Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 31 VEGNA umræðna síðustu daga um vegagerð á Kjal- vegi þykir mér rétt að gera betur grein fyrir afstöðu minni til þeirr- ar hugmyndar að leggja upphækkaðan heilsársveg milli Norð- ur- og Suðurlands. Einkahlutafélagið Norðurvegur setti fyr- ir nokkrum misserum fram hugmynd um að lagður yrði upphækk- aður heilsársvegur um Kjöl og hefur félagið staðið fyrir ýmsum rannsóknum vegna hugmynd- arinnar. Með því styttist leið milli Norðurlands og Suðurlands, létt yrði á Hringveginum og meðal já- kvæðra afleiðinga væri aukið um- ferðaröryggi, hagkvæmni myndi nást og minni útblástur verða frá umferð. Þetta er allt gott og blessað. Hins vegar er alveg eftir að kanna hver yrðu áhrif á umhverfið af slíkri framkvæmd og tilheyrandi umferð um nýjan veg og hvort hann fellur að skipulagi miðhálendisins. Þess vegna er mjög mörgum spurningum ósvarað áður en unnt er að ákveða nokkuð í þessu sambandi. Víðernin á hálendi Íslands eru verðmæt og þau eru sérstæð. Mikil umræða hefur farið fram síðustu árin í tengslum við virkjanir og stóriðju og hvort og hvernig fram- kvæmdir á þeim sviðum samræm- ast náttúruvernd. Þessi umræða þarf einnig að fara fram hvað varð- ar vegi á hálendi Ís- lands. Í umhverf- isskýrslu með tillögu að tólf ára samgöngu- áætlun kemur fram að ekki liggur fyrir sam- ræmd stefna stjórn- valda um landnotkun á hálendinu og þar með hvers konar vegi megi sjá fyrir sér þar í framtíðinni. Á næstunni þurfum við að standa fyrir op- inni umræðu um hvernig við viljum fara með þessi mál. Hér koma mörg sjónarmið til álita og hér eru margs konar og ólíkir hagsmunir til skoð- unar. Við þurfum að draga þau öll fram og komast að niðurstöðu í framhaldi af því. Fyrsta skrefið gæti verið ráðstefna þar sem sér- fræðingar reifuðu málið út frá nátt- úruvernd, byggðasjónarmiðum, þjóðhagslegum sjónarmiðum og mannlífinu almennt. Kalla ég hér með eftir hugmyndum um útfærslu slíkrar umræðu. Af þessu má ljóst vera að ritstjóri Morgunblaðsins getur sofið rólegur því ég er ekki að rjúka til og standa fyrir lagningu á nýjum vegi yfir Kjöl. Og ég get líka fullvissað hann um það að við Þórunn Sveinbjarn- ardóttir umhverfisráðherra munum komast að sameiginlegri niðurstöðu í þessu máli. Vonandi verður þetta til þess að kveða niður draugagang- inn sem þetta mál hefur vakið upp á ritstjórnarskrifstofum Morg- unblaðsins, þó enn muni reimt á Kili eins og segir í kvæðinu góða. Enn mun reimt á Kili Kristján Möller skrifar um vegagerð um Kjöl »… ritstjóri Morg-unblaðsins getur sofið rólegur því ég er ekki að rjúka til og standa fyrir lagningu á nýjum vegi yfir Kjöl. Kristján Möller Höfundur er samgönguráðherra. smáauglýsingar mbl.is Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Til sýnis í dag, gullfalleg efri sérhæð í 6-býli með stórkostlegu útsýni til allra átta. Sérinngangur og góð aðkoma. Bílastæði malbikuð, lóð fullfrágengin, hiti í stéttum og stiga. Verönd og svalir. Garður í góðri rækt og sameiginleg hjóla- og vagna- geymsla. Harðviðarparket, flísar og dúkur á gólfum. Síma- og sjónvarpstengi í öllum herbergjum. Stutt í margvíslega þjónustu. Verð 34,9 m. Óli Jón og Guri taka vel á móti áhugasömum frá kl. 15:00 til 18:00. Opið hús í dag kl. 15 til 18 Bakkastaðir 75 - Íbúð 201 Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 127,2 fm stórglæsileg 2ja herbergja íbúð við Vatnsstíg við Reykjavík. Íbúðin sem er á annarri hæð hefur algerlega verið endurnýjuð. Eignin skiptist í hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi, sérgeymslu í sameign. Sjón er sögu ríkari. Íbúð 201. 48,0 millj. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 13.30. Vatnsstígur 3 – Opið hús 116,4 fm glæsileg og mikið uppgerð 4ra herbergja íbúð á 6. hæð í vinsælu lyftuhúsi við Espigerði í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, stofu, eld- hús, baðherbergi, þvottahús ásamt sérgeymslu í sameign. Íbúð 604. 37,6 millj. Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 14.30. Espigerði 4 – Opið hús 98,7 fm efri hæð auk 20 fm bílskúrs, alls 118,7 fm við Garðastræti í Reykjavík. Hæðin skiptist í hol, stofu, eldhús með borðkrók, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Eign sem vert er að skoða. Íbúð 201. 35,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Garðastræti 16 – Opið hús 114,6 fm 4 herbergja íbúð á 1. hæð í fallegu fjölbýli ásamt 21,6 fm bílskúr, alls 136,2 fm. Eignin skiptist í forstofu, stóra stofu með svölum sem snúa að garðinum, skrif- stofa/bókaherbergi, 2 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og bílskúr ásamt sameigin- legu þvottahúsi í sameign. Íbúð 102. 26,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Safamýri 38 – Opið hús 187,7 fm 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum í fallegu fjölbýli ásamt 25,1 fm bílskúr, alls 212,8 fm. Eignin skiptist í forstofu, 2 stórar stofur, önnur þeirra með svölum, 4 svefn- herbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og bílskúr ásamt sérgeymslu í kjallara. Íbúð 401. 37,9 millj. Opið hús í dag milli kl. 15.00 og 16.00. Skógarás 13 – Opið hús 180 fm einbýli á einni hæð, þar af 42,3 fm bílskúr. Húsið sem er mjög vel staðsett í botnlangagötu skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, stofu, borðstofu, hol, sjón- varpshol, þvottahús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Stór verönd með skjólvegg í suður. Gróinn og skjólgóður garður. 55,0 m. Opið hús í dag milli kl. 14.30 og 16.00 Krosshamrar 8 – Opið Hús – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhús Tjörn – Biskupstungum Opið hús laugardagin 16. júní frá kl. 13.00-17.00 Hraunhamar fasteignasala kynnir glæsileg sumarhús á jörðinni Tjörn, Bláskógarbyggð í Biskupstungum, frístundarbyggð í Kötluholti. Um er að ræða fullbúin 87,1 -104,6 fm sumar- hús á frábærum útsýnisstað. Húsin skiptast í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, 2-3 herbergi, svefnloft og geymslu. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu, sund- laugar og golf og aðra afþreyingu. Allar nánari upplýsingar veitir Þorleifur í síma 898-8275.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.