Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 63 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR PÁLMI OTTESEN, Keilugranda 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 19. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. mars kl. 13.30. Guðrún Ragna Einarsdóttir, Þorsteinn V. Snædal, Sveinbjörn Baldur Einarsson, Vilhjálmur Pálmi, Ásta Lilja, Aron Víðir, Steinar Smári og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, ARNÞÓR GUÐMUNDSSON frá Krosshúsum, Flatey á Skjálfanda, Oddeyrargötu 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. mars kl. 13.30. María Hauksdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, tengdamóðir, systir, frænka og mágkona, LÍSA SKAFTADÓTTIR, lést af slysförum miðvikudaginn 21. mars. Jarðarför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Þór Stefánsson, Þórunn Lísa Guðnadóttir, Örn Gunnþórsson, Ómar Ragnarsson, Hafdís Ragnarsdóttir, Gunnar Þór Ragnarsson, Skafti Ragnarsson og Sindri Þór Arnarson. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR söngvaskáld, sem lést fimmtudaginn 8. mars verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 31. mars kl. 13.00. Aðalbjörg Margrét Jóhannsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Jón Tryggvi Jónsson, Linda Sigfúsdóttir, Bergur Sverrisson, Margrét Sverrisdóttir, Neptúnus, Guðborg Gná og Delphin Hugi, Valný Lára, Andrea Ósk og Helena Rós. ✝ Móðir og stjúpmóðir okkar, RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR frá Blönduósi, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá kapellunni í Fossvogskirkjugarði miðvikudaginn 25. mars og hefst kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Birna Óskarsdóttir, Hörður Zóphaníasson ✝ Móðir mín, KRISTÍN BERNBURG, Melgerði 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 13. mars síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna Lára Lárusdóttir. lækninga á Íslandi. Það féll í góðan jarðveg. Mér tókst að segja Davíð frá þessu áður en hann var allur. Hann tók því ekki illa, en engan ofmetnað gat ég greint í viðbrögðum hans, nema síður væri. Mér finnst margt ósagt um Davíð Davíðsson, en hér verður að láta stað- ar numið. Lífið var honum ekki alltaf auðvelt, þróun mála varð ekki öll eins og hann hefði kosið. Eiginkona hans, Ester Helgadóttir ljósmóðir, var hon- um betri en engin, stóð við hlið hans eins og klettur og studdi hann í blíðu og stríðu. Ég votta henni og öðrum nánum aðstandendum innilega sam- úð. Sjálfum finnst mér ég hafa misst mikið. Jafnvel þótt samverustundirn- ar við Davíð hafi verið fáar síðustu ár- in, var styrkur að því að vita af honum og geta leitað til hans. Hann er sjald- an langt frá huga mér. Andi hans svíf- ur enn yfir vötnum, og nánast hvert viðvik á Ísótópastofu minnir mig á hann. Eysteinn Pétursson. „Brautryðjandi kveður,“ var það fyrsta sem mér flaug í hug þegar ég frétti andlát Davíðs Davíðssonar pró- fessors. Hlutskipti Davíðs var að ryðja nýrri starfsemi braut, starfsemi sem síðan hefur vaxið og dafnað. Davíð var skipaður prófessor í líf- eðlis- og lífefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands árið 1957. Starfi hans var breytt í prófessorsstöðu í líf- efnafræði árið 1966 þegar ráðinn var sérstakur kennari í lífeðlisfræði. Dav- íð varð jafnframt yfirlæknir rann- sóknardeildar Landspítalans við stofnun hennar árið 1958. Þeirri deild var seinna skipt í meinefnafræði og blóðmeinafræði. Eftir grunnnám í læknisfræði stundaði Davíð framhaldsnám við Hammersmith-sjúkrahúsið og Postgraduate Medical School í Lond- on. Á þessum árum var það háskóla- sjúkrahús Mekka vísindarannsókna í læknisfræði. Davíð var svo lánsamur að vinna undir stjórn Earl J. Kings prófessors, sem var yfirmaður mein- efnafræðideildar spítalans. King var vel menntaður grunnvísindamaður og öflugur leiðtogi á sínu sviði. Hann varð heimsfrægur fyrir þróun marg- víslegra nýrra rannsóknaraðferða sem auðvelduðu mjög notkun lífefna- fræði við greiningu sjúkdóma. King var m.a. fyrsti forseti alþjóðasamtaka um meinefnafræði árin sem Davíð var í framhaldsnámi. Davíð varð fyrir miklum áhrifum frá King. Þegar lá í loftinu að Davíð væri á heimleið spurði hann leiðbeinanda sinn hver væri helsta skylda prófessors við há- skóla. „Að efla fræðigrein þína“ („to promote your discipline“) var svarið. Með þessa reynslu og ráð kom Davíð til starfa á Íslandi og það mótaði störf hans og sjónarmið alla tíð. Davíð tók óðar að efla starfsemi undir sinni stjórn við Háskólann og Landspítal- ann. Hann varð jafnframt ötull tals- maður vísindalegrar læknisfræði í samfélaginu. Davíð lét til sín taka á mörgum sviðum. Auk lífefnarannsókna ber m.a. að geta frumkvæðis hans við að byggja upp ísótópalækningar. Hann stofnaði fyrstu sérhæfðu rannsóknar- stofuna á Íslandi á því sviði og lagði frá fyrstu tíð áherslu á gildi ísótópa- rannsókna til að meta starfsemi og efnaskipti líffæra. Annað stórt verk- efni var stofnun og stjórn Hjarta- verndar en Davíð var þar einn af frumkvöðlunum. Hann sá í Hjarta- vernd tækifæri til þess að tengja saman faraldsfræði og lífefnafræði við fyrirbyggjandi starf gegn sjúk- dómum. Þær rannsóknir hafa síðan verið snar þáttur í heilbrigðisvísind- um á Íslandi. Þegar ég hóf nám í læknadeild fyr- ir 30 árum hafði ég þá þegar mikinn áhuga á lífefnafræði. Davíð kenndi læknanemum um starfsemi líffæra og heildræn efnaskipti líkamans. Hann var óvenjulegur kennari. Spurði oft læknanemahópinn út í sal um ólíkleg- ustu hluti þar sem svarið átti að byggjast á innsæi nemenda frekar en utanbókarlærdómi. „Hvað er skjald- kirtillinn þungur?“ Þegar stóð á svör- um spurði hann: „Hvað er skjaldkirt- illinn stór?“ Þegar aftur skorti svör kom snörp athugasemd hans að þess- ar spurningar ættu nú ekki að standa í þeim sem keypt hefðu kjöt í matinn eftir vigt. Þegar ég síðar sagði Davíð að ég ætlaði í framhaldsnám í meinefna- fræði spurði hann kíminn á svip en augun athugul og spurul: „Veistu að það eru bæði ríkustu og fátækustu læknarnir á Íslandi í þeirri sérgrein?“ Um það vissi ég ekki en taldi þetta bestu greinina til að sameina áhuga á grunnvísindum og læknisfræði. „Við erum með aðstoðarlæknastöðu“ sagði hann þá. Davíð var mikill áhugamaður um uppbyggingu háskólasjúkrahúss á lóðinni við Landspítalann og vann að framgangi þess með ráðum og dáð, m.a. í sameiginlegri nefnd heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis um húsnæðismál. Á nýju háskólasjúkra- húsi ættu að hans áliti að vera sam- byggðar byggingar sem hýstu vís- indarannsóknarstofur, lækningarannsóknarstofur og sjúkradeildir. Hann var áhugamaður um að efla stöðu grunnvísindamanna í læknadeild og á rannsóknarstofum Landspítalans. Hann sá fyrir sér að á háskólasjúkrahúsinu væru tækifæri fyrir lækna til þess að vera í fullu starfi við lækningar, kennslu og rann- sóknir. Öll þessi baráttumál eru nú leiðarljós við uppbyggingu nýs há- skólasjúkrahúss. Davíð var framsýnn og langt á undan sinni samtíð. Jón Jóhannes Jónsson. Kveðja frá Hjartavernd Prófessor Davíð Davíðsson lífeðlis- og lífefnafræðingur er fallinn frá. Davíð lauk prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1953 og stundaði sérfræðinám við Lundúnaháskóla 1954–1957 og var skipaður prófessor í lífeðlis- og lífefnafræði við læknadeild H.Í. 1957 og yfirlæknir Rannsóknar- deildar Landspítalans er sú deild var stofnuð 1958. Hann gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum, var m.a. forseti Læknadeildar tvívegis (1962–64 og 1970–72) sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, í stjórn Vísindasjóðs (1958–73) og í byggingarnefnd Land- spítalans. Hann var um tíma starfandi rektor Háskóla Íslands. Davíð var einn af stofnendum Hjartaverndar 1964 og sat í aðal- stjórn og framkvæmdastjórn þeirra samtaka allt til ársins 1996 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á sjöunda áratug síðustu aldar voru hjarta- og æðasjúkdómar orðnir algengasta dánarorsök okkar Íslend- inga en lítið var þá vitað um orsakir þeirra eða áhættuþætti hér á landi. Stjórn Hjartaverndar tók því fljót- lega þá ákvörðun að koma upp rann- sóknarstöð þar sem fram færu hóp- rannsóknir sem hefðu það að markmiði „að finna byrjunarstig hjarta- og æðasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma, algengi þeirra og tíðni, svo og orsakir, svo unnt yrði að beita gagnráðstöfunum“. Rannsóknarstöðin hóf starfsemi haustið 1967 en undirbúningur og skipulagning á starfsemi hennar hafði þá staðið nokkurn tíma. Ólafur Ólafsson síðar landlæknir, var fyrsti forstöðumaður stöðvarinnar og fékk hann til liðs við sig sérfræðinga á ýmsum sviðum til að vinna að þessum undirbúningi. Davíð hafði yfirumsjón með efnarannsóknarstofu Rannsókn- arstöðvar Hjartaverndar frá upphafi og allt þar til hann lét af störfum 1996. Davíð sinnti þessu starfi af ein- stakri alúð og samviskusemi. Rann- sóknarstofan var búin nýjustu tækj- um, m.a. sjálfvirkum efnamæli, þeim fyrsta hér á landi. Nýjar rannsókn- araðferðir voru teknar upp, þar á meðal mælingar á blóðfitunni þrígly- seríð sem ekki höfðu verið gerðar áð- ur hér á landi. Davíð lagði sérstaka áherslu á allt gæðaeftirlit, bæði innra gæðaeftirlit og ytra, sem framkvæmt var af sérstökum viðmiðunarrann- sóknarstofum erlendis. Þegar gögn úr Hóprannsókn Hjartaverndar tóku að safnast fyrir var stofnuð sérstök nefnd, úrvinnslu- stjórn, (síðar rannsóknarstjórn) til að vinna úr þeim og birta í vísindaritum. Stjórnin tók þá ákvörðun að fjalla ít- arlega um aðferðir og niðurstöður einstakra mælinga og þátta í sérstök- um skýrslum og ritum. Þessi rit urðu um þrjátíu talsins og hafa orðið und- irstaða síðari vísindagreina um hóp- rannsóknina. Davíð sat í úrvinnslu- eða rannsóknarstjórn allt til ársins 1996. Fundir voru haldnir vikulega og drógust gjarnan á langinn enda lagði Davíð mikla áherslu á gott málfar og skýra hugsun í framsetningu á öllum niðurstöðum. Hóprannsókn Hjarta- verndar er umfangsmesta hóprann- sókn sem gerð hefur verið hér á landi. Niðurstöður hennar hafa vakið at- hygli víða um heim og leitt til sam- starfs við marga aðila, bæði innan- lands og utan, um nýjar rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna en í samvinnu við þá síðarnefndu stend- ur nú yfir mjög ítarleg rannsókn á öldrun, sérstaklega á þeim þáttum sem stuðla að góðri heilsu á efri árum. Ég tel lítinn vafa á því að forsendur fyrir þessu samstarfi hafi verið traustar niðurstöður á öllum mæling- um, þ. á m. efnamælingum sem Davíð bar ábyrgð á. Hjartavernd á Davíð mikið að þakka fyrir öll þau störf sem hann innti af hendi í þágu samtakanna. Allt mun það hafa verið gert í sjálfboða- vinnu og engin greiðsla komið fyrir. Ég kynntist Davíð eiginlega ekki fyrr en 1967 þegar ég kom til starfa hjá Rannsóknarstöð Hjartaverndar því Davíð kom til starfa hjá Lækna- deild Háskólans um það leyti sem ég var að ljúka námi þar. Ég er mjög þakklátur fyrir þau þrjátíu ár er við störfuðum saman. Reynsla hans og kunnátta á sviði vísinda var ómetan- legur styrkur fyrir alla starfsemi Rannsóknarstöðvarinnar og mig per- sónulega eftir að ég tók við yfirlækn- isstöðu þar 1972. Davíð átti sér mörg áhugamál önn- ur en læknavísindin. Hann var góður píanóleikari og átti marga góðvini á listasviðinu, einkum á sviði málara- listar. Á heimili Davíðs og Esterar Helgadóttur, eiginkonu hans, var fal- legt safn málverka eftir þjóðkunna listamenn. Einnig var hann víðlesinn og hafði ánægju af því að ræða bók- menntir. Að lokum vil ég votta Ester, og börnum þeirra Davíðs og fjölskyldum dýpstu samúð. F.h. Hjartaverndar, Nikulás Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.