Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 21 pti ef ein- Við lítum hafi ýmis er uppi, r bankar infjár- og g Lands- ð lokum. r og ein- trinum ri Glitnis, gs skyn- og telur gist ekki i skaðleg tíma litið, þá erfiðu ármagns- gengt við viðskipti un Kaup- útrásin sé eld ekki. g hliðholl- í langan ðsaðstæð- num mán- menn fari frekar að er búið að á Íslandi, ið að okk- öðuna að- n eflaust i.“ æðna forstjóri n Kaup- jákvæða. „Þessi ákvörðun hefur legið í loft- inu og ég tel hana skynsamlega í ljósi aðstæðna á fjármálamörkuð- um heimsins. Þetta mun væntan- lega styrkja lausafjárstöðu bank- ans töluvert, sem er mikilvægt miðað við aðstæður á fjármála- mörkuðum.“ Róbert segist ekki taka undir að brotthvarfið frá yfirtökunni sé mikið bakslag í íslensku útrásina. „Ef þetta væri einangrað tilvik sem tengdist Kaupþingi sérstak- lega væri það alvarlegra mál. Allir sem taka þátt í bankastarfsemi og fyrirtækjakaupum í dag skilja að markaðir eru erfiðir um allan heim,“ segir hann. Gera megi ráð fyrir að þetta ástand vari næstu 6- 12 mánuði. Fjárfestingar segir hann oft á tíðum ekki arðbærar nema þær séu fjármagnaðar að hluta til með lánsfé og að hluta með eigin fé. Því hefur aðgengi að lánsfjármagni líka haft áhrif á þá sjóði sem í dag eru með sterka lausafjárstöðu. Einnig segir hann að í dag sé mikið af fjármagni í Mið-Austurlöndum. „Þar eru stórir sjóðir sem verð- ur áhugavert að fylgjast með hvort láti til sín taka á næstu misserum. Við sjáum nú þegar þessa aðila fjárfesta í stærstu bönkum heims. Á sama tíma eru vestræn fyrirtæki að glíma við afleiðingar lausafjár- skorts,“ segir Róbert. Útrásarverkefni Actavis á næstu misserum segir hann felast í áframhaldandi innri vexti og metn- aðarfullum áætlunum um mark- aðssetningu fjölda lyfja á mörkuð- um fyrirtækisins, auk uppbygg- ingar starfsemi frá grunni í Evrópulöndum eins og Sviss, Ítal- íu, Austurríki og Frakklandi. „Ástandið á mörkuðum hefur ekki haft áhrif á Actavis. Auk þess er fyrirtækið orðið mjög sterkt á flestum vígstöðvum og þörfin á yf- irtökum er ekki til staðar eins og áður var,“ segir hann. Vandi menn sig er fjármagn enn fáanlegt í góð verkefni Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy, segir ákvörðun stjórnenda Kaupþings ekki koma á óvart í ljósi stöðunnar sem uppi er á fjármálamörkuðum og að sér sýnist ákvörðunin skyn- samleg. „Mér sýnast viðbrögðin frekar jákvæð gagnvart þessu, í ljósi stöðunnar.“ Hann segir samkomulagið ein- ungis bakslag í útrás fjármálafyr- irtækja að því leyti að mjög stór samningur detti upp fyrir, en hins vegar að yfirtakan hefði getað skaðað útrásina mun meira ef henni hefði verið haldið til streitu en gengið illa. „Þetta merkir að menn stígi var- legar til jarðar og að eitthvað muni hægja á útrásinni, en alls ekki að hún sé að stöðvast, ég læt mér ekki detta það í hug. Þegar maður lítur á fréttir af bönkunum, tekjum þeirra og hlutdeild erlendis þá held ég að hún sé ekki að stöðv- ast.“ Hann segir horfurnar í útrás- arverkefnum GGE góðar. Verk- efnin séu mikil og áhugi fjárfesta á félaginu einnig. „Það er fleygiferð á okkur,“ segir hann. „En þessar fréttir eru svo nýkomnar að við er- um kannski ekki farin að sjá áhrif- in ennþá. Hins vegar finna allir fyrir breyttum fjármálamarkaði, og það er orðið erfiðara að sækja fjármagn í verkefni. Ef menn vinna þetta rétt og eru með góð verkefni þá er hægt að finna fjár- magnið, þótt það sé dýrara en áð- ur.“ ásin álfan og markaðinn í kkur höndum“ sson laðið/Golli nmörku. Eftir Bjarna Ólafsson og Guðrúnu Hálfdánardóttur Bankastjóri Landsbankans, HalldórKristjánsson, segist undrast þáákvörðun Moody’s að taka lánshæf-iseinkunn bankans til athugunar og segist telja að ákvörðunin byggist að hluta til á misskilningi, en lánshæfismatsfyrirtækið greindi frá því í gær að lánshæfismats- einkunnir Landsbanka og Glitnis hefðu verið teknar til athugunar með hugsanlega lækkun í huga. Jafnframt er einkunn Kaupþings enn í athugun hjá Moody’s til mögulegrar lækkunar. Í öllum þremur tilfellum eru það einkunnir vegna langtímalána og fjárhagslegs styrkleika sem hafa verið teknar til endurskoðunar, en aftur á móti hafa einkunnir bankanna vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbind- inga verið staðfestar. Í tilkynningu Moody’s segir að ástæða end- urskoðunarinnar sé útlit fyrir tekjusamdrátt hjá bönkunum þremur. Matsfyrirtækið hafi áhyggjur af því hve viðkvæmir bankarnir séu fyrir sveiflum á markaði, þar sem stór hluti tekna þeirra komi af fjárfestingarbanka- og fyrirtækjasviðum þeirra. Vegna óróleika á mörkuðum geti þetta valdið enn meiri óvissu varðandi tekjur þeirra á þessu ári. Bendir Moody’s á að afkomutilkynningar bankanna fyrir fjórða ársfjórðung 2007 sýni nú þegar töluverðan tekjusamdrátt. Bankarnir hafa allir langtímaeinkunnina Aa3 og einkunnina C varð- andi fjárhagslegan styrkleika. Hringlandaháttur Halldór Kristjánsson segir að Moody’s sé það matsfyrirtæki sem hafi lengsta reynslu á íslenska markaðnum og hefur sent frá sér góð- ar greiningar, bæði hvað varðar íslenska ríkið og bankakerfið. „Hitt er það að snemma vors 2007 breytti Moody’s um aðferðafræði við mat á fjár- málageiranum. Það leiddi skyndilega til þess að í apríl 2007 voru allir íslensku bankarnir settir í hæsta mögulega flokk (Aaa). Hið sama gilti um nokkra aðra banka. Sex vikum síðar lækkaði Moody’s íslensku bankana,“ segir Halldór. Hann segir að bæði Landsbankinn og mark- aðurinn í raun hafi álitið að einhver mistök hafi átt sér stað hjá Moody’s en lokniðurstaðan sé sú að íslensku bankarnir hækkuðu allir frá fyrra mati Moody’s, þ.e. Aa3. „Niðurstaðan er sem sagt sú að eftir að Moody’s breytti matinu á ný eru allir íslensku bankarnir með hærra mat en áður en aðferðafræðinni var breytt.“ Halldór segir að Moody’s sem og önnur lánshæfismatsfyrirtæki séu undir miklum þrýstingi og álagi þessa dagana vegna þess umróts sem er á fjármálamörkuðum. Matsfyr- irtækin hafi verið gagnrýnd vegna þess að m.a. breskir, bandarískir, franskir og svissneskir bankar hafa þurft að afskrifa lán sem lánshæf- ismatsfyrirtækin höfðu metið sem áhættulítil og svo mætti lengi telja. Virðist sem verið sé að breyta horfum á lánshæfismatseinkunnum fjölmargra heimsþekktra banka í dag og má þar nefna Barclays Capital, Deutsche Bank, UBS og Dresdner Bank. „Almennt séð eru lánshæfismatsfyrirtækin í vörn þessa dagana og virðist gæta ákveðins hringlandaháttar,“ segir Halldór. Helsta gagnrýni Moody’s á Landsbankann sem og á hina íslensku bankana er viðskipta- módel þeirra. Mikil áhersla er sögð lögð á fjár- festingabankastarfsemi hjá íslensku bönk- unum og nú þegar það er niðursveifla á mörkuðum þá sé litið á það á neikvæðan hátt og neikvæðar horfur settar á alla bankana án þess að greina þetta betur, að sögn Halldórs. Farið verði yfir málið „Um leið og við hjá Landsbankanum viljum ítreka það að gæði hafi almennt einkennt vinnu Moody’s hvað varðar mat á íslensku bönkunum þá er ekki hjá því komist að minn- ast á það mikla álag sem hvílir á matsfyrirtæk- inu og þá miklu gagnrýni sem það verður fyrir. Við áttum okkur ekki á þessari ákvörðun hvað varðar Landsbankann því við teljum okkur hafa gert það þrennt á síðustu tólf til átján mánuðum sem lánshæfismatsfyrirtækið hafði þegar verið búið að benda á sem væru atriði sem gætu styrkt lánshæfismat Landsbankans. Í fyrsta lagi höfum við bætt lausafjárstöðuna m.a. með aukinni innlánatöku og eflt áhættu- stýringu sem var eitt af því sem þeir bentu á að gæti styrkt stöðu okkar. Í öðru lagi höfum við lækkað þá markaðsáhættu sem bankinn er með, sem mæld hefur verið sem hlutfall af hlutafjáreign bankans fyrir eigin reikning sem hlutfall af heildareignum bankans úr rúmlega 4% í nú um 2%. Í þriðja lagi hefur bankinn stöðugt verið að auka afkomu og fjölþætta kjarnastarfsemi misseri eftir misseri. Þetta hefur sérstaklega verið birt í fjölda ára sem hluta af endurskoðuðu uppgjöri bankans. Við teljum því að Moody’s hafi ekki lesið nið- urstöðu ársuppgjörs okkar sem við kynntum í fyrradag nægjanlega nákvæmlega,“ segir Hall- dór. Hann segir Moody’s vera það lánshæf- ismatsfyrirtæki sem Landsbankinn vinni nán- ast með og að sjálfsögðu verði farið yfir þessi mál með Moody’s á næstu dögum. Þetta við- horf gagnvart Landsbankanum sé sérstakt í ljósi þess að gagnvart opinberum viðmiðunum Moody’s ætti bankinn að vera í hærra grunn- mati. Vangaveltur Moody’s koma á óvart Meðal þess sem Moody’s bendir á í skýrsl- unni er hve stór hluti innlána Landsbankans komi í gegnum netreikninga, Icesave. Er tekið fram að þrátt fyrir að það sé jákvætt hversu mikið innlánin hafi vaxið, tæplega 20% á síð- asta ári, þá velti matsfyrirtækið fyrir sér hversu mikill stöðugleiki einkenni þessa reikn- inga enda eigi þeir sér stutta sögu. Halldór segir að Landsbankinn telji þetta á misskilningi byggt hjá Moody’s því þrátt fyrir að þetta séu netreikningar hafi innlánagrunn- urinn verið mjög stöðugur. „Þegar við fórum af stað með Icesave- innlánin var það grundvallað á því að búa til einfaldan og góðan innlánsreikning sem hefði fólgna í sér langtímaábyrgð á lágmarks- verðum. Tekist hefur að ná til sparifjáreigenda sem hugsa til lengri tíma, en 14% innlána Ice- save eru nú bundin innlán. Þetta teljum við að hafi ráðið vinsældum Icesave að stórum hluta enda um nýjung að ræða,“ segir Halldór og bætir við: „Vöxtur alþjóðlegra innlána hefur verið stöðugur frá 2003 og vangaveltur Moody’s koma því á óvart,“ segir Halldór. Lausafjárstaða Glitnis traust Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segist setja afstöðu Mood’s í samhengi við þá óvissu sem ríkt hafi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarna mánuði. „Mér finnst þó ástæða til þess að benda á að lánshæfismatseinkunn ís- lensku bankanna hefur á innan við ári breyst úr A1 upp í AAA og svo aftur niður í Aa3, sem er sú einkunn sem nú er til endurskoðunar. Verði það niðurstaðan verða íslensku bank- arnir á sama stað og þeir voru áður en að- ferðafræði Moody’s var breytt. Hinsvegar er mikilvægt að taka fram að staða Glitnis er sterk. Tekjur okkar af kjarnastarfsemi eru í góðum vexti og lausafjárstaða bankans er traust. Stefna bankans erlendis er skýr; að byggja upp fyrirtækjalánastarfsemi og tengda fjármálaþjónustu á Norðurlöndum og að vaxa alþjóðlega í tengslum við sérhæfingu bankans í sjávarútvegi og jarðhita. Að mínu mati er þetta góð áminning um að við þurfum sífellt að upplýsa markaðinn um stöðu Glitnis, framtíð- aráætlanir okkar og sérstöðu,“ segir Lárus. Um misskilning sé að ræða hjá Moody’s Matsfyrirtækið Moody’s tekur lánshæfismat Glitnis og Landsbanka til athugunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.