Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.09.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Tvær 23 ára stelpur að norðan vantar 3 herb. íbúð. Reykl. , reglusa- mar og partýlausar. Stöndugir forel- drar. Vinnum mikið á nóttunni. Uppl. 868-5380. Dagný. Íþróttir Hlaupabretti Óska eftir hlaupabretti. Uppl. GSM 865 7133 eða linusminus@gmx.net Til sölu Límtré Eik, beyki, mahóní og lerki. Spónasalan ehf., Smiðjuvegur 40, gul gata, sími 567 5550. Nudd Glæsilegir meðferðabekkir. Mikið úrval af hágæða meðferðabekkjum frá EarthLite í Ban- daríkjunum. Nálastungur Íslands. www.simnet.is/nalastungur. Sími 520 0120. Þjónusta Flutningsþrif Ertu að flytja? Þarftu að láta þrífa? Tek að mér flutningsþrif. Vönduð og góð vinnubrögð. Uppl. 662 6466. Vélar & tæki Til leigu með/án manns. Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Húsnæði óskast Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 5691100 MINNINGAR Pera vikunnar: Hver þessara talnaþrennda getur ekki táknað hliðarlengdir í þríhyrningi? A = (3, 7, 8) B = (6, 7, 10) C = (6, 7,14) D = (5, 2, 6) Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 24. sept- ember. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavog- ur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 17. september. Þrautin birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins Haustdagskrá Bridsfélags Kópavogs Nk. fimmtudag hefst vetrarstarf félagsins með eins kvölds tvímenn- ingi. Dagskrá félagsins til áramóta verður annars þessi: 20. 9. Upphitun / eitt kvöld. 27. 9.-11. 10. Haustvímenningur (3 kvöld) 4. 10. AÐALFUNDUR kl. 18. 18. 10.-1. 11. Board a Match (3 kvöld) 8. 11. Gestabrids. Vanir og óvanir. 15. 11.-13. 12. Aðalsveitakeppni (5 kvöld) 20. 12. Jólabrids. Að venju er spilað í Hamraborg 11, 3. hæð og hefst spilamennska kl. 19.30. Spilastjóri verður Hermann Lárusson. Allir eru velkomnir, vanir spilarar sem óvanir. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtudaginn 13.9. Spilað var á níu borðum. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 254 Ragnar Björnsson – Pétur Antonss. 239 Magnús Oddss. – Sæmundur Björnss. 234 Árangur A-V Eyjólfur Ólafss. – Óskar Karlsson 265 Þorbjörg Bjarnad. – María Huld 244 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 241 Gullsmárabrids Það mættu 22 pör til keppni í Gull- smáranum sl. fimmtudagskvöld, 13. sept. Spilað var á 11 borðum og var meðalskorin 168. Hæsta skor í N/S: Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. Magn. 194 Ármann J. Láruss. – Karl Gunnarss. 193 Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 183 Ernst Backman – Birgir Ísleifss. 181 A/V: Óli Gíslason – Stefán Ólafsson 201 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 194 Einar Markúss. – Steindór Árnason 184 Alfreð Kristjáns. – Jóhannes Guðmanns. 175 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Það er svo margt sem mig langar að segja þér elsku litla sæta stelpan mín. Mér fannst ég eiga svo mik- ið í þér. Sorgin er svo mikil í hjartanu mínu þessa dagana. Þó svo að ég hafi ekki heyrt í þér í nokkur ár varstu alltaf ofarlega í huga mínum, ég var alltaf að fara að hringja og núna spyr ég mig af hverju, af hverju tók ég ekki upp símann. Elsku litla vinkona mín. Ég vona að þér líði vel núna, að þú Kristín Arna Arnardóttir ✝ Kristín ArnaArnardóttir fæddist í Reykjavík 5. desember 1978. Hún lést 19. ágúst sl. Útför hennar fór fram í kyrrþey hinn 24. ágúst sl. frá Garðakirkju. sért á góðum og falleg- um stað. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar hinna. Elsku Sissa, Össi, Nína og Benni, megi guð almáttugur styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma. Sárt er vinar að sakna sorgin er djúp og hljóð minningar mætar vakna, margar úr gleymsku rakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá lifir þó ljósið bjarta lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó félli frá. Góð minning að geyma gefur syrgjendum fró. til þín munu þakkir streyma þér munum við ei gleyma sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Þín elskandi vinkona, Agnes Björk. Elsku Kristín mín sem ert mér svo kær. Takk fyrir þig. Ég man síðustu kvöldmáltíðina; það var eins og þú hefðir aðeins kom- ið til að kveðja og verður sú kveðja til að minna mig á enn og aftur hvað lífið er hverfult og vandasamt. Þú varst ein af þessum sálum sem fundu ekki garðinn sinn til að festa rætur í en ég trúi því að þar sem þú ert núna munirðu finna þínar rætur og rækta garðinn þinn af alúð, umvaf- in kærleika okkar sem þekktum þig. Góða ferð Kristín mín. Linda og fjölskylda. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. (Jónas Hallgrímsson) Það hefur fækkað í hópnum sem hittist daglega á bekknum í Laugar- dalslauginni. Hún Jóna, þessi yndis- Jóna Björnsdóttir ✝ Jóna Björns-dóttir fæddist í Sjávarborg á Há- nefsstaðaeyrum í Seyðisfirði 28. febr- úar 1935. Hún lést eftir skamma legu á krabbameinsdeild Landspítalans 2. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ár- bæjarkirkju 10. september. lega kona, kvaddi eftir stutt en snörp veikindi. Þessi fallega, lífsglaða kona sem aldrei lagði misjafnt til nokkurs manns og ætíð sá það góða í öllum. Hún hló dátt að græskulausu gamni okkar „bekkjar- systkinanna“ og lagði sinn skerf þar til. Til- svör hennar afburða- hnyttin og er hún sagði frá glumdu hlátrasköll- in yfir laugina. Henni þótti afar vænt um fjöl- skylduna sína, börnin og barnabörnin og svo hann Gylfa sinn sem hefur átt við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Daglega fór hún til hans í Sunnuhlíð þar sem hann dvelur. Talaði mikið um hann og ætíð með ástúð og hlýju, – alltaf „hann Gylfi minn“. Það var henni ekki kvöð heldur tilhlökkun að fara til hans. Á vordögum síðastliðn- um tók sig upp krabbameinið sem hafði legið niðri í nokkur ár. Hún fór í stóra aðgerð en ekki leið á löngu þar til hún var komin aftur í hópinn á „bekknum“. Aldrei kvartaði hún og enn var stutt í glensið þó það leyndi sér ekki að hún gekki ekki heil til skógar. Hún sagðist ekki geta hugsað sér að missa af þessum samveru- stundum. Síðast kom hún viku fyrir andlát sitt, þá sárþjáð, en enn með fal- lega brosið sitt. Nú er dauft yfir hópn- um hennar. En gleðin er systir sorg- arinnar og mitt í söknuði vina hennar er þakklæti fyrir að hafa þekkt þessa yndislegu konu og átt vináttu hennar. Hún mun aldrei gleymast. Við félagarnir á „bekknum“ send- um fjölskyldu Jónu, börnum hennar, barnabörnum og barnabörnum, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. En dýpstu samúð okkar fær hann Gylfi. Hans missir er sárastur. Megi góður Guð gefa ykkur öllum styrk í sorginni. Kveðja frá „bekkjarsystkinum“ Ásdís Jónsdóttir. Kær frænka mín Kristín Eggertsdóttir var kvödd 14. sept. sl. Ég átti satt að segja miklu heldur von á því að mæta í afmælið hennar nú um helgina en að vera við jarðarför hennar. Svo snöggt kvaddi hún. Stína frænka eins og ég hef alltaf kallað hana var alveg einstaklega góð og skemmtileg kona. Nítján ár skildu okkur að og ég var Kristín Eggertsdóttir ✝ Kristín Eggerts-dóttir fæddist í Vatnshorni í Skorradal 16. sept- ember 1931. Hún lést á Landspítala í Fossvogi hinn 4. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 14. september. bara lítil stelpa þegar ég fór að venja komur mínar til hennar og Jónu systur hennar en þá bjuggu þær í næsta nágrenni við heimili mitt. Allar götur síðan hafa þessar frábæru frænkur verið mér líka sem bestu vinkonur og aldrei hef ég fundið fyrir aldursmun hjá okkur. Stína átti alltaf auðvelt með að ná til allra, hvort sem um var að ræða börn eða full- orðna, fræga eða óþekkta, enda alltaf eins við alla, glaðleg vingjarnleg og sýndi öllum lifandi áhuga. Heimsborgari og hafði gert víðreist um heiminn. Alltaf svo fín og fallega klædd. Hafði sinn eigin stíl og var óhrædd við að vera öðruvísi. Ein ógleymanleg margra ára minn- ing. Stína kemur gangandi niður göt- una heima í skærrauðri kápu með hvítan hatt og veski og skó í stíl. Hví- líkur glæsileiki. Stakk svo sannarlega í stúf við umhverfið. Þetta var á þeim árum þegar allir voru svo til eins flest- ir klæddir í grátt, svart eða brúnt. Stína hló bara og hafði gaman af þegar þetta var rifjað upp en ég var ákaflega upp með mér að eiga svona glæsilega frænku. Henni var margt til lista lagt, ekki síst matargerð, og naut þess að útbúa veizlur og þess háttar enda var hún þar á réttri hillu og starfaði við það mestan part ævinnar. Ég hef átt margar ánægju- og gleðistundir með henni enda gott að vera í návist hennar, alltaf svo já- kvæðrar og skemmtilegrar. En nú verða þessar stundir ekki fleiri en vel varðveittar í minningunni. Stína var ekki bara skemmtileg og góð frænka heldur líka góð vinkona. Ég og við fjölskyldan sendum systkinum hennar þeim Guðmundi, Jónu, Dúfu og Ragnheiði og öllum hinum í fjölskyldunni frá Bjargi okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Fríða. Kær vinkona okkar, Kristín Egg- ertsdóttir, er látin. Friður sé með henni. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Skólasystur frá Varmalandi 1950-1951. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR B. ÓLAFSSON, fyrrv. forstjóri Framkvæmdasjóðs Íslands, Lálandi 6, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt föstudagsins 14. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrefna Ásgeirsdóttir, Hlynur Geir Guðmundsson, Sigrún Eysteinsdóttir, Karólína Björk Guðmundsdóttir, Jóakim Johnson, Ólafur Reynir Guðmundsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.