Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 24
|sunnudagur|10. 2. 2008| mbl.is Þ etta er búinn að vera lang- ur tími erlendis, ein níu ár,“ segir Urður. „Og þegar þetta starf hér bauðst gerði ég mér grein fyrir að ég yrði annaðhvort að stökkva núna eða halda áfram að vera úti – en þá gæti ég líka hætt að hugsa um að koma heim nema til að fara beint á elliheimili. Svo er ég nátt- úrlega forlagatrúar eins og allir Ís- lendingar.“ – Enda berðu sama nafn og ein ör- laganornanna? „Og er afar sátt við nafnið. Þegar ég var krakki uppgötvaði ég hins veg- ar mér til skelfingar að orðið urður þýðir dauði. Mamma varð hálf- vandræðaleg, enda höfðu foreldrar mínir ekki haft hugmynd um þetta. Núna finnst mér þetta bara fyndið, ég vann fyrir nokkrum árum með manni sem hafði mikið gaman af því að kynna mig fyrir fólki sem konuna sem heitir Dauði.“ Urður var um árabil blaðamaður á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf voru gerðar skipulagsbreyt- ingar á blaðinu eins og gengur. Við það losnaði staða í erlendum fréttum. „Ég stökk á það,“ segir Urður. Eftir það varð ekki aftur snúið. „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á alþjóðamálum, sérstaklega Austur-Evrópu. Ég held að sá áhugi hafi kviknað af tímaritinu Fréttir frá Sovétríkjunum sem var borið í öll hús þegar ég var krakki. Ég gleypti það í mig og fannst þessi heimur framandi og spennandi. Þegar ég hafði unnið á erlendum fréttum um hríð var ég loks send á vegum blaðsins til Bosníu 1995.“ – Það hefur verið orðið ófriðlegt þar þá? „Það logaði allt. Þetta var rétt áður en Dayton-samkomulagið var und- irritað. Við fórum líka til Kraína í Króatíu sem Króatar höfðu nýtekið frá Serbum. Þetta hafði verið 100 þúsund manna borg en það voru bara um 10 manns eftir þar. Eina fólkið á staðnum fyrir utan fáein gamalmenni voru málaliðar. Það var dálítið óhugn- anlegt. Þar áttaði ég mig á því hvað ég kunni lítið að umgangast fólk sem væri drukkið, á lyfjum, vopnað og hefði líklega mörg mannslíf á sam- viskunni. Þetta voru fyrstu kynni mín af því sem fylgir stríðsátökum, mann- gerðunum og andrúmsloftinu. Að koma inn í tóma borg með eintómum náungum sem ættu helst að vera bak við lás og slá, sitja þar og reykja og drekka og bíða eftir … mann langar ekki einu sinni til að vita eftir hverju.“ – Varstu kannski hætt komin? „Kannski ekki þarna. Við fórum varlega.“ – En var þetta þá eitthvað sem þér fannst þú þurfa að kynnast nánar? „Já. Þetta kveikti áhuga á því að kynnast þeim svæðum sem ég var að Árvakur/Kristinn Heim til nýrra starfa Er forlagatrúar eins og flestir Íslendingar, segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Af vígvöllum ástar og haturs Urður Gunnarsdóttir hefur starfað á stríðs- og átakasvæðum í sunnan- og austanverðri Evrópu, jafnt við friðargæslu sem kosn- ingaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. (ÖSE). Um áramótin tók hún við starfi sem fjölmiðlafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins. Hún sagði Hallgrími Helga Helgasyni að hún hlakkaði til að takast á við íslenska utanríkisþjónustu á nýjum forsendum og að Ísland hefði þar mikilvægu hlutverki að gegna. Stund milli stríða Viðtal við Urði í kvennablaði í Bosníu. Fyrirsögnin merkir norn eða gyðja hins liðna. »Hjörð fréttamanna streymir inn og at- gangurinn minnir á fræga bók um bransann sem heitir „Er einhver hér sem hefur verið nauðgað og talar ensku?“ En þegar allir eru farnir, þá sitja þeir bestu eftir. daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.