Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 134. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Unnið að áframhaldandi stjórnarsamstarfi  Samfylkingin hefur látið þau boð út ganga til framsóknarmanna að þeir séu velkomnir til stjórnarsam- starfs við Samfylkinguna og Vinstri græna. Líkur eru þó taldar á því að framsóknarmenn haldi áfram sam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk í innsta kjarna beggja flokka er byrjað að leggja línur að áframhald- andi samstarfi. » Forsíða 600 æðavíkkanir á ári  Gerðar hafa verið yfir 7.100 kransæðavíkkanir með hjartaþræð- ingu frá því að slíkar aðgerðir hófust hér á landi fyrir 20 árum. Síðustu ár hafa rúmlega 600 kransæðavíkkanir verið gerðar á hverju ári. » 9 Æðarstofn rannsakaður  Háskólasetrið í Stykkishólmi er að hefja viðamikla rannsókn á æðarfuglinum á Íslandi. Áætlað er að æðarstofninn sé um 900.000 fugl- ar og eitt af markmiðum rannsókn- arinnar er að svara því hvort hægt sé að fjölga þeim. » 17 Lofa háum verðlaunum  Ýmsir auðkýfingar í Bretlandi hafa lofað miklu verðlaunafé fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að fjögurra ára stúlka, sem rænt var í Portúgal, fyndist heil á húfi. » 15 Frækileg björgun  Íslendingaliðið West Ham bjarg- aði sér frá falli með frækilegum sigri á Englandsmeisturum Manchester United á útivelli í gær. » Íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Tap Samfylkingar Forystugrein: Óbreytt samstarf Ljósvaki: Eyra – haldið eða slitið? Frá Helsinki: Einfaldleikinn sigraði UMRÆÐAN» Varanleiki ákvarðana – at- kvæðavægi Um hjónavígslu samkynhneigðra Hjól sem samgöngutæki … Kalt er konulausum Nýir alþingismenn Hundfúll, segir Mörður Árnason Á lokasprettinum er beðið og vonað KOSNINGARNAR 2007» Heitast 10°C | Kaldast 2 °C  Norðlæg eða breyti- leg átt, 3–10 m/s. 3–12 stig að deginum, hlýj- ast syðra. » 10 Anna Jóa fór á sýn- ingu á verkum Roni Horn, Oz, sem hún telur vera völundar- hús sem vert sé að týna sér í. »41 MYNDLIST» Horn í Hafnarhúsi HÖNNUN» Myndir frá sýningu fata- hönnunarnema. » 38 Sæbjörn Valdimars- son gefur hrollvekj- unni Uppskerunni tvær stjörnur, telur handritið ansi hug- myndasnautt. »40 KVIKMYNDIR» Frekar léleg hrollvekja FÓLK » Lars von Trier illa hald- inn af þunglyndi » 41 KVIKMYNDIR» Vinalegur mafíósi í Nes- inu. »37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ríkisstjórnin hélt velli … 2. Feðgin létust í eldsvoða 3. Diaz átti erfitt 4. 30% kjósenda Sjálfstæðisflokks strikuðu Árna Johnsen út FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands á Akranesi á 30 ára starfsafmæli í haust. Í skólanum er boðið upp á fjölbreytt nám, en farin hefur verið óhefðbundin leið til að bregðast við samkeppni nýrra framhaldsskóla í nágrenni Akraness. Öllum Pólverj- um sem búsettir eru á Vesturlandi hefur nú verið sent bréf þar sem þeim er boðið að kynna sér starfs- nám í byggingargreinum í FVA. „Við rennum alveg blint í sjóinn með þetta,“ segir Hörður Helgason, skólameistari FVA. „Ef vel tekst til gæti hópur Pólverja skráð sig í nám fyrir haustið og þá bregðumst við við því með viðeigandi hætti. Þetta er að okkar mati tilraunarinnar virði og við sjáum hver viðbrögðin verða,“ segir Hörður. Nýlega var undirritað samkomu- lag um byggingu nýs kennsluhús- næðis fyrir byggingar- og mann- virkjagreinar fyrir nemendur FVA og vonast Hörður til að það verði tilbúið á næsta ári. | 17 Pólverjum boðið í starfsnám EIRÍKUR Hauksson segist ekki hrifinn af þeirri hugmynd að skipta Evrópu í tvennt í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í samtali við norska dagblaðið Aften- posten. Eiríkur segir menn ekki mega gerast of gagnrýna á keppnina, tón- listin sé það sem skipti öllu máli. Hann vildi þó gjarnan leggja nið- ur sms-kosningu í keppninni og taka upp gamla stigagjafarfyrir- komulagið, að dómnefnd í hverju landi gefi lögunum stig. Ekki mætti gera lítið úr tónlist ríkjanna sem komust áfram, mikið væri af góðri tónlist frá austanverðri Evrópu. Ís- land hafnaði í 13. sæti í undan- keppninni, hlaut 77 stig. 14 stigum munaði að Eiríkur kæmist í úrslit. Aftenposten segir mikið hafa ver- ið rætt um það í Helsinki seinustu daga að níu af þeim tíu löndum sem komust áfram í forkeppninni skyldu vera frá Austur-Evrópu. Eiríkur sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir forkeppnina að „austurblokkin“ hefði hana í hendi sér. | 39 Vill ekki skipta Evr- ópu í tvennt Eiríkur Hauksson Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is „ÉG á afar erfitt með að tjá mig mikið þessa stundina – ég er eins og blaðra sem allt loftið er úr. Þetta er stór- kostleg stund fyrir mig, Björg- ólf Guðmunds- son og alla stuðningsmenn West Ham,“ sagði Eggert Magnússon, stjórnar- formaður West Ham, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann á flug- vellinum í Manchester í gær, stuttu eftir að ljóst varð að West Ham hafði bjargað sér frá falli í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Englandi á elleftu stundu – með glæsilegum sigri á Englandsmeist- urum Manchester United á Old Trafford, 1:0. „Það voru tvennir sigurvegarar sem fögnuðu hér í Manchester; leikmenn United, sem tóku á móti Englandsmeistarabikarnum, og við, sem fögnuðum sigri á meist- urunum og tilverurétti okkar í úr- valsdeildinni. Þetta var ótrúleg stund og við Björgólfur vorum í sjöunda himni í stúkunni á Old Trafford – stoltir af okkar mönn- um,“ sagði Eggert og hann sagði að framtíðin væri björt hjá West Ham. „Það hefur aldrei verið nein lognmolla í kringum mig í sam- bandi við knattspyrnuna, sem er allt mitt líf og yndi,“ sagði Eggert, sem fagnaði sigrinum á Manchest- er United á Old Trafford á þann hátt að athygli vakti. „Ég er til- finningaríkur og læt mínar tilfinn- ingar – í gleði og sorg – í ljós með látbragði. Þannig hef ég alltaf verið og það er engin breyting þar á þó að ég sé nú starfandi í Eng- landi,“ sagði Eggert og bætti við að hann og Björgólfur væru keppnismenn. „Við viljum hafa líf í kringum okkur og erum tilbúnir að berjast. Við Bjöggi þekkjum vel mótlæti og höfum gengið í gegn- um ýmis erfið tímabil. Síðustu vik- urnar hafa verið eins og ævintýri. Þó að blásið hafi á móti höfðum við alltaf trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Eggert Magn- ússon. | Íþróttir Eggert Magnússon vakti athygli á Old Trafford Reuters Bjargvætturinn Enginn leikmanna West Ham hefur verið eins mikið í sviðsljósinu í vetur og Carlos Tevez sem hér fagnar með Mark Noble eftir sigurinn á meisturunum í gær. Tevez var bjargvættur liðsins eins og svo oft áður. Síðustu vikurnar eins og ævintýri West Ham bjargaði sér frá falli með sigri á meisturunum Í HNOTSKURN » West Ham sýndi mikinnstyrk með því að vinna sjö af síðustu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. » West Ham skaut liðumeins og Charlton, Sheffield United, sem féllu ásamt Wat- ford, Fulham og Wigan, aftur fyrir sig á lokaspettinum. » Eggert Magnússon ræðirvið Alan Curbishley um framhaldið á miðvikudaginn. Eggert Magnússon ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.