Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 21 Ég íhugaði aldrei aðflytjast á brott, mérlíkar vel að búa í New Orleans.“ Þetta segir Gayle Williams, en hún er 58 ára gömul, á þrjú uppkomin börn og rekur eigið rútubílafyr- irtæki í borginni. Gayle er ein margra íbúa New Orleans sem hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp húsið sitt að nýju eftir Katrínu. Gayle rifj- ar upp hamfarirnar í ágúst 2005. Hús hennar fylltist af vatni en fjölskyldunni tókst að komast á brott að und- anskildum tvítugum syni hennar. Hann flúði upp á þak hússins þar sem hann sat fastur í þrjá sólarhringa áður en hjálp barst. Þegar hamfarinar voru yf- irstaðnar var ljóst að hús Gayle var illa farið. Hún var þó ekki af baki dottin og einhenti sér í að end- urbyggja húsið. Gayle segir að hún hafi enga styrki fengið frá hinu op- inbera til uppbyggingarinnar, heldur hafi hún nýtt tryggingafé sem hún fékk vegna Katrínu og eigin peninga. Gayle bjó á hóteli skammt frá New Orleans fyrst eft- ir hamfarirnar en fluttist svo í leiguhúsnæði utan borgarinnar. Þar bjó hún uns hún gat flutt inn í húsið sitt aftur í apríl síðastliðnum. Hún segir að ýmsa grunnþjónustu í hverfinu sínu hafi skort eftir ham- farirnar allt þar til í vor. „Það var ekkert rafmagn þar fyrr en um miðjan mars og gasið kom ekki fyrr en í apríl,“ segir hún. Kæruleysi stjórnvalda Gayle áfellist stjórnvöld fyrir að gæta ekki að forvörnum áður en Katrína brast á. „Um það bil tveim- ur árum áður en Katrína reið yfir vissi alríkisstjórnin að það væru vandamál með stíflurnar. Það skorti ekki fé en peningunum var ráðstafað í annað. Það gerðist ekk- ert hér í tvö ár og menn ypptu bara öxlum og héldu að þetta yrði í lagi,“ segir hún. Gayle óttast ekki annan fellibyl á borð við Katrínu. „Það eiga eftir að koma fleiri fellibyljir en ég hef gert varúðarráðstafanir. Ég hef innréttað aukahæð í húsinu mínu þar sem ég get dvalist ef það kem- ur fellibylur. Ég er ekki hrædd.“ Byggði sjálf Gayle er nýlega flutt inn í hús sitt að nýju eftir Katrínu. fnalítið snæði og sem þar a snúið sem eiga aft efni á t 40-120 ína reið yfir en það samsvarar um 2,5-7,5 milljónum íslenskra króna. Hins vegar kostar að lágmarki um 150 þúsund dali að endurbyggja hús í New Orleans eftir Katrínu. Eftir hamfarirnar kom alríkisstjórnin á laggirnar áætlun sem nefnd er Road Home og átti að styðja íbúa borgarinnar til að byggja upp eignir sínar að nýju en að hámarki var hægt að fá 150 þúsund dali til þess. Upphæðin réðst af því hversu mikils virði húsið var fyrir Katrínu og svo eru trygg- ingabætur sem fólk fékk dregnar frá. Hins vegar hafi langflestir þurft að nota þá peninga til þess að draga fram lífið utan borg- arinnar. Stór hluti þess fólks sem bjó á Lower Ninth Ward er nú sestur að utan New Orleans. Eftir því sem tíminn líður er ólíklegra að þetta fólk snúi aftur. En þótt Lower Ninth Ward sé illa farið eftir Katrínu hefur þó stöku íbúi byggt upp að nýju. Einn þeirra er sönggoðið Fats Domino. Húsið hans er skærgult og nýuppgert og stingur nokkuð í stúf við hlið yfirgefinna híbýla í næsta nágrenni. Skammt frá Lower Ninth Ward er búið að reisa nýjan flóðvarn- argarð. Mark segir að nýlega hafi bandaríska blaðið USA Today rit- að leiðara þar sem því var haldið fram að það væri út í hött að end- urreisa byggð á Lower Ninth Ward. Staðsetningin væri vafasöm ef önnur flóð skyllu á enda hefði vatnshæðin af völdum Katrínu náð 20 fetum. „Ritstjóri [Times Pica- yune] svaraði ritstjórum USA Today og sagði þá ekki átta sig á vandanum. Vandinn hefði ekki verið vatnshæð flóðsins heldur sá að [gamla] stíflan var ekki rétt byggð,“ segir Mark. Í raun hefði verið búið að benda á það all- nokkru áður en Katrína reið yfir að flóðvarnargarðuinn tryggði ekki öryggi fólks en yfirvöld hefðu ekki brugðist við þrátt fyrir þetta. Meðal þess sem ekki hafi verið tekið með í reikninginn sé að landið sé smám saman að síga og stífluveggirnir hafi ekki verið nægilega háir. Þeir Mark og Chris segja að ýmsir telji að ekki eigi að byggja aftur á svæðum sem urðu illa úti af völdum Katrínu, heldur breyta þeim fremur í votlendi eða græn svæði, en þeim hefur fækkað ört á þessum slóðum á undanförnum áratugum. Raunar samþykkti þing Louisiana í júní 50 milljarða doll- ara áætlun um að endurheimta ós- hólma Mississippi og stöðva sjáv- arrof. Markmiðið með aðgerðunum er að draga úr hætt- unni á flóðum af svipuðu tagi og Katrína olli. Upplífgandi aðstoð Þótt yfirvöld hafi verið gagn- rýnd fyrir ófullnægjandi aðstoð við íbúa New Orleans er ljóst að ýmsir hafa látið til sín taka við uppbyggingarstarf í borginni. Á Lower Ninth Ward mátti sjá sjálf- boðaliða að störfum. „Næstum hverja helgi [frá því að Katrína reið yfir] hafa komið hingað hópar af fólki til aðstoðar,“ segir Mark. Hefði sjáflboðaliða ekki notið við er ljóst að þúsundir heimila hefðu ekki verið endurbyggð. „Það hefur verið afskaplega upplífgandi að verða vitni að þessu,“ segir Mark og bætir við að aðstoð sem þessi hafi í sumum tilfellum orðið til þess að fólk, sem annars hefði flust frá borginni, hafi ákveðið að dveljast þar áfram. ga Katrínu Vatnsflaumur Íbúar í New Orleans fara um vatnsflaum á götum úti tveimur dögum eftir að Katrína gekk yfir. ur við ðja af m var á libylja á New 005. voru atrínu AP Uppgert Hús Fats Domino ber engin merki Katrínu. m áður hýsti verslanir, skyndibitastaði og bensínstöðvar stendur autt og yfirgefið. Morgunblaðið/Elva Björk aldnar djasshátíðir þar sem tónlist er leikin á götum úti. elva@mbl.is Morgunblaðið/Elva Björk Fréttaflutningur stað-arfjölmiðlanna í NewOrleans skipti sköp- um meðan hamfarirnar riðu yfir. Þeir höfðu forskot þar eð þeir þekktu svæðið vel og margir, sem söknuðu ástvina eftir flóðin, leituðu upplýs- inga hjá staðbundnu miðl- unum. „Á fyrstu fjórum dög- unum eftir Katrínu fengum við 30 milljónir heimsókna á vefsíðu [Times Picayune]“ segir Mark. Mark og Chris segja báðir að það hafi verið afar sérstakt fyrir þá og ann- að fjölmiðlafólk frá New Or- leans, að flytja fréttir af hamförunum. „Við vorum að segja fréttir af atburðum sem snertu okkur djúpt persónulega,“ segir Chris, en margt samstarfs- fólk þeirra félaga missti allt sitt í flóðunum. „Sumir mættu í vinn- una og áttu ekkert eftir nema föt- in sem þeir stóðu í,“ segja þeir. Þeir urðu báðir fyrir miklu eigna- tjóni og hús þeirra voru óíbúð- Snúin staða fréttamanna arhæf í marga mánuði eftir Katr- ínu. Yfirmenn fréttamiðlanna hafi glímt við ærin verkefni meðan á þessu stóð. Þeir hafi stýrt frétta- flutningi af hamförunum, en einn- ig þurft að aðstoða starfsmenn miðlanna við að koma fjöl- skyldum sínum í skjól og bjarga veraldlegum eigum. Mark „Vorum að segja fréttir af atburð- um sem snertu okkur djúpt persónulega.“ Vildi ekki flytja á brott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.