Morgunblaðið - 08.06.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 08.06.2007, Síða 24
daglegtlíf Á VEFMIÐLI MSNBC segir frá því að þó nokkuð sé um meiðsl á börnum út í hinum stóra heimi vegna skófatnaðar sem eru með hjólum í hælnum. Þessir skór fást hér á landi og verða vinsælli með hverjum deg- inum. Dæmi um slysatölur sem nefndar eru koma frá Írlandi þar sem 67 börn voru með- höndluð í Dublin vegna meiðsla af völdum þessa skófatnaður á tíu vikna tímabili síðast- liðið sumar. Ófeigur Þorgeirsson yfirlæknir á slysa- varðstofunni í Fossvoginum segir að þar hafi fólk ekki orðið vart við slys á börnum vegna slíkra hjólaskóa. Heimilið hættulegasti slysstaðurinn „Kannski eru þessir skór ekki orðnir svo algengir enn sem komið er. Við fáum aftur á móti þó nokkuð af úlnliðs- og olnbogaá- verkum vegna línuskautanotkunar. Ég tek það fram að flest slys á börnum verða heimavið, þannig að heimilið er hættulegasti slysastaðurinn. Einnig er hætta fólgin í því þegar börn fara að stunda hreyfingu. En ég er ekki fylgjandi því að hreyfing sé bönnuð til að forða lítt alvarlegum slysum, hvort sem krakkarnir eru að leika sér á trampól- íni, bretti, skíðum, hjólaskautum eða ein- hverju öðru. Ávinningurinn af því að styðja við hreyfingu er svo miklu meiri þegar fram í sækir fyrir einstaklingana, heldur en að ábyrgð á börnum sínum og þeir þurfa að fylgjast vel með og gæta að því að börnin séu vel útbúin, með hjálma og úlnliðshlífar og olnbogahlífar þar sem við á. Foreldrar eiga að hvetja til hreyfingar, vegna þess að hreyfingarleysi er að verða gríðarlegt vandamál hjá okkur og það er miklu alvar- legra en minniháttar beinbrot.“ Ekki banna hreyfingu til að forða slysi Við eigum alls ekki að líta á hreyfingu sem eitthvað hættulegt fara að banna hreyfingu sem endar kannski með að krakkarnir fara að gera eitthvað annað, til dæmis horfa á sjónvarp eða fara í tölvuleiki. Úlnliðshlífar og olnbogahlífar Við eigum alls ekki að líta á hreyfingu sem eitthvað hættulegt. Foreldrar bera Það er ekki til nein dæmigerðhelgi hjá mér,“ segir GretaGuðnadóttir fiðluleikariinnt eftir því hvað hún tek- ur sér fyrir hendur um helgar. „Ég er ansi oft að undirbúa tónleika eða spila á tónleikum svo helgarnar eru mjög óreglulegar hjá mér. Þeim mun dýrmætari verða þær fríhelgar sem ég fæ.“ Greta leikur með Sinfón- íuhljómsveit Íslands en gerir út frá Hveragerði þaðan sem hún keyrir til borgarinnar til að sækja æfingar og tónleika. Þar fyrir utan kennir hún fiðlunemendum í Tónlistarskóla Sig- ursveins svo það kemur ekki á óvart að helgarnar séu erilsamar. „Sé ég í fríi á föstudagskvöldi vil ég gjarnan vera heima og slaka á eftir vikuna, búa kannski sjálf til góðan mat og hafa það huggulegt heima,“ heldur hún áfram. Með puttana í gróðrinum Líkt og flestir nýtur hún þess þó að sofa út um helgar áður en við taka æfingar eða tónleikaundirbúningur. „Ég er allan daginn að undirbúa tón- leika sem eru þá síðdegis eða um kvöldið. Reyndar þarf maður svolítið að passa upp á að vera ekki á of miklum þeytingi yfir daginn til að vera vel upplagður fyrir tónleikana. Hluti af því er hreinlega að hvíla sig. Ef ég á hins vegar frí frá tónlistinni finnst mér gott að vinna í gróðr- inum. Ég er svolítið að dútla í plöntum og er með garðskála en mig dreymir um að fá mér gróðurhús. Svo finnst mér líka nauðsynlegt að skreppa út að hjóla eða í göngutúra. Svæðið hérna í Hveragerði er frá- bært fyrir slíkt – algjör Paradís.“ Greta segist vissulega gera betur við sig í mat og drykk um helgar en annars. „Mesta nautnin finnst mér hins vegar felast í því að setjast út á verönd í góðu veðri með kaffibollann minn og njóta þess að vera heima.“ Hún bætir því við að ekki sé streit- unni fyrir að fara í Hveragerði. „Ég keyri hreinlega keyra út úr stress- inu í Reykjavík og strax við Rauða- vatn fer maður að slaka á og njóta lífsins. Mér líður vel í Hveragerði og það er auðvelt að gleyma öllum erli og jafnvel líka því sem maður ætlaði að gera, sem er kannski mjög gott.“ Ástin og Beethoven Þessa helgina á tónlistin hins veg- ar hug Gretu allan, eins og svo oft því hún kemur fram á tónlistarhátíð- inni Björtum sumarnóttum í Hvera- gerðiskirkju um helgina. Hátíðinni stýra hjónin Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran selló- leikari. Auk þeirra koma fram Peter Maté en þau þrjú skipa Tríó Reykja- víkur, Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anóleikari, söngkonan Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir mezzosópran, Greta og maður hennar Guðmundur Kristmundsson víóluleikari. „Ég spila bara á tónleikum á sunnudagskvöldinu í Schumann pí- anókvintettinum,“ segir Greta og bætir því við að vegna þess hversu allir tónlistarmennirnir á hátíðinni verði uppteknir við tónleikahald verði ekki mikið um æfingar hjá henni sjálfri. „Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld klukkan átta en þar verður leikin tónlist eftir Beethoven. Á morgun verður alþýðleg tónlist á dagskránni en þeir tónleikar hefjast klukkan 17. Tónleikarnir á sunnu- dagskvöld bera svo yfirskriftina Um lífið og ástina. Ég á því von á því að vera mikið á tónleikum um helgina, bæði sem hlustandi og flytjandi.“ Ekur úr stressinu við Rauðavatn Morgunblaðið/G. Rúnar Afslöppuð Greta Guðnadóttir nýtur rólegheitanna í Hveragerði þegar hún er ekki upptekin við fiðluleik. Greta Guðnadóttir nýtur þess að fara í hjóla- og göngutúra þær helgar sem hún er ekki að spila á fiðluna sína. Hún benti Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur á dýrðlegar gönguleiðir í nágrenni Hveragerðis. Göngutúrinn Að leggja við mynni Reykjadals, ganga inn Grændalinn, yfir hálsinn til móts við Ölkelduhnúk og aft- ur niður í Reykjadal. Fá sér svo bað í heita læknum þar. Ganga svo meðfram honum til baka. Þetta er frábær hringur sem minnir dálítið á Lónsöræfi enda gríðarlega litríkt svæði. Kaffihús Best er að fá sér espresso á veröndinni. Matur Að elda kjúkling með mangó og kókosmjólk. Sundlaug Auðvitað sundlaug- in í Hveragerði. Geisladiskur IBM 1401, a user’s manual með Jóhanni Jóhannssyni. Greta mælir með Vín vikunnar kemur frá Sikiley á Ítalíu en eyjan sú hefur upp á ýmislegt að bjóða þegar vín er annars vegar. » 26 vín Matreiðslumeistarinn Ragnar Ómarsson matreiðir ofnbak- aðar rauðspretturúllur og kart- öflu- og sveppagratín. » 29 fiskur Í matarklúbbnum Lærum að elda er lögð áhersla á að kenna fólki að matreiða rétti frá öllum heimshornum. » 28 matur Í BYRJUN vikunnar stóðu yfir tískudagar nýútskrif- aðra hönnuða í Bretlandi en tæplega fimmtíu há- skólar standa að baki uppákomunum. Nem- endur fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr en tutt- ugu sýningar eru haldnar á fjórum dögum í London. Hér á myndinni má sjá hvar nemandi hefur veðjað á að bleiki liturinn nái athygli sýningargesta. Reuters Frumlegt og flott ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.