Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ELSA Guðrún Jónsdóttir frá Ólafs- firði nældi í önnur gullverðlaun sín á Landsmótinu á laugardaginn þeg- ar hún sigraði í 5 km göngu með hefðbundinni aðferð. Keppni var spennandi, Elsa kom í mark sjö sekúndum á undan Sól- veigu G. Guðmundsdóttur frá Ísa- firði eftir að stúlkurnar höfðu gengið í nærri hálfa nítjándu mín- útu. Rannveig Jónsdóttir frá Ísa- firði varð í þriðja sæti. Elsa Guðrún tapaði óvænt í fyrstu keppni mótsins; sprettgöng- unni á föstudaginn, þegar Sólveig sigraði en það var fyrsta tap henn- ar frá upphafi hér heima. Elsa er 21 árs en byrjaði að keppa sex ára, á Andrésar andar leikunum. Í gær lauk Skíðamóti Íslands í blíðskaparveðri með keppni í boð- göngu karla og kvenna. Keppni var spennandi og skemmtileg; í karla- flokki varð A-sveit Skíðafélags Ak- ureyrar Íslandsmeistari, sveit Sauðárkróks varð önnur og í þriðja sæti sveit Ísafjarðar. Í kvennaflokki varð Íslandsmeist- ari A-sveit Ísafjarðar, Ólafsfirð- ingar urðu í öðru sæti og B-sveit Ísafjarðar nældi í bronsið. Í flokki pilta 17–19 ára sigraði Sigurjón Hallgrímsson, Ísafirði, annar var Brynjar Leó Kristinsson, Akureyri, og þriðji Stefán Pálsson, Ísafirði. Í tvíkeppni urðu úrslit þriggja efstu eins og í göngunni á laugardaginn; sigurvegarar urðu því Elsa Guðrún Jónsdóttir og Sæv- ar Birgisson. Mikil spenna í 5 km göngu kvenna SÆVAR Birgisson frá Sauðárkróki sigraði af miklu öryggi í 10 km göng- unni á Landsmótinu á skíðum í Hlíð- arfjalli á laugardaginn. Gengið var með hefðbundinni aðferð. Sævar gekk vegalendinga á 32,26 mín. og kom í mark tæpum tveimur mínútum á undan Sigurgeiri Svav- arssyni, Akureyri, sem varð annar. „Þetta bætti fyrir síðustu tvo daga; nú gekk allt upp, veðrið var frábært og ég get ekki kvartað. Ég var léttur á mér í dag,“ sagði Sævar við Morgunblaðið. Þar með sigraði hann einnig í tvíkeppninni. Andri Steindórsson, Akureyri, varð þriðji, for- maður Skíðasam- bandsins Daníel Jakobsson, Ólafs- firði, varð fjórði og fimmti varð gamla kempan Magnús Eiríks- son, Siglufirði. Keppendur fóru allir af stað í einu á laugardag- inn sem Sævar var ánægður með. Ég vona að þetta verði svona í framtíð- inni; þetta er miklu skemmtilegra, ekki síst fyrir áhorfendur.“ Öruggt hjá Sævari Sævar Birgisson Landsliðsmað-urinn Gunn- ar Heiðar Þor- valdsson gat ekki leikið með Hann- over vegna meiðsla en liðið tapaði fyrir Stutt- gart, 2:1, í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Hannover er í 11. sæti og er aðeins fimm stigum frá fall- sæti.    Silkeborg tapaði enn einum leikn-um í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Silkeborg mætti Vi- borg og tapaði, 2:1. Bjarni Ólafur Eiríksson lék allan tímann fyrir Silkeborg, Hörður Sveinsson kom inn á sem varamaður á 30. mínútu en fór meiddur út af á 76. mínútu en Hólmar Örn Rúnarsson var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla. Silkeborg er á leið niður ásamt Vejle en liðin eru langneðst í deild- inni og ekkert nema kraftaverk get- ur bjargað þeim frá falli.    Árni Gautur Arason varði markVålerenga sem gerði 1:1 jafn- tefli við Stabæk í 2. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Veigar Páll Gunnarsson lék allan tímann fyrir Stabæk en félagi hans í fram- línunni, Daniel Nannskog, skoraði mark Stabæk.    Haraldur Freyr Guðmundssonlék ekki með nýliðum Aale- sund sem töpuðu fyrir hinum nýlið- unum, Sandefjörd, 3:0.    Viktor Bjarki Arnarson, leik-maður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð, var ekki í leikmannahópi Lilleström sem lagði Odd Grenland á útvelli, 0:1. Viktor hefur fá tæki- færi fengið með liðinu en hann gekk í raðir þess frá Víkingi í vetur.    Hannes Þ. Sigurðsson lék allantímann í framlínu Viking sem gerði 1:1 jafntefli við Start. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Viking og Jóhannes Þór Harðarson ekki í leikmannahópi Start en hann er að jafna sig eftir meiðsli.    TenniskappinnArnar Sig- urðsson úr TFK er kominn á fulla ferð aftur eftir meiðsli og tók hann þátt í móti í Tyrklandi um helgina. Arnar sem náði að hækka um rúmlega 800 sæti á heimslistanum, tapaði í annarri um- ferð á sterku atvinnumannamóti í Antalya fyrir Spánverjanum Ro- mero Torres, 7:5, 1:6 og 6:2. Í tví- liðaleiknum komst Arnar hins vegar í úrslit með Bandaríkjamanninum Brett Ross þar sem þeir töpuðu fyrir Belganum Steve Darcis og Hollend- ingnum Fred Hemmes, 6:2 og 6:4. Fólk sport@mbl.is Hin unga Salome Tómasdóttir, sem einnig er frá Akureyri, varð í öðru sæti í sviginu eins og stór- sviginu og þriðja Akureyrarstúlk- an, Þóra B. Stefánsdóttir náði þriðja sætinu og þar með brons- inu. Óhætt er að segja að svigkeppni kvennanna hafi verið söguleg. Þær áttu að byrja snemma en vegna veðurs var keppni frestað, eins og hjá körlunum reyndar, vegna hvassviðris, og kvennakeppninni lauk ekki fyrr en tæplega hálfum sólarhring eftir að hún átti að byrja. „Aðaldómarinn vildi ekki að senda stelpurnar út í þetta rok, honum var sérstaklega illa við að yngstu stelpurnar kepptu við þess- ar aðstæður,“ sagði Dagný Linda við Morgunblaðið. „Þetta er með því versta sem ég hef lent í hérna. Það er yfirleitt lokað í Hlíðarfjalli við svona aðstæður; í svona miklu suðvestan roki, en það var beðið vegna þess að allir vildu klára mótið.“ Karlarnir hófu keppni síðdegis, konurnar áttu að byrja eftir fyrri ferð karlanna en enn þótti of hvasst í brekkunni til að óhætt þætti að stúlkurnar færu af stað. Keppni karlanna var því haldið áfram en það var ekki fyrr en um kvöldmatarleytið að nægilega hafði lægt og keppni kvennanna hófst. Vert er að geta þess að svo hvasst var í Strýtu um miðjan laugardaginn að lyftan var ekki í gangi – fór út af sporinu ofarlega í brautinni – og keppendur voru ferjaðir upp í startið á snjótroðara. Rétt fyrir seinni ferðina komst lyftan svo aftur í gang. Mojca Rataj frá Bosníu-Her- zegóvínu, sem keppti sem gestur á Landsmótinu, var með bestan tíma allra í fyrri ferðinni en Dagný Linda var með bestan tíma ís- lensku keppendanna; fór brautina á 1 mín., 3,52 sek. Þóra varð í öðru sæti á 1.08,66 mín. og Salome var á 1.06,05 mín. Dagný sigraði svo örugglega; fór samtals á 2 mín. 8,07 sek. Samanlagður tími Salome var 2.12,04 mín og Tinna Dag- bjartsdóttur varð þriðja á 2.13,38. Þóra náði sér ekki eins vel á strik í seinni ferðinni og endaði í sjöunda sæti. „Ég var ekki með afgerandi for- skot eftir fyrri ferðina og var því ekki örugg, en hafði þetta með því að keyra ágætlega í seinni ferð- inni,“ sagði Dagný Linda. Löng bið í fjallinu Stúlkurnar biðu klukkutímum saman eftir að keppni gæti byrjað en Dagný Linda segir stemn- inguna þrátt fyrir það hafa verið ágæta og allar hafi þær viljað klára mótið á laugardaginn í stað þess að þurfa að keppa í gær. „Það var ekkert annað hægt en bíða. Maður reyndi að halda sér passlega stemmdum; það mátti ekki slappa of mikið af og ekki peppa sig of mikið upp!“ Veðrið lagaðist mjög mikið þeg- ar á leið. „Það datt nánast alveg í dúnalogn í seinni ferðinni,“ sagði Dagný Linda. Hún kvaðst vitaskuld mjög sátt við uppskeru síðustu daga; fagnaði þremur Íslandsmeistaratitlum – í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni – og dagana þar á undan sigraði Dagný Linda í öllum Icelandair Cup-mótunum, sem fram fóru í Reykjavík og á Akureyri. Dagný fer til Noregs á morgun og keppir þar á sex FIS-mótum á næstunni áður en tímabilinu lýkur. Eftir stutt frí taka svo við æfingar á ný. „Ég ætla að æfa þrekið fyrir næsta tímabili í Póllandi. Kærast- inn minn er þar núna þannig að ég ætla að fara þangað.“ Ljósmynd/ Guðmundur Jakobsson Þolinmæði Dagný Linda Kristjánsdóttir í sviginu undir kvöld á laugardaginn. Stúlkurnar biðu klukkutímum saman eftir því að keppnin hæfist. „Yfirleitt lokað í Hlíðar- fjalli við svona aðstæður“ DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðadrottning frá Akureyri, gaf ekkert eftir á laugardaginn, síðasta degi alpagreinakeppninnar á Skíðamóti Íslands. Hún sigraði þá í svigi, hafði unnið stórsvigið daginn áður og vann því einnig alpatví- keppnina. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.