Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 41
til að lýsa samfélaginu, en Elías varð fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig útgefandinn, Ragnar í Smára, stóð að útgáfunni. Svo fékk sagan ekki sérlega góðar viðtökur, ekki einu sinni hjá félögum Elíasar í vinstri deildinni. Þetta hefur haft áhrif.“ Í viðtali sem birtist við Elías í Tímanum árið 1961, þegar rithöf- undarferli hans er í raun lokið, er hann hvassyrtur og segist hafa gert tilraun til að skrifa um íslenskan veruleika meðan obbinn af þeim bókum sem þá hafi verið að koma út sé nostalgískar bernskuminn- ingar, sveitarómantík, ferðasögur frá Spáni og eitthvað slíkt. Hann skildi ekki að þessi tilraun sín til að lýsa íslensku samfélagi á tímum braggabúanna hlyti svona meðferð hjá útgefanda og gagnrýnendum. „Hann ætlaði sér að vera „aktú- el“ höfundur sem skrifaði um sam- tímann og það vakti ekki áhuga. Kannski hefur sú mynd sem hann dregur upp af stéttskiptu, fordóma- fullu og andlausu þjóðfélagi ekki þótt æskileg,“ segir Hjálmar. „Gagnrýnandi Þjóðviljans vildi til dæmis ekki trúa því að fátækt ís- lenskt alþýðufólk gæti verið svona drykkfellt, ofbeldisfullt og ruglað eins og foreldrum Sóleyjar er lýst. Svo er annað mál hversu vel heppnuð Sóleyjarsaga er sem bók- menntaverk. Þar sem Elías er best- ur er hann frumlegur Reykjavík- urhöfundur sem notar meðal annars aðferðir blaðamanns til að kort- leggja líf ungmenna. En þegar hann setur sig í stellingar stór- rithöfundarins og fer að skrifa í ljóðrænum stíl um persónurnar, og næstum niður til þeirra, þá er hann kominn svolítið út af sinni braut.“ Fordómafullt samfélag – Það er forvitnilegt hvað þú hef- ur verið að gera í þessum bókum; það er eins og þú farir inn í öng- stræti og snúir fólkinu aftur út á aðalbrautina. „Þegar ég fór að skrifa þessa bók uppgötvaði ég að nákvæmlega hér í kjallaranum í mínu eigin húsi áttu sér stað mjög óhugnanlegir og dramatískir atburðir sem tengjast því sem Elías er að lýsa, ofboðslega fordómafullu og grimmu þjóðfélagi. Þeir sem vilja forvitnast um þá sögu geta kíkt á kaflann um Harry og Badda í bókinni … Í húsasundum leynist miklu meira en við höldum.Mér finnst frá- leitt að nota orðið „jaðar“ um þetta fólk, þetta er bara hluti af því að okkar kúltúr er miklu ríkulegri, pó- etískari, lífshættulegri og flottari en við sjáum dags daglega. Hluti af þessu merkilega lýðveldi okkar er uppreisnarfólk eins og Megas, Dag- ur og Róska; börn menntaðrar borgarastéttar sem gera uppreisn gegn ríkjandi gildum.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 41 SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS græn tónleikaröð í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Ernst Kovacic Einsöngvari ::: Auður Gunnarsdóttir Hljómsveitarstjóri ::: Gary Berkson Dansarar ::: Nemendur úr Listdansskóla Íslands Kynnir ::: Trúðurinn Barbara Pjotr Tsjajkovskíj ::: Hnotubrjóturinn FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR KL. 19.30 NOKKUR SÆTI LAUS Það er hefð hjá mörgum að byrja árið með hátíðar- brag á Vínartónleikum Sinfóníunnar. Þó er vissara að hafa hraðar hendur ef fólk vill tryggja sér miða á þessa sívinsælu tónleika, því þegar nær dregur tónleikadagsetningum verða þeir ófáanlegir. Gjafakort Sinfóníunnar er tvímælalaust hin full- komna jólagjöf fyrir þá sem unna góðri tónlist. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á jólatónleikana þar sem Hnotubrjótur Tsjajkovskíjs verður fluttur. Efnilegir dansarar úr Listdansskóla Íslands stíga sporin og trúðurinn Barbara segir söguna. tónleikar utan raða í háskólabíói tónsprotinn í háskólabíói FÖSTUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 NOKKUR SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 5. JANÚAR KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 5. JANÚAR KL. 21.00 LAUS SÆTI LAUGARDAGINN 15. DESEMBER KL. 14.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 15. DESEMBER KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS Vínartónleikar Gjafakort Hátíðlegustu og vinsælustu tónleikar Sinfóníunnar fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands sígild jólagjöf Jólafundurinn 2007 verður haldinn í Sunnusal Hótels Sögu fimmtudaginn 6. desember kl. 18:30. Dagskrá: Jólahugvekja: Séra Gunnar Sigurjónsson. Kvöldverður: Glæsilegt jólahlaðborð, möndlugjöf. Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Einsöngur: Hugi Jónsson ásamt Jóni Bjarnasyni undirleikara Happadrætti:Glæsilegir vinningar m.a frá Símanum, Nóa Síríus og Kynnisferðum Sigurður Jónsson leikur á píanó undir borðhaldi. Tilkynnið þátttöku í síma 545 0405 eða 545 0400 í síðasta lagi tveim dögum fyrir jólagleðina. Verð kr. 4.400. Félagsmálanefnd ❅ ❄ ❆ ❅❄❆                      !  "# $                       %  &        '(()# $         &      &       *&    +,-    # .         ,      %#   *          /,  0 '#   1(2 3&,    # 0#((  14#(( # /                               # 5          &    #2#(((6           0#((  14#((      %#  * '((7 +         + #           # 888# # 9       1(# ,  '(()# :         , # 1#2((#(((6 9              %(   & #   +          * ;-      < $= ;  ,-        -         #   -   >  ?# 9      @            9 +- . .    @            -  A B-        A A     @                       BÆKUR Skáldsaga Vinir, elskhugar, súkkulaði Eftir Alexander McCall Smith Þýdd af Helgu Soffíu Einarsdóttur 240 bls. Mál og menning, Reykjavík 2007 METSÖLUHÖFUNDURINN Al- exander McCall Smith skrifar bæk- ur sínar frá sjónarhóli hversdags- lífsins. Í þeim tveimur bókaflokkum sem þýddir eru á íslensku um þess- ar mundir íhuga kvenkyns aðal- persónur og gerendur mannlífið á meðan þær stússast í sínu frá degi til dags. Í bókunum um kven- spæjarastofu númer eitt í Botsvana rannsakar hin vinsæla Madama Ra- motswe lítil og stór mál fyrir við- skiptavini, drekkur rauðrunnate og borðar ávaxtaköku í einhverjum mest heillandi rólegheitum sem sjást í spennusögum. Vinir, elsk- hugar, súkkulaði er önnur bókin af fjórum sem Smith hefur skrifað um fröken Isabel Dalhouise í Edinborg en hún er ríkur, fráskilinn heim- spekingur sem ritstýrir tímariti um hagnýta siðfræði og hjálpar fólki í siðferðilegum þrengingum af ein- skærum áhuga. Eins og í bókunum um kvenspæjarastofuna ríkir ró- semd og friður yfir stílnum sem rennur átakalaust áfram eins og dagarnir sem þó eru aldrei eins heldur búa ætíð yfir nýjum og oft- ast spennandi úrlausnarefnum. Í bókinni reynir aðalpersónan að hjálpa manni einum á sextugsaldri sem fengið hefur nýtt hjarta úr tví- tugum manni. Hjartaþeginn þykist sjá fyrir sér andlit sem tilheyri sorglegum minningum hjartagjaf- ans; hann hefur lofað að hafa ekki uppi á fjölskyldu hins látna en finnst hann ekki getað lifað án þess að finna á þessu skýringar og án þess að þakka fyrir sig. Siðferðileg- ar klemmur Isabel verða margar í leit hennar og verður það til þess að hún hugleiðir stöðugt eigið líf og það hvernig hún tengist öðru fólki. Bókin er þess vegna fyrst og fremst um aðalpersónuna; hún er ágæt blanda af spennusögu, ást- arsögu, heimspekilegum hugleið- ingum og lýsingum á smáatriðum hversdagsins. Galli útgáfunnar er þó þýðingin sem er fremur stirð á köflum og of oft er farið rangt með íslenskt mál. Hrund Ólafsdóttir Hið hversdagslega Selur vel Alexander McCall Smith.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.