Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 5 íþróttir Rúnar Krist-insson lék allan leikinn með Lokeren í belg- ísku 1. deildinni á laugardag þar sem liðið gerði 1:1-jafnteflti viðMoeskroen. Rúnar lék í stöðu varnartengiliðs. Lokeren er í 3. neðsta sæti deildarinnar.    Stefán Gíslason var fyrirliði norskaúrvalsdeildarliðsins Lyn sem tapaði á útivelli, 3:1, gegn Fredriks- tad. Indriði Sigurðsson var mið- vörður í vörn Lyn en Garðar Jó- hannsson, sem var í leikmannahóp Fredrikstad, kom ekki við sögu í leiknum. Lyn lék með 10 leikmenn í 85 mínútur þar sem varnarmanni liðsins var vikið af velli á 5. mínútu.    Um 90.000 áhorfendur mættu áleikina í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar og hafa aldrei fleiri áhorfendur mætt á leiki í fyrstu umferð. Tveir nýir leikvellir voru vígðir; í Fredrikstad, þar sem um 13.000 áhorfendur mættu og Start vígði einnig nýjan völl. Þangað komu um 14.500 áhorfendur. Brann og Ros- enborg áttu heimaleiki og voru um 17.000 áhorfendur á leiknum í Berg- en og um 21.000 áhorfendur á leikn- um í Þrándheimi.    Marel Baldvinsson var ekki í leik-mannahópi Molde í norsku 1. deildinni á laugardag í 3:0-sigri liðs- ins á heimavelli gegn Moss.    Gunnar Þór Gunnarsson lék síð-ustu 30 mínúturnar fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í 3:0-sigri liðsins gegn Trelleborg í Stokkhólmi.    Arnar Þór Viðarsson lék ekki meðTwente í hollensku úrvalsdeild- inni í 2:0-tapleik liðsins gegn PSV. Arnar sat sem fastast á bekknum all- an tímann.    Grétar RafnSteinsson lék allan tímann fyrir AZ Alkmaar sem lagði Vitesse Arnheim, 1:0, í gær, á heimavelli sínum. AZ Alkmaar lék manni fleiri nær allan seinni hálfleikinn en sig- urmarkið skoraði Shota Arveladze úr vítaspyrnu á 23. mínútu. PSV er efst í deildinni með 71 stig en Ajax og AZ Alkmaar koma næst með 69 stig.    Helgi Valur Daníelsson lék allantímann fyrir Öster sem tapaði á heimavelli fyrir Häcken, 1:2, í sænsku 1. deildinni í gær. Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn fyrir Häcken og lagði upp sigurmarkið. Fólk folk@mbl.is Vinni bæði HK og Valur í lokaum- ferðinni þá standa Valsmenn uppi sem Íslandsmeistarar vegna betri úr- slita í innbyrðis leikjum liðanna. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, er hins vegar vongóður um að Haukar setji strik í reikning Vals í lokaleikn- um og að HK vinni örugglega fyrir norðan. „Haukar hafa að litlu að keppa en innan raða liðsins eru miklir keppnismenn, bæði utan vallar sem innan og ég hef trú á að þeir gefi Vals- mönnum ekki neitt eftir,“ sagði Gunnar eftir sigurinn í gær. HK menn voru mun betri í fyrri hálfleik, vörnin var sterk og sóknar- leikurinn markviss. Það setti mikinn svip á leikinn að tveir leikmenn fengu óverðskuldað rautt spjald á fyrstu 13 mínútum leiksins. Fyrst Sergey Petraytis, leikmaður HK, og nokkru síðar Haukamaðurinn Arnar Péturs- son. Leikmenn Hauka voru alls ekki af baki dottnir þrátt fyrir slæma stöðu í hálfleik. Fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik lék liðið mjög góða vörn og náði fjölda hraðaupphlaupa. Jöfnuðu þeir metin, 19:19, en komust ekki lengra. Í kjölfarið komu þrjár óvandaðar sóknir sem voru vatn á myllu HK. Kópavogsbúar náðu for- skoti á ný og litu aldrei um öxl eftir það. Of fljótir að gefast upp „Við vorum of fljótir að gefast upp eins og oft hefur gerst hjá okkur í vet- ur,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, leik- maður Fylkis, eftir 33:29 tap fyrir Fram í Safamýrinni, sem sendi Árbæinga niður í 1. deild. „Við vorum bara hársbreidd frá því að komast inn í leikinn, þurftum bara stig úr honum og vinna svo næsta leik, þá værum við áfram í deildinni.“ Fylkismenn skoruðu fyrsta markið en Björgvin Gústavsson lokaði þá marki Fram, sem skoraði 5 næstu mörk og þá var eins og dofnaði yfir gestunum. Hlynur Morthens mark- vörður Fylkis hélt sínum mönnum inni í leiknum, sem á 26. mínútu náðu forystu í annað sinn 14:13 en fóru þá heldur illa að ráði sínu og Framarar skoruðu 4 mörk í röð. Fylkismönnum tókst að hanga í heimamönnum fram í miðjan síðari hálfleik en eftir að Björgvin varði þrjú vítaskot á stutt- um tíma, náði Fram forystu, 27:20 og Fylki tókst ekki að brúa það bil. „Að sjálfsögðu var erfitt fyrir okk- ur að stilla inn á þennan leik en þetta var síðasti heimaleikurinn í vetur og við vildum klára hann með sóma,“ sagði Hjörtur Hinriksson, sem skor- aði 10 mörk fyrir Fram. „Fylkir er fínt lið sem var að berjast fyrir lífi sínu og á fullu allan tímann svo það mátti ekkert gefa eftir. Við ætluðum okkur meira í vetur en þriðja sætið er þó þriðja sætið. Við ætluðum að klára þennan leik og svo næsta áður en við færum að einbeita okkur að þessum margrómaða deildarbikar.“ Hjá Fylki varði Hlynur 28 skot og Agnar Jón Agnarsson var drjúgur með 11 mörk en skoraði sitt fyrsta mark þó ekki fyrr en á 14. mínútu. „Þetta var skelfilegt hjá mér og öllum öðrum, alveg óskiljanlegt. Það hefur verið deyfð yfir okkur og við aldrei náð baráttu, eins og var í fyrra. Það hefur verið gegnumgangandi í hverj- um leik, það er eins og einhver þungi hvíli á okkur. Við náum ekki léttleik- anum og baráttunni eins og í fyrra, erum ekki svipur hjá sjón. Við erum nógu góðir á pappírunum en það nægir ekki alltaf,“ bætti Agnar við, eðlilega ósáttur við að falla en vissi samt ekki með framhaldið. „Við höf- um gætt þess að tala ekki neitt um hvað verður fyrr en mótið er búið, bara hugsa um þessa tvo leiki og allt annað á bið. Menn klára nú vænta- lega síðasta leikinn, svo sjáum við hvað gerist og svo er ársþingið eftir.“ Haukum tókst ekki að setja strik í reikning HK Morgunblaðið/Kristinn Einbeittur HK-ingurinn Ragnar Hjaltested hefur brotið sér leið framhjá Gísla Jóni Þórissyni og skorar. HAUKUM tókst ekki að setja strik í reikning HK í kapphlaupinu við Val um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyr- ir hetjulega baráttu. Eftir að hafa lent sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:9, tókst Haukum að jafna leikinn upp úr miðjum seinni hálfleik. Þá þraut þá örendið og HK sigldi fram úr og vann öruggan sig- ur, 33:28, og eygir enn möguleika á sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Haukar eru sloppnir við þar sem Fylkir tapaði einnig í gær fyrir Fram, 33:29, og fellur ásamt ÍR. Eftir Ívar Benediktsson og Stefán Stefánsson             +  (    ,     (       ! "     -   # % &  '' %                         ,                ! "      *  # % &  '' %     " #$    BRYNJAR Björn Gunnarsson þótti einn allra besti leikmaðurinn á vellinum þegar Reading bar sigurorð af Fulham og tókst þar með að vinna sinn fyrsta sigur í átta leikjum. Brynjar Björn var til að mynda valinn maður leiksins hjá Daily Telegraph og fékk 7 í ein- kunn hjá The Times og Sky Sport og þá þótti Ívar Ingimarsson einnig standa fyrir sínu en hann er eini leikmaður Reading sem hefur spilað hverja einustu mínútu fyrir liðið í úrvalsdeildinni. Brynjar tók stöðu Steve Sidwell á miðjunni og skilaði henni virki- lega vel. Hann var tvívegis hársbreidd frá því að skora en Antti Niemi markvörður Fulham sá til þess að svo varð ekki. Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, hrósaði Brynjari sér- staklega í viðtölum eftir leikinn. ,,Brynjar var mjög góður á miðj- unni gegn sterkum miðjumönnum þeirra. Ef Steve fer frá okkur þá er ég með mann til að taka við af honum,“ sagði Coppell en Steve Sidwell sem jafnan hefur leikið þessa stöðu er líklega á förum frá félaginu í sumar. Brynjar með stórleik FELIPE Massa á Ferrari fagnaði sigri í Formúlu 1 kappakstrinum í Barein í gær. Hann hafði forystu alla leið í mark – af rás- pól. Annar varð nýliðinn Lewis Hamilton á McLaren og er hann með forystu í keppn- inni um heimsmeistaratitil ökuþóra – ásamt Finnanum Kimi Räikkönen á Ferr- ari, sem varð þriðji í dag. Fernando Alonso á McLaren varð fimmti. Allir hafa þeir 22 stig. Með sigrinum í dag bætti Massa upp fyrir slaka frammistöðu í tveimur fyrstu mótum ársins. Honum var aldrei ógnað svo neinu nam og eftir fyrra þjónustustopp náði hann um skeið 10 sekúndna forskoti. Nick Heidfeld á BMW var fjórði og þá kom Robert Kubica á BMW í sjötta sæti í kappakstrinum í Barein. Massa fagnaði sigri Felipe Massa KIEL varð í gær þýskur bikarmeistari í handbolta fjórða skipt- ið og í fyrsta skipti í sjö ár þegar liðið bar sigurorð af Kronau/ Östringen, 33:31, í úrslitaleik sem háður var í Hamborg. Franski landsliðsmarkvörðurinn Thierry Omeyer var hetja Kiel en hann gerði sér lítið fyrir og varði sex vítaköst í leiknum og var öðrum fremur maðurinn á bakvið sigur liðsins en Frakk- inn varði á þriðja tug skota í leikum. Kronau byrjaði betur og náði mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15, en í seinni hálfleik sýndu meistararnir styrk sinn svo um munaði og sigu fram úr. Í undanúrslitunum á laugardaginn marði Kiel lið Flensburg, 34:33, og Kronau vann óvæntan sigur á heima- mönnum í Hamburg, 29:28. Kiel, sem 13 sinnum hefur orðið þýskur meistari, getur unnið þrefalt en liðið er í toppsæti úrvalsdeildarinnar og leikur til úr- slita í Meistaradeildinni gegn Flensburg. Kiel bikarmeistarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.