Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HLUTLAUS dómur er fallinn, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna hefur samkvæmt árlegri út- tekt komist að þeirri niðurstöðu að best sé að búa á Íslandi. Alls voru borin saman 177 lönd, Ísland velti Noregi úr fyrsta sæti, hvarvetna sem Íslend- ingar voru staddir á erlendri grund síðustu daga hafa þeir upp- skorið hamingjuóskir og spurningar, ekki síst: hvernig farið þið að þessu svona fámenn þjóð? Lífsgæðin Þessi árangur okkar byggist á vísitölu um lífsgæði. Ísland sigrar á þremur meg- instöðum, þar skiptir mestu landsframleiðsla á mann, að- gengi fólks að menntun og mennt- unarstig, ennfremur lífslíkur og meðalaldur þjóðarinnar. Það skal tekið hér fram að mælingin er byggð á stöðu Íslands árið 2005. Við framsóknarmenn fögnum þessari niðurstöðu, hún staðfestir þann mikla árangur sem Íslend- ingar og íslensk fyrirtæki hafa náð á síðustu árum og vert er að minn- ast á það að Framsóknarflokkurinn fór með forystu í ríkisstjórn lands- ins á þessum tíma og hafði í öflugri ríkisstjórn, í samstarfi við höf- uðandstæðing sinn Sjálfstæð- isflokkinn, lagt grunn að svo mörgu í heilan áratug þegar þessi mæling fór fram. Utan Evrópusambandsins Ísland og Noregur skera sig úr í Evrópu sem lönd hinna miklu lífs- gæða, vakin hefur ver- ið athygli á því að bæði þessi lönd standa utan Evrópusam- bandsins en eiga í gegnum öfluga við- skiptabrú sem er EES-samningurinn aðgang að mörkuðum í Evrópu og njóta ákveðins frelsis án þess að þurfa að taka á sig kvaðir og margar þvingandi afleiðingar ef um fulla aðild væri að ræða að ESB. Við framsókn- armenn höfum alltaf talið að at- vinna handa öllum væri grundvall- aratriði mannréttinda. Því settum við atvinnuna í forgang þegar við fórum í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1995, þá var hér á Íslandi gríðarlegt atvinnuleysi og landflótti. Gallinn í mörgum Evr- ópuríkjum er sá að atvinnuleysið er þeirra böl, hin þriðja og fjórða kyn- slóð fjölskyldna er að taka við þeirri sáru staðreynd að enga vinnu er að hafa, þrátt fyrir skólagöngu og menntun. Atvinna er móðir ham- ingjunnar og vegur þungt að mati Sameinuðu þjóðanna og Framsókn- arflokksins. Heilbrigði fyrir alla Einn stærsti þáttur þessa árang- urs er frábært heilbrigðiskerfi með einhverju færasta fólki á sviði læknavísinda og hjúkrunar í víðri veröld. Hvergi er jafn lítill ung- barnadauði og hér á landi, það seg- ir sína sögu um skipulag og mark- visst starf heilbrigðisþjónustunnar svo og vitund og ábyrgð verðandi mæðra og foreldra, við missum að- eins tvö börn af hverjum eitt þús- und fæddum börnum. Meðalaldur eða lífslíkur okkar eru 81,5 ár þar fylgjum við fast á eftir íbúum í Jap- an og Hong Kong sem státa af því ásamt okkur að eiga elstu konur og karla í heiminum. Hér hefur bar- áttu við ellina og sjúkdóma fleygt fram, það er gert við menn eins og bíla, skipt um legur og lokur og margur Íslendingurinn fjörgamall í árum er ungur í anda og upplifir margan hamingjudag. Forvarnarstarfið, hreyfingin og sundið eru viðurkenndar ynging- araðferðir. Það er og verður eilíft verkefni að búa vel að þeim öldr- uðu. Þar skiptir miklu að heilsan haldist og hamingja og lífsgleði varðveitist. Félagsstarf þeirra öldr- uðu blómstrar sem betur fer um allt land, sveitarfélögin og Samtök eldri borgara, ekki síst, hafa unnið þrekvirki fyrir þá sem færast yfir í heldri manna tölu. Skóli, menntun Á einum áratug með batnandi þjóðarhag hefur framboð í menntun aldrei verið jafn mikið og nú á Ís- landi. Framhaldsskólar og háskólar nýir og gamlir eru troðfullir af fólki sem er að búa sig undir lífið og framtíðina. Við framsóknarmenn höfum alltaf litið á menntun sem fjárfestingu fyrir þjóðfélagið. Sí- menntun er staðreynd dagsins hér, fólk sest á skólabekk og námskeið á öllum aldri og atvinnulífið styður þessa þróun. Íslenskir háskólar eru í samstarfi um víða veröld. Landið okkar liggur mjög vel við austri og vestri þetta eru bæði framsæknir háskólar og öflug fyrirtæki að nýta sér í þekkingu og fjárfestingu. Ríkisstjórnin slöpp Þessi árangur ársins 2005 og síð- ustu tólf ára er mikill en full þörf eins og alltaf að huga að hlið- arverkunum og vaxtaverkjum sam- félagsins. Stærsta verkefni kjara- samninga vetrarins er að huga að lífskjörum þess fólks sem minnst hefur. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde er dauf, verðbólga geisar og háir vextir sliga skuldug heimili og fyr- irtæki. Eftirlitsstofnanir heima og erlendis hafa sett efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar á gult spjald. Ríkisstjórnin hefur sýnt mikið ábyrgðarleysi og átti strax á vor- dögum að stíga á hemla og taka á gegn þenslunni. Þá hefði Seðla- banki ekki þurft að keyra stýrivext- ina í þær himinhæðir sem nú blasir við. Ríkisstjórn Geirs H. Haarde og efnahagsástandið í landinu minnir æ meir á ástandið sem sprengdi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1988. Til hamingju – Ísland fyrsta sætið Guðni Ágústsson skrifar um þjóðarhag »Einn stærsti þátturþessa árangurs er frábært heilbrigðiskerfi með einhverju færasta fólki á sviði læknavís- inda og hjúkrunar í víðri veröld. Guðni Ágústsson Höfundur er alþingismaður og for- maður Framsóknarflokksins. Hver á orkulindirnar? Hótel Saga kl. 16:00 Þriðjudaginn 4. desember Málþing um eignarrétt á auðlindum í jörðu Þriðjudaginn 4. desember n.k. stendur RSE fyrir málþingi um eignarrétt á auðlindum í jörðu. Fjallað verður um hverjir eigi auðlindirnar og hvernig eignarhaldi á þeim sé best fyrir komið. Málþingið fer fram á Hótel Sögu (salur Harvard 2) og hefst kl. 16:00. Framsögumenn verða Karl Axelsson, hæsta- réttarlögmaður og dósent við Háskóla Íslands og Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður. Auk framsögumanna munu Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Sigurður Líndal, prófessor við Háskólann á Bifröst og Birgir Þór Runólfsson, dósent við Háskóla Íslands taka þátt. Gert er ráð fyrir að fundi ljúki eigi síðar en kl. 18:00. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.rse.is Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. M ynd: H alldór S igurðsson Einarsnes, Skerjafirði - sjávarútsýni Tvílyft endaraðhús við Einarsnes í Skerjafirði ásamt bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö herbergi og sjónvarpshol á neðri hæðinni. Á efri hæðinni er stofa, snyrting, eldhús og þvottahús. Glæsilegt útsýni í vestur út á sjóinn. V. 57,0 m. 7113 Hverafold - glæsilegt Glæsilegt tvílyft einbýlishús á frábærum útsýnisstað, neðan götu í neðstu húsaröðinni við Grafarvoginn, þ.e. á n.k. sjávarlóð. Húsið er samtals 225,1 fm að stærð með innb. 42 fm bílskúr. Á efri hæðinni er forstofa, snyrting, hol, stórar stofur með arni, eldhús og búr. Á neðri hæðinni er hol, 3 herbergi, þvottaherbergi og baðherbergi. Fallegur og gróinn garður. Stór timburverönd til suðurs. Akoma að húsinu er mjög skemmtileg. V. 75 m. 7144 Álfaland, Fossvogur - fallegt útsýni Falleg 3-4ra herbergja, 157,8 fm íbúð (þ.a. bílskúr 32,0 fm) á efri hæð í 4-býlishúsi með sérinngangi og einstaklega fallegu útsýni. Eignin skiptist í forstofu, stóra stofu, þvottahús, tvö svefnh., eldhús og baðh. Mjög eftirsótt staðsetning. V. 37,5 m. 7147 Bergþórugata - einbýli - lækkað verð Mjög gott einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr sem er innréttaður sem íbúð eða vinnustofa. Góð timburverönd við húsið og miklir stækunarmöguleikar skv. nýju deiliskipulagi. Eftirsótt staðsetning. V. 69,9 m. 7111 Efstaland - Glæsileg uppgerð Mjög glæsileg, björt og vel skipulögð, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með miklu útsýni, í góðu fjölbýli. Íbúðin er öll nýstandsett á flottan hátt. Nýtt eldhús, gólfefni, hurðar og skápar. Glæsileg eign. V. 26,5 m. 7143 Hlíðarvegur - standsetning Vel skipulögð, 4ra herbergja, 103,7 fm íbúð á fyrstu hæð í 3ja íbúða húsi með miklu útsýni. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. V. 26,2 m. 7146 Mjósund - Hafnarfirði Góð 3ja til 4ra her- bergja íbúð á 1. hæð ásamt kjallara. Íbúð- in skiptist í 2 góð svefnherbergi, stofu og eldhús, hringstigi niður í kjallara þar er stórt alrými baðherbergi, herbergi og þvottahús. V. 23,1 m. 7145 Rjúpnasalir - björt íbúð. 4ra herb., 113,5 fm, falleg íbúð á 1. hæð sem skiptist í 3 herbergi, baðherbergi, þvottahús, stofu og eldhús. Leikskóli er við hliðina, Íþróttaaka- demían, sundlaug o.fl. örstutt frá svo og önnur þjónusta. V. 26,2 m. 7141 Hamravík - Rúmgóð og björt Mjög rúm- góð og björt, 104,5 fm íbúð á 2. hæð með sérinngangi af svölum. Parket á stofu og plastparket á herbergjum. Flísar á baði, eldhúsi og anddyri. Þvottahús í íbúð. Næg bílastæði. V. 27,9 m. 7139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.