Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 9 FRÉTTIR Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 17. júní tilboð 17% afsláttur af öllum vörum Glæsilegir sólkjólar frá Finnlandi Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 37-43 Vídd 44 - 48 - 52 cm Sumarlínan í leðurstígvélum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Ermalausir toppar - Stutterma bolir Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Str. 36-56 Fallegt 224,7 fm einbýlishús á einni hæð með bílskúr og vinnustofu við Barrholt í Mos- fellsbæ. Um er að ræða „hefðbundið“ 174 fm einbýlishús í Mosfellsbæ, en á síðasta ári var byggt við húsið 50 fm vinnustofa sem eftir er að fullklára. Hún gæti einnig vel nýst sem stór bílskúr, unglingaherbergi eða aukaíbúðarrými. Frábær staðsetning, rétt við alla þjónustu og skóla. Lækkað verð - nú kr. 44,9 m. Barrholt – 225 fm einbýlishús *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá flott 215,3 fm einbýlishús á einni hæð með stórum bíl- skúr við Arkarholt 7 í Mosfellsbæ. 4-5 svefnherbergi, stór stofa, eldhús m/borðkrók, sér þvottahús, 3 baðherbergi og 41 fm bílskúr. Stór og skjólgóður suðurgarður með spánýjum rafhituðum heitapotti. Þetta er falleg eign grónu og fallegu hverfi í Mosfells- bæ, stutt í fallega gönguleiðir og niður í hesthúsahverfi. Verð 48,9 m. Arkarholt - 215,3 fm einbýli. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi Að kenna lestur Námskeið í lestrarkennslu verður haldið laugar- daginn 16. júní nk. klukkan 10:00-15:00. Námið hentar bæði lærðum og leikum. Verð kr. 15.000.- Námsefni er innifalið. Byrjendanámskeið í lestri Nokkur pláss eru laus á næsta námskeið sem hefst 10. sept. og lýkur 8. nóv. Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum en hentar líka eldri börnum sem hefur borið upp á sker í lestrinum. Kennt er hálftíma á dag fjórum sinnum í viku. Hópar eru tveir, annar kl. 8.00-8.30 og hinn kl. 8.30-9.00. Verð kr. 25.000, námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834. Veitingahús til sölu ! Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Stórt veitingahús til sölu í stóru bæjarfélagi á höfuð- borgarsvæðinu. Um er að ræða rekstur með góðri veltu í eigin húsnæði. Húsnæðið telur tvo veitingasali, eldhús með öllu og spilasal, (Gullnáman). Mikil spilun. Nánari upplýsingar veitir Runólfur Gunnlaugsson á Höfða fasteignasölu í síma 565 8000. KRABBAMEINSFÉLAGI Íslands barst ómetanleg gjöf laugardaginn 19. maí sl. þegar fjölskylda Jó- hönnu Jóreiðar Þorgeirsdóttur færði félaginu stórgjöf til minning- ar um hana en hún lést 21. apríl 2006, segir í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þessari veg- legu gjöf er ætlað að fjármagna að hluta hugbúnað fyrir stafræn brjóstaröntgentæki sem Krabba- meinsfélagið er að kaupa til að end- urnýja núverandi búnað. Félaginu hafa þegar borist höfð- inglegar gjafir að andvirði 200 milljónir króna til að kaupa fimm slík tæki en þeirra er þörf til að skapa heildstætt og samtengt kerfi, þrjú tæki til notkunar í höfuðstöðv- unum í Skógarhlíð í Reykjavík, eitt tæki sem notað verður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og hið fimmta verður nýtt sem fartæki á landsbyggðinni. Áætlað er að hug- og vélbúnaður sem tengist tækjunum fimm muni kosta um 140 milljónir króna og er þessi minn- ingargjöf afar mikilvæg til að mæta hluta af þeim kostnaði. Með henni og öðrum verðmætum gjöfum til þessa málefnis hafa skapast forsendur til þess að bjóða út tímabæra endurnýjun á tækja- búnaði röntgendeildar Leitarstöðv- ar Krabbameinsfélagsins. Endur- nýjunin hefur í för með sér gjörbreytingu á vinnslu mynda, úr- lestri, geymslu og aðgengi að þeim. Hún leiðir einnig til byltingar í vinnuumhverfi röntgenlækna og geislafræðinga. Nýja tæknin gefur möguleika á nákvæmari greiningu lítilla æxla og gagnast aðferðin best í brjóstum yngri kvenna og hjá þeim sem hafa þéttan brjóstvef. Auk þess nota þessi tæki mun minni geislaskammta en áður þekktist. Árangursrík heilsuvernd Íslenskar konur á aldrinum frá 40–69 ára fá annað hvert ár boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að mæta í brjóstamyndatöku og eldri konur eru jafnframt velkomn- ar. Tvær af hverjum þremur kon- um mæta reglulega en mikilvægt er að sem flestar konur nýti þessa þjónustu. Nýjustu rannsóknir benda til þess að hjá þeim sem mæta í skoðun lækki dánarlíkurnar vegna brjóstakrabbameins um 40 af hundraði. Það hefur sannast á Íslandi að leit að krabbameini í leg- hálsi og brjóstum er árangursrík heilsuvernd. Um 90% þeirra kvenna sem greinast með brjósta- krabbamein á Íslandi eru á lífi eftir 5 ár og tæp 80% eru á lífi eftir 10 ár. Það er með því besta sem gerist í heiminum í dag. Hluta þessa góða árangurs má þakka skipulegri leit en einnig bættri meðferð sjúk- dómsins. Þessi minningargjöf er ómetan- leg og sýnir stórhug gefendanna. Hún er í raun gjöf til þjóðarinnar allrar og til almannaheilla. Bætt sjúkdómsgreining á algengasta ill- kynja sjúkdómi kvenna á Íslandi er allra hagur, segir jafnframt í fréttatilkynningunni. Stórgjöf til Krabba- meinsfélags Íslands Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.