slá grasið, gróðursetja, mála, smíða og baka svo eitthvað sé nefnt. Hálsa- kot var lítill, gamall bústaður án raf- magns svo kertaljósin lýstu upp skemmtileg spilakvöld, hann var hit- aður upp með kolaeldavél og á henni var eldað besta ristaða brauð í heimi. Svo var það árið 1987 sem gamli bú- staðurinn var rifinn og nýr byggður í staðinn, á meðan á þessu verkefni stóð vorum við systkinin hjá ykkur öllum stundum að aðstoða við að rífa niður gamla bústaðinn og koma þeim nýja upp. Þetta var mikið verk og þótti okkur gaman að taka þátt í þessu með ykkur. Nýja húsið hét að sjálfsögðu Hálsakot eins og gamli bústaðurinn. Við erum þakklát fyrir jól síðustu ára en þá dvölduð þið hjá mömmu og okkur um jólin og voru það yndislegar stundir sem við áttum saman. Elsku afi, það er sárt að kveðja þig en eftir sitja góðar minningar um frá- bæran afa. Þín barnabörn, Þórður og Jóna María. Þórður Finnbogi Guðmundsson Ella og Finnur, eining sem alltaf hefur verið hluti af lífi mínu. Ella og Finnur sem ekki er hægt að skilja að í huga mér heldur eru eitt, tvær hliðar af því sama. Þau hafa nú bæði kvatt þetta jarðríki en eru mér samt eins ná- læg og alltaf. Minningarnar um þau, hlýjan og ekki síst kærleikurinn sem frá þeim stafaði verður alltaf þáttur í mínu lífi. Það situr í sál minni og í einn- ig í sál hinna eins og pabba míns sem standa mér nærri og lifðu í þeim ljóma sem frá þeim stafaði. Þegar við systkinin vorum lítil voru Ella og Finnur órjúfanlegur partur af lífinu, t.d. smalamennskum og réttum. Kindurnar þeirra sem komu til okkar þegar þau brugðu búi báru kærleika þeirra vitni, gæfar og rólegar. Áður hafði maður kynnst þessum sömu kindum í litla fjárhúsinu þeirra fyrir utan Borgarnes. Í minningunni voru Ella og Finnur líka órjúfanlegur þátt- ur í Borgarnesferðum. Þegar búið var að fara í Kaupfélagið og markaðinn var Elín Guðmundsdóttir og Finnur Friðrik Einarsson ✝ Elín Guð-mundsdóttir fæddist í Álft- ártungu á Mýrum 4. júní 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni föstudag- inn 26. ágúst 2005 og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 2. september. Finnur Friðrik Einarsson fædd- ist að Prest- húsum á Kjalarnesi 6. október 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Borg- arneskirkju 14. febrúar. komið við hjá Maju frænku eða Ellu og Finni á leiðinni heim, oft báðum. Á Kjartansgötunni var alltaf til jólakaka, hlýtt faðmlag og glettið bros. Á Kjart- ansgötunni var líka komið litasjónvarp áður en þvílíkur gripur komst á mitt heimili. Veðurfréttirnar voru með grænum lit og prúðuleikararnir voru ótrúlega litskrúðugir. Teppið á gólfinu var líka mjúkt og sófasettið þægilegt til að kúra í. Þegar ég varð eldri og eign- aðist mitt eigið líf ef svo má að orði komast fækkaði ferðunum til Ellu og Finns. Það var mikið að gera í því að vera til og einnig örlaði á feimni við að koma við í Ánahlíðinni ein. Það voru því margar ferðirnar sem farnar voru þar sem keyrt var í gegnum Borgarnes á leið heim að Hraunsnefi, horft og hugs- að heim í Ánahlíðina en brunað áfram. En með jöfnu millibili var kjarkurinn nægur til að maður staldraði við. Þær stundir sviku aldrei. Jólakakan var á sínum stað, hlýja faðmlagið, brosið og mildur hlátur Ellu. Hún spurði mann um allt það sem maður var að gera og sýndi öllu áhuga, sama hversu léttvægt það var, málbeinið hjá manni liðkaðist fljótt. Finnur tók ekki svo mikið þátt í samræðunum, kannski ekki síst vegna þess að heyrninni var farið að hraka, aftur á móti fór maður ekki tómhentur út. Guðsblessun og kærleikskveðja í formi einfalds smíðisgrips fylgdi manni heim. Leiðir mínar lágu til útlanda í nám. Ég eins og öll börnin hennar fékk stað í stóru landabréfabókinni og sagði síðan frá því sem ég var að bardúsa þegar ég kíkti við. Þó að í útlöndum væri voru Ella og Finnur samt með mér. Fyrsta veturinn á meðan ég var að kynnast fólki notaði ég bréfaskriftir heim til vina og vandamanna sem mitt félagslega akkeri. Ella og Finnur voru í hópi þeirra sem hugsað og skrifað var til. Þegar ég skrif- aði þurfti ég ekki að vera feimin því ég vissi að upplifanir mínar af lífinu voru á leið í kærleiksríkar hendur. Þegar ég flutti heim aftur hafði ég fundið mér sagnfræðing sem lífsförunaut. Hann varð ég að sýna Ellu því áhugi hennar á sögulegum fróðleik fór ekki framhjá neinum. Fljótlega fæddist mér sonur og það var mjög stolt ungamamma sem varð að koma við í Ánahlíðinni til að sýna íbúunum þar hversu dásamlegur frum- burður minn væri. Stoltið var ekki minna þegar sá yngri fæddist enda ekki hægt að eiga barn án þess að Ella og Finnur sæju það og blessuðu. Eldri son- ur minn náði einnig að eiga sínar eigin minningar um Ellu og Finn. Þegar ég færði honum dánarfréttirnar í bæði skiptin svaraði hann að bragði: „Eru það ekki konan sem gaf mér vettlingana og maðurinn sem gaf mér spilastokkinn?“ Svo mörg voru þau orð. Fjórtánda febrúar fylgi ég Finni til grafar og í huganum einnig Ellu því ég komst ekki þegar hún var jörðuð. En þegar ég held aftur heim á leið held ég áfram lífi mínu með Ellu og Finni, minn- ingunum, hlýjunni og kærleikanum sem býr í mér og öllum þeim hinum sem eru mér nánir og lifa einnig í ljósi lífs þeirra. Sesselja G. Magnúsdóttir (Settamunda).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.