Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.06.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ CODE NAME: THE CLEANER kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 7:20 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI OCEAN'S 13 kl. 3:50 - 5:30 - 6:30 - 8 - 9 - 10:40 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 2 ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára BLADES OF GLORY kl. 1:50 - 3:50 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. WWW.SAMBIO.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? eeee KVIKMYNDIR.IS eee H.J. - MBL eee L.I.B. - TOPP5.IS Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR SparBíó* 450kr PIRATES 3 KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG 4 Í KEFL. BLADES OF GLORY KL. 1:50 Í ÁLFABAKKA www.SAMbio.is GOAL 2 KL.4 Í KEFL. MEET ROBINS. KL. 2 Í ÁLFABAKKA OG KL 4 Á AKUREYRI Er hægt að hugsa sér fegurramyndefni en myrtar fyr-irsætur? Sumar með iðrin úti, og búið að stela líffærunum, aðr- ar uppi í rúmi, kyrktar, enn aðrar með skotsár á hausnum! Er þetta ekki einmitt fegurðin (líflausu) holdi klædd? Ofanrituðum finnst það raunar ekki, en sumir virðast þó á öðru máli.    Greinarhöfundi var bent á ljós-myndir úr síðasta þætti af lönguvitleysunni óþolandi, Am- erica’s Next Top Model. Á mynd- unum eru fyrirsæturnar farðaðar sem lík – limlestar, marðar, skornar og tættar – og það á sérstaklega fag- mannlegan og grafískan hátt. Hin stórfurðulega dómnefnd þáttarins hefur vitaskuld rætt spekingslega um myndirnar og gefið þeim ein- kunn. Litlar stelpur víðsvegar um heiminn hugsuðu: „Æ, það eina sem ég þrái er að verða fallegt lík!“ Ég viðurkenni að hafa alltaf verið með þeim ósköpum gerður að finn- ast morð og fegurð fara illa saman. Morð eru í eðli sínu viðbjóðsleg. Þegar ég horfi á fórnarlamb morð- ingja, á ljósmynd eða á bíómynd, hugsa ég ekki: „Líkið sem ég sá í CSI; the Huttonfield Files var nú fal- legra en þetta lík.“ Ég sé bara lík. Ógeðfellt finnst mér ástandið þegar útlitsdýrkunin er orðin svo mikil að jafnvel líkunum eru gefnar einkunn- ir. Hver nennir að vera sætur og flottur eftir að hafa drepist? Og sér í lagi ef maður er á bömmer eftir að hafa verið myrtur? Aðalklikkunin felst vitaskuld í þessari samtengingu á milli kyn- þokka og ofbeldis. Hvað gæti til að mynda komið næst í amerísku slepjudrullunni? Módelin í sporum lúbörðu eiginkonunnar sem situr uppi með drykkfellda eiginmann- inn? Fyrirsætan Bonnie stendur við uppvaskið og dómararnir klappa fyrir handlegg með marblettum og andlitstúlkun hennar á angist, von- leysi og þreytu. Dómararnir meta vafalaust fegurð glóðaraugans. Nú predikar greinarhöfundur ekki þá skoðun að þetta sé rangt; hinsvegar hefur hann augljóslega ekki jafn- þjálfað auga fyrir fegurð og þátta- stjórnendur. Greinarhöfundi blöskr- ar þetta jafnframt ekki (enda sjaldgæft að nútímafólki blöskri); honum finnst aðeins áhugavert að velta því fyrir sér af hverju fólk fær til að mynda kikk út úr því að horfa á sexí fólk barið eða drepið. Er ekki betra að sexí fólk lifi? Erum við svo öfundsjúk útí kynbombur að við vilj- um þær feigar?    Ameríska glamúreitrið er skoekki eina dæmið um að ofbeldi og fegurð gisti sömu rekkju þessa dagana. Samband þessara bólfélaga er eitt hinna vinsælustu; nærtæk er furðuleg kvikmynd, Hostel 2. Á aug- lýsingaspjaldi stendur allsnakin kona með afskorið mannshöfuð í vinstri hendi. Einn aðstandenda myndarinnar segir að helsta mark- mið sitt sé að fólki blöskri – að- altakmarkið er svo að það æli. Flest- ir ættu að fallast á það að uppköst eru frekar þreytandi truflun á bíó- ferð; þó verður að viðurkennast að markmið þessa listamanns er dálítið frumlegt. En er það nóg? Vegg- spjaldið er samt eiginlega bara fá- ránlegt. Til hverra/hvers er höfðað? Af hverju endurvekjum við ekki bara hringleikahús að rómverskum sið – með nöktum, þrautþjálfuðum eðlakroppum sem kynþokkast um blóðugt sviðið með afskorið höfuð í eftirdragi og allskonar útlimi blakt- andi á þartilgerðum líkams- partastöngum? Það væri almenni- legt! Mér þætti allavega meira fútt í því. Stórar hollívúddbíómyndir eru hvort sem er að syngja sitt síðasta, flestar orðnar hundleiðinlegar og langdregnar. Fólk vill láta ofbjóða sér. Það er vitaskuld ekkert nýtt. En eitt hug- leiðir fólk sjaldan: Af hverju vill fólk láta ofbjóða sér? Já, af hverju í and- skotans djöflinum? Sexí dauð módel Kynlegt ofbeldi Búið er að fjarlægja morðmyndirnar af heimasíðu ANTM. AF LISTUM Sverrir Norland » Fólk vill láta ofbjóðasér. Það er vitaskuld ekkert nýtt. En eitt hugleiðir fólk sjaldan: Af hverju vill fólk láta ofbjóða sér? Já, af hverju í andskotans djöflinum? sverrirnor@mbl.is Hægt er að nálgast myndband með ljósmyndum úr umræddum þætti af America’s Next Top Mod- el á vefsíðunni www.youtube.com undir leitarorðinu „America’s Next Dead Model“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.