Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 206. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KÖTTUR ER HUNDUR HANN ER KOLAMOLI OG SYKURMOLI OG HONUM ÞYKIR ROSALEGA GAMAN AÐ SPEGLA SIG >> 19 UMFJÖLLUN, DÓMAR OG KYNNINGAR TÖLVULEIKIR EFTIR KVIKMYNDUM >> 34 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is TITRINGUR og skjálfti eru meðal þeirra orða sem notuð hafa verið til þess að lýsa ástandinu á helstu hlutabréfa- mörkuðum heimsins undanfarna daga. Vísitölur hafa lækkað töluvert og óvissa skapast enda höfðu fáir búist við þessari þróun. Spurningin er hvort hér sé um hiksta að ræða eða hvort ástandið sé al- varlegra en svo. Ýmsar vísbendingar hafa verið um að verðfall væri í vændum. Greint var frá því í Viðskiptablaði Morgunblaðsins hinn 21. júní sl. að fjármálasérfræðingar á Wall Street væru óvenju svartsýnir í vogunarráðgjöf sinni og nýlega bárust af því fréttir að fjöldi hlutabréfa sem fjár- festar fengju lánuð hefði aukist að und- anförnu. Fjárfestar fá hlutabréf lánuð til þess að skortselja þau, þ.e. þeir veðja á að lækkun sé framundan. Í miðri uppgjörshrinu Ein skýring á verðfalli undanfarinna daga gæti verið sú að fjárfestar væru að innleysa hagnað enda ef til vill skyn- samlegt í ljósi þess að hlutabréfavísitölur hafa sjaldan eða aldrei verið hærri en nú. Sé raunin sú má búast við því að fall- ið réttist af tiltölulega fljótt. Berist hins vegar fréttir af því á næstu dögum að fleiri skuldabréfaútgáfum hafi verið frestað eða hætt við þær er afar líklegt að fallið haldi áfram. Sérfræðingar sem Wall Street Journal hefur rætt við eru ekki sammála um hvað verður en ljóst er að þróun næstu daga gæti ráðið miklu um framhaldið. Bent er á í WSJ í gær að verðfall síð- ustu daga komi í miðri uppgjörahrinu í Bandaríkjunum. Framundan eru uppgjör margra stórfyrirtækja á borð við Proctor & Gamble, General Motors og Time Warner. Góð uppgjör þessara fyrirtækja gætu orðið til þess að snúa þróuninni við. Þá er von á nýjum tölum um ástandið á atvinnumarkaði vestra á föstudag en þær gætu að sögn WSJ reynst hafa úr- slitaáhrif. Reuters Hlutabréfamarkaður Þróun næstu daga ræður miklu um framhaldið. Hiksti eða hrun? Lækkanir á helstu hlutabréfavísitölum heims valda óvissu KARLMAÐUR á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir skotárás á Sæbraut í Reykjavík laust fyrir hádegi í gær. Um miðjan dag hélt lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu blaðamannafund þar sem tilkynnt var að málið teldist upplýst. Aðdragandi málsins er sá að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafði nýverið hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins og féll þegar í stað grunur á hinn síðarnefnda þeg- ar borin höfðu verið kennsl á fórnarlambið. Leit stóð yfir að árásarmanninum þegar tilkynning barst um látinn mann í bifreið við Hrafnagjá á Þingvöllum, rúmum klukkutíma eftir skotárás- ina. Reyndist sá vera árásarmaðurinn og hafði hann svipt sig lífi með sama skotvopni og notað var við árásina. Lögregla hefur óskað eftir vitn- um en fá höfðu gefið sig fram í gærkvöldi og er því margt á huldu um skotárásina sjálfa. Af ummerkjum á vettvangi má ráða að mað- urinn hafi orðið fyrir árásinni þar sem hann var við að skipta um dekk á bíl sínum. Árásarmað- urinn skaut hann einu sinni með riffli í brjóstið. Helsærður lagði maðurinn á flótta og stöðvaði sendiferðabíl sem átti leið hjá. Bílstjóri sendi- bílsins ók manninum sem leið lá að Laugardals- laug þar sem hann leitaði hjálpar starfsmanna. Þegar lögreglu og sjúkralið bar að var mað- urinn meðvitundarlaus og var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hann gekkst undir aðgerð, en lést skömmu síðar. | 8 Banaði manni með skot- vopni og svipti sig svo lífi Maðurinn sem varð fyrir skotárásinni hörmulegu við Sæbraut í Reykjavík hafði nýverið hafið samband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins                           ÍRAKAR hafa ekki haft mikla ástæðu til að gera sér glaðan dag á undanförnum árum. Sannkölluð vargöld hefur enda geisað þar síð- ustu misseri. En í gær háttaði svo til að knattspyrnulandsliðið íraska hafði unnið það afrek að sigra Sádi-Arabíu í úrslitaleik Asíubik- arsins í Indónesíu. Sigur þessi sameinar sundraða þjóð því að í landsliði Íraks eru bæði sjía- múslímar og súnnítar, auk Kúrda. Fagnaðarlæti voru þó tempruð í Bagdad þrátt fyrir allt enda höfðu yfirvöld ráðið fólki frá því að fagna á götum úti, minnug þess að í síðustu viku bundu sprengju- tilræði snarlega enda á fagn- aðarlæti er tengdust sigri Íraka í undanúrslitum mótsins. | 14Reuters Fágætt tækifæri til að fagna Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is JARÐVARMINN er um margt vannýtt auðlind í Bandaríkjunum og má vænta þess að íslensk fyr- irtæki muni geta hagnast af stór- felldri uppbyggingu á þessu sviði í náinni framtíð. Jafnframt verða kannaðir möguleikar þess að reisa rannsóknarstofu á heimsmæli- kvarða á sviði endurnýjanlegra orkugjafa í hinu nýja háskólaþorpi Keilis í Keflavík. Þetta kom fram í máli Alexand- Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fram þá hugmynd að stofnað yrði útibú NREL (National Renewable Energy Laboratory) – helstu rann- sóknarstofu Bandaríkjanna á sviði endurnýjanlegrar orku – á Keilis- svæðinu með fulltingi beggja ríkja. Sá Þorsteinn Ingi fyrir sér að allir íslensku háskólarnir samein- uðust í aðkomu að slíkri alþjóðlegri rannsóknarstofu um endurnýjan- lega orku, sem á ensku gæti borið heitið World Renewable Energy Laboratory (WREL). framleiðsluna í 17 til 30 gígavött en með nýrri tækni megi ná fram enn meiri orku úr jarðhitanum. Karsner skoðaði framtíðarhús- næði háskólanema í fyrrum heim- ilum starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkurvelli á laugardag, ásamt því að koma m.a. við í Hellisheið- arvirkjun og í Svartsengi í opin- berri heimsókn sinni til landsins. Sameiginleg rannsóknarstofa á Keilissvæðinu að veruleika? Efnt var til kvöldverðarboðs fyr- ir Karsner. Við það tilefni setti ers Karsner, aðstoðarorku- málaráðherra Bandaríkjanna, í samtali við Morgunblaðið um helgina en hann telur fræðilega mögulegt að auka orkufram- leiðslu úr jarðvarma í Bandaríkj- unum úr 2,8 gígavöttum nú í hátt í 100 í framtíðinni. Miðað við núver- andi aðferðir sé svigrúm til að auka Boðar hátt í fertugföldun í nýtingu jarðvarma vestanhafs Hugsanlegt að íslensk fyrirtæki geti hagnast af uppbyggingunni Alexander Karsner

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.