Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 28
stjórnmál 28 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ G eraldine Ferraro var varaforsetaframbjóð- andi demókrata 1984 og blökkumaðurinn Jesse Jackson keppti í tvígang; 1984 og 88, að því að hljóta útnefningu demókrata og stóð fram- an af til sigurs í seinna skiptið, en brást bogalistin á lokasprettinum. Geraldine Anne Ferraro varð fyrsta konan til forsetaframboðs á vegum stóru flokkanna í Bandaríkj- unum, þegar Walter Mondale, for- setaefni demókrata, valdi hana sem varaforsetaefni sitt 1984. Þau höfðu ekki erindi sem erfiði, heldur guldu afhroð fyrir Ronald Reagan og George Bush eldri. Vinsæl kjarkkona Geraldine Ferraro fæddist 26. ágúst 1935 í Newburgh, New York. Faðir hennar, sem var ítalskur inn- flytjandi, lézt þegar hún var 8 ára, móðir hennar var saumakona. Hún lauk kennaraprófi með ensku sem aðalfag og kenndi í almennum skól- um í Queens og sótti lagaskóla með starfi. Hún varð lögfræðingur 1960 og stundaði almenn lögfræðistörf til 1974 að hún gerðist aðstoð- arsaksóknari Queens. Þar vann hún að stofnun sérstakrar deildar sem fæst við ofbeldisglæpi; einkum heimilisofbeldi og nauðganir. 1978 náði hún kjöri til full- trúadeildarinnar sem fulltrúi Queens og var endurkjörin 1980 og ’82 við vaxandi vinsældir; hlaut 73,22% atkvæða 1982. Hún þótti duglegur þingmaður, í frjálslyndari kantinum og starfaði í nokkrum veigamiklum þing- nefndum. Hún naut óskoraðs trausts flokkssystkina sinna og var m.a. fyrst kvenna ritari þingflokks- stjórnar demókrata í fulltrúadeild- inni. Slíkur skörungur þótti Ferraro að leið hennar í öldungadeildina var talin greið, ef hún vildi, en einnig var rætt um hana sem forsetaefni flokksins eða varaforsetaefni. Í janúar 1984 fór Ferraro í fræga ferð til Nicaragua og El Salvador og deildi heimkomin hart á Reagan- stjórnina fyrir stefnu hennar í Mið- Ameríku, sem þingið hefði lýst and- stöðu við, og leynimakk sem fara átti á bak við þingið með. Þessi ferð og framhaldið heimafyrir vakti aukna athygli á þessari skeleggu þingkonu og bætti mjög vígstöðu hennar, þegar Walter Mondale fór að svipast um eftir varaforsetaefni. Sterkari frambjóðandi en fjármál flæktust fyrir Mondale þótti svo sýna talsvert hugrekki með því að velja konu og þær raddir heyrðust að áhöld væru um, hvort Ferraro myndi standa undir valinu. Það gerði hún hins vegar með glæsibrag. Mondale var talsvert á eftir Reagan í skoð- anakönnunum, en þegar Ferrao kom til sögunnar jókst fylgi demó- krata umtalsvert. Mondale mistókst hins vegar að fylgja velgengninni eftir og fylgið fjaraði undan demó- krötum aftur. Ferraro þótti hins vegar standa sig vel í varaforsetas- lagnum; í kappræðum við George Bush, varaforseta, þótti hún hvergi gefa honum eftir nema síður væri. Þegar fram í baráttuna sótti var hún almennt talin sterkari frambjóðandi flokksins, en því miður aðeins vara- forsetaefni hans. Þau Mondale biðu svo afhroð í forsetakosningunum. Þegar baráttan stóð sem hæst átti ég leið um Cleveland og gaf þar að líta forsetaframbjóðendurna tvo í kosningaham. Reyndar átti það að- eins við um annan þeirra; Reagan forseti kom og hélt fagnaðarsam- komu á torginu; lúðrasveitin lék, stelpur sneru skúfum og forsetinn talaði fjálgur um fánann og fólkið. Þetta var sigurhátíð sæl og blíð. Annað var uppi á teningnum Mon- dale-megin. Hann tók höndum sam- an við forystumenn blökkumanna í kirkju einni. Sú samkoma var öll á brattann og lauk með því að menn sungu We shall overcome. Það var engin sigurvissa í þeim söng enda fór sem fór. Nokkurt bakslag kom í baráttu Ferraro, þegar skattaskýrslur þeirra hjóna voru gerðar að umtals- efni og þá einkum fjármál eig- inmannsins, fasteignasalans Johns Zaccaro. Ferraro, sem kunn var að festu í framgöngu sinni, átti erfitt með sig vegna vandræðagangs í sambandi við fjármálin og eftir kosningarnar hlaut hún tiltal siða- nefndar fulltrúadeildarinnar fyrir lausatök á kosningasjóðum. Fræg urðu þau ummæli Barböru Bush, eiginkonu Bush varaforseta, þegar hún var spurð álits á Ferraro, að henni kæmi þá í hug orð sem rím- aði við „rich“. Barbara hringdi í Ferraro og baðst afsökunar á því að hafa, þegar hún vildi taka upp hanzkann fyrir eiginmann sinn, látið að því liggja að orðið „witch“ (norn) lýsti henni bezt. Árangurslausar tilraun- ir við öldungadeildina Eftir forsetakosningarnar dró Ferraro úr pólitískum umsvifum sínum. Hún sendi frá sér ævisögu 1985, en 1992 var hún tilbúin í slag- inn aftur og bauð sig fram til setu í öldungadeildinni fyrir New York. Hún hafði ekki erindi sem erfiði. Ár- ið eftir útnefndi Clinton, forseti, hana fulltrúa Bandaríkjanna í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Frá 1996 til 1998 vakti hún mesta athygli sem stjórnmála- skýrandi hjá CNN, en 1998 gerði hún aðra árangurslausa tilraun til þess að komast í öldungadeildina. Sama ár greindist hún með mer- gæxli og hefur síðan verið ötull stuðningsmaður rannsókna á þeim sjúkdómi. Síðustu árin hefur hún starfað að fréttaskýringum og almanna- tengslum. Geraldine Ferraro lýsti snemma stuðningi við sókn Hillary Clinton eftir forsetaembættinu og hefur tek- ið virkan þátt í kosningabaráttu hennar. Mannréttindin tóku guðfræðinámið yfir Í fyrra skiptið, sem Jesse Jackson keppti að forsetaútnefningu demó- krata, lenti hann í þriðja sæti, en í seinna skiptið bætti hann um betur og stóð þá valið milli hans og Mich- aels Dukakis, sem hlaut útnefningu flokksins. Margir urðu til þess að hvetja Jackson til þátttöku þriðja sinni og töldu ekki fullreynt fyrr, en hann hafnaði því. Jesse Louis Burns fæddist í Greenville í Suður-Karolínu 8. októ- ber 1941. Móðir hans, Helen Burns, var sextán ára þegar hann fæddist en faðirinn var kvæntur maður og gaf sig ekkert að syninum. Þegar drengurinn var tveggja ára giftist móðir hans Charles Henry Jacskon sem seinna ættleiddi Jesse. Jesse varð afburða hafnabolta- maður á námsárunum, en hafnaði samningi um að gerast atvinnumað- ur. Hugur hans stóð til prestsþjón- ustu, en svo hætti hann námi til þess að helga sig mannréttindabaráttu óskiptur. Hann var samt vígður 1968 án prófs og síðar, 1990, sæmd- ur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði við háskóla í Chicago. 1965 gekk Jackson til liðs við hreyfingu Martins Luthers King og tveimur árum síðar útnefndi King hann framkvæmdastjóra hreyfingar sinnar á landsvísu. Jackson var í för með King í Memphis, þegar hann var ráðinn af dögum 4. apríl 1968, daginn eftir að hann flutti sína frægu ræðu; „Ég hef staðið á tind- inum“. Jackson lenti ítrekað upp á kant við eftirmann King; Ralph Aber- nathy og 1971 skildu leiðir. Jackson stofnaði eigin samtök; PUSH, og 1984 stofnaði hann Regnboga- samtök ýmissa minnihlutahópa og þau sameinuð festu hann í sessi sem einn helzta baráttumann Bandaríkj- anna fyrir mannréttindum og um leið varð hann einn helzti forystu- maður demókrata. Gyðingauppnefni gerði vonirnar að engu 1983 fór Jackson í frækna för til Sýrlands og fékk þar lausan banda- rískan flugmann. Reagan forseti bauð þeim í Hvíta húsið og þetta framtak varð til þess að auka vin- sældir Jackson og hjálpa honum af stað í kapphlaupinu um forsetaút- nefningu demókrata ári síðar. Í forkosningunum kom Jackson öllum á óvart framan af, en endaði í þriðja sæti á eftir Walter Mondale og Gary Hart; Jackson fékk 3,5 milljónir atkvæða (21% atkvæða- magnsins en aðeins 8% kjörfulltrúa) og sigraði í fimm forkosningunum. Talið er að honum hefði gengið miklu betur, ef honum hefði ekki orðið það á í kosningabaráttunni að Reuters Reuters Skeleggur Jesse Jackson er eldheitur ræðumaður. Hér flytur hann setn- ingarræðu við opnun ráðstefnu á vegum Regnboga/Push samtakanna. Kapphlaupið um Hvíta húsið Tveir áratugir og að- eins betur eru síðan kona og blökkumaður hafa gert sig jafngild í kapphlaupinu um Hvíta húsið og þau Hillary Clinton og Barack Obama nú. Freysteinn Jóhannsson segir frá. » Fræg urðu þau ummæli Barböru Bush, eiginkonu Bush varaforseta, þegar hún var spurð álits á Ferraro, að henni kæmi þá í hug orð sem rímaði við „rich“. » Talið er að Jackson hefði gengið miklu betur, ef honum hefði ekki orðið það á í kosningabaráttunni að uppnefna gyðinga í New York (Hymies og Hymietown) Kvenskörungur Geraldine Ferraro var útnefnd varaforsetaefni demó- krataflokksins í júlí 1984. Hún var skörulegri frambjóðandi en Mondale.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.