Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 23
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 23 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Hann Íkarus er í strönguþjálfunarprógrammiþessa dagana. Nú þeg-ar er hann orðinn hús- vanur, hann kann næstum því að rymja en gengur svolítið brösug- lega að læra að heilsa. Hann fer út að ganga í bandi eins og hund- ur, gerir stykkin sín í kassa eins og köttur og situr á öxl eiganda síns eins og páfagaukur. Ýmsum kemur því á óvart að frétta að Ík- arus er kanína. „Skondna skýringin er sú að þegar maður fær nóg af kærast- anum hendir maður honum út og fær sér dýr í staðinn sem er miklu betra,“ segir hin sænska Annamaria Alesdotter sem er for- ráðamaður Íkarusar þegar hún er spurð hvað olli því að hún fékk sér kanínu. „Í raun er þetta þó mest til að fá félagsskap.“ Anna er dýraþjálfari og kom upprunalega til landsins í þeim tilgangi að vinna í sambandi við íslenska hesta. Núna starfar hún hins vegar á gistiheimili þar sem skepnuleysið fór fljótlega að segja til sín. „Ég varð svo pirruð á því að hafa ekki dýr svo ég útvegaði mér kanínu til að þjálfa. Hér á Ís- landi er svo erfitt að hafa hunda og ketti vegna alls kyns reglu- gerða. Kanína er auðveldari í meðförum, þó að ekki sé nema vegna þess að hún gefur ekki frá sér hljóð og gerir ekki stykkin sín úti í garði.“ Iðulega á öxlinni Íkarus gengur yfirleitt laus í íbúðinni og gistir jafnan í bóli húsmóður sinnar „ekki ósvipað og köttur“ eins og hún lýsir sam- bandi þeirra sjálf. „Núna er ég að þjálfa hann í að fara út þó að regn og rok undanfarið hafi þvingað okkur að mestu til að vera inni. Hann er aldrei laus úti því að þá myndi ég týna honum um leið svo ég er með hann í bandi.“ Anna játar aðspurð að þau skötuhjúin veki nokkra eft- irtekt þar sem þau eru á ferð. „Um daginn fórum við út að Hall- grímskirkju og það var bent og hvískrað allt í kringum okkur. Einhverjir tóku meira að segja myndir. Og fólk varð mjög undr- andi þegar ég setti hann upp á öxlina á mér eins og páfagauk en það geri ég iðulega.“ Íkarus er fráleitt fyrsta gælu- dýrið sem Anna hefur tamið því hún ólst upp í fjölskyldu sem tek- ur að sér að þjálfa upp vinnu- hunda, s.s. lögregluhunda, björg- unarhunda, leitarhunda og hjálparhunda. „Síðast var ég með shäferhund sem ég kenndi fimm ólík tungumál. Venjulega læra hundar bara skipanir á einu tungumáli en það er hægt að kenna þeim að hlýða á mörgum tungumálum með því að tengja þau táknum. Ég kenndi honum alls kyns hluti eins og að sækja þvott og klæða fólk úr sokkum. Samhliða þessu þarf dýrið að læra að nota eigið innsæi með öll- um þessum nýju hlutum.“ Klósettvanur köttur Anna hefur þó beitt aðferðum sínum á fleiri skepnur en hunda. „Heima í Svíþjóð átti ég kött sem ég þjálfaði eins og hund. Hann gat setið, legið og heilsað eftir skipunum og gert allt það sem hundur gerir. Ég fór líka út með hann að ganga á hverjum degi og þá starði fólk á okkur enda oft ekki visst hvort það væri hundur eða köttur í bandinu. Hann lærði m.a.s. að fara á venjulegt klósett eins og manneskja.“ Hún segir nánast allt mögulegt sé rétt tækni notuð sem gengur út á hrós og viðurkenningu. „Til dæmis er kanína mjög hljóðlátt dýr en núna er ég að þjálfa Ík- arus upp í að rymja og veiti hon- um viðurkenningu þegar það tekst. Ég er búin að kenna honum að vera herbergishreinn, þ.e. að gera ekki þarfir sínar úti um allt heldur í kassann sinn. Erfiðast er þó að kenna honum að heilsa. Það virðist ætla að verða mjög tíma- frekt. Ég er smám saman að kynnast því hvað hægt er að kenna kanínu í samanburði við önnur dýr en í raun snýst þetta um að snúa svolítið upp á nátt- úrulegt eðli dýrsins og verðlauna það til að styrkja hegðunina.“ Gaukur, köttur eða … kanína? Morgunblaðið/ÞÖK Óvenjulegt Fólk rekur gjarnan upp stór augu þegar það sér kanínu á öxl Önnu eins og um daginn þegar þau Íkarus voru að spóka sig við Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/ÞÖK Í taumi „Hann er aldrei laus úti því þá þá myndi ég týna honum um leið svo ég er með hann í bandi,“ segir Anna um Íkarus. að nota strætó er harla léttvægt miðað við sparnaðinn. Sam- kvæmt útreikningum Félags íslenskra bif- reiðaeigenda nemur rekstrarkostnaður nýs bíls í ódýrasta verð- flokki (1,4 milljónir) hvorki meira né minna en 654.760 krónum á ári. Fyrir lítinn hluta þess penings er hægt að fara í margar ferðir með leigubíl. x x x Víkverji hefur staðiðí þeirri trú hingað til að forystumenn Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar telji það mik- ilvægasta verkefni sitt í umhverf- isvernd að drepa þúsundir ef ekki tugi þúsunda fugla. Víkverji skilur ekki enn hvers vegna þeir telja svo brýnt að vernda náttúruna fyrir fuglum. Hann gladdist því í vikunni sem leið þegar hann komst að því að þetta er ekki það eina sem meirihlutinn í borgarstjórninni ætl- ar sér í umhverfismálum. Áform hans um „tíu græn skref í Reykja- vík“ eru gleðiefni, meðal annars hugmyndir hans um að bjóða náms- mönnum upp á ókeypis strætóferð- ir. Ein af þeim klisjumsem Víkverja dagsins leiðist mest er sú staðhæfing að bíll sé nauðsyn í Reykja- vík. Víkverji hefur notað strætó í mörg ár og veit að því fer fjarri að bíll sé nauð- synlegur hverri fjöl- skyldu. Hann hefur al- ið upp þrjú börn með hjálp konu sinnar án þess að það hafi hvarflað að honum að festa kaup á bíl. Þetta er lífstíll sem hann hefur valið sér og ætl- ar ekki að breyta þótt margir – ef ekki allir – telji þetta til marks um að hann sé sérvitringur og furðufugl. Til að geta sleppt því að kaupa bíl valdi Víkverji húsnæði sem næst allri nauðsynlegri þjónustu, til að mynda í göngufæri við skóla barnanna og matvöruverslun. Um tíma þurfti hann þó að nota strætó til að gera innkaup og viðurkennir að það er miklu þægilegra að stinga fjórum innkaupapokum í skottið en að burðast með þá í strætisvagn. Á móti kemur þó að það er hverjum manni hollt að þurfa að leggja eitt- hvað á sig og rekstur bíls er svo dýr hér á landi að óhagræðið af því           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.