Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 21
|mánudagur|16. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Annamaria Alesdotter á kan- ínuna Íkarus og iðulega setur hún hann á öxlina á sér eins og páfagauk. »23 gæludýr Konur af öllum stærðumog gerðum eru þessadagana að bjástra viðbílskúra og geymslur í Hafnarfirði. Þær eru að huga að hjólhestunum sínum enda tími kominn til að dusta rykið af þeim fyrir annað sumar í félagsskap Hjólreiðafélags hafnfirskra kvenna. „Við stofnuðum samtökin hinn 19. júní í fyrra við hátíðlega athöfn í Hellisgerði,“ segir formaðurinn Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. „Um 20–30 hafnfirskar konur mættu á þann fund. Svo nýttum við okkur þetta „kona-á-konu“ fyrirbæri sem er svo sterkt hér á Íslandi með því að senda sms og tölvubréf og hnippa hver í aðra í Fjarð- arkaupum. Þannig bættist stöðugt við hópinn. Á endanum voru tæp- lega 100 konur á stofnskrá. M.a. gengu þrjár af bæjarfulltrúunum í félagið en þær eru í öllum flokkum. Samtökin eru því þverpólitísk og auðvitað dulítið femínísk líka.“ Félagsskapurinn átti sér nokkuð hversdagslegan aðdraganda. „Við keyptum okkur hjól, ég og Val- gerður Halldórsdóttir sem er ritari samtakanna. Hins vegar nenntum við aldrei að hjóla svo gripirnir voru orðnir að hálfgerðum fatasta- tífum hjá okkur. Eitt kvöldið datt okkur í hug að stofna einfaldlega Hjólreiðafélag hafnfirskra kvenna til að ráða bót á þessu og fannst við hæfi að gera það 19. júní. Það varð aftur til þess að skapa ákveðinn hópþrýsting sem er svo hollur og góður fyrir letingja.“ Agalegt fyrir lagninguna Allt síðastliðið sumar og fram í nóvember hittist því hópur kvenna með hjólin sín við Hafnarborg hvert þriðjudagskvöld og hjólaði þaðan góðan hring. „Það er alltaf ein sem hefur forystu og ein til tvær sem stjórna,“ heldur Eiríks- ína áfram. „Við höfum fæstar verið tíu en tæplega 60 þegar mest var. Mætingin fer svolítið eftir veðri og vindum en það er samt ótrúlegt hvað margar láta sjá sig, bæði í roki og rigningu. Við höfum hjólað í Hafnarfirðinum og út í Garðabæ og alla leið í Kópavog. Og á evrópska samgöngudeginum í september skipulögðum við í samráði við Stað- ardagskrá 21 í Hafnarfirði ferð til Reykjavíkur á hjólum og smöluðum saman tæplega fimmtíu manns. Þá tóku konurnar börnin sín með og kallana og allt hvað eina.“ Venjan er að hjóla í klukkutíma, upp í einn og hálfan, að sögn Ei- ríksínu. „Sumar taka jafnvel auka- rúnt en eftir á fáum við okkur alltaf kaffi í Hafnarborg. Þannig að þetta er bæði félagslegt og kemur blóð- inu á hreyfingu.“ Hún segir fjarri því að þarna séu einhverjir sérstakir „hjólanördar“ á ferð. „Þetta eru bara venjulegar konur, frá sjö ára til sjötugs. Marg- ar gengu í félagið og keyptu sér síðan hjól og sumar mæta einfald- lega á hjólum barnanna sinna. Sumar hafa ekki hjólað lengi, jafn- vel í tugi ára og þá þarf að kenna þeim á gírana og svona.“ Innt eftir því hvort konurnar séu vel græjaðar svarar Eiríksína að hjólin séu af öllum stærðum og gerðum. „Ég held að elsta hjólið sem elsta félagskonan notar sé 40 ára og hún rétt rúmlega það. En við erum allar með hjálm,“ segir hún ákveðin. „Eða flestar,“ bætir hún svo við. „Það eru bara þær alp- jöttuðustu sem eru ekki með hjálm. Hann fer náttúrlega agalega illa með lagninguna,“ segir hún hlæj- andi. Tour de Femme í ágúst Hjólreiðafélag hafnfirska kvenna hefur vissulega sett svip sinn á bæjarlífið í Hafnarfirði frá því að það var stofnað. „Það var mjög gaman að hjóla þegar við vorum sem flestar því þá urðu kallar sem voru einir í bíl bara skíthræddir og voru sjálfsagt að velta því fyrir sér hvert allar þessar konur væru að æða og hvort þeir væru í hættu!“ Eftir nokkurra mánaða hlé sem gert var vegna jólakökubaksturs og annarra vetraranna hafa hafn- firsku kvendin nú tekið til við hjól- reiðar á ný og eru í óða önn að þjálfa sig upp í fyrsta verkefni vorsins. Það er að taka þátt í átak- inu „Hjólað í vinnuna“ sem stendur yfir í maí en skráning hófst síðast- liðinn föstudag. „Við sem getum ætlum að hjóla alla leið til Reykja- víkur í vinnu en svo er ýmislegt fleira á prjónunum. Við verðum með fræðslufund um hjólreiðar í útlöndum í apríl eða maí og núna er ég að búa til heimasíðu sem á að vera tilbúin í sumar. Svo má ekki gleyma hinum stórkostlega hjóla- viðburði Tour de Femme sem við erum að skipuleggja og verður í ágúst. Hann útleggst á íslensku „Konutúr“ og verður í svipuðum dúr og kvennahlaupið þar sem keppt verður í mismunandi vega- lengdum og allir þátttakendur fá verðlaunapening.“ Eiríksína segir stefnt að því að Tour de Femme verði ekki bara í Hafnarfirði heldur nái til ná- grannabæjarfélaganna líka. „Við erum að vonast til að konur þar stofni svona félög líka. En ætli við verðum ekki bara að innlima konur í Garðabæ og Kópavogi og gera þær að undirfélögum. Eins hafa karlmenn svolítið kvartað yfir því að fá ekki að vera með svo kannski bjóðum við þeim að vera í ein- hverju undirfélagi eða undirlægju- félagi ef þeir sýna nægilegan áhuga.“ Framtíðin er því full af spenn- andi ævintýrum fyrir hjólandi kon- ur í Hafnarfirði. „Það er rosahugur í okkur,“ segir Eiríksína. „Við er- um alltaf að fá hugmyndir og reyn- um að framkvæma – alla vega hluta af þeim.“ Morgunblaðið/Ásdís Klárar í slaginn Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir formaður Hjólreiðafélags hafnfirskra kvenna, Valgerður Halldórsdóttir ritari, Ásdís Konráðsdóttir, elsti félagsmaðurinn á elsta hjólinu og Stefanía Sigurðardóttir, hraðastjóri félagsins en hjólhestur hennar er sá eini sem er búinn hraða- og kílómetramæli. Morgunblaðið/Ásdís Galvaskar Hafnfirsku hjólreiðakvendin halda af stað úr Hellisgerði. Hópþrýsting- ur hollur fyrir letingja Það er stórhugur í kon- um í Hafnarfirði þessa dagana. Í næsta mánuði ætlar hjólreiðafélag þeirra að taka þátt í átak- inu Hjólað í vinnuna en skráning hófst á föstu- dag. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að hafnfirsk hjól- reiðakvendi hyggjast taka yfir nágrannasveita- félögin í sumar. http://hjolad.isisport.is/ Hvað kostar að fá sér með- alstóran en hreinræktaðan hund og hver er kostnaður við að halda hund eða kött? »22 fjármál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.