Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 41 síst þegar aðgerðir bitna ekki bara á andófsmann- inum heldur allri fjölskyldu hans og vinum. Og ekki geta allir flúið land. 20. öldin hefur verið nefnd öld öfganna. Þá áttu sér stað mestu framfarir mannkynssögunnar í tækni og vísindum. En 20. öldin var einnig vett- vangur mestu grimmdarverka mannkynssögunn- ar. Mestu stórglæpamennirnir þegar litið er til fjölda fórnarlamba eru Hitler, Stalín og Maó, en einræðisherra á borð við Pol Pot vantaði ekki vilj- ann til ódæðisverka. Þótt endalaust sé hægt að greina og fjalla um söguna verður sennilega aldrei hægt að komast að því hvað það er, sem gerir það að verkum að hægt er að snúa milljónaþjóðfélagi á braut ógnar, einræðis og ríkisrekinna hryðju- verka. Þó hafa margir fræðimenn og rithöfundar gefið innsýn í hlutskipti einstaklingsins þegar stórfljót sögunnar hrifsar hann með sér. Ein þeirra heitir Venjulegir menn: varalögreglusveit 101 og lokalausnin í Póllandi (Ordinary Men: Re- serve Police Battalion 101 and the Final Solution in Poland) eftir Christopher Browning sem fjallar um það hvernig miðaldra, „venjulegir“ Þjóðverjar, sem best er lýst með orðinu venjulegir, voru send- ir til Póllands og voru áður en varði farnir að taka þátt í hryllilegum voðaverkum á hendur gyðing- um. Uppgjör við ógnarstjórnir um allan heim H ins vegar hefur þurft að gera ansi mörg slík tilfelli upp á undan- förnum áratugum og hefur það ekki alltaf tekist vel. Segja má að við slíkt uppgjör séu kostirnir tveir – sannleikur eða réttlæti – og þeir fari ekki alltaf saman. Eftir heimsstyrjöld- ina síðari kom til uppgjörs í Japan og Þýskalandi. Upp úr því risu gjörbreytt samfélög en engu að síður héldu margir sem gegnt höfðu lykilstöðum fyrir uppgjörið sessi þegar það var um garð geng- ið. Mörgum þeirra kom kalda stríðið til bjargar. Þegar járntjaldið féll kom til uppgjörs við for- tíðina í löndum Austur-Evrópu. En víðar hefur þurft að gera upp fortíðina. Settar hafa verið upp sannleiksnefndir og dómstólar í Asíu, Suður-Am- eríku og Afríku til að gera upp blóðugan feril harð- stjóra ýmissa landa þar, allt frá Gvatemala og Argentínu til Rúanda, Síerra Leóne og Kambódíu. Endalok aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku kölluðu á uppgjör sem varð að fara fram án þess að þjóðfélagið gliðnaði í sundur eða einfaldlega splundraðist. Þar var farin sú leið að mönnum var gefinn kostur á að játa glæpi sína gegn uppgjöf saka, en þeir, sem ekki gengu fram og játuðu, áttu yfir höfði sér að vera sóttir til saka af fullum þunga. Í kjölfarið fylgdu erfiðar vitnaleiðslur þar sem kvalarar sátu oft andspænis fórnarlömbum sínum og sögðu frá gerðum sínum. Þessi aðferð var síður en svo óumdeild en segja má að í Suður- Afríku hafi verið farin sú leið að leiða sannleikann í ljós fremur en að leggja áherslu á réttvísina. Í raun er ekki hægt að segja fyrir um það með hvaða hætti hægt er að gera upp fortíðina, það er hverrar þjóðar að ákveða fyrir sig. Eitt er þó ljóst og það er að versti kosturinn er að gera ekki neitt, sérstaklega þegar heilt þjóðfélag hefur verið und- irlagt. Saga 20. aldarinnar er víti til varnaðar Saga 20. aldarinnar er víti til varnaðar. Bækur á borð við verk Orlandos Figesar bera því ef til vill helst vitni hversu dýrmætt hið opna lýðræðislega samfélag er og undirstrika hversu hættulegt er að taka því sem gefnu. Oft er sagt að tímar hug- sjónanna séu liðnir og átök um grundvallaratriði í stjórnmálum heyri fortíðinni til. Nú snúist stjórn- mál um að fínstilla kerfi sem allir séu sammála um hvernig eigi að vera í grundvallaratriðum. Það má hins vegar ekki gleyma því að á þessu kerfi hvílir stjórnskipan sem byggð er á mestu umbótum í sögu mannkyns og er þá ekki fast að orði kveðið: Rétti einstaklingsins til frelsis undan ofríki. Figes sýnir hvernig ofríkið getur skrumskælt líf einstak- lingsins. Í vestrænu samfélagi er oft styttra í of- ríkið en fólk gerir sér grein fyrir. Nóbelsverð- launahafinn J.M. Coetzee talaði um það á bókmenntahátíð að vofa ritskoðunar andaði köldu ofan í hálsmálið á höfundum í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Ástandið, sem skapaðist í Bandaríkjunum þegar kommúnistaveiðar Josephs McCarthys stóðu sem hæst eru víti til varnaðar. Þá skapaðist andrúms- loft þar sem þeir sem dirfðust að andmæla áttu yf- ir höfði sér ofsóknir og útskúfun. Ástæðan fyrir því að þarft er að rifja upp og draga fram örlög einstaklinga í einræðisríkjum á borð við Sovétrík- in er sú að þá getur hver og einn gert sér grein fyr- ir því við hvað er að etja ef hann lendir í sömu sporum: að þurfa að lifa af hversdaginn þar sem ógnin er við völd. Það er áminning um þau verð- mæti, sem eru fólgin í frelsi og mannréttindum og að vörninni fyrir þessum grundvallaratriðum lýk- ur aldrei. » Oft er sagt að tímar hugsjónanna séu liðnir og átök umgrundvallaratriði í stjórnmálum heyri fortíðinni til. Nú snú- ist stjórnmál um að fínstilla kerfi sem allir séu sammála um hvernig eigi að vera í grundvallaratriðum. Það má hins vegar ekki gleyma því að á þessu kerfi hvílir stjórnskipan sem byggð er á mestu umbótum í sögu mannkyns og er þá ekki fast að orði kveðið: Rétti einstaklingsins til frelsis undan ofríki. rbréf Reuters Vofa Stalíns Jósef Stalín lá eins og mara á rússnesku þjóðfélagi þegar hann var við völd. Þó er enn að finna fólk, sem saknar tíma Stalíns og fer út á götu með myndir af honum á lofti á tyllidögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.