Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, hóf í gær viðræður við leiðtoga Danska þjóð- arflokksins og Nýs bandalags um að þeir styddu stjórn Venstre og Íhaldsflokksins eftir kosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir tveir og Danski þjóðarflokkurinn, sem hefur stutt stjórnina, fengu samtals 89 þingsæti í kosningunum en þar sem annar af þingmönnum Færeyja styð- ur stjórnina hélt hún velli með minnsta mögulega meirihluta, 90 þingsæti af 179. Sá stuðningur nægir þó ef til vill ekki þar sem færeyski þingmaðurinn vill ekki greiða at- kvæði um dönsk innanríkismál á þinginu. Sú afstaða styrkir stöðu Nýs bandalags sem hafði vonast til þess að komast í oddaaðstöðu á þinginu og draga úr áhrifum Danska þjóðarflokksins, einkum í málefnum innflytjenda. Fogh Rasmussen sagði eftir fund með Margréti Danadrottningu í gærmorgun að aðrir flokkar en Venstre og Íhaldsflokkurinn fengju ekki sæti í stjórninni eftir kosning- arnar. Hann kvaðst hins vegar stefna að öflugri stuðningi á þinginu en eins sætis meirihluta. Forsætisráðherrann hóf því við- ræður við leiðtoga Danska þjóðar- flokksins og Nýs bandalags, en báðir flokkarnir höfðu lýst því yfir fyrir kosningarnar að þeir litu á Fogh sem forsætisráðherraefni sitt. Hann kvaðst einnig ætla að ræða við leið- toga annarra flokka um samstarf á ýmsum sviðum, til að mynda í vel- ferðarmálum, loftslags- og orkumál- um, og umdeildum málum á borð við málefni innflytjenda og fólks sem óskar eftir hæli í Danmörku. Fogh viðurkenndi að ekki yrði auðvelt að ná samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn og Nýtt bandalag vegna ágreinings þeirra í málefnum innflytjenda, skattamál- um og fleiri málaflokkum. Leiðtogi Nýs bandalags, Naser Khader, er sjálfur úr röðum innflytj- enda, faðir hans er palestínskur og móðir hans sýrlensk og hann fluttist til Danmerkur 11 ára gamall. Hann stofnaði flokkinn í maí sl. og stefndi að því að draga úr áhrifum Danska þjóðarflokksins undir forystu Piu Kjærsgaard sem beitti sér fyrir harkalegri stefnu í málefnum inn- flytjenda. Stefnan hefur meðal ann- ars orðið til þess að hælisleitendum hefur fækkað um 84% í Danmörku frá árinu 2001. Stjórnin veiktist Innflytjenda-, velferðar- og skattamálin voru efst á baugi í kosn- ingabaráttunni og stjórnmálaskýr- endur sögðu stjórnina hafa notið góðs af blómlegum efnahag Dan- merkur síðustu árin, minnsta at- vinnuleysi í þrjá áratugi og 3,5% hagvexti á síðasta ári. „Kjósendurnir sendu skýr skila- boð um að þeir vilja að Anders Fogh Rasmussen fari fyrir stjórninni, en úrslitin sýna líka að þeir vilja víðtæk- ari pólitískar lausnir,“ sagði dag- blaðið Berlingske Tidende í forystu- grein. „Stjórnin verður veikari en áður,“ sagði Peter Kurrild-Klitgaard, stjórnmálafræðingur við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann kvaðst telja að Fogh myndi leita eftir óformlegum stuðningi Nýs banda- lags á þinginu. „Líklegt er að hann geri lauslegan samning við Nýtt bandalag, ráðfæri sig við hann í hverju máli fyrir sig og kanni afstöðu hans í einstökum málum.“ Kurrild-Klitgaard sagði að ef stjórnin næði samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn og Nýtt bandalag væri hætta á að deilur blossuðu upp á milli þeirra, einkum í innflytjendamálunum. Ljóst væri að Fogh myndi leggja meiri áherslu á að tryggja sér stuðning Danska þjóðarflokksins, sem fékk 25 þing- sæti en Nýtt bandalag aðeins fimm. Danski þjóðarflokkurinn bætti við sig einu þingsæti og styrkti stöðu sína sem þriðji stærsti flokkur lands- ins. „Góður árangur Danska þjóðar- flokksins er rakinn til þess að hann hefur verið mjög samkvæmur sjálf- um sér í innflytjendamálum. Honum tókst að tryggja sér atkvæði hóps sem kýs yfirleitt ekki og leggur mesta áherslu á innflytjendamálin,“ sagði Johannes Andersen, stjórn- málafræðingur við Álaborgarhá- skóla. Danska stjórnin sækist eftir stuðningi Khaders AP Þreifingar Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær með Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga jafnaðarmanna, og Piu Kjærsgaard, formanni Danska þjóðarflokksins. Í HNOTSKURN » Danskir jafnaðarmenn,undir forystu Helle Thorn- ing-Schmidt, fengu aðeins 25,5% atkvæðanna, sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í rúm hundrað ár, eða frá 29. maí 1906 þegar hann fékk 25,4% kjörfylgi. » Í síðustu kosningum fengujafnaðarmenn 25,8% at- kvæðanna og litið var á það sem herfilegan ósigur fyrir flokkinn. Ósigurinn varð til þess að forsætisráðherraefni flokksins, Mogens Lykketoft, varð að draga sig í hlé.            72*89 :;<2=0 =>2<8<$6<<6                                                            !          !  "#    $%&  !   ' #$% &      () #''% (   * #)% * *+ #+,% -.    $, #'/% 0      (' #,1% 2    *' -13% 4  * & #'3%     !   .    &'   /     ,* Óvissa um stuðning þingmanns Færeyja styrkir stöðu Nýs bandalags ÞAÐ var Edmund Joensen, fyrr- verandi lögmaður Færeyja, sem tryggði stjórn borgaralegu flokk- anna nauman meirihluta á danska þinginu – en ekki Naser Khader, leiðtogi Nýs bandalags, sem von- aðist til þess að komast í oddaað- stöðu. Joensen er 63 ára og formaður Sambandsflokksins í Færeyjum, systurflokks Venstre, flokks And- ers Fogh Rasmussens, forsætisráð- herra Danmerkur. Hann fékk sæti á færeyska lögþinginu árið 1988, var lögmaður Færeyja á árunum 1994-1998, og hefur verið forseti lögþingsins síðustu árin. Þótt Joensen tryggi stjórninni eins sætis meirihluta á danska þinginu er ekki víst að það nægi henni. Ástæðan er sú að Joensen hefur sagt að hann vilji ekki ráða úrslitum á þinginu þegar atkvæði eru greidd um dönsk innanríkismál og það gæti valdið stjórninni vand- ræðum, að því er fram kom á fréttavef danska blaðsins Børsen í gær. Høgni Høydal, formaður Þjóð- veldisflokksins, hyggst hins vegar ekki sitja hjá við atkvæðagreiðslur um dönsk innanríkismál. Høydal og tveir fulltrúar Grænlands á danska þinginu eru andvígir stjórn borg- aralegu flokkanna í Danmörku. Tveir vinstriflokkar – Inuit Ataqatigiit og Siumut – fengu eitt sæti hvor á danska þinginu. Juliane Henningsen, 23 ára kona, er þing- maður IA og Lars Emil Johansen var endurkjörinn fyrir Siumut. Joensen í lykil- stöðu á þinginu Morgunblaðið/RAX Oddamaður Edmund Joensen, for- seti færeyska lögþingsins. Danska stjórnin getur ekki reitt sig á at- kvæði hans í dönskum innanríkismálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.