Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.09.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Félagslíf Samkomur Föstudaga kl. 19.30. Laugardaga unglingastarf kl. 20.00. Sunnudaga kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 11:00 Samkoma. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Ruth og Ashely Schmierer kenna, lofgjörð og fyrirbæn. Létt máltið að samkomu lokinni. Allir hjar- tanlega velkomnir. Kl. 18:30 Bænastund. Kl. 19:00 Samkoma. Ruth og Ashley Schmierer prédika, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Skráning hafin á Lækningardaga www.vegurinn.is Íslenska Kristskirkjan, Fossaleyni 14 Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Gestur Brá Benin. Heilög kvöldmáltíð. Barnastarfið hefst 9. september. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20. Miðvikudagur: Bænastund kl. 20. Fimmtudagur: Gönguhópurinn “Fúsir fætur”gengur frá Víkingsheimilinu kl. 19.30. Föstudagur: Samkoma fyrir ungt fólk kl. 20. Skráning er hafin á Alfa námskeið í síma 567-8800 www.kristur.is. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Gleðilega páskahátíð! Samkoma í dag kl. 20. Umsjón: Miriam Óskarsdóttir. Kvöldvaka fimmtud. kl. 20. Happdrætti og góðar veitingar. Umsjón: Gistiheimilið. Fatabúðin í Garðastræti 6 er opin alla virka daga kl. 13-18. Mikið úrval af góðum fatnaði. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðum. Mike Fitzgerald. Bible studies kl. 12:30. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðum. Vörður Leví Trausta- son. Barnablessun. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldurskipt barnastarf frá 1 árs til 13 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.gospel.is. Samkoma á Omega frá Fíladelfíu kl. 20:00. filadelfia@gospel.is Almenn samkoma kl. 20:00. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir! Fríkirkjan Kefas, Fagraþingi 2a við Vatnsendaveg www.kefas.is 2. sept. Sunnudagur. Hrúðurkarlar, 768 m, Litla- Björnsfell, 914 m. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Göngutími 6-7 klst. Fararstjóri Stefán Þ. Birgisson. Verð 2900/3300 kr. 7.-9. sept. Fjöll og fjara á Snæfellsnesi Brottför kl. 20:00. 14.-16. sept. Breiðbakur - jeppaferð. Brottför kl. 19. 00. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is Raðauglýsingar MINNINGAR ✝ Ólafur Guð-mundsson fæddist hinn 26.10. 1927 í Vest- mannaeyjum. Hann lést 10. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Eið- um í Vest- mannaeyjum, þau Árný Magnea Steinunn Árnadótt- ir, frá Byggð- arholti í Vest- mannaeyjum, fædd 1901, d. 1960 og Guðmundur Eyjólfsson, sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vest- mannaeyja, fæddur á Iðu í Bisk- upstungum 1900, d. 1976. Ólafur var fjórða barn foreldra sinna. Systkini hans eru: Ólöf Stella, húsmóðir í Kópavogi, f. 1923, Sigurður netagerðamaður í Þor- lákshöfn, f.1925, d. 2002. Árni, vélstjóri og síðar húsvörður í Kópavogi, f. 1926, d. 2000. Ant- on vélsmiður í Reykjavík, f. 1929 og Páll Valdemar Karl, f. 1930, d.1931. Ólafur kvæntist árið 1953 eft- irlifandi eiginkonu sinni Guð- laugu Jóhannsdóttur f. 1933. Hún er frá Eiði á Langanesi. Foreldrar hennar voru Jóhann Gunnlaugsson, bóndi og Berg- laug Sigurðardóttir húsfreyja, þau eru bæði látin. Börn Ólafs og Guðlaugar eru: 1) Jón Þór rafmagnsverkfræð- ingur í Garðabæ f. 1954. Eigin- er Drífa Vermundsdóttir, skóla- liði, f. 1949. Dætur þeirra eru: a) Sara viðskiptafræðingur, f. 1974, gift Valgeiri Bergmann Magn- ússyni, byggingartæknifræðingi. Börn þeirra eru Elías Bergmann og Emelía Bergmann b) Sigrún Edda nemi, f. 1977, maki hennar er Ragnar Heiðar Guðjónsson, rafmagnsverkfræðingur og þau eiga Snædísi Söru. c) Margrét, húsmóðir, f.1982 maki hennar er Daníel Pedersen, verkstjóri. Börn þeirra eru Ísak Orri og Ragnheiður Drífa. Ólafur ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum frá þriggja ára aldri, þeim Þórunni Snorradótt- ur og Jóni Jónssyni í Hlíð í Vest- mannaeyjum. Hann lauk iðnnámi í Vestmannaeyjum og árið 1953 fékk hann meistararéttindi í húsasmíði. Hann stundaði einnig nám við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og Kennaraskól- ann. Hann fluttist til Húsavíkur með fjölskyldu sína árið 1962 og bjó þar og starfaði alla tíð síðan. Ólafur var til sjós sem ungur maður og vann síðar meir sem trésmiður og smíðakennari. Hann hélt ótalmörg námskeið í smíðakennslu og útskurði. Hann var handlaginn listamaður og fékkst við listsköpun úr marg- víslegum efnivið og eftir hann liggja fjölmörg verk víða um land. Hann starfaði með Kiwanis- klúbbnum Skjálfanda og var for- maður um tíma, einnig var hann í lúðrasveit á Húsavík í mörg ár og söng með ýmsum kórum, nú síðast Karlakórnum Hreim. Jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. kona hans er Svava Gústavsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir f. 1957. Börn þeirra eru: a) Þóra Margrét f. 1985 og b) Ólafur Arnar f. 1989. 2) Trausti á Húsa- vík f. 1956. Eig- inkona hans er Auð- ur Jónasdóttir þroskaþjálfi, f. 1964. Börn þeirra eru: a) Einar Þór, f. 1990, b) Snorri, f. 1992 og c) Guðlaug Dóra, f. 1996. Áður átti Trausti Björn Líndal, f. 1978, með Dóru K. Traustadótt- ur. 3) Berglind Hanna sjúkraliði f. 1959. Börn hennar og fyrrver- andi eiginmanns Jóns Steinars Ingólfssonar eru: a) Katla Marín f. 1979, maki hennar er Guð- finnur Sölvi Karlsson og eru þau veitingahúsaeigendur. Börn þeirra eru: Birta Marín og Nanna Lilja. b) Ólöf Inga hús- móðir, f. 1983, maki hennar er Gísli Freyr Björgvinsson, raf- virkjanemi. Börn þeirra eru: Antonía Mist og Björgvin Stein- ar. 4) Guðmundur Árni hárskeri, f. 1963. Eiginkona hans er Fann- ey Hreinsdóttir deildarstjóri, f. 1964. Börn þeirra eru a) Hildur Eva f. 1988 b) Valtýr Berg f. 1990. c) Þórdís Ása f. 1997. Ólafur átti áður Elías Björn vélvirkja f. 1948. Eiginkona hans Elskulegur tengdafaðir minn, Óli á Borgarhóli, er fallinn frá. Við kynntumst fyrir 18 árum er ég fluttist til Húsavíkur. Það var gott að koma hingað og mikill heiður að fá að kynnast Óla og Laugu. Þau tóku mjög vel á móti öllum og ég undraðist það fyrstu sumrin mín hér hversu mikill gestagangur var á Borgarhóli, það var eins og þau þekktu nánast alla sem komu til Húsavíkur. Óli vildi allt fyrir alla gera og börnin hans og barnabörnin fóru ekki varhluta af því. Alltaf var hann boðinn og búinn til að aðstoða mig, skutlast hingað og þangað og bjóða fram hjálp, sérstaklega þegar Trausti var á sjónum. Hann stjanaði í kringum barnabörnin, bauð þeim í skúrinn, lumaði á mola og súkkulaðirúsín- um og að minnsta kosti einni góðri sögu í hvert sinn. Þau komu oft opinmynnt frá afa sínum þegar hetjusögurnar voru orðnar veru- lega skrautlegar enda færðust þær í stílinn við hverja sögn eins og gengur og gerist. Óli dvaldi löngum stundum í skúrnum sínum. Þar var hann með öll þau verkfæri sem honum áskotnuðust um ævina, fór vel með þau og hvert verkfæri átti sinn stað, þótt svo við fyrstu sýn inn í skúrinn teldi maður víst að þarna fyndist ekki nokkur skap- aður hlutur. Þrátt fyrir að honum hafi þótt eitt og annað skemmtilegt þá held ég að ekkert hafi glatt hann eins mikið og það að skreppa í Húsa- smiðjuna og kaupa sér eins og eitt gott verkfæri sem hann bráðvant- aði í skúrinn. Það var alltaf hægt að sjá gleðiglampann í augunum á honum þegar hann var búinn að eignast nýtt og algjörlega ómiss- andi verkfæri. En nú bíða þau eftir því að verða notuð á ný og ég efast ekki um að hann Óli á Borgarhóli sé byrjaður að safna að sér góðum verkfærum í nýjum heimkynnum. Hvíldu í friði, Óli minn, og hafðu þökk fyrir góðar samverustundir. Auður Jónasdóttir. Ólafur Guðmundsson kennari, lífskúnstner og listamaður er dá- inn. Óli frændi minn var næst- yngsti bróðir pabba. Við systurnar vissum alltaf af Óla og fjölskyldu norður á Húsavík sem börn, en ekki var samgangur mikill, þar sem við bjuggum í Vestmannaeyj- um, og langt að skreppa í heim- sóknir. Það var ekki fyrr en eftir eld- gosið á Heimaey 1973, að við fór- um að hitta þennan föðurbróður minn oftar og hans fjölskyldu. Óli frændi var þéttur á velli, hárið dökkt og hann var með þessi óræðu kviku augu sem gátu geislað af kát- ínu. Hann erfði stórt skap frá for- eldrum sínum, líkt og pabbi, en einnig lífsgleðina, húmorinn og manngæskuna. Hann var aðhlæg- inn, söngelskur, músíkalskur og einstakur listamaður í höndunum. Allt lék í höndum hans, og í mörg ár kenndi hann smíðar börnum Húsavíkur. Sjálfur skar hann út listaverk í tré, málaði málverk, og teiknaði. Skúrinn hans Óla var hans helgidómur, og þar átti hann margar af sínum bestu stundum, við að skapa listaverk í höndunum. Í heilt ár naut ég gestrisni Óla frænda og konu hans Guðlaugar, er ég kom þar til starfa sem hjúkr- unarfræðingur. Margar ferðir átti ég til Óla inn í skúr að skoða ger- semarnar, sem virtust stökkva full- skapaðar út úr höndum hans. Þá var stundum mikið spjallað og hlegið. Skemmtilegast þótti mér að heyra af bernskuárum hans og systkinanna frá Eiðum. Dró hann þá iðulega upp úr pússi sínu gaml- ar ljósmyndir frá þeim árum, sem hann hafði tekið sjálfur á gamla kassamyndavél. Þar sá ég í fyrsta sinn mynd af Ólöfu langömmu minni í Byggðarholti og langafa mínum Eyjólfi Sveinsyni. Þetta voru góðar stundir með frænda. Ekki var hún síður skemmtileg svaðilförin sem við fórum þrjú, ég Óli og Gulla upp með Jökulsá í byrjun júní 1990. Frændi búin að aka með okkur Gullu mikla reisu inn í Ásbyrgi, og ákvað að skella sér með okkur upp eftir ánni, þó vegir væru aurugir og blautir. En um kvöldmatarleytið erum við komin nokkuð áleiðis þegar bíllinn lendir ofan í heljarmiklum forar- pytt, og situr þar pikkfastur. Tók- um við Gulla það til bragðs að ganga þriggja klukkutíma leið að næsta bæ, á meðan frændi beið við bílinn. Á bænum tóku tveir bræður er- indi okkar vel, rifu sig í föt, gerðu Lapplanderinn sinn klárann og lögðu í björgunarleiðangur. Voru stórskemmtilegir bræðurnir, og kölluðu frænda "vin", mokuðu aur og leðju með honum og báru grjót undir bílinn þar til hægt var að ná honum upp með togi. Komum heim á Húsavík um þrjúleytið að nóttu til, frændi, Gulla og ég. Frændi átti oft eftir að rifja upp þessa svaðilför með mér, og hló þá dátt. Fannst honum mestur húmor í því, að hafa lent í því að hafa ver- ið kallaður "vinur" af mönnum nokkru yngri en hann sjálfur var. En nú er frændi farinn á betri stað, en eftir lifa góðar og skemmtilegar minningar um góðan og mætan mann. Hafðu þökk fyrir frændi. Sigríður Sigurðardóttir. (Sigga frænka). Ólafur Guðmundsson Það slökknaði allt- of fljótt á lífsklukk- unni hennar Ingu. Mér brá er hún tjáði mér í síma á síðastliðnu ári að nú væri hún far- in að takast á við risaverkefni því krabbamein hefði tekið sér ból- festu í líkama hennar. Var hún ákveðin að sinna þessu verkefni og flæma þennan vágest burt. Ótrú- leg frétt þar sem Inga hafði alla tíð lifað heilbrigðu lífi öðrum til fyrirmyndar. En krabbameinið er erfitt viðureignar þrátt fyrir fram- farir vísindanna og var hún yf- irbuguð að morgni hins 29. júlí og þar með leyst úr fjötrum sársjúks líkama eftir hetjulega baráttu. Það er bjart yfir minningabrot- unum sem birst hafa í huga mér að undanförnu: fjallgöngur, tjaldútil- egur, skíðaferðir, gleði næturinn- Ingibjörg Káradóttir ✝ Ingibjörg Kára-dóttir fæddist í Reykjahlíð í Skaga- firði 23. nóvember 1956. Hún lést á heimili sínu í Bida- lite í Svíþjóð 29. júlí síðastliðinn. Útför Ingibjargar fór fram frá Torsås í Svíþjóð. 17. ágúst sl. ar. Það er af svo mörgu að taka. Við Inga kynntumst árið 1980 á leið upp til fjalla og upp frá því voru mörg fjöll klifin og mikið gengið, hvort sem var að sumri eða vetri. Við slíkar aðstæður reyn- ir oft á vináttu og persónuleika. Eitt get ég sagt; að sálin hennar Ingu var fal- leg, aldrei kvartað, alltaf var hún jákvæð og með skemmtilegan húmor. Það var svo auðvelt að vera samferða Ingu, alltaf svo ljúf og brosmild. Þegar ég hellti linsunum hennar einu sinni óvart í vaskinn gat hún ekki reiðst mér, hló bara að óför- um mínum. Inga hafði áhuga á að kynna sér nánar sérgrein í sjúkraþjálfun sem hún menntaðist til og fór þá til Svíþjóðar fyrir um 19 árum og lærði meðferð við íþróttameiðslum. Þar tók líf hennar miklum breyt- ingum því þar kom stóra ástin inn í lífið hennar, hann Kent. Þar með voru örlög komandi ára ráðin og í maí 1992 fæddist sólargeislinn hann Óskar en fyrir hafði Inga eignast stjúpdóttur, hana Jennýju. Inga gleymdi samt ekki vinkonu sinni þvi hún sendi mér mynd- bandsupptökur frá því Óskar var nýfæddur þar til hann fór að ganga og fékk ég innsýn inn í hennar heimilislíf. Óskar var auga- steinninn hennar og fékk ég að fylgjast með því er hún undirbjó fermingu hans á vordögum og hugleiðingum hennar þar að lút- andi og hlýt ég að dást að því hvernig persónuleiki hennar birt- ist í því verkefni. Ingu tókst mjög vel að aðlagast sænsku þjóðfélagi, tókst á við allt sem að höndum bar með jákvæðu hugarfari eins og henni einni var lagið. Fjölskylda og vinir heima voru henni þó ætíð kær og átti hún mjög samheldna fjölskyldu. Í síð- asta símtali okkar að kvöldi hins 27. júlí tjáði hún mér hvað það væri gott að hafa fólkið sitt hjá sér. Þrátt fyrir einbeittan baráttu- vilja Ingu þá sigraði óvinurinn sem óboðinn hafði tekið sér bólfestu í líkama hennar og þó það sé léttir að vita að Inga er laus úr klóm þessa hræðilega sjúkdóms þá er sorgin mikil og söknuðurinn. Ég kveð vinkonu mína með þökk og bið henni hvíldar. Ég bið algóð- an guð að veita fjölskyldu Ingu styrk á göngu sinni gegnum sorg- ardalinn. Sorgin dvín, en söknuð- urinn hverfur aldrei. Guðrún Ágústa Janusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.