Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 83 þeir elstu um sjötugt og var keppendum skipt í flokka eftir því hversu vanir dansarar þeir eru. Dagskráin hófst með því að Samúel Örn Erlingsson hélt tölu og rifjaði upp þegar hann sótti dansnám sem ungur maður. Sagði hann ástæðuna fyrir því að hann fór að læra dans ekki endilega gífurlegur áhugi á dansi heldur á ungri snót sem sótti danstímana. Síðan setti hann mótið. Byrjað var á yngstu flokkunum en einnig voru nokkur sýningaratriði þar sem sýndur var samkvæmisdans og línudans. Það setti skemmtilegan svip á mótið að margar stúlkur dönsuðu í íslenskum þjóðbúningi og drengir í íslenska hátíðarbúningnum. Mér fannst mótið ganga nokkuð vel fyrir sig. Út- gefin tímatafla gerði ráð fyrir því að keppnin ætti að hefjast kl. 14 en þar sem byrjað var að afhenda númer heldur seint, þá hófst mótið töluvert á eftir áætlun. Einnig gleymdist að setja inn sýningaratriði í dagskrána þannig að keppnin sem átti að taka eina og hálfa klukku- stund auk verðlaunaafhendingar var tæpri klukkustundu lengri en á útgefinni tímatöflu. Í Vetrargarðinum eru ekki bestu aðstæður til dansiðkunar. Dansað er á steinflísum sem SUNNUDAGINN 22. apríl var haldið í Vetrargarðinum í Smáralind, Íslandsmeist- aramót í gömlu dönsunum. Þetta er í fyrsta sinn sem dansmót er haldið þar og var þetta skemmtileg tilbreyting frá íþróttahúsunum sem hafa hýst dansmótin hingað til. Það var mótanefnd Dansíþróttasambands sem hafði veg og vanda af mótinu en fimm danskenn- arar frá Dansráði Íslands fengu það hlutverk að dæma mótið. Það voru þau Erla Haralds- dóttir, Harpa Pálsdóttir, Gerður Harpa Kjart- ansdóttir, Hólmfríður Þorvaldsdóttir og Guð- mundur Karlsson. Það var fyrir nokkrum árum að danskenn- arar á Íslandi fóru að hafa áhyggjur af því að íslensk ungmenni höfðu ekki áhuga á því að læra gömlu dansana. Var þá brugðið á það ráð að fara af stað með keppni í þessum dönsum til þess að gera það spennandi fyrir unga fólk- ið að læra dansana. Það voru 98 pör skráð til keppni að þessu sinni, þeir yngstu 6 ára og er kannski ekki besta gólfefnið til þess að dansa á. Það hefði mátt skipuleggja betur svæði fyrir áhorfendur, t.d. nýta tröppurnar betur og hafa fleiri stóla. Mér finnst það alveg ganga að halda svona mót á stað eins og í Vetrargarðinum þó að að- staða þar sé ekki sú ákjósanlegasta. Ef halda á dansmót þar aftur í framtíðinni ættu móts- haldarar að gefa sér meiri tíma í að skipu- leggja umgjörðina. Það sem þó mestu skiptir er að dansinn fái að njóta sín og tel ég að hann hafi gert það. Ég vil að lokum óska öll- um keppendum, hvort sem þeir voru sigur- vegarar eða ekki, til hamingju með það að hafa tekið þátt í keppninni. Næsta og jafn- framt síðasta dansmót þessa keppnisárs verð- ur haldið í Laugardalshöllinni 5. og 6. maí. Þá verður haldið Íslandsmeistaramót í sam- kvæmisdönsum þar sem dansað verður með grunnaðferð auk bikarmóts fyrir keppendur sem dansa með frjálsri aðferð. Hvet ég fólk til þess að mæta í Höllina og sjá dansara á öllum aldri spreyta sig á dansgólfinu. Gleðilegt sum- ar. Keppni í gömlu dönsunum Dansinn stiginn Keppendur í flokki 10-11 ára barna. 98 pör voru skráð til leiks að þessu sinni. Í þjóðbúningi Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir Ís- landsmeistarar í flokki barna. Davíð Chiorlanzio og Fjóla Dögg Alfreðsdóttir Ungur nemur, gamall temur Unglingar í flokki byrjenda. Elstu þátttakendur voru um sjötugt. DANS ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í DANSI Íslandsmeistaramót í gömlu dönsunum. Kara Arngrímsdóttir, danskennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.