Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 1
mánudagur 16. 4. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Elsa Guðrún Jónsdóttir sigursæl á Skíðamóti Íslands >> 2 HAUKAR MEISTARAR HELENA SVERRISDÓTTIR KVADDI VINKONUR SÍNAR MEÐ STÓRLEIK OG ÍSLANDSMEISTARATITLI >> 8 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Fríða Rún, sem er á 15. ári, var að vonum afar með árangur sinn en Morgunblaðið spjallaði við þessa upprennandi fimleikastjörnu eftir Norðurlandamótið í gær. ,,Ég er rosalega ánægð með ár- angurinn. Ég bjóst alls ekki við þessu þar sem ég var að keppa á móti mjög sterkum stelpum. Ég stefndi auðvitað að því að gera mitt besta og reyna að vinna og það tókst og það var virkilega gaman,“ sagði Fríða Rún, sem fékk sex fallega gullpeninga í verðlaunasafn sitt. ,,Eftir að hafa unnið fjölþrautina á laugardaginn var ég öruggari með mig í úrslitunum á áhöld- unum. Mér leið vel og það gekk hreinlega allt upp hjá mér á mótinu. Það var líka mjög óvænt að við skyldum vinna liðakeppn- ina.“ Stefnir á heimsmeistaramót og Ólympíuleika Fríða Rún hefur æft fimleika frá því hún var 5 ára gömul og hún stefnir hátt. ,,Ég stefni að því að komast á heimsmeistaramótið sem haldið verður í september og svo er draumurinn að komast á Ól- ympíuleikana en ég veit að leiðin er löng þangað,“ sagði Fríða Rún ,,Við erum alveg í sjöunda himni með þennan árangur og þessi helgi var svo sannarlega frábær fyrir ís- lenska fimleika. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem einstaklingur vinnur allar greinarnar svo þetta er ekki bara sögulegt fyrir okkur heldur á öllum Norðurlöndunum. Fríða hafði mikla yfirburði. Hún fékk 53,35 stig í fjölþrautinni sem er frábært skor og gefur góða mynd af hversu góð hún er,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson fimleika- þjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær. Íslenska fimleikafólkið vann til fleiri verðlauna á mótinu. Bjarni Ásgeirsson, Ármanni, vann silfur- verðlaun á bogahesti, Ingvar Joch- umsson, Gerplu, vann brons á tvíslá og Sigrún Dís Tryggvadótt- ir, Gerplu, vann bronsverðlaun fyrir gólfæfingar sínar. Morgunblaðið/Ómar Gullstúlkan Fríða Rún Einarsdóttir fékk sex gull í Kaupmannahöfn. Fríða Rún með sex gull Glæsilegur árangur Íslendinga á Norðurlandamóti unglinga í fimleikum FRÍÐA Rún Einarsson úr Fimleika- félaginu Gerplu kom, sá og sigraði á Norðurlandamóti unglinga í fim- leikum sem fram fór í Kaupmanna- höfn í Danmörku um helgina. Fríða Rún varð sexfaldur Norðurlanda- meistari. Hún sigraði í fjölþrautinni á laugardaginn, vann sigur á öllum fjórum áhöldunum í gær, í stökki, á tvíslá, jafnvægisslá og í gólfæfing- um og var í sigursveit Íslands sem vann liðakeppnina og það er í fyrsta skipti sem Ísland hrósar sigri í liðakeppni á Norðurlandamóti. Glæsilegur árangur og ljóst er að mikil gróska er í fimleikunum hér á landi. Í HNOTSKURN »Þetta er í fyrsta skipti semÍslendingar eignast Norð- urlandameistara í unglinga- flokki hjá konum en Sif Páls- dóttir varð Norðurlandsmeistari fullorð- inna á síðasta ári, fyrst ís- lenskra fimleikakvenna. »Sigursveitina í liðakeppn-inni skipuðu: Fríða Rún Einarsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Dóra Guð- mundsdóttir og Þórdís Helga Kjartansdóttir. „ÞAÐ skýrist í dag hversu alvarleg meiðslin eru en ég vonast til að geta verið með FCK þegar úrslitakeppnin hefst eftir hálfan mán- uð,“ sagði Arnór Atlason, handknattleiks- maður hjá FCK Håndbold, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Arnór meiddist á nára eftir fimm mínútur í kappleik við Kolding á laug- ardaginn og kom ekkert meira við sögu. „Í fyrstu var óttast að meiðslin væru alvarleg en ég er heldur bjartsýnni í dag. Ég get þó ekk- ert fullyrt fyrr en að lokinni segulómskoðun á morgun [í dag],“ sagði Arnór sem leikið hefur afar vel með FCK á leiktíðinni en liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í fyrr- greindum leik við Kolding með sigri, 35:31. Þetta er fyrsti deildarmeistaratitill félagsins sem var stofnað fyrir fjórum árum. Nú hefur stefnan verið sett á danska meistaratitilinn og ljóst að liðið mætir Viborg í undanúrslitum en fjögur efstu lið deildarinnar leika til úrslita um danska meistaratitilinn. Arnór Atlason úr leik í tvær vikur Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Kvennalið Gerplu varð á laugardag Norðurlandameistari í hópfimleik- um en keppt var í Stokkhólmi í Sví- þjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskt félagslið verður Norðurlandameistari í þessari grein. Gerpla fékk 26,35 stig samanlagt en USG frá Danmörku varð í öðru sæti með 25,95 stig. Uppsalaflic- korna frá Svíþjóð fékk bronsverð- laun en Stjarnan/Björk endaði í átt- unda sæti með 23,35 stig. „Þessi helgi er sú besta í íslensk- um fimleikum frá upphafi. Fríða Rún Einarsdóttir safnaði gullverðlaunum í Danmörku á NM og við fáum tvenn verðlaun á NM í hópfimleikum,“ sagði Björn Björnsson, þjálfari Gerplu, í gær en Ármann/Grótta fékk silfurverðlaun á mótinu í Sví- þjóð í keppni blandaðra liða. Þar sem karlar og konur keppa í sama liði. Ármann/Grótta fékk 24,50 í saman- lagða einkunn, 8,10 á gólfi, 8,80 á dýnu og 7,60 á trampólíni. Danska liðið Silkeborg P & D varð Norður- landameistari með 24,85 í saman- lagða einkunn. Stjarnan/Björk keppti einnig í þessari grein og end- aði liðið í sjöunda sæti með 22,90 í einkunn. Gerpla vann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi í nóvember sl. en næsta stóra mót hjá þessu liði verður haustið 2008 í Belg- íu þar sem að Evrópumótið fer fram. „Það er bjart framundan hjá okkur. Þetta lið getur orðið enn betra og liðsheildin er það sem hefur verið okkar styrkleiki. Á NM í Svíþjóð reyndum við að bæta okkur frá því á EM í Tékklandi og það tókst. Það er mikil gróska í hópfimleikum hér á Ís- landi og margir sem eru hættir í áhaldafimleikum eru farnir að stunda hópfimleika með frábærum árangri,“ bætti Björn við. Lið Gerplu var þannig skipað: Auður Ólafsdóttir, Ásdís Dagmar Þorsteinsdóttir, Ásdís Guðmunds- dóttir, Guro Hansen Andersson, Hafdís Jónsdóttir, Hrefna Hákonar- dóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Kar- en Sif Viktorsdóttir, Kolbrún Sveins- dóttir, Magdalena Rós Guðnadóttir, Rakel Reynisdóttir, Rut Valgeirs- dóttir, Sara Rut Agústsdóttir, Svava Björg Örlygsdóttir og Þórunn Arn- ardóttir. Þjálfarar: Ása Inga Þorsteinsdótt- ir, Björn Björnson og Michel Chris- tensen. Gullverð- laun á NM í Stokk- hólmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.