Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2007 33 MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Miðasala á midi.is og við innganginn Tónleikar Þriðjudaginn 31. júlí kl. 20.00 Fjölbreytt efnisskrá Flutt verða íslensk sönglög og lög eftir Schubert ásamt verkum eftir Mozart, Tchaikovsky o.fl. Diddú og St. Christopher hljómsveitin í Langholtskirkju Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur kynnt dagskrána fyrir næsta leikár sem hefst örlitlu síðar en venjulega vegna framkvæmda við húsið. Kafka, sólarlandaferðir og bíó/leikhús Hamskiptin. Þeir Gísli Örn Garð- arsson og David Farr sýndu leik- gerð sína á Hamskiptum Kafla í London síðasta vetur og eru nú komnir hingað til lands með íslenska útgáfu af leikgerðinni. Gísli Örn leik- ur Gregor Samsa sem vaknar í rúmi sínu morgun einn og hefur umbreyst í bjöllu. Og í því gervi gætu fim- leikahæfileikar Gísla, sem margir muna eftir úr Rómeó og Júlíu, nýst vel. Auk Gísla eru Ingvar E. Sig- urðsson og Nína Dögg Filipp- usdóttir í aðalhlutverkum, rétt eins og í Lundúnauppfærslunni, en auk þeirra leika Elva Ósk Ólafsdóttir og Ólafur Egill Egilsson í sýningunni. Það er sjálfur Nick Cave sem sér um tónlistina ásamt Warren Ellis en verkið verður frumsýnt 22. sept- ember í nýuppgerðu Þjóðleikhúsi. Ivanov. Jólaleikrit Þjóðleikhúss- ins að þessu sinni er leikgerð Baltas- ars Kormáks á þessu leikverki Ant- ons Tsjekhovs. Það sem er þó sérstakt er að í haust mun Baltasar hefja tökur á kvikmyndinni Brúð- gumanum, þar sem sama leikrit er staðfært upp á íslenskan raunveru- leika í Flatey. Sami leikhópur mun vinna að báðum verkum en gjör- ólíkar leiðir eru farnar að texta Tsjekhovs í verkunum. Það er Hilmir Snær Guðnason sem fer með titilhlutverkið en Mar- grét Vilhjálmsdóttir leikur Önnu, hina fárveiku eiginkonu hans og Laufey Elíasdóttir fer með hlutverk Söshu. Aðrir leikarar í sýningunni eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Frumsýning er á Stóra sviðinu annan dag jóla. Sólarferð. Leikrit eftir Guðmund Steinsson þar sem sólarlandaferðir Íslendinga eru sýndar í spéspegli. Verkið var fyrst sýnt fyrir rúmum þrjátíu árum en spyrja má hversu mikið hafi breyst. Það er Benedikt Erlingsson sem leikstýrir verkinu. Með aðalhlutverk fara þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ingvar E. Sig- urðsson en sýningin verður frum- sýnd í janúar næstkomandi. Engisprettur. Biljana Srbljanovic er eitt fremsta leikskáld Serbíu og mikill þjóðfélagsrýnir. Engisprettur er hennar nýjasta verk og það fyrsta sem sýnt er hérlendis. Hér er fjallað um fjölskylduna, átök ólíkra kyn- slóða og viðleitni mannsins til að komast af á bráðsnjallan og mein- fyndinn hátt. Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstýrir sýningunni sem væntanleg er á fjalirnar í mars næsta vor. Skilaboðaskjóðan. Leikverk Þor- valds Þorsteinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar sló í gegn fyrir fjórtán árum og nú verður leikurinn end- urtekinn fyrir nýja kynslóð barna. Við sögu koma nátttröll, æv- intýraskógar og vitaskuld norn, úlf- ur og vond stjúpa eins og lög gera ráð fyrir. Það er Gunnar Helgason sem leikstýrir verkinu og kynjaver- ur ævintýrisins eru holdgerðar af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Rúnari Frey Gíslasyni, Þresti Leó Gunn- arssyni, Jóhannesi Hauki Jóhann- essyni og fleirum en sýningin verður frumsýnd í október. Bjarni og Hugleikur frumsýna í Kassa Í Kassanum verða tvær sýningar frumsýndar; Óhapp! eftir Bjarna Jónsson fjallar um unga konu, Jó- hönnu, sem vinnur að endurbótum að íbúð en flækist inn í sjónvarps- þátt og mótmælaaðgerðir. Stefán Jónsson leikstýrir og Atli Rafn Sig- urðarson, Dóra Jóhannsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hjálm- ar Hjálmarsson og Stefán Hallur Stefánsson eru í helstu hlutverkum en Óhappið! mun fyrst eiga sér stað í september. Hugleikur Dagsson fylgir eftir velgengni Legs (sem verður sýnt áfram í vetur) með verkinu Bað- stofan þar sem sami leikhópur og var í Leg vinnur áfram saman og Flís sér um tónlistina sem fyrr. Bað- stofan verður frumsýnd í febrúar. Fjölbreyttar hjónaerjur og ljót- ur maður á Smíðaverkstæði Kona úr fortíð er leikrit eftir Rol- and Schimmelpfennig um hjón en líf þeirra umturnast þegar æskuástir skjóta upp kollinum á ný. Hafliði Arngrímsson leikstýrir sýningunni auk þess að þýða verkið en meðal leikenda eru Baldur Trausti Hreins- son, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Edda Arnljótsdóttir og Vignir Rafn Val- þórsson. Verkið verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu í nóvember en í febrúar verður á sama sviði frum- sýnt verk hinnar frönsku Yasminu Reza, Vígaguðinn. Þetta verk á það sameiginlegt með Konu úr fortíð að fjalla um hjón og nú eru þau tvö hjónapörin og þurfa bæði að kljást við ellefu ára patta sem stunda ansi villimannslega leiki en þegar betur er að gáð eru foreldrarnir litlu skárri. Það er Melkorka Tekla Ólafsdóttir sem leikstýrir verkinu. Sá ljóti er leikrit eftir Marius Von Mayenburg og fjallar það um Lárus sem þykir ansi ljótur. Svo ljótur að honum er bannað að fara á ráðstefnu á vegum fyrirtækisins sem hann vinnur hjá. Þetta kallar auðvitað á það sem nýlega er orðið alþekkt sem Extreme Makeover. Kristín Ey- steinsdóttir leikstýrir Hinum ljóta sem Stefán Hallur Stefánsson túlkar en Vignir Þór Valþórsson, Jörundur Ragnarsson og Dóra Jóhannsdóttir leika einnig í sýningunni sem frum- sýnd verður í apríl. Barnaleikrit og Norðmenn í sjálfsmorðshugleiðingum Áslaug Jónsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir barnabækur sínar en nú kemur frá henni leikritið Gott kvöld sem byggt er á samnefndri bók Áslaugar þar sem við sögu koma Hrekkjusvín, Hræðslupúki, Tíma- þjófur og Frekjuhundur. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og helstu leikarar eru Baldur Trausti Hreins- son, Þórunn Erna Clausen og Vignir Rafn Valþórsson en verkið verður frumsýnt í Kúlunni í september. Þá verður farandsýningin norway- .today einnig sýnd í Kúlunni en verkið er eftir Igor Bauersima og fjallar um stúlkukindina Júlíu sem leitar að einhverjum á Netinu sem tilbúinn er til þess að fremja sjálfs- morð með henni. Leikstjóri norway- .today er Vigdís Jakobsdóttir og með hlutverk hinna dauðvongóðu fara Sara Marti Guðmundsdóttir og Þórir Sæmundsson en sýningar verða bæði í Reykjavík og úti á landi. Hamskipti á Stóra sviðinu Morgunblaðið/Golli Viðgerðir Á meðan húsið er lagað æfa leikarar og aðrir aðstandendur sýninga af miklu kappi fyrir átök vetrarins. Stóra sviðið Gunnar Helgason, Baltasar Kormákur, Benedikt Erlingsson, Gísli Örn Garðarsson og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýra öll á Stóra sviðinu. Fjölbreytt dagskrá framundan í Þjóðleikhúsinu næsta vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.