Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 34
ljósmyndir 34 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Erfiðar aðstæður Björgunarstörf voru erfið í ísköldum sjónum þegar bíll fór út af Hnífsdalsvegi í byrjun árs 2006, eins og fréttamynd ársins sýnir en hana tók Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari á Ísafirði. Stúlka lét lífið í slysinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skýjahöll Sérkennileg sjón blasti við þeim sem voru á ferðinni í Víkurfjöru dag einn í lok janúar 2005 en þá höfðu hrúgast upp afar skemmtilegir skýjabakkar yfir Hrafnatindum ofan þorpsins í Vík í Mýrdal. Jónas Erlendsson, fréttaritari og ljósmyndari í Mýrdal, náði að fanga augnablikið og var mynd hans valin besta myndin í ljósmyndasamkeppni fréttaritara og besta myndin í flokki mynda úr náttúru og umhverfi. Spegill þjóðar Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Tannsnyrting Hestar þurfa tannsnyrtingu eins og mannfólkið en tækin eru þó ekki þau sömu. Gunnar Örn Ísleifsson notaði slípi- rokk til að jafna tennur hestsins. Sigurður Sigmundsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Hrunamannahreppi, myndaði og fékk verðlaun fyrir bestu myndina í opnum flokki. Fjölbreytni mannlífsins kemur vel fram á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni. Þær eru eins konar spegill þjóð- arinnar. Lokið er samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 2005 og 2006 sem Morg- unblaðið og Okkar menn, félag fréttaritaranna, efndu til. Mörg hundruð myndir bárust dóm- nefnd. Úrslit voru kynnt og verð- laun afhent á aðalfundi Okkar manna sem haldinn var í Reykja- vík í gær. Dómnefnd valdi „Skýja- höll“, mynd Jónasar Erlends- sonar, fréttaritara í Mýrdal, sem mynd keppninnar. Einnig voru veitt verðlaun í átta keppnisflokk- um. Verðlaunamyndirnar og valdar myndir úr keppninni eru sýndar í verslunarmiðstöðinni Smáralind, neðri hæð, til 4. apríl næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.