Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 37 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is WWW.SAMBIO.IS tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is HLJÓÐ OG MYND VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA THE SIMPSONS kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ HARRY POTTER Kl. 8 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ GEORGIA RULE kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT? ÁSTIN ER BLIND ung Gustaf III:s mord, Ábending, Gott er að elska, Tilmæli, Hugg- utugga, M-nótt, Freyjufár, Uppskeruhátíð og Niður með nátt- úruna – öll lög plötunnar nema þrjú. Síðan kom grúi laga frá ýms- um tímum; Sút fló í brjóstið inn, Ragnheiður biskupsdóttir, Heim- spekilegar vangaveltur, Reykjavík- urnætur, Vertu mér samferða inní blómalandið amma, Álafossúlpan, Ég á mig sjálf, Napóleon bekk, Litlir sætir strákar, Saga lík sveit- inni, Kvöld í Atlavík, Orfeus og Evridís, Gamla gasstöðin, Tvær stjörnur, Spáðu í mig, Krókódíla- maðurinn, Við sem heima sitjum og Paradísarfuglinn. Magnað yfirlit af ferli meist- arans og hann var líka með magn- aða hljómsveit með sér, sennilega eina bestu sveit sem með honum hefur leikið í fjölda ára. Það er óhætt að spá geggjuðum tónleikum í Laugardalshöllinni í haust. Eins og nefnt er í upphafi er það býsna merkilegt þegar tekst að halda út annarri eins tónlistarhátíð og Bræðslunni á Borgarfirði eystra og ástæða til að lofa framkvæmd og skipulagningu sem var í höndum Heiðars Ásgeirssonar, sem er bróðir þeirra Magna og Aldísar Fjólu. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Árni Matthíasson KVIMYNDARINNAR um Simp- sons-fjölskylduna hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda er aðdáendahópur sjónvarpsþáttanna breiður og innsti kjarninn sam- anstendur af dyggum og vandfýsn- um Simpsons-unnendum sem marg- ir hverjir hafa látið í ljós efasemdir um að efnið henti hvíta tjaldinu. Þessum hópi er óhætt að anda létt- ar, því þeir Matt Groening og aðrir fastapennar þáttanna leika á als oddi í þessari fyrstu kvikmyndalegu framsetningu á ævintýrum fjöl- skyldunnar í Springfield. Handritið er hugmyndaríkt og beitt, og er unnið með sjónræna möguleika mið- ilsins á máta sem er bæði trúr ein- földum sjónrænum stíl sjónvarps- þáttanna, og notar rými breiðtjaldsins á lipran máta. Söguþráðurinn er spunninn í kringum hinn kunnuglega gam- anádeiluheim Simpsons-þáttanna, en á sama tíma sækja handritshöf- undarnir sér hugmyndir eftir smekk í ýmsar frásagnarhefðir Hollywood-mynda, ekki síst has- armyndina. Þannig kemst Simp- sons-fjölskyldan í hann krappan eft- ir að siðblindur umhverfisráðherra sannfærir vitgrannan forseta Bandaríkjanna, en sá er enginn annar en Arnold Schwarzenegger, um að setja þurfi Springfield í ein- angrun og leggja síðan í rúst þar sem bærinn sé sá mengaðasti í Am- eríku. Inn í þessa framvindu er síð- an pakkað allt að því óþrjótandi uppsprettu stærri og smærri brand- ara, jafnframt því sem unnið er með tengsl fjölskyldumeðlima og beitta þjóðfélagsgreiningu. Myndin kemur víða við í þjóðfélagsádeilu sinni – umhverfismálin eru þar efst á baugi en einnig er deilt á hert lög um þjóðaröryggi og eftirlit með þjóð- félagsþegnum á tímum hryðju- verkaógnar. En dýnamíkin milli fjölskyldumeðlima er ekki síður vel unnin, Hómer nær nýjum hæðum í heimskulegum uppátækjum er hann tekur grís inn á heimilið, Bart fær nóg af heimskupörum föður síns og fer að sækja í hinn grandvara ná- granna Flanders í leit að betri föð- urlegri fyrirmynd, Marge kemur að endimörkum þolinmæði sinnar gagnvart fyrirbærinu sem hún er gift og Lísa reynir að vekja bæj- arbúa til aukinnar umhverfisvit- undar og verður ástfangin, svo dæmi séu nefnd. Föstu leikararnir úr sjónvarpsþáttunum fara með hlutverkin, og eru þau því í örugg- um höndum, en auk þess á Tom Hanks skemmtilega innkomu í hlut- verki teiknimyndaútgáfu af sjálfum sér. Íslenska þýðingin og talsetn- ingin er unnin eins og best verður á kosið, en flestir leikarar taka þá stefnu að líkja eftir hinum kunn- ulegum röddum persónanna. Örn Árnason fer dálítið aðra leið í hlut- verki Hómers Simpsons en þar skín kunnugleg gamanrödd leikarans í gegn, og til verður dálítið annar Hómer en við þekkjum úr sjón- varpsþáttunum. Besti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til með kvikmyndina um Simpsons-fjölskylduna er lík- lega sá hvort maður sé tilbúinn að sjá hana strax aftur og jafnvel oft og mörgum sinnum, líkt og raunin er með sjónvarpsþættina. Ég held að óhætt sé að fullyrða að svo sé, enda má lýsa myndinni sem fínpúss- uðum gamanleik þar sem mynd og texti halda manni bæði hugsandi og hlæjandi frá upphafi til enda. Alaska Frægasta fjölskylda Springfield sést hér flytjast tímabundnum búferlum norður eftir. Umverfisslysið Hómer Simpson KVIKMYNDIR Borgarbíó, Smárabíó, Regnbog- inn, Háskólabíó og Laugarásbíó. Leikstjórn: David Silverman. Leikraddir: Dan Castellaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright og Yeardley Smith. Íslenskar leikraddir: Örn Árnason, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir og Ellert A. Ingi- mundarson. Bandaríkin, 87 mín. Simpsons kvikmyndin (The Simpsons Mo- vie)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.