Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 69 Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Í samstarfi við ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI: Umræður að lokinni leiksýningu Í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi efna LA og Jafnréttisstofa til sérstakrar auka-sýningar á Ökutímum sunnudaginn 9. des. kl. 20.00. Á eftir verða umræður sérfræðinga, leikhússfólks og áhorfenda um þá tegund kynbundins ofbeldis sem er hvað erfiðust viðureignar og mest dulin í samfélagi okkar: misnotkun á börnum. Leikritið Ökutímar lýsir ævi konu sem varð fyrir misnotkun á unga aldri á nærfærinn en um leið afhjúpandi hátt og hafa leikarar LA fengið einróma lof fyrir frammistöðu sína. Miðasala hjá LA ■ Fös. 7. desember kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group til fjáröflunar fyrir BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Uppselt. Stjórnandi: Alistair Dawes Söngvarar: Dame Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. ■ Lau. 15. desember kl. 14 örfá sæti laus og kl. 17 örfá sæti laus Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. 3. jan. nokkur sæti laus 4. jan. nokkur sæti laus 5. jan. kl. 17 örfá sæti laus 5. jan. kl. 21 laus sæti Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember. Sunnudagur 2. desember kl. 17:00 Org Steingrímur Þórhallsson, organisti við Neskirkju, heldur sína árlegu orgeltónleika. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Buxtehude og Jón Þórarinsson ásamt jólaorgeltónlist. Miðaverð 1.000 kr. Fimmtudagur 6. desember kl. 20:00 Stórtónleikar á afmælisári Óratorían L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato eftir G. F. Händel. Kór Neskirkju ásamt barrokkhljómsveit. Einsöngvarar: Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Marta Halldórsdóttir, sópran, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór og Hrólfur Sæmundsson, baritón. Konsertmeistari verður Martin Frewer og stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Miðaverð 2.500 kr. og 2.000 kr. í forsölu hjá 12 Tónum. Miðasala við innganginn Dillaðu þér Gríptu augnablikið og lifðu núna Milljón íslensk og erlend lög sem þú getur halað niður í símann þinn TÓNLIST Ráðhús Reykjavíkur Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Dick Oatts.  Sunnudaginn 24.11. 2007 ÞAÐ má segja að Dick Oatts hafi komið með nýja strauma í efnistök Stórsveitar Reykjavíkur. Hann hóf feril sinn í New York sem tenóristi í Thad Jones/Mel Lewis stórsveitinni 1977. Skömmu síðar yfirgaf Thad Jones sveitina og hélt til Kaupmannahafn- ar þar sem honum tókst að gera Stórsveit danska útvarpsins að einni bestu stórsveit þess tíma. Mel Lewis hélt áfram með bandið í New York og Oatts blés með því alla tíð. Thad Jones er einn af höfuðsnillingum stórsveitardjassins og fyrrnefndar hljómsveitir ásamt sveit Count Basie, er hann stjórnaði eftir dauða Basies þar til hann hneig sjálfur að foldu, voru engu líkar. Hann var gæddur hvílíkum krafti og spunagleði að honum varð ekki skotaskuld úr að bæta riffum og fleira góðgæti inn í útsetningarnar með einföldum bendingum meðan hljómsveitir hans léku. Oatts reyndi þetta líka í blúsnum sínum, Barabarian, meðan sólist- arnir spunnu. Þetta tókst misjafn- lega en var skemmtilegt á að hlýða. Kjartan Valdimarsson lék eitt besta sóló tónleikanna í þessu verki. Hóf það á neðri hluta hljómborðs flygils- ins með rómantískum blæ á köflum áður en hann lét blúshljómana dynja á hlustum áheyrenda. Annað sóló var sérdeilis velheppn- að á þessum tónleikum; tenórsóló Jóels Pálssonar í gömlu verki eftir Oatts, Leap Of Faith. Þá er eftir að nefna hlut stjórnandans sem var yf- irleitt í aðalsólóhlutverki á tónleik- unum. Hann hóf þá á einstaklega fal- legu altósóló í Beautiful Love, sem var annar tveggja söngdansa tón- leikanna: hinn Skylark Carmichels í útsetningu Bob Brookmeyers þar sem Þorgrímur Jónsson bassaleikari hljómaði hadenískur í sólói sínu. Öll önnur verk voru eftir Oatts í útsetningum Michaels Abene utan eitt. Oatts blés fallega í sópran í mörgum verkanna, tónninn sérdeilis fagur, tónmyndun stundum á mörk- unum. Sveitin stóð sig með prýði í oft erf- iðum útsetningum, brassið magnað í Mel’s Minor og Jói Hjörleifs með „shuffeltaktinn“ á hreinu. Svona kallar eins og Oatts þyrftu bara að geta dvalið lengur með sveitinni við æfingar. Vernharður Linnet Stórsveitin þanin Morgunblaðið/Sverrir Stórsveit Reykjavíkur Stóð sig með prýði í oft erfiðum útsetningum. Dick Oatts færði nýja strauma í efnistök stórsveitarinnar. BANDARÍSKI ofurhuginn Evil Knievel lést í fyrradag, 69 ára að aldri. Knievel var þekktur af glæfralegum vélhjólabrögð- um, einkum að stökkva af pöll- um yfir tugi strætisvagna og/eða bifreiða, klæddur skrautbúningi sem sjá má á meðfylgjandi mynd, af einni af forsíðum Sports Illustrated tíma- ritsins árið 1974. Knievel hét réttu nafni Robert Craig. Hann hafði þjáðst um nokk- urt skeið af lungnasjúkdómi. Knie- vel þótti allra ofurhuga hugrakk- astur þegar hann var upp á sitt besta. „Guð hefur aldrei skapað eins harðan andskota og mig,“ hafði Knievel að segja um eigin frammistöðu. Knievel fékk enda oft að gjalda fyrir fífldirfskuna, braut yfir 40 bein í líkamanum á ferlinum. Göm- ul meiðsl tóku að segja til sín þeg- ar hann komst á efri ár. Viður- nefnið „Evil“ fékk hann þegar hann komst í kast við lögin á unga aldri. Evil Knievel látinn Evil Knievel SÖNGVARINN Morrissey hefur höfðað meið- yrðamál gegn breska tónlistar- tímaritinu NME, New Musical Ex- press, og rit- stjóra þess, fyrir meintar æru- meiðingar. Á forsíðu tímaritsins var haft eft- ir söngvaranum eftirfarandi: „Það flæðir inn um hlið Englands. Land- inu er kastað á glæ.“ Í tímaritinu er Morrissey sakað- ur um barnalega afstöðu til inn- flytjendamála og áróðurskennda, líkt og þá sem breski Þjóðernis- flokkurinn aðhyllist í stefnuskrá sinni. Morrissey segir orð sín hafa ver- ið slitin úr samhengi. NME hefur áður sakað Morrissey um kynþáttahatur, fyrir um 15 ár- um, og var lítt hrifið af því að hann skyldi sveipa sig breska fánanum á tónleikum. Morrissey lögsækir Morrissey AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.