Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÚT er komin hjá Andríki kilj- an Löstur er ekki glæpur eftir Lysander Spooner í þýðingu Tómasar Brynjólfssonar. Lys- ander Spooner var bandarísk- ur bóndasonur, lögfræðingur, athafnamaður og bar- áttumaður gegn hvers kyns of- ríki á 19. öld. Baráttuna fyrir sjálfstæði mannsins háði hann bæði í orði og verki. Í ritinu Löstur er ekki glæpur fjallar Spooner um þau verk manna sem skaða þá sjálfa eða eigur þeirra, það er að segja lesti þeirra, og svo þau verk sem skaða aðra menn eða þeirra eigur, sem sagt glæpi þeirra. Bókmenntir Lysander Spooner og lestirnir Lysander Spooner VORHEFTI tímaritsins Sögu, tímarits Sögufélagsins, er komið út. Að þessu sinni er kastljósinu beint að nokkrum þeirra erlendu menningar- strauma sem haft hafa áhrif á íslenskt þjóðlíf. Þar má nefna framrás kristinnar trúar og kirkjulegra stofnana á miðöld- um og viðbrögð við þeim. Einn- ig er fjallað um erlenda strauma á nýliðinni öld, allt frá útbreiðslu vestrænnar djass- og rokktónlistar til alþjóðlegs sósíalisma. Eitt af markmiðum tíma- ritsins Sögu er að beina erlendum straumum til lesenda. Fjöldi greina er í vorheftinu. Fræði Erlendir straumar í Sögu STÚLKNAKÓR Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur er farinn í æf- inga- og tónleikaferð til Tosc- ana á Ítalíu. Tveir sönghópar verða á ferðinni, allt stúlkur á aldrinum 9-20 ára. Stúlkna- kórinn heldur tvenna tónleika í menningarborginni Flórens, 15. júní í San Gaetano- kirkjunni kl. 19 og 22. júní í Santo Stefano a Pontevecchio-kirkjunni kl. 21. Þær koma einnig fram í messu í Dómkirkjunni í Massa, skoða skakka turninn í Pisa o.fl. Um 60 konur og stúlkur úr kórunum taka þátt í Kvenna- hlaupi ÍSÍ á Ítalíu 16. júní. Tónlist Reykvískar söng- meyjar á Ítalíu Úr stúlknakórnum Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is GALLERÍ Kling & Bang tekur nú þátt í VOLTA-myndlistarkaup- stefnunni í Sviss sem er haldin í samhengi við Art Basel sem er ein stærsta og virtasta myndlist- arstefna í heiminum. „Þetta er í þriðja sinn sem VOLTA er haldin samhliða Art Basel og nú í ár er fókusinn á nor- ræn ung gallerí,“ segir Kristján Björn Þórðarson sem sér um Kling & Bang-básinn á VOLTA. Þar kynnir hann fimm íslenska lista- menn sem eru: Erling Klingenberg, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Snorri Ásmunds- son og Daníel Björnsson. Kling & Bang var boðin þátttaka í stefnunni af þýska galleríinu Ad- ler sem er með þrjá íslenska lista- menn á sínum snærum. „Við deil- um bási með Adler sem er hér að kynna Ragnar Kjartansson, Sigurð Guðjónsson og Siggu Björgu Sig- urðardóttur. Það er yfirleitt nokkuð erfitt að komast inn á svona lista- stefnu, sérstaklega svona fína eins og VOLTA, en Adler bauð okkur að vera með og auðvitað þáðum við það.“ Önnur hlið Með því að vera boðið þarf Kling & Bang ekki að greiða þátttöku- gjald sem Kristján segir frekar hátt og þá sérstaklega fyrir svo lít- ið gallerí, en þau fengu styrk frá útflutningsráði til að komast með verkin út sem Kristján segir hafa verið mikinn feng. „Kling & Bang tók þátt í mynd- listarkaupstefnu í Berlín fyrir tveimur árum en annars höfum við ekki komið nálægt slíku áður. Þetta er allt önnur hlið á myndlistinni en við höfum verið að taka þátt í hing- að til, þessi viðskiptahlið lýtur allt öðrum lögmálum en því sem við höfum verið að gera. Af því að við erum ekki auglýsingarekið gallerí, heldur rekið af listamönnum og meira í að skapa listaverk með öðr- um, erum við líka að reyna að nota þetta tækifæri til að komast í sam- band við sýningarstjóra og önnur gallerí. Þannig að árangurinn af þátttöku okkar hér mælist ekki bara út frá því sem við seljum heldur líka út frá því hvort menn muna eftir okkur og hvort okkur verði boðið eitthvað í framhaldinu.“ VOLTA opnaði á hádegi í gær fyrir sýningarstjóra og galleríseig- endur en formleg opnun var í gær- kvöldi og stendur sýningin fram á laugardag. Kristján segir að þrátt fyrir að íslenski básinn sé lítill sé hann á besta stað í húsinu og fái því mikla umferð. „Við sýnum hér mest af ljós- myndaverkum, fjögur myndbands- verk og innsetningu eftir Heklu, grafíkþrykk eftir Daníel og skúlp- túr eftir Erling sem ég er næstum því búinn að selja,“ segir Kristján kampakátur enda viðtökurnar á fyrsta opnunardegi stórgóðar. „Þetta er voða gaman, hér úir og grúir af alls konar verkum og í heildina litið er þetta mjög skemmtileg sýning,“ segir Kristján en á VOLTA taka þátt 67 gallerí sem sýna eingöngu myndlist- armenn af yngri kynslóðinni. „Gall- eríin leggja líka mikla áherslu á að komast hingað inn því þetta er sterk sölusýning og þessi lista- stefna er með þeim best sóttu í Evrópu.“ Til Berlínar í haust Spurður hvað sé framundan hjá Kling & Bang segir Kristján ekk- ert koma í beinu framhaldi af VOLTA. „Við ætlum að bíða og sjá hvort þátttaka á þessari sýningu vindur ekki upp á sig en í haust förum við til Berlínar og verðum með sýningu í tengslum við lista- stefnu sem fer þar fram. Svo auð- vitað höldum við galleríinu á Ís- landi gangandi.“ Gallerí Kling & Bang tekur þátt í myndlistarkaupstefnunni VOLTA í Sviss Sýna sig og sjá aðra Áberandi Kristján Björn Þórðarson og Ulrike Adler í Kling & Bang básn- um á VOLTA myndlistarkaupstefnunni í Basel í Sviss. Sýningin var opnuð í gær og segir Kristján aðsóknina að básnum hafa verið góða frá upphafi. EINS og fram kom í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær hreppti mal- íski ljósmyndarinn Malick Sidibé Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum um helgina. Þetta þykir tíðindum sæta, því aldrei áður hefur Afr- íkumaður hlotið þessi verðlaun, – en í þeim felst viðurkenning á skapandi ævistarfi í myndlistinni. Sýning- arstjórinn í Feneyjum, Robert Storr, sagði við verðlaunaafhendinguna að enginn annar afrískur listamaður hefði unnið jafn ötullega að fram- gangi ljósmyndunar í Afríku, og þar með skapað henni sögu og listrænan metnað, sem hefur gefið umheim- inum nýja sýn á þá margbreytilegu flóru mannlífs og menningar sem álfan hýsir. Gullna ljónið til Afríku Malick Sidibé HÚN fór ekki vel af stað sum- arvertíðin hjá Holland Park- óperunni í London nú fyrir helgi. Á efnisskránni var óperan Nabucco eftir Verdi, byggð á sögum biblíunn- ar um Nebúkadnesar kóng í Bab- ýlon. Þannig háttar til að svið og sæti óperunnar í garðinum eru ekki nema að hluta til yfirbyggð og svo fór að fuglar himinsins tóku völdin af söngfuglum óperunnar, svo ákaf- lega að fyrsti þáttur óperunnar fór meira og minna forgörðum, óp- erugestum til ama. Sérstaklega var kvartað undan páfuglum, sem höfðu sig mjög í frammi meðan her Bab- ýlonmanna á sviðinu lagði til atlögu við Jerúsalemborg. Næsta kvöld var óperan Jenúfa eftir Janacek á dagskrá Holland Park-óperunnar, og hafði fiðurféð þá hljótt um sig. Þá bar hins vegar svo við að vindur blés köldu og næð- ingurinn varð sumum óperugestum um megn. Hamfarir í Holland Park Í HNOTSKURN » Erling, Sirra og Hekla eru öllstödd á VOLTA ásamt Krist- jáni en Erling og Sirra komu það- an beint af Feneyjatvíæringnum þar sem þau unnu að uppsetningu á sýningu Steingríms Eyfjörð. Snorri er staddur í Feneyjum líka með píramídaverki sínu. » Art Basel, sem er ein stærstaog virtasta kaupstefna í heim- inum, fer nú fram í 38. skipti og í samvinnu við hana eru VOLTA og LISTE haldnar til að kynna minni gallerí og yngri listamenn. »VOLTA fer fram í vöru-skemmu á höfninni við Rín og ganga rútur og bátar á milli hennar, Art Basel og LISTE svo gestir láti ekki neitt framhjá sér fara. www.voltashow.com ♦♦♦ ÆSKUHEIMILI Cole Porters, tón- skáldsins fræga, hefur nú verið gert að gistihúsi og safni. Húsið er í Peru í Indiana-ríki, og var komið í niður- níðslu þegar vinafélag tónskáldsins tók sig til, keypti húsið og gerði það upp. Í safninu verða tónlist Porters og ævistarfi gerð góð skil, en hann er höfundur sígildra söngleikja og laga á borð við Night and Day, Begin the Beguine og Anything Goes. Í ból hjá Cole ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.