Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 17 RÝRNUN í verslunum snýr ekki eingöngu að þjófnuðum viðskipta- vina og starfsmanna, heldur einnig innbyggðri rýrnun á vörum verslana af ýmsum ástæðum. Einblínt hefur verið um of á öryggisbúnað í versl- unum, huga þarf meira að þjálfun og fræðslu starfsmanna. Þetta er meðal þess sem kom fram á morgunfundi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, í gær um rýrnun í verslunum og hvað væri til ráða. Fram kom í upphafsávarpi Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra SVÞ, að niðurstöður nýrrar rannsóknar um rýrnun í verslunum hér á landi væru væntanlegar. Gróflega áætlað mætti þó reikna með að rýrnun í smásöluverslun væri á bilinu þrír til fjórir milljarðar króna, en ótalinn væri kostnaður af öryggisgæslu. Sig- urður benti á að þessi mál færu seint og illa gegnum dómskerfið. Allt of mörgum málum væri vísað frá. Þannig kom fram í máli Rúnars Rafnssonar, rekstrarstjóra Árdegis, sem rekur m.a. verslanir BT, að fé- lagið hefði tapað máli á hendur manni sem stal úr verslunum BT. Hann hefði neitað að hafa sést á ör- yggismyndavélum, jafnvel þótt myndin hefði verið skýrari en ferm- ingarmynd af honum! Sami maður hefði ítrekað verið staðinn að verki. Kjartan Már Kjartansson frá Samkaupum sagði m.a. að skapa þyrfti innri menningu gegn hnupli og þjálfa starfsfólk betur. Gefa þyrfti skýr skilaboð um að allur þjófnaður væri kærður til lögreglu. Adrian Beck, breskur sérfræðing- ur, var aðalfyrirlesari fundarins. Hann sagði við Morgunblaðið að ís- lenskir verslunareigendur þyrftu að ráðast gegn þessum vanda með markvissum hætti, þetta snerist ekki eingöngu um þjófnað úr verslunum. Í mörgum löndum hefði tekist að draga úr rýrnuninni en í Evrópu væri hlutfallið almennt talið vera kringum 1,8% af tekjum verslana. Rýrnunin 3-4 milljarðar Morgunblaðið/Eggert Rýrnun Beðið er eftir nýrri rannsókn um rýrnun hér á landi en síðasta rannsókn sýndi að starfsmenn hnupluðu alveg eins og viðskiptavinir. POLIMOON ASA hefur tilkynnt að nafni félagsins hafi verið breytt í Promens, nafn móðurfélagsins. Seg- ir í tilkynningu að nafnabreytingin marki tímamót í samþættingu félag- anna, sem hófst þegar Promens keypti Polimoon í desember 2006. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segir í tilkynningu að sam- eining undir einu nafni sé einfaldasta aðferðin til að koma til skila kost- unum við sameiningu Polimoon og Promens. Promens hafi náð að skapa sér sterka ímynd á skömmum tíma og sú ímynd muni styrkjast enn frekar þegar öll starfsemin fari fram undir sömu merkjum. Segir Ragnhildur að Promens hafi vaxið umtalsvert á undanförnum tveimur árum og að á þeim tíma hafi fyrirtækið fært sig inn á nýja mark- aði. Promens hafi yfir að ráða verk- smiðjum sem starfi á öllum helstu framleiðslusviðum plastiðnaðar. Promens er nú stærsti hverfi- steypuframleiðandi heims. Polimoon verður Promens Plastframleiðsla Promens fram- leiðir fjölda mismunandi plastafurða. VIRÐI innfluttra vara í október nam 34,9 milljörðum króna samanborið við 28 milljarða í september og hefur virði innfluttra vara ekki verið meira í einum mánuði síðan í júlí á síðasta ári, þegar innflutningur fjárfestinga- vara var í hámarki. Kemur þetta fram í Vefriti fjármálaráðuneytisins, en um bráðabirgðatölur er að ræða. Í október voru fluttar út vörur að andvirði um 28,4 milljarða, sem er einnig töluverð aukning frá fyrri mánuði þegar útflutningur nam 18,1 milljarði. Vöruskiptahalli í október nam því um 6,5 milljörðum króna og segir í vefritinu að nokkuð sé því að draga úr hallanum frá því að hann náði há- marki sínu á síðasta ári. Gerir ráðu- neytið ráð fyrir því að þessi þróun haldi áfram samfara auknum út- flutningi á áli. Hvað varðar innflutning í október var aukningin mest í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum, en innflutn- ingur á þessum vörum var með minnsta móti í september. Þá varð einnig nokkur aukning á innflutningi á fjárfestingarvörum og hlutum til þeirra á milli mánaða. Vöruskipta- halli að drag- ast saman ♦♦♦ www.ellingsen.is TB W A \R EY K JA V ÍK \ S ÍA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 10–18 og laugard. 10–16 Hækkaðu hitastigið með Columbia Kuldinn bítur þig ekki í þessari eðalflík. Columbia er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sínu sviði, með næstum 70 ára reynslu í þróun og framleiðslu á útivistarfatnaði og skóm. Endingargóðar og afburðavel hannaðar vörur sem enginn verður svikinn af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.