Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 33 MINNINGAR ✝ Inga SigríðurSigurðardóttir fæddist á Akureyri hinn 27. ágúst 1946. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi fimmtudaginn 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Ingu voru hjónin Klara Jóhanna Ingibjörg Nilsen, húsfrú frá Akureyri, f. 5.6. 1905, d. 9.2. 1992, og Sigurður Pétur Eiríksson, verkamaður frá Vopnafirði, f. 16.11. 1907, d. 13.10. 1989. Hjá þeim bjó alla tíð Magnús Vilmund- arson „afi Mangi“, ættaður úr Eyjafirði, f. 9.11. 1888, d. 24.3. 1976. Systkinin Ingu eru: Sólveig Fanney Bjartmarz, f. 2.10. 1927, gift Gunnari Bjartmarz, f. 22.10. 1931, Magnúsína Sigurðardóttir, f. 19.12. 1929, gift Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, f. 29.11. 1940, Siguróli Magni Sigurðsson, f. 10.12. 1932, ur Óskars og Bergljótar Ólafs- dóttur, f. 23.8. 1964, er Ágúst Ólaf- ur, f. 26.4. 1982. Sonur Maríu og uppeldissonur Óskars er Guð- finnur Þórir Ómarsson, f. 1.11. 1982, faðir Þórir Ómar Grétars- son, f. 2.7. 1962. b) Sigurður, f. 2.10. 1968, kvæntur Maríu Þor- leifsdóttir, f. 17.1. 1962, búsett í Reykjavík. Dóttir þeirra er Inga, f. 21.9. 2000. Dóttir Sigurðar og Erlu Rögnvaldsdóttir, f. 30.11. 1968, er Karen, f. 2.8. 1993. Börn Maríu eru Ásgerður Ottesen, f. 17.7. 1979, Jóna Elísabet Ottesen, f. 21.8. 1982, faðir Sveinbjörn Þór Ottesen, f. 8.12. 1959, og Marinó Kristinn Björnsson, f. 24.2. 1995, d. 9.10. 1997. c) Rut, f. 19.9. 1977, gift Michael Robert Borland, f. 30.5. 1964, búsett í Bandaríkjun- um. Sonur þeirra er Sebastian Goði Borland, f. 20.4. 2004. Inga ólst upp á Akureyri fram til sextán ára aldurs. Hún settist að á Seyðisfirði nítján ára gömul. Þau hjónin bjuggu á Seyðisfirði til 1999 er þau fluttu til Reykjavíkur. Inga vann við verslunar- og fisk- verkunarstörf alla sína tíð. Útför Ingu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur, f. 3.6. 1939, Valgarður Jó- hann Sigurðsson, f. 29.07. 1934, Steinþór Sigurðsson, f. 25.12. 1940, d. 24.02. 1941, og Klara Svein- björnsdóttir, f. 15.07. 1951, gift Helga Val- geirssyni, f. 30.8. 1948. Inga giftist hinn 26.8. 1967 Finni Ósk- arssyni, verkamanni frá Seyðisfirði, f. 24.3. 1944. Foreldrar hans voru Sigrún Guðjónsdóttir húsmóðir, ættuð af Jökuldalsheiði, f. 24.5. 1907, d. 12.10. 1997 og Óskar Finnsson verkamaður, ættaður úr Eyjafirði, f. 22.5. 1902, d. 4.10. 1951. Inga og Finnur eignuðust þrjú börn, þau eru: a) Óskar, f. 12.4. 1967, kvæntur Maríu Hjaltadóttur, f. 27.11. 1963, búsett á Bretlandi. Börn þeirra eru Klara, f .17.1. 1991, og Finnur, f. 21.7. 1998. Son- Elsku mamma mín, mikið er ég þakklátur fyrir þessi rúm 40 ár sem við höfum verið saman. Ég er svo þakklátur fyrir að þú kveiktir áhuga minn á matargerð. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa haft þig sem mömmu, því þú varst svo góður vinur, hlustaðir svo vel þegar að ég var að segja þér frá því sem ég var elda fyrir hina og þessa og hvað ég var að borða á hinum og þessum veitingastöðum, þú vildir fá að vita allt, meðlætið, sósan og bara allt saman, ég lýsti þessu fyrir þér í eins miklum smáatriðum einsog ég gat og þú nánast orðin pakksödd á lýsingunum. Ég er þakklátur fyrir þær ferða- sögur sem þú sagðir mér af ykkur Önnu Fríðu frænku, hvar þið borð- uðuð og hvað. Ég er svo þakklátur fyrir þær stundir sem við áttum saman við matarborðið eftir að vera búin að borða a.m.k. tvo forrétti og aðalrétti og skyldu tvo eftirréttina, alveg að springa en ekki þó það mik- ið að við vildum ræða hvað ætti að borða daginn eftir. Ég er svo þakk- látur fyrir kökurnar og að að eiga mömmu einsog þig sem nestar mig á hverju hausti með sultum. Ég er svo þakklátur fyrir þína „stjörnurétti“ einsog rjúpurnar sem enginn gerir betur og karmellukakan sem er í al- gjörum sérflokki. Ég er svo innilega þakklátur þér hvað þú studdir mig vel þegar að ég tók þá erfiðu ákvörðun í mínu lífi, að- eins 23 ára gamall að fara í áfeng- ismeðferð. Afmælisdaginn þinn, 27 ágúst mun vera árlegur matarveislu- dagur hjá minni fjölskydu þér til heiðurs. Elsku mamma mín, við María eru svo þakklát þér fyrir að hafa verið alltaf til taks. Þinn elskandi sonur, Óskar Finnsson. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Nú er þetta búið. Inga tengda- mamma, amma og mamma er farin. „Ömurlegt“ sagði Finnur sonur minn, níu ára. Reyndar vissi hún og við hvert stefndi, en mikið rosalega er þetta erfitt þó að við öll héldum að við værum undirbúin. Það var svo sárt að sjá hvað þetta var erfitt hjá þessari elsku þegar læknirinn sagði að meira væri ekki hægt að gera og sjúkdómurinn myndi bara versna og hún myndi deyja einhvern tímann á næstu mán- uðum. Það kom strax upp í hugann, – bíddu, næstu mánuði, verður hún þá ekki hjá okkur um jólin? Nei, hún tengdamamma verður með köku- og brauðtertuhlaðborð fyrir einhverja aðra en okkur um jólin. Ég kynntist manninum mínum, Óskari Finns- syni, fyrir rúmum 20 árum og þá má segja að hún hafi fylgt með því á milli þeirra voru einstaklega sterk bönd. Þau tvö áttu sameiginlegt áhugamál sem er matur og aftur matur, þau gátu talað um mat tímunum saman og eftir að við fjölskyldan fluttum hingað til Englands og hún kom í heimsókn þá voru þeirra stundir að fara saman í matarbúðirnar til að skoða úrvalið. Hafði hún þá góða við- miðun sem var verslunin Nóatún í Grafarvogi þar sem hún starfaði: „Nei, þetta fæst ekki í Nóatúni“, „við erum bara með hvítar svona“, „þetta er mun dýrara hjá okkur“. Þeim lá báðum frekar hátt rómur þannig að fólkið í búðunum var farið að horfa. Eftir að ég varð vitni að þessu taldi ég mig best geymda heima. Óskar á eftir að sakna þessara búðaferða mikið. Ég er svo þakklát fyrir að hún heimsótti okkur tvisvar á árinu, seinni heimsóknin aðeins fyrir rétt rúmum fjórum vikum, alveg ótrúleg- ur kraftur í henni að koma svo mikið veik en samt lét hún sig hafa það. Hún ætlaði að sjá nýja hreiðrið okk- ar hér í Guildford og ég er svo glöð yfir að hún náði því. Það er ekki hægt að segja annað en Inga hafi verið afburða myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, það skipti engu á hvaða tíma sólarhings maður mætti í heimsókn, fimm mínútum seinna var eldhúsborðið hlaðið kök- um og góðgæti og alltaf passaði hún sig að eiga í frysti réttinn sem mér finnst svo góður. Tengdó var svona „drífa í þessu“-kona, ótrúlega dríf- andi, vildi drífa í öllu, ekkert hangs, bara að drífa í hlutunum. Reyndar var drifkrafturinn stundum það mik- ill að hún átti það til að gleyma að njóta augnabliksins. Ég á voðalega erfitt með að ímynda mér tímann framundan án hennar, hún hefur verið svo stór partur af lífi okkar, en við verðum að vera sterk og lifa lífinu lifandi eins og hún hefði viljað. Klara dóttir mín á eftir að sakna deluxe hótels ömmu, Finnur, þessi níu ára, skilur ekki alveg í dag tilgang lífsins og Guffi, elsti sonur minn, sem ég kom með inn í hennar líf fyrir 20 ár- um, er þakklátur fyrir hvað hún hef- ur reynst góð amma. Við söknum hennar! María Hjaltadóttir. Mágkona mín kær er látin. Erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Hún sýndi ótrúlegan dugnað og bar- áttuþrek. Hún hafði alltaf verið hraust og maður trúði því lengi vel að hún hefði betur. Liðnar haustvik- ur hef ég fylgst með líðan hennar frá degi til dags og rifjað upp liðnar stundir. Inga var svo mikil húsmóðir og mikil jólakona. Jólaundirbúning- ur var sko ekki á síðustu stundu á hennar heimili. Haustið var hennar tími, tína ber og útbúa alls kyns góð- gæti í frystikistuna og útbúa jóla- gjafir, búa vel. Það að vera boðinn í mat til Ingu og Finns var meiriháttar, hún var snillingur í matreiðslu og naut þess að veita vel. Við Inga höfum alltaf búið í mikilli fjarlægð og hist alltof sjaldan. Ég vildi að ég hefði notað þau tækifæri sem gáfust til að hitta Ingu oftar, en svona er lífið, maður er í kapphlaupi við klukkuna og sinn- ir samskiptum ekki sem skyldi, og svo er það allt í einu orðið of seint. Ég og fjölskylda mín vottum Finni, Óskari, Sigga og Rut okkar dýpstu samúð. Þið gerðuð allt sem þið gátuð til að létta henni baráttuna, en það er stórt skarð þar sem Inga mágkona mín er fallin frá. Missir ykkar er mikill. Hrafnhildur. Nú er baráttunni lokið. Hún stóð í fimm ár. Um tíma virtist sigur vera unninn, og bjart var framundan. En það stóð ekki lengi. Krabbameinið lá í leyni. Það er ótrúlegt að horfa upp á kraftmikla konu verða svo sjúka að hún þurfti hjálp til alls. Eiginmaður hennar og börn sýndu mikinn styrk í öllum þessum hörmungum. En mig langar að líta til baka um rúmlega þrjátíu ár eða svo. Þá fórum við fjölskyldurnar oft saman í útileg- ur, og var þá oft skemmtilegt, og krakkarnir okkar nutu þess að vera í sveitinni. Inga var mikil húsmóðir, var alltaf prjónandi fallegar gjafir á barna- börnin. En það sem hún hafði gaman af var að útbúa veislur, sama hvort var kaffiveisla eða matarveisla. Allt var þetta fyrsta flokks, og ekki tók þetta langan tíma hjá henni enda alltaf skipulögð. Mér fannst alltaf að aðventan væri tíminn hennar Ingu. Hún byrjaði snemma á öllum undirbúningi, það var ekki hennar stíll að vera sein. Það er eitthvað svo óraunverulegt að hún sé búin að kveðja þetta líf. Það er endalaust hægt að velta því fyrir sér af hverju fólk á besta aldri er kallað burtu en það er víst ekkert svar við því og enginn veit hver verð- ur næstur, Guð gefur og Guð tekur, en minningarnar eigum við. Hvíl í friði, mín kæra mágkona. Elín. Elsku besta frænka mín Inga er dáin eftir erfið veikindi undanfarin ár. Það var erfið stund þegar bróðir minn hringdi í mig vinnuna og sagði mér að þú værir dáin. Það kemur svo margt upp í hugann. Allar stundirn- ar sem við áttum saman. Á Seyðis- firði þegar ég passaði Óskar minn á sumrin og líka þegar ég kom í allar skírnirnar og fermingar hjá yndis- legu börnunum þínum. Þegar við sátum við eldhúsgluggann þinn og töluðum saman um allt. Ég gat alltaf sagt þér allt og leitað til þín með allt mitt, þú hlustaðir alltaf á mig og ráð- lagðir mér. Svo komu nokkur ár sem ég var ekki dugleg að koma austur en við vorum samt alltaf í sambandi. En svo kynntist ég manninum mín- um og þá fórum við austur til þín einu sinni til tvisvar á ári og það var sko alltaf tekið svo vel á móti okkur, þú varst svo yndislegur kokkur, allt- af með eitthvað nýtt að borða og allt- af besti maturinn. En svo fluttir þú suður og ekki fækkaði heimsóknun- um þangað enda hefur þú alltaf reynst mér sem stóra systir. Þú varst alltaf svo yndisleg og góð við mig, börnin mín og barnabörn. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég elska þig mikið og hvað þú varst ynd- isleg og góð kona. Það er svo mikið tómarúm í hjarta mínu. En ég veit að þér líður vel í dag hjá ömmu og afa. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og mínum, elsku Inga mín. Elsku Finnur, Óskar, Siggi, Rut og fjölskyldur, Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Kveðja frá Steinari Óla og Gunnari Torfa. Þín frænka Regína. Nú hefur elskuleg vinkona mín kvatt þennan heim og farið heim í dýrðina til Drottins. Ég minnist Ingu sem konu sem kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún var allt í senn; myndarhúsmóðir, stoð og stytta barnanna og svo mætti lengi telja. Hún tók því sem að höndum bar með hugrekki og festu. Ég minn- ist allra okkar samverustunda með gleði og þakklæti um dýrmæta minn- ingu. Elsku Finnur, Óskar, Siggi, Rut og fjölskyldur. Megi Drottinn blessa ykkur og varðveita og gefa ykkur þann styrk sem þið þarfnist á þessum tímamótum. Svava Friðrika. Inga S. Sigurðardóttir ✝ Gunnar ÞórHraundal fædd- ist í Reykjavík 29. júní 1963. Hann lést á heimili sínu 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigrún Óskarsdótti- r, f. 21. sept. 1944 og Sigurður Fossan Þorleifsson, f. 30. okt. 1938. Uppeldis- faðir Gunnars var Björn Hafsteinsson, f. 7. maí 1948, d. 17. apríl 1999. Bræður Gunnars eru Jónas Friðbertsson, f. 4. júní 1968 og Óskar Páll Björns- son, f. 6. des. 1971. Sambýliskona Gunnars er Sigríður Guðrún Stefáns- dóttir, f. 18. júlí 1963, börn þeirra eru Elva Rut, f. 20. júní 1991, Stefán Örn, f. 8. mars 1994 og Björn Anton, f. 6. mars 1996. Útför Gunnars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn. Það er svo erfitt að missa þig svona ungan. Þú varst svo yndislegur og góður. Ég get ekki hugsað mér að þú sért farinn frá okkur. Allt okkar líf höfum við verið saman og síðan missum við þig. En við eigum margar góðar minningar. Guð geymi þig pabbi minn. Þín dóttir, Elva Rut Hraundal. Gunnar Þór Hraundal ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÚSTAV AXEL GUÐMUNDSON matreiðslumeistari, Litlahvammi 3, Húsavík, sem lést 12. nóvember á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Ingunn Erna Einarsdóttir, Guðfinna Gústavsdóttir, Einar Axel Gústavsson, Jónasína Halldórsdóttir, Guðmundur Ingi Gústavsson, Ragnheiður Bóasdóttir, Hjördís Gústavsdóttir, Gunnlaugur Sveinbjörnsson, barnabörn, barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI EYVINDSSON, Dynskógum 8, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði föstudaginn 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Gunnhildur Þórmundsdóttir, Eyvindur Bjarnason, Þórdís Magnúsdóttir, Kjartan Bjarnason, Sigríður Inga Wiium, Rakel Móna Bjarnadóttir, Ármann Ægir Magnússon, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Björn Ragnar Björnsson, Ingvar Bjarnason, Hrafnhildur Loftsdóttir, Svanur Bjarnason, Gunnhildur Gestsdóttir, Jakob Þór Skúlason, Jóhanna Hallgrímsdóttir, Þórmundur Skúlason, Rósa Hjálmarsdóttir, Vilberg Skúlason, Guðlaug Skúladóttir, börn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.