Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG var að skamma tófurnar, þær eru of margar hérna. Skúmarnir höfðu ekki fyrir því að verpa vegna þeirra,“ segir Hálfdán Björnsson, ábúandi á Kvískerjum í Öræfum, sem var önnum kafinn við að mála húsþak bæjarins undir jökli, þegar blaðamaður hafði samband við hann símleiðis. Hálfdán segir að vart megi minnast á tóf- una án þess að menn hlaupi upp til handa og fóta. „Það liggur við að hún sé friðhelg eins og kýrnar í Indlandi.“ Hann kveðst ekki vera reiður út í tófuna og honum finnist í sjálfu sér leitt að það þurfi að herja á hana. „En ég sé líka eftir fuglunum og brotthvarf þeirra er tófunni að kenna að miklu leyti. Maður sér hana taka egg undan skúmnum og hann skiptir sér nánast ekkert af henni, hún réttir bara upp skottið og lætur þar við sitja. Tófan hirðir öll egg og unga og svo hverfa fuglarnir, greyin, líka að lokum,“ seg- ir Hálfdán. Hefur gengið á Esjufjöll frá 1951 Hálfdán, sem fylgst hefur grannt með skúmsstofninum í fjölda ára, segir að hann hafi aðeins séð einn skúmsunga í sumar. Sá lá ófleygur í flæðarmálinu við Ingólfshöfða en honum hafði þó tekist að komast undan tófunni með því að fara út í sjó. „Það hefur aldrei verið meira af tófu hérna svo ég muni, enda er hún harðdugleg, étur fiðrildalirfur, ber, egg og unga og gref- ur mikið niður fyrir veturinn. Svo sér maður hana grafa upp holur hér og þar á veturna.“ Hálfdán hefur þó ekki látið nægja að fylgjast með skúmi og rebba í sumar. Hann fór upp undir Breiðamerkurjökul, upp í Esjufjöll, en svæðið hefur hann kannað frá árinu 1951. Viðfangsefni athugana hans eru flóra og fána fjallanna og svo virðir hann jöklana fyrir sér. „Það er mik- ið skordýralíf þarna uppi, en ekki mjög margir fuglar, þó er það helst rjúpan sem verpir þarna,“ segir Hálfdán og bætir við að kjóavarp sé einnig á svæðinu auk þess sem stundum sjáist glitta í heiðlóur og sandlóur. „Við sáum eina tófu þar í sum- ar, sem var að reyna að finna það sem hún gat étið þar. Hún setur það ekki fyrir sig að álpast upp á jökul,“ segir Hálfdán. „Finnum okkur alltaf eitthvað“ Hálfdán kveður tíðarfarið í Öræfum hafa verið einstakt í sumar. „Það má heita að það hafi ekkert rignt í maí, júní og júlí. Fyrstu dagana í maí var svolítil skúr og svo kom væn skúr síðustu dagana í ágúst. Jarðvatnið er miklu neðar en ég veit til að það hafi verið áður. Maður sér ekki læki sem maður var vanur að sjá hér daglega,“ segir Hálfdán. Spurður um það hvernig veturinn verði upplýsir Hálfdán blaðamann um það að hann sé ekki mikill spámaður. Hann seg- ist þó vona að það verði áframhald á góð- viðrinu. Skúmurinn heyr vonlaust stríð við rebba Morgunblaðið/RAX Einmana Hann virtist einn á báti, skúmsunginn sem varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins. ÁHORFENDUR sjúkrahúsasápuó- pera kannast við erkitýpu sjúkrahús- stjórnandans: Hetja þáttarins vill bjarga lífi sjúklingsins með snilldar- legum og frumlegum aðferðum en níski forstjórinn bannar aðgerðina sökum þess að hún sé of kostnaðar- söm. Magnús Pétursson er í hinu lítt öfundsverða hlutverki skúrksins á Landspítalanum. Hann lýsir þeirri kreppu sem hann stendur frammi fyrir þegar hann er að reka sjúkrahús. „Hið stöðuga viðfangsefni er: Hvað eiga fjármunir að stýra heil- brigðisþjónustunni mikið? Mannúð er mjög ofarlega í huga fólks og það er auðvitað fyrst og fremst skylda heilbrigðisstétta að lækna, aðstoða og hjúkra þeim sem á því þurfa að halda. Og hér verður iðulega árekst- ur,“ segir Magnús. Hann nefnir sem dæmi mál sem fór allhátt í fjölmiðlum fyrir fáum mánuðum um nýtt augnbotnalyf sem átti að vera mikil bót og menn kröfð- ust þess að Landspítalinn tæki upp notkun þess. Lyfjakostnaður er ann- ar stærsti útgjaldaliður spítalans, en launakostnaður er sá stærsti. „Hvernig á stofnun að snúa sér í þessu? Hún hefur örugglega ekki peningana, því lyfið kemur nýtt inn og það var hvergi ætlað fyrir því. Notkun þess kostar 200 milljónir króna á ári. Við vitum að lyfið hefur sannað gildi sitt – en það vantar sannarlega peningana. Hvað á spít- alinn,“ hann leiðréttir sig, „hvað á ég að gera? Við getum ekki gert þetta nema að draga saman í útgjöldum til annarra verkefna. Og við biðluðum til ráðuneytisins. Ráðherra sem er settur í svona klemmu er ekki öfundsverður. Nið- urstaðan verður oft sú að nýjungarn- ar, eins og í þessu tilviki, eru teknar upp í takmörkuðum mæli. Þetta er alls óviðunandi. Það þarf að finna svona málum betri farveg.“ Magnús staldrar við. „Það sem er áhugavert í þessu er að við spurðum Uppsalaháskólamenn hvort að þeir hefðu tekið þetta tiltekna lyf upp - Svíar eru nú ekki beint fátæk þjóð. En þeir hafa ekki enn tekið upp notkun þessa lyfs við háskólasjúkra- húsið í Uppsala. Hvers vegna? Fjár- veitingarvaldið sagði nei, þið fáið ekki peningana. Peningarnir eru ekki til reiðu og þar af leiðandi segir spítalinn: Við getum ekki boðið upp á þessa þjónustu. Þetta er glíman sem við stöndum svo oft frammi fyrir,“ segir Magnús á þann hátt að glögg- lega má sjá að hann nýtur þess ekki sérstaklega að vera í hlutverki skúrksins. Sjúkrahús fyrir sjúklinga Talið berst að því umræðuefna sem tekið var fyrir á ráðstefnu for- stjóra norrænna háskólasjúkrahúsa og deildarforseta læknadeilda sem haldin var hér á landi fyrr í mán- uðinum. Tekin var til umræðu reynsla norrænu landanna af bygg- ingu sérhæfðra sjúkrahúsa því eins og er alkunna er Landspítalinn í byggingarhugleiðingum. „Mér þótti mjög áhugavert hvað mikið er lagt upp úr að sjúklingurinn sé í forgrunni og við skipulag, bygg- ingu og þjónustu. Þarfir sjúkling- anna og sjónarmið þeirra eru algjör- lega í fyrirrúmi innan sjúkrahúsanna sem er verið að byggja í nágranna- löndunum. Það er gegnumgangandi. Viðhorf til sjúklingsins fyrir hálfri öld – svo ekki sé horft lengra aftur – var allt annað en það er í dag. Nú viljum við einbýli, við viljum að mannhelgi sé virt, við viljum fjöl- skylduvænt umhverfi og við viljum frið. Ekki bara hvíta, steríla veggi.“ Magnús segir marga sjúkrahús- stjórnendur velja þann kost að rífa byggingar sem eru frá miðri síðustu öld og jafnvel yngri, rífa þær og byggja nýjar frá grunni. „Gömlum húsum er kostnaðarsamt að breyta og laga að nútímaþörfum og -tækni. Greiningatækni eins og t.d. segulóm- un og sneiðmyndatækni er plássfrek. Hún var ekki til þegar mörg þessara húsa voru byggð.“ Magnús segir það einnig mikil- vægt að ný bygging gefi færi á breyt- ingum á vinnutilhögun, samskiptum manna og deilda og fleiru. „Það má alls ekki flytja inn í nýja byggingu með gamaldags hugmyndir og starfshætti“. Magnús segir að menn séu óðum að hverfa úr gömlum húsum til þess að sameinast undir einu þaki. „Þetta er að gerast á öllum Norð- urlöndunum og einnig vegna þess að byggingarkostnaður sjúkrahúsanna er ekki hár sambanborið við hagræð- ingu í rekstri sem ávinnst. Það kost- ar okkur á Landspítalanum t.d. hundruð milljóna að starfsemin sé mestmegnis á tveimur stöðum í borginni.“ Rafrænar sjúkraskrár Magnús segir það augljóst að næsta framfaraskref í sjúkrahús- rekstri sé rafrænar sjúkraskrár. „Rafrænar sjúkraskrár eru nokk- uð sem öll sjúkrahús og allar heil- brigðisstéttir í okkar heimshluta horfa til. Heilbrigðisgeirinn er raun- ar furðulega aftarlega á merinni í þessum efnum, samanborið t.d. við viðskipta- og fjármálaheiminn.“ Hann segir Íslendinga þó komna nokkuð áleiðis við að gera sjúkra- skrár rafrænar miðað við önnur lönd. „Sumstaðar eru menn sjálfsagt enn að færa pappírsskrár, stinga þeim undir höndina, fara með þær heim á kvöldin og jafnvel týna þeim. Ég held að þetta sé nú orðið sjald- gæft hér á landi. Sú skoðun styrktist bara hjá okk- ur hér á Landspítalanum eftir um- ræðu á fyrrnefndri ráðstefnu að við þurfum að vinna markvisst áfram að þessu málefni. Best yrði í rauninni að það yrði eitt rafrænt sjúkraskráa- kerfi yfir allt Ísland. Landið er ákjósanlegur vettvangur fyrir slíkt, við erum lítið vel menntað samfélag. Svona kerfi þyrfti að nýtast öllu heil- brigðiskerfinu – jafnt obinberum stofnunum sem og einkafyrirtækjun- um. Við gætum þá flett upp röntgen- myndum af mér eða þér hvar sem er á landinu. Það er svo mikill tvíverkn- aður í þessu, það er alveg ótrúlegt,“ segir Magnús og greina má nokkra þreytu í rödd hans. „Læknir á Ak- ureyri á auðvitað að geta flett upp sjúkrasögu manns sem er skrifuð í Reykjavík. Og það mun verða. Enda er sú þróun hafin – ef þú beinbrotnar á Selfossi mun geilsafræðingur þar taka mynd af brotinu og við lesum úr henni hér í Reykjavík.“ Rekstur hlutverk lækna Magnús víkur að því flókna sam- spili menntunar og þjónustu sem fram fer á háskólasjúkrahúsum, en það var jafnframt eitt umræðuefn- anna á títtnefndri ráðstefnu. Ekki kemur á óvart að samtalið snýst fljótt að fjármálum. „Alls staðar eru menn á háskóla- sjúkrahúsum að reyna að aðgreina kostnað við menntun og vísindastarf frá kostnaði við sjúklingana, þannig að þessum kostnaðarliðum sé ekki endalaust blandað saman.“ Hann segir þetta langt því frá sér- íslenskt vandamál. „Önnur lönd eru lengra á veg komin en við í þessu efni en það er alls staðar verið að fást við að koma lagi á þetta. Um leið og þú ferð að horfa á spítalann eins og fyr- irtæki í markaðsumhverfi verður að vera hægt að standa skil á kostnaðin- um og hvernig hann verður til“ Og þá komum við að dálítið flóknu máli – hlutverki heilbrigðisstéttanna þegar kemur að fjármálum og rekstri. „Heilbrigðisstarfsfólk þekkir að það þarf að taka þátt í og bera ábyrgð á rekstri ef vel á að farnast. Stjórnun, fjármál og rekstur eru verðug viðfangsefni sem við getum ekkert vikið okkur undan, en til þess, eins og í öðru, þarf að mennta fólk. Ég held að það þurfi að kenna nem- endum í læknisfræði um þessi mál snemma á námsbrautinni, þá vegnar þeim best í framtíðinni. Enginn heil- brigðisstarfsmaður getur ýtt svona hlutum til hliðar og sagt „fjármál eru mér óviðkomandi.“ Flestir hér á Landspítalanum fallast líka á það og er annt um reksturinn.“ Hann þagn- ar og starir út um gluggann í nokkr- ar sekúndur. Svo brosir hann og seg- ir: „En þetta er gríðarlega öflug stofnun og öflugt lið. Það verður ekki frá okkur tekið.“ Vogarskálar mannúðar og fjár Magnús Pétursson rekur stofnun sem berst stöð- ugt í bökkum þó að þriðji hver Íslendingur heim- sæki hana árlega. Arndís Þórarinsdóttir ræddi við forstjóra Landspítalans. Morgunblaðið/Sverrir Maðurinn í brúnni Magnús segir heilbrigðisþjónustu nú taka mun meira mið af þörfum sjúklinganna en tíðkaðist áður fyrr. Landspítalinn stendur frammi fyrir húsnæðisvandamálum, stöðugum hallarekstri og yfirvofandi tæknibyltingu en engu að síður gætir bjartsýni og umbótavilja í höfuðstöðvunum arndis@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.