Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, hóf í gær viðræður við leiðtoga Danska þjóð- arflokksins og Nýs bandalags um að þeir styddu stjórn Venstre og Íhaldsflokksins eftir kosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir tveir og Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur stutt stjórnina, fengu samtals 89 þingsæti í kosningunum en þar sem annar af þingmönnum Færeyja styð- ur stjórnina hélt hún velli með minnsta mögulega meirihluta, 90 þingsæti af 179. Sá stuðningur nægir þó ef til vill ekki þar sem færeyski þingmaðurinn vill ekki greiða at- kvæði um dönsk innanríkismál á þinginu. Sú afstaða styrkir stöðu Nýs bandalags sem hafði vonast til þess að komast í oddaaðstöðu á þinginu og draga úr áhrifum Danska þjóðarflokksins, einkum í málefnum innflytjenda. Fogh Rasmussen sagði eftir fund með Margréti Danadrottningu í gærmorgun að aðrir flokkar en Venstre og Íhaldsflokkurinn fengju ekki sæti í stjórninni eftir kosning- arnar. Hann kvaðst hins vegar stefna að öflugri stuðningi á þinginu en eins sætis meirihluta. Forsætisráðherrann hóf því við- ræður við leiðtoga Danska þjóðar- flokksins og Nýs bandalags, en báðir flokkarnir höfðu lýst því yfir fyrir kosningarnar að þeir litu á Fogh sem forsætisráðherraefni sitt. Hann kvaðst einnig ætla að ræða við leið- toga annarra flokka um samstarf á ýmsum sviðum, til að mynda í vel- ferðarmálum, loftslags- og orkumál- um, og umdeildum málum á borð við málefni innflytjenda og fólks sem óskar eftir hæli í Danmörku. Fogh viðurkenndi að ekki yrði auðvelt að ná samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn og Nýtt bandalag vegna ágreinings þeirra í málefnum innflytjenda, skattamál- um og fleiri málaflokkum. Leiðtogi Nýs bandalags, Naser Khader, er sjálfur úr röðum innflytj- enda, faðir hans er palestínskur og móðir hans sýrlensk og hann fluttist til Danmerkur 11 ára gamall. Hann stofnaði flokkinn í maí sl. og stefndi að því að draga úr áhrifum Danska þjóðarflokksins undir forystu Piu Kjærsgaard sem beitti sér fyrir harkalegri stefnu í málefnum inn- flytjenda. Stefnan hefur meðal ann- ars orðið til þess að hælisleitendum hefur fækkað um 84% í Danmörku frá árinu 2001. Stjórnin veiktist Innflytjenda-, velferðar- og skattamálin voru efst á baugi í kosn- ingabaráttunni og stjórnmálaskýr- endur sögðu stjórnina hafa notið góðs af blómlegum efnahag Dan- merkur síðustu árin, minnsta at- vinnuleysi í þrjá áratugi og 3,5% hagvexti á síðasta ári. „Kjósendurnir sendu skýr skila- boð um að þeir vilja að Anders Fogh Rasmussen fari fyrir stjórninni, en úrslitin sýna líka að þeir vilja víðtæk- ari pólitískar lausnir,“ sagði dag- blaðið Berlingske Tidende í forystu- grein. „Stjórnin verður veikari en áður,“ sagði Peter Kurrild-Klitgaard, stjórnmálafræðingur við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann kvaðst telja að Fogh myndi leita eftir óformlegum stuðningi Nýs banda- lags á þinginu. „Líklegt er að hann geri lauslegan samning við Nýtt bandalag, ráðfæri sig við hann í hverju máli fyrir sig og kanni afstöðu hans í einstökum málum.“ Kurrild-Klitgaard sagði að ef stjórnin næði samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn og Nýtt bandalag væri hætta á að deilur blossuðu upp á milli þeirra, einkum í innflytjendamálunum. Ljóst væri að Fogh myndi leggja meiri áherslu á að tryggja sér stuðning Danska þjóðarflokksins, sem fékk 25 þing- sæti en Nýtt bandalag aðeins fimm. Danski þjóðarflokkurinn bætti við sig einu þingsæti og styrkti stöðu sína sem þriðji stærsti flokkur lands- ins. „Góður árangur Danska þjóðar- flokksins er rakinn til þess að hann hefur verið mjög samkvæmur sjálf- um sér í innflytjendamálum. Honum tókst að tryggja sér atkvæði hóps sem kýs yfirleitt ekki og leggur mesta áherslu á innflytjendamálin,“ sagði Johannes Andersen, stjórn- málafræðingur við Álaborgarhá- skóla. Danska stjórnin sækist eftir stuðningi Khaders AP Þreifingar Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær með Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga jafnaðarmanna, og Piu Kjærsgaard, formanni Danska þjóðarflokksins. Í HNOTSKURN » Danskir jafnaðarmenn,undir forystu Helle Thorn- ing-Schmidt, fengu aðeins 25,5% atkvæðanna, sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í rúm hundrað ár, eða frá 29. maí 1906 þegar hann fékk 25,4% kjörfylgi. » Í síðustu kosningum fengujafnaðarmenn 25,8% at- kvæðanna og litið var á það sem herfilegan ósigur fyrir flokkinn. Ósigurinn varð til þess að forsætisráðherraefni flokksins, Mogens Lykketoft, varð að draga sig í hlé.            72*89 :;<2=0 =>2<8<$6<<6                                                            !          !  "#    $%&  !   ' #$% &      () #''% (   * #)% * *+ #+,% -.    $, #'/% 0      (' #,1% 2    *' -13% 4  * & #'3%     !   .    &'   /     ,* Óvissa um stuðning þingmanns Færeyja styrkir stöðu Nýs bandalags ÞAÐ var Edmund Joensen, fyrr- verandi lögmaður Færeyja, sem tryggði stjórn borgaralegu flokk- anna nauman meirihluta á danska þinginu – en ekki Naser Khader, leiðtogi Nýs bandalags, sem von- aðist til þess að komast í oddaað- stöðu. Joensen er 63 ára og formaður Sambandsflokksins í Færeyjum, systurflokks Venstre, flokks And- ers Fogh Rasmussens, forsætisráð- herra Danmerkur. Hann fékk sæti á færeyska lögþinginu árið 1988, var lögmaður Færeyja á árunum 1994-1998, og hefur verið forseti lögþingsins síðustu árin. Þótt Joensen tryggi stjórninni eins sætis meirihluta á danska þinginu er ekki víst að það nægi henni. Ástæðan er sú að Joensen hefur sagt að hann vilji ekki ráða úrslitum á þinginu þegar atkvæði eru greidd um dönsk innanríkismál og það gæti valdið stjórninni vand- ræðum, að því er fram kom á fréttavef danska blaðsins Børsen í gær. Høgni Høydal, formaður Þjóð- veldisflokksins, hyggst hins vegar ekki sitja hjá við atkvæðagreiðslur um dönsk innanríkismál. Høydal og tveir fulltrúar Grænlands á danska þinginu eru andvígir stjórn borg- aralegu flokkanna í Danmörku. Tveir vinstriflokkar – Inuit Ataqatigiit og Siumut – fengu eitt sæti hvor á danska þinginu. Juliane Henningsen, 23 ára kona, er þing- maður IA og Lars Emil Johansen var endurkjörinn fyrir Siumut. Joensen í lykil- stöðu á þinginu Morgunblaðið/RAX Oddamaður Edmund Joensen, for- seti færeyska lögþingsins. Danska stjórnin getur ekki reitt sig á at- kvæði hans í dönskum innanríkismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.