Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 22
|sunnudagur|6. 5. 2007| mbl.is daglegtlíf Sá málaflokkur sem snertir flesta landsmenn er mennta- mál, enda hafa allir reynslu af menntakerfinu. » 30 menntamál Jón Kristján Kristinsson fékk nýverið verðlaun í teiknimynda- samkeppni fyrir myndasögu um brauðrist. » 38 myndasögur Ferðalög og félagslíf í bland við mikið og gott fjölskyldulíf hefur verið lífsinnihald Theódóru Thoroddsen. » 26 lífshlaup Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Raðirnar voru langar fyrir utan Top-shop í London í vikunni þegar nýlína Kate Moss fyrir verslanakeðj-una var afhjúpuð. Fötin verða ekki mosavaxin í búðinni því þau flugu út. Hluti er kominn á eBay þrátt fyrir varúðarráðstafanir en hver viðskiptavinur mátti að hámarki kaupa fimm flíkur. Hleypt var inn í búðina í hollum og fengu viðskiptavinir tuttugu mínútur til að versla. Sumir höfðu beðið í biðröð í átta tíma til þess að vera fyrstir til að handleika varninginn. Kate Moss þykist þó ekki vera fatahönnuður heldur er línan innblásin af vel völdum flíkum úr hennar eigin fataskáp. Segja má að hún sé nokkurs konar „greatest hits“ frá Kate, stuttbuxur, vesti, stuttir kjólar og þröng- ar gallabuxur, blómamunstur og pallíettur. Kate mætti með þessar uppáhalds flíkur sínar til samstarfsfólksins, hönnuða hjá Topshop og stílistans og vinkonunnar Katy England, sem hefur til dæmis unnið fyrir Alexander McQueen. Kate hitti hópinn reglulega og sagði hvað hún væri ánægð með og hverju ætti að breyta með skipunum á borð við „þrengja hér“ og „nota annað efni“ þar. Blaðamaðurinn og útgefandinn Jefferson Hack, sem jafnframt er barnsfaðir Kate, skrifar inngang í kynning- arbæklingi um línuna. „Lína Kate Moss máir út mörkin milli kvöld- og dagklæðnaðar, milli hátísku og götutísku, þess mögulega og ómögulega í fatastíl.“ Hann segir jafn- framt að línan sé meira en vel valdar flíkur úr fataskáp fyrirsætunnar. Hann segir að það sem skipti máli sé ein- stakt auga sem láti notaðan kjól líta út fyrir að vera nútíma- legur, gott auga fyrir efni og munstri. Samstarf Kate Moss og Topshop er hugsað til framtíðar og er því einnig væntanleg vetrarlína frá fyrirsætunni, sem verður spennandi að sjá. Alls eru um 80 flíkur í sumarlínunni og kosta fötin á bilinu 1.500 (bolur) til 25.000 kr. (leðurjakki) miðað við Topshop í London. Línan fékk mjög góðar viðtökur þegar hún fór í sölu í Colette í París í vikunni, hún verður kynnt í stórversluninni Barneys í New York í næstu viku og síðast en ekki síst er hún væntanleg í Topshop í Smáralind fimmtudaginn 24. maí. Vinkonur Irina Lazareanu, vinkona Kate, situr líka fyrir. Sumarlegt Margir höfðu auga- stað á þessum hvíta kjól. Með kveðju frá Kate Reuters Aðdráttarafl Ekki spillti fyrir að Kate Moss sat sjálf fyrir meðal gínanna í glugga risaverslunar Topshop við Oxford Circus í miðborg London þegar línan var boðin til sölu síðastliðið mánudagskvöld. Kynþokki Einfaldur og kyn- þokkafullur, allavega á Kate. Glitrandi Þessi var framleiddur í takmörkuðu upplagi. Afslöppuð Þröngar gallabux- ur og þægileg blómaskyrta. Einkennisbúningur Dæmigerð- ur stíll Kate, bæði rokkaralegur og kynþokkafullur. Stíll Kate hefur oft verið mynduð í ámóta klæðnaði og Irina er í hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.