Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 41
MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Til 9. mars. Opið alla daga frá kl. 11–17. Aðgangur ókeypis. Dans elementanna, mál- verk, Daði Guðbjörnsson bbbnn ÆPANDI bleik og rauð hjörtu stökkva á áhorfandann þegar komið er inn í sýning- arsal Listasafns Reykjanesbæjar. Þetta er verkið Hjörtu á réttum stað og í þessari mynd koma fram nokkur einkenni Daða sem listamanns, kraftmikil notkun á sætum litum og klisjukennt myndefni svo minnir á ósmekklega kaþólska minjagripi í yfirstærð. Strax hér við fyrsta verkið á sýningunni skilur á milli þeirra sem ná sambandi við verk Daða og þeirra sem gera það ekki, en það er til marks um gildi verka hans að þau eru umdeild. Daði sýnir metnað á sýningu sinni en sem undirliggjandi þema má greina leit að mörkum og eig- inleikum tveggja heima, eða kannski góðs og ills. Það má finna fyrir innri baráttu, til dæmis í myndinni Gulur býr enn í helli sín- um, þar sem í myrkri má greina ljós en líka lævís öfl. Kannski má kalla margar myndanna landslags- myndir, og eftirminnileg, sterk, hrein og tær er mynd Daða þar sem mætast himinn og haf undir dansi skýjaslæða, listamaðurinn er orðinn afar öruggur í sínu mynd- máli. Daði var djarfur þegar hann kom með krúsídúllurnar á sínum tíma, enn fara þær fyrir brjóstið á mörgum og svo virðist sem form af þessum toga geti ekki talist alvar- leg myndlist. En hér sýnir Daði svo ekki verður um villst að honum er full alvara og þegar best lætur er myndflötur hans lifandi og iðandi af lífi, með vísunum jafnt í listasöguna og samtímalistir. Brosmild andlitin sem skína fram á mörgum stöðum koma í veg fyrir að myndirnar verði hjákátlega upphafnar en draga þær ekki niður á plan lág- menningar, þvert á móti mætast í verkum Daða áhrif frá kitsch og lágmenningu, mynsturgerð og naív- ísma sem og straumum í sam- tímalistum svo sem tilhneigingu ís- lenskra landslagsmálara til að einbeita sér að smáatriðum yf- irborðsins svo sem gróðri eða hrauni. Allt frá því að Daði hóf að mála á tímum nýja málverksins hefur hann óslitið þróað myndmál sitt. Um nokkurt skeið hefur ef til vill virst sem svo að myndmál hans væri sér á báti en listamaðurinn hefur ótrauður haldið sínu striki og eins og oftar þegar svo er virðast straumar samtímans elta list hans uppi og birta hana í nýju ljósi. Dans elementanna „Daði sýnir metnað á sýn- ingu sinni en sem undirliggjandi þema má greina leit að mörkum og eiginleikum tveggja heima.“ Stefnumót tveggja heima Ragna Sigurðardóttir Jón Hlöðver Áskelsson tóntegunda og hljómflaumurinn túlkar slík átök að betur verður ekki gert. En auðvitað kemst mað- ur í friðarrjóður og hjarðmanns- gleðistemningu í fimmta þætti sem endar á ljúfu nótunum. Allur einkenndist flutningurinn af natni og góðri frammistöðu hljóðfæra- leikaranna, má þar m.a. nefna fín- an leik á horn og fagott o.s.frv. Fyrir hlé brilleraði Áshildur Har- aldsdóttir á flautuna í konsert tæknigaldranna eftir Ibert. Einkar áhrifamikill konsert. Það var sama hvort Áshildur tjáði lag- ræna dýpt á neðra sviði flaut- unnar eða hentist með látum í hæðir, allt farnaðist henni vel og geislaði af öryggi. Mér fannst reyndar í þessu verki og báðum norsku verkunum að hljómsveitin væri stundum fullsterk. Í upphafi hljómaði kraftmik- ill forleikur Halvorsens, sem er vanmetið hljóm- sveitartónskáld. Rondóið eftir Sæverud er und- urfallegt og angurvært og ljómandi fallega leikin lag- lína af óbói, fagotti og fiðl- um. Sinfónískir tónleikar með meistarabrag. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 41 NÆSTI fyrirlestur Mannfræðifélags Íslands í fyrirlestraröðinni Frásögn – túlkun – tengsl, er fyrirlestur Unnar Steingrímsdóttur dokt- orsnema í mannfræði við Háskóla Íslands. Kall- ast fyrirlestur hennar „Sofa urtubörn á út- skerjum: Um hugræna félagsþætti geðhvarfa“. Fyrirlesturinn verður í fundarsal Reykjavík- urAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð og hefst klukkan 20. Rannsóknin byggist á lífssögum viðmælenda. Niðurstöður hennar virðast meðal annars varpa ljósi á hvernig einstaklingurinn skapar og end- urskapar sjálfsímynd sína og sjálfsskilning á þeirri vegferð sem lífið býr honum. Efniviðinn sækir hann einkum í félagstengsl bernsku sinn- ar sem um leið á sér rætur í ættarsögunni, trú- ararfi og sögu lands og þjóðar. Unnur Stein- grímsdóttur lauk BS-prófi í líffræði frá HÍ vorið 1972, BA-prófi í þjóðfræði frá HÍ vorið 2001 og MA-prófi í mannfræði frá HÍ vorið 2003. Unnur stundar nú doktorsnám í mannfræði við Há- skóla Íslands. Um hugræna félags- þætti geðhvarfa ÞAÐ er ástæða fyrir því að La trav- iata er ein mest sýnda ópera tónbók- menntanna. Sagan, sem byggð er á Kamelíufrúnni eftir Alexandre Dumas, höfðar til fólks á öllum tím- um, og er saga af ást sem ekki fær að þrífast vegna fordóma og samfélags- aðstæðna. Tónlist Verdis er drifkraft- urinn sem gerir óperuna að sönnum gullmola. Allt frá forleiknum í upp- hafi, þar sem Verdi vísar snilldarlega í niðurlag óperunnar og grimm örlög la traviötu, Víólettu Valery og óper- una á enda, er hvert atriðið af öðru, aríur, dúettar, kórar, millispil, svo fullkomlega meitluð af hendi tón- skáldsins, svo fullkomlega trú sög- unni og svo fullkomlega trú sögu- persónum sínum, að fátítt er að allt falli svo listilega saman í einu verki. Með öðrum orðum, La traviata er snilldarverk. Þegar um slíkt verk er að ræða; verk sem hefur þegar verið sýnt nokkrum sinnum áður, og alltaf við góðar undirtektir; hljóta vænting- arnar að vera miklar. Jamie Hayes sem áður hefur sett upp verkefni fyr- ir Óperuna var fenginn til að setja Traviötu upp núna og honum hefur tekist vel – að mestu. Hann færir sög- una til áranna kringum 1920, en hvar? Auðvitað gæti þetta verið glamúrlíf flottræflanna í París á þeim tíma, og því vill maður trúa, þar sem borgin er margoft nefnd á nafn í text- anum. En bandarískur fáni yfir svið- inu í öðrum þætti gefur vísbendingar um að allt í einu séum við komin þangað. Þetta verður ankannalegt þegar persónurnar eru í stöðugum skreppitúrum til Parísar að sinna er- indum sínum og koma til baka að vörmu spori. Þetta er hvorki stórt né mikilvægt atriði upp á heildaráhrif sýningarinnar, en fánanum hefði bet- ur verið sleppt. Það skiptir ekki höf- uðmáli að „sveitin“ heiti eitthvað. Þá lætur hann persónur verksins skipta um sviðsmyndir – góð hugmynd, ekki ný, en vel útfærð; þar sem jafnvel hljómsveitarstjórinn Kurt Kopecki var dreginn upp á svið til að skemmta veislugestum Traviötu. Sýningin er falleg fyrir augað, leik- mynd Elroys Ashmores gæðir gam- alkunnugt svið Gamla bíós nýju og fersku lífi, búningar Filippíu Elís- dóttur eru fallegir, – fara persónum þó misvel. Lýsing Björns Bergsteins er áhrifamikil og gefur sviðinu dýpt, ekki síst í sveitarsenu annars þáttar, og undir lokin, þegar Traviata rís upp af sóttarsænginni. Atriði eru vel upp- byggð og flæði persóna inn og út af sviðinu er leyst á skynsamlegan hátt, og annað rými hússins, eins og sval- irnar, er nýtt sem hluti sviðs. Allt gef- ur þetta uppfærslunni heilsteypta og trúverðuga mynd. Kór Íslensku óperunnar sýndi strax í upphafsatriðinu að enn er hann flottur og kraftmikill – leik- rænir tilburðir kórsins í heild hafa batnað, en þurfa að verða enn betri. Zbigniew Dubik leiddi hljómsveitina, og Kurt Kopecki hljómsveitarstjóri hélt öllu saman af miklu öryggi og músíkalskri tryggð við Verdi. Í fyrsta sinn gafst okkur nú tæki- færi til að heyra í tveimur mögnuðum söngvurum sem hafa gert garðinn frægan erlendis um árabil. Sigrún Pálmadóttir í titilhlutverkinu var stórkostleg og átti þessa sýningu al- gjörlega. Söngur hennar var tækni- lega fullkominn – hún hafði ekkert fyrir háum tónum, og hver og einn einasti þeirra var í fókus og söng- flúrið rann léttilega og áreynslulaust frá henni – rödd Sigrúnar steinliggur. En Sigrún gerði meira. Hún söng af músíkölsku næmi sem fór saman við eðlilegan og blátt áfram leik. Hún sýndi mikinn karakter og reisn í hlut- verki Traviötu; enginn aum- ingjabragur þar. Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Alfredos Germont, söng margt mjög fallega, eins og hann ger- ir svo iðulega; en því miður er sam- anburðurinn við toppfólkið okkar honum óhagstæður. Hann stendur Sigrúnu og Tómasi Tómassyni í hlut- verki Germonts eldri talsvert að baki í sviðsþroska. Með tvo slíka heims- söngvara sér við hlið hefði Jóhann Friðgeir þurft miklu meiri leikræna þjálfun og leiðsögn í söngnum. Nú er ekki hægt að segja að Jóhann Frið- geir sé reynslulaus og hafi ekki góða rödd. Hvort tveggja er vissulega til staðar. Í fyrsta lagi oflék hann með ýktum svipbrigðum og vandræða- legum hreyfingum og maður hafði á tilfinningunni að honum liði ekki vel á sviðinu. Í öðru lagi var hann of fók- useraður á eigin tilvist, söng og hreyfingar, eins og hann þyrði ekki að fleygja af sér hamnum og sleppa sér. Hann var ekki þátttakandi í flæðinu á sviðinu; nýtti sér ekki magnaðan sviðskraftinn sem sann- arlega var til staðar, til að færa þenn- an fókus af sjálfum sér yfir á verkið og heildina. Til þess að geta það þarf traust og áræði, þroska og reynslu. Þá er komið að Tómasar þætti Tómassonar, sem sannarlega var sá sem kom, sá og sigraði. Loksins kom að því að við fengjum að sjá hann og heyra á sviði Íslensku óperunnar í verðugu hlutverki – það var löngu tímabært. Tómas geislaði af öryggi og yndinu af því að syngja. Hann þurfti ekki að gera mikið til að heilla. En hver hans smæsta hreyfing var þeim mun áhrifameiri. Innkoma hans á sviðið í upphafi lokaþáttar var mögnuð. Þó gerði hann ekkert annað en taka þessi fáu skref, staðnæmast og horfa. Hann var þrúgandi sem hinn hégómlegi „tengdafaðir“ Trav- iötu og stórkostlegur sem iðrandi gamalmenni. Rödd Tómasar er fram- úrskarandi falleg og tæknilega örugg og hann hefur allt músíknæmi til að bera sem gerir hann að miklum lista- manni. Margnefnt atriði í sveitinni, í fyrri hluta annars þáttar, þar sem Traviata og Germont eldri – í hönd- um Sigrúnar og Tómasar, syngja sinn langa dúett var eitt það magnaðasta sem undirrituð hefur séð á sviði Ís- lensku óperunnar. Það snart, og það snart djúpt. Þannig á góð óperusýn- ing að vera. Söngvarar í minni hlut- verkum voru allir góðir, en sérstakur fengur var að því að fá Jóhann Smára Sævarsson á sviðið í hlutverki Gren- vils læknis. Í heild var þetta stórkostleg sýn- ing, ekki síst fyrir frábæra frammi- stöðu Sigrúnar Pálmadóttur og Tóm- asar Tómassonar. Listræn reisn TÓNLIST Íslenska óperan – La traviata Íslenska óperan sýnir La traviata eftir Giuseppe Verdi við texta eftir Piave, byggðan á Kamelíufrúnni eftir Dumas. Í aðalhlutverkum eru Sigrún Pálmadóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Tómas Tómasson. Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar, konsertmeistari er Zbigniew Dubik og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecki. Leikstjóri er Jamie Hayes, leik- mynd hannaði Elroy Ashmor, Filippía Elísdóttir hannaði búninga og Björn Berg- steinn lýsingu. Föstudagskvöld kl. 20.  Árvakur/Kristinn Snilldarverk La Traviata stóð undir væntingum – að mestu. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.