Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 27 MINNINGAR ✝ Hafliði Ottóssonfæddist á Ísa- firði 3. mars 1925. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Víði- hlíð í Grindavík 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ottó Guðjónsson, f. 1.11. 1900, d. 14.7. 1971 og Tímótea Torfey Hafliðadóttir, f. 19.6. 1902, d. 6.4. 1928 en stjúpmóðir hans var Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 12.5. 1909, d. 29.10. 1993. Systkini hans voru Halla Borgfjörð Ott- ósdóttir, alsystir, f. 1926, d. 1927 og samfeðra voru Friðrik Ott- ósson, f. 1921, d. 1995 og Valdi- mar Bernódus Ottósson, f. 1921, d. 2006. Uppeldissystir hans var Jóna Magnúsdóttir, f. 1929, d. 1952 og ólu Ottó og Guðrún dótt- ur hennar, Guðrúnu Jónu Jón- asdóttur, f. 31.12. 1952, einnig upp. Hinn 11.11. 1949 kvæntist Haf- liði Valgerði Albínu Samson- ardóttur, f. 20.2. 1930, d. 31.3. 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Samson Jóhannsson, f. 1965 og eiga þau 4 börn, Benedikt Bergmann, f. 2.10. 1986, Almar Elí, f. 1.5. 1991, Leifur Halldór, f. 24.3. 1993, Ottó Ari, f. 5.5. 2002. 7) Róbert, f. 2.5. 1970, maki Sigurósk Erlingsdóttir, f. 17.8. 1970, og eiga þau 4 börn, Kristín Björg, f. 27.3. 1990, Íris Huld, f. 22.9. 1994, Hild- ur Ýr, f. 14.4. 2001, Hafliði Ottó, f. 15.1. 2003. Hafliði fluttist ungur með föður sínum til Patreksfjarðar en móðir hans lést þegar hann var einungis þriggja ára. Gekk Guðrún Ingi- björg Magnúsdóttir honum í móð- urstað. Eftir barnaskóla fór Haf- liði á Núp í Dýrafirði og var þar tvo vetur í námi og síðar lauk hann námi í bakaraiðn og var bakari á Patreksfirði, fyrst hjá föður sín- um, síðar rak hann bakarí með syni sínum Rafni. Hann starfaði síðan á Sýsluskrifstofunni á Pat- reksfirði út starfsævina. Hafliði var virkur í félagsmálum og var m.a. einn af eigendum Skjaldborg- arbíós, meðal stofnenda Lions- klúbbs Patreksfjarðar og Stanga- veiðifélags Patreksfjarðar og var heiðursfélagi þar, en stangveiðar og fluguhnýtingar voru stór hluti af lífi Hafliða. Hann gegndi mörg- um trúnaðarstörfum m.a. var hann lengi í stjórn Eyrasparisjóðs og hreppstjóri í Patrekshrepp. Útför Hafliða verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. 28.4. 1890, d. 25.5. 1971 og Bjarney Sveinbjörnsdóttir, f. 6.10. 1888, d. 26.12. 1943. Þau eignuðust 7 börn. 1) Ragnar, f. 1.8. 1949, maki Ás- laug Sveinbjörns- dóttir, f. 27.3. 1947 og eiga þau 3 börn, Hafliði, f. 1.5. 1969, Linda Björk, f. 30.5. 1972 og Sigurbjörn, f. 27.8. 1980. Barna- börn þeirra eru orð- in 3. 2) Rafn, f. 18.8. 1951, maki Anna F. Gestsdóttir, f. 1.2. 1950 og eiga þau 3 börn, Ólafur Gestur, f. 25.7. 1970, Sig- mar, f. 20.7. 1974 og Brynja, f. 25.5. 1976. Barnabörn þeirra eru orðin 7. 3)Torfey, f. 4.12. 1953 og á hún 4 börn, Valgerður Hlín, f. 11.10. 1969, Rakel Lind, f. 10.1. 1982, Birkir Freyr, f. 31.5. 1983, Berglind Ýr, f. 11. 9. 1985. Barna- börn hennar eru orðin 7. 4) Ottó, f. 27.12. 1956, og á hann 4 börn, Hafliði, f. 18.12. 1978, d. 29. des. 1996, Hrund, f. 18.12. 1978, Björgvin, f. 21.6. 1984, Eyrún Ösp, f. 11.2. 1993. 5) Guðrún, f. 16.11. 1960. 6) Ari, f. 1.7. 1965, maki Guðrún Leifsdóttir, f. 21.6. Elsku afi minn Mikið var sárt að fá þessar fréttir 2. júní. En ég veit að núna ertu kominn til ömmu og það er það sem þú vildir. Það eru svo margar minningar sem ég á og þær gleymast aldrei. Svo er það mér líka svo dýrmætt þegar ég kom vestur sumarið 2003. Þá komu svo öðruvísi tengsl, svona þegar maður er orðinn eldri. Mér þykir endalaust vænt um það. Þá var það alltaf svo fyndið þeg- ar þú talaðir um að það væri alltaf sól og blíða á Patró og það héldu margir að það væri nú kannski ekki alveg satt en svo kom ég eitt sumar og þá héldu allir að ég væri bara að hjálpa þér að hagræða veðrinu en það var bara ekki þann- ig. Það var bara alltaf gott veður þar! Það er ekki langt síðan þú varst með matarboð heima hjá þér fyrir fermingarsystkini þín og ég var aðeins að hjálpa til og það var svo gaman að upplifa það með þér. Þú varst alltaf svo mikill húmoristi og það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig. Ég sakna þín enda- laust mikið og ömmu líka. En þið eruð komin á betri stað og núna saman aftur og það hjálpar mér mikið að vita að ykkur líður vel núna elsku afi. Hvíldu í friði afi minn. Þín Berglind Ýr. Í dag verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju vinur minn Hafliði Ottósson, sem látinn er á áttugasta og þriðja aldursári.Vet- urinn fyrir vestan hafði verið rysj- óttur og stormasamur, skammdeg- ið óvenju svart og sólardagar fáir. Það var ekki bara í náttúrunni sem dagarnir reyndust dimmir og mörgum erfiðir, svo var líka í líf- inu hans Hafliða, hann barðist all- an veturinn við illvígan sjúkdóm sem ágerðist með vorinu. Hann kvartaði ekki en gerði sér fulla grein fyrir að hverju stefndi, bar- áttan var að tapast og til hans kom dauðinn með líkn og lausn frá þjáningum. Þegar vináttubönd milli manna bindast á ungum aldri og haldast alla ævina, eru þau jafnan orðin eins og traust fjölskyldubönd. Þegar annar vinurinn kveður þennan heim verður eftir auður staður. Enginn getur komið í stað þess sem hvarf, en smám saman dofnar hin sára tilfinning og eftir verður dýrmæt minning. Þannig voru tengsl mín og Hafliða Ott- óssonar er andaðist að morgni þriðja júní sl. Leiðir okkar lágu fyrst saman á unglingsárunum vestur á Patreks- firði og þar lifði Hafliði ævina sína alla. Ungur að árum fór hann til náms í héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði, og dvaldi þar í tvo vetur. Fljótlega að námi loknu fór hann að nema bakaraiðn hjá föður sínum sem var bakarameistari á Patreks- firði. Hann lauk þessu námi og gerðist þegar fram liðu stundir bakarameistari á staðnum, sem varð svo að mestu hans ævistarf að undanskildum nokkrum árum er hann starfaði sem fulltrúi á sýslu- skrifstofunni á Patreksfirði og þar lauk hann sínum vinnudegi. Hafliði var félagslyndur og starfaði í mörgum félögum í heimabyggð. Hann starfaði í Lionsklúbbnum um ára raðir. Var einn af stofnendum Patreksfjarð- arbíós hf. og sýningarstjóri í mörg ár. Hann sat í stjórn Eyraspar- isjóðs í rúm tuttugu ár og naut þar trausts eins og annars staðar er hann lagði krafta sína fram. Margar voru veiðiferðirnar er við fórum í saman. Hafliði var af- ar snjall veiðimaður, bæði á lax og silung. Hann hnýtti allar sínar flugur sjálfur, á þær veiddist allt- af best er hann sagði sjálfur frá. Í veiðiferðunum naut sín einna best þessi makalausi húmor, gáski og hnyttin svör er honum voru svo eiginleg og allir höfðu gaman af. Hafliði var vinmargur og átti marga trausta og góða vini, sem nú syrgja góðan dreng. Hinn 11. nóvember 1949 var mikill gæfudagur í lífi Hafliða. Þann dag gekk hann að eiga sína góðu konu, Valgerði Albínu Sam- sonardóttur er reyndist honum traustur og góður förunautur, en er nú látin fyrir nokkrum árum og hann tregaði mjög. Valgerður og Hafliði eignuðust sjö börn, fimm drengi og tvær stúlkur og eru þau öll á lífi. Mér er minnisstætt gegn- um árin hversu mjög hann bar vel- ferð þeirra ávallt fyrir brjósti. Nú er lífshlaupi Hafliða lokið, sannur heiðursmaður hefir kvatt, svona er lífið, svona er dauðinn, misjafnlega fljótur í förum. Ég vil þakka vini mínum samfylgdina þótt nú skilji leiðir. Blessuð sé minning Hafliða Ottóssonar. Við Sjöfn sendum börnum hans og ástvinum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Ingólfur Arason. Elsku afi. Loksins ertu búinn að fá hvíld- ina sem þú þráðir svo mikið. Og vonandi ertu kominn til ömmu. Í draumnum sem mig dreymdi varstu orðinn hressari og það seg- ir mér það að þú sért hættur að finna til. Krakkarnir eru búnir að spyrja um þig og vita að þú ert kominn til guðs og líður vel þar. Við söknum þín mikið og allar minningarnar sem ég á um þig og mig geymi ég í hjarta mínu. Skil- aðu kveðju til ömmu. Þín Rakel Lind. Hafliði Ottósson ✝ Halldóra Gísla-dóttir fæddist í Suðursveit 18. febrúar 1923. Hún lést á Landspít- alanum 3. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 24. jan- úar 1893, d. 25. ágúst 1965, og Ingiborg Finn- bogadóttir, f. 26. maí 1895, d. 17. nóvember 1974. Bróðir Halldóru var Einar, f. 11. september 1930, d. 21. desember 2000. Halldóra giftist 28. febrúar 1948 Benedikt Guðmundssyni pípulagningameistara, f. 4. júlí 1921, d. 19. október 1983. Börn þeirra eru: 1) Bragi pípulagn- ingameistari, f. 27. mars 1949, eiginkona hans var Þórunn Lovísa Sturlaugsdóttir sjúkra- liði, f. 17. desember 1950, d. 14. júlí 1987. Börn þeirra eru: a) Anna Lauga, f. 28. ágúst 1972, unnusti Karl Jakob Löve, f. 20. júní 1966. Börn þeirra eru Þór- unn Lovísa, f. 23. nóvember 2001, og Jakob, f. d. 18. apríl 2004. b) Benedikt, f. 27. sept- ember 1977, unnusta Íris Jó- hanna Ólafsdóttir, f. 24. október 1984, og c) Teitur, f. 11. maí 1983, unnusta Oddný Kristín Kristbjörns- dóttir, f. 18. mars 1986. Bragi er kvæntur er Krist- ínu Eiríksdóttur sjúkraliða, f. 4. júlí 1955. 2) Gísli bygg- ingafræðingur, f. 11. janúar 1951, kvæntur Ernu Kristínu Braga- dóttur hár- greiðslumeistara, f. 29. maí 1950. Dætur þeirra eru: a) Íris Dögg, f. 25. mars 1974, gift Sævari Garðarssyni, f. 12. september 1976. Sonur þeirra er Hlynur, f. 21. desember 2001. b) Klara, f. 6, júlí 1976, gift Hirti Erni Arnarsyni, f. 3. júní 1976. Börn þeirra eru Ragnhildur, f. 30. júní 1997, og Hrafn El- ísberg, f. 22. desember 2003. Halldóra ólst upp á Kálfafelli en flutti svo með foreldrum sín- um og bróður til Hafnar í Hornafirði. Síðar flutti Halldóra til Reykjavíkur þar sem hún starfaði m.a. á Landspítalanum og Landakoti. Útför Halldóru fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma mín Dóra er látin. Það er sárt að horfa á eftir þessari frábæru ömmu, ömmu sem var heilsuhraust fram á síðasta dag. Ég á margar góðar og skemmti- lega minningar um ömmu. Við kjöft- uðum heilmikið saman í síma, ekki síst meðan ég bjó í Þýskalandi. Við hringdumst oft á, stundum höfðum við fréttir að færa, stundum töluðum við um daginn og veginn, allt og ekk- ert. Amma var blátt áfram, hún hafði sínar skoðanir og var ekki að fela þær. Oft ákvað ég nú bara að jánka því sem hún sagði án þess að vera viss um að vera sammála, oft gátum við líka rökrætt hin ýmsu mál. Hún hlustaði af áhuga á það sem ég hafði að segja um líf okkar í Þýskalandi, hún spurði mikið um langömmmu- barnið sitt Hlyn, hafði áhyggjur af honum ef eitthvað bjátaði á og var dugleg að fylgjast með honum. Ósjaldan biðu hans bókasendingar frá ömmu í póstkassanum, það skyldu vera lesnar fyrir hann ís- lenskar bækur. Við systur ólumst upp í næstu götu við ömmu og afa. Það var því stutt fyrir okkur að skjótast yfir til þeirra ef þannig bar við. Seinna flutti amma í Bólstaðarhlíðina þaðan sem ég á margar góðar minningar. Hlyn- ur minn bað oft um að fá að fara til langömmu Dóru: „mamma, förum til ömmu Dóru sem á allar spólurnar“, bað hann. Amma var dugleg að sanka að sér ýmsu dóti í dótakassa handa langömmubörnunum, og sömuleiðis vídeóspólum sem minn maður sá í hillingum. Hann átti sitt pláss í hægindastólnum fyrir framan sjónvarpið, langamma sá svo um að stjana við hann, rétta að honum kök- ur og kleinur, kex og mjólk, allt eftir því hvað hann vildi. Svona var hún frábæra amma mín. Hennar verður sárt saknað, það er alltaf sárt að missa þá sem manni þykir vænt um. Það var erfitt að heimsækja ömmu á spítalann þessa síðustu daga, en í senn óskaplega gott að hugsa til þess hversu góða ævi hún hefur átt. Guð geymi þig, elsku amma. Kveðja frá, Írisi Dögg, Sævari og Hlyni. Halldóra Gísladóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN GUÐBERGSSON, Karfavogi 42, lést 30. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og kveðjur. Sérstakar þakkir til Hjúkrunarþjónustunnar Karitas og starfsfólks deildar 11 E, Landspítalanum við Hringbraut. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Skúli Kristinsson, Unnur Ása Jónsdóttir, Aðalbjörg Skúladóttir, Halldóra Þórdís Skúladóttir, Árni Kristinn Skúlason. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JENSÍNU ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Reynihvammi 29, Kópavogi. Katrín A. Magnúsdóttir, Jack D. Sublett, Unnur Magnúsdóttir, Sævar Þór Sigurgeirsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Einar Finnbogason, Andrés Magnússon, Guðrún Brynjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna veikinda og fráfalls, GUNNARS HJÁLMARSSONAR, Víðihvammi 24, sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæslu- og hjartadeildum LSH við Hringbraut, sem önnuðust hann í veikindum hans. F.h. aðstandenda, Þórey Þórðardóttir.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.