Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS SUNNUD. 25. MARS KL. 14-16 HÁTEIGSVEGUR 9 - 1. HÆÐ Falleg og vel skipulögð 64 fm 2-3ja herbergja íbúð á 1. hæð í stein- steyptu tvíbýlishúsi á þessum eftir- sótta stað. Fallegt endurnýjað bað- herbergi, flísalagt í hólf og gólf, inn- rétting, flísalagður sturtuklefi og gluggi á baði. Eldhús með nýlegri eikar innréttingu og borðkrók. Tvær samliggjandi stofur, bjartar og rúm- góðar, hringstigi úr annari stofunni niður í kjallara þar sem hjónaher- bergið er. Íbúðinni fylgir gestaher- bergi í kjallara með glugga, fatskáp og tölvutengi. Sérgeymsla sem fylgir íbúðinni sem er staðsett undir tröppum í kjallara. Búið er að endurnýja rafmagnstöflu og endurídraga rafmagn. Þakið er nýlega málað, og endurnýjaðar þakrennur. Verð 17,8 millj. Brynhildur og Örlygur taka á móti ykkur í dag frá kl 14-16 Traust þjónusta í 30 ár Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott 2ja íbúða hús, samtals um 368 fm, þar af er tvöfaldur 60 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett á frábærum útsýnisstað í Ásahverfi í Garða- bæ. Í eigninni eru tvær samþykktar íbúðir. Efri hæðin er 204,4 fm ásamt 29,9 fm bílskúr, samtals um 234,3 fm. Neðri hæðin er 95,1 fm og bílskúr 39,1 fm, samtals um 134,2 fm. Efri hæð skiptist í forstofu, hol, stofu með arni, borðstofu, fjölskyldurými, eldhús með búri inn af, baðherbergi, gang, þrjú barnaherbergi og hjónaherbergi með baði inn af. Í kjallara er þvottahús með útgangi í garð, innangengt í bílskúr. Inn af þvottahúsi er gluggalaust herbergi. Neðri hæð er með sérinngangi og skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, eldhús, stofu, tvö herbergi og bílskúr. Fallegur gróinn garður. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, gsm 896 0058. Melás - Gbæ. 2 samþykktar íbúðir Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST TIL KAUPS Við höfum verið beðnir um að útvega 800-1200 fermetra skrifstofu- og þjónusturými á svæðinu frá Borgartúni og að Fossvogi. Fleiri staðir koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Nýkomið í einkasölu sér- lega glæsil. 410 fm þak- hæð í góðu verslunar-/- skrifstofu- og þjónustu- húsi. Lyfta er í húsinu. (Heilsuræktarstöð er með hæðina í leigu. 5 ára leigu- samningur). Frábær stað- setning. Góð fjárfesting. Hagstætt verð 43,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Bæjarhraun - Hf. Atvinnuhúsnæði UNDANFARNAR vikur hefur farið fram mikil og gagnrýnin um- ræða í þjóðfélaginu um það sem miður hefur farið varðandi þjón- ustu við alkóhólista (einstaklinga með áfengis- og annan vímuefna- vanda). Sérstaklega snýr umræð- an að alkóhólistum í langvarandi félagslegum vanda. Í umfjöllun um þjónustu fyrir alkóhólista er mikilvægt að greina á milli þeirrar þjónustu sem veitt er af við- urkenndum fagstéttum annars vegar og hins vegar þjónustu sem ýmis líknarfélög og trúfélög efna til á grunni góðgerðarstarfsemi. Þjónusta líknarfélaga og trúfélaga getur notið ráðgjafar við- urkenndra fagmanna og opinberra fjár- styrkja en býr ekki við sama eftirlit og stofn- anir með viðurkennd- um fagstéttum. Fagleg þjónusta Í umfjöllun fjölmiðla og margra sem lagt hafa orð í belg hefur viljað brenna við að hugtakið meðferð sé ofnotað. Í skýrslu heil- brigðisráðherra um þjónustu fyrir ofneyt- endur áfengis og annarra vímu- efna á Íslandi, sem var lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004– 2005 er hugtakið skilgreint. Það er notað yfir ferlið frá greiningu hjá lækni, afeitrun við viðurkenndar að- stæður, endurhæf- ingu á meðferð- arheimili og loks eftirfylgni að henni lokinni. Þessi skil- greining á hugtakinu er einföld og ekki tæmandi en er ætlað að gefa mynd um ýmiss konar þjón- ustu sem alkóhól- istum stendur til boða. Meðferð fer fram í tengslum við viðurkennd sjúkrahús eða með- ferðarstofnanir. Meðferð sem er viðurkennd af heilbrigðisyf- irvöldum þarf að fara fram undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa formlega faglega þekkingu og reynslu til að veita hana. Almenn fagleg skilgreining á hugtakinu meðferð, er að meðferð sé skipu- lögð og einstaklingsbundin áætlun sem fylgt er undir handleiðslu fag- menntaðs fólks. Út frá ofan- greindri skilgreiningu á faglegri meðferð eru einungis tveir aðilar sem geta sinnt slíkri meðferð fyrir alkóhólista hér á landi þ.e. áfeng- is- og vímuefnadeild geðsviðs LSH og SÁÁ. Félagsleg endurhæfing og samstarf fagaðila Meðferð alkóhólista í langvar- andi félagslegum vanda getur heppnast vel við að rjúfa vítahring fíknar en leysir á hinn bóginn ekki félagslegan vanda utan stofnunar. Félagsþjónustu sveitarfélaganna ber að veita einstaklingum í áfengis- og öðrum vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra aðstoð sam- kvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 gr. 50. Reykjavík og nokkur sveitarfélög í samvinnu við Tryggingastofnun ríkisins hafa haft umsjón með Grettistaki sem er félagslegt end- urhæfingarúrræði frá árinu 2001, en það byggist á 8. gr. almanna- tryggingalaga nr. 118/1993 um fé- lagslega aðstoð. Félagsráðgjafar hjá félagsþjónustu og læknar Tryggingastofnunar ríkisins meta stöðu viðkomandi og eru fé- lagsráðgjafar málstjórar í end- urhæfingunni. Úrræðið hefur hentað vel fyrir ákveðinn hóp en rannsókn á reynslu af því í Reykjavík sýnir að langflestir alkóhólistar með langvarandi fé- lagslegan vanda þurfa meiri stuðning en úrræðið hefur boðið upp á hingað til. Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að styrkja úr- ræðið í borginni með aukinni þjón- ustu og starfsendurhæfingu. Um er að ræða markvissari samvinnu við meðferðaraðila, vinnumarkað, stéttarfélög, námsflokka Reykja- víkur, fjármálanámskeið o.fl. Þjónusta í fjársvelti, samþætt stefnumótun og árangursmat Umræðan undanfarið hefur einnig einkennst af því að með- ferðarstarf sé í fjársvelti sem geti leitt til þess að skera þurfi niður þjónustu við alkóhólista. Ástæða er til að óttast að það komi helst niður á þeim sem eru verst stadd- ir vegna alkóhólisma og ekki síst ungu fólki sem misst hefur fót- anna vegna neyslu áfengis og ann- arra vímuefna. Þá eru heildstæðar matsrannsóknir á þessu sviði verulega aðkallandi eins og reynd- ar á fleiri þáttum velferðarþjón- ustunnar eins og glöggt kemur fram af umræðu undanfarinna vikna um einstaka þjónustu hins opinbera og trúfélaga. Fagfólk á Íslandi hlýtur að kalla á frekari umfjöllun og skoðun á faglegum vinnubrögðum innan velferð- arkerfisins í ljósi þessa. Framangreind nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins lagði til að samstarfs- nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis annars vegar og félagsmálaráðuneytis hins vegar endurskoðaði lög sem varða þjónustu fyrir alkóhólista og legði til breytingar. Markmið end- urskoðunarinnar er að auka sam- starf, skilvirkni og einstaklings- miðaða þjónustu alkóhólistum í hag. Bent er á að þörf sé á að skýra ábyrgð, hlutverk og sam- starf milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu fyrir alkó- hólista út frá heildrænni sýn um samfellda þjónustu. Það er í sam- ræmi við nútímastjórnunará- herslur og faglega umræðu um notendur, lýðræði og gæðakröfur. Þannig telur nefndin líka að leggja þurfi aukna áherslu á ár- angursmat meðferðarstofnana og meðferðarleiða svo að nýting fjár- magns verði sem best og sem flestum einstaklingum til hags- bóta. Það er því mikilvægt og að- kallandi að þessi samstarfsnefnd verði skipuð hið allra fyrsta og að hún fái starfsaðstöðu, fjármagn og mannskap til að hún geti sinnt markmiði sínu. Um heimildir vís- ast til ebs1@hi.is. Ábyrgð – fagmennska Erla Björg Sigurðardóttir fjallar um meðferð vímuefna- sjúkra »Meðferð alkóhólista ílangvarandi fé- lagslegum vanda getur heppnast vel við að rjúfa vítahring fíknar en leys- ir á hinn bóginn ekki fé- lagslegan vanda utan stofnunar. Erla Björg Sigurðardóttir Höfundur er félagsráðgjafi MA og er í framkvæmdastjórn SÁÁ og starfs- maður Reykjavíkurborgar. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.