Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMNINGANEFND Samiðnar fékk heildstætt samningstilboð frá Samtökum atvinnulífsins á kjara- fundi þeirra í gær og mun nefndin á fundi aðila í dag, þriðjudag, gera grein fyrir afstöðu sinni til tilboðs- ins. Að sögn Finnbjörns A. Her- mannssonar formanns Samiðnar felst tilboðið öðrum þræði í því að koma Samiðn inn í það tilboð sem Starfsgreinasambandinu var gefið. „Síðan eru ákvæði sem varða okkur og við erum mest að velta þeim fyrir okkur,“ segir Finnbjörn. „Þau snúa að orlofi og starfsmenntamálum og ég lít ekki svo á að það sé stórmál af hálfu SA að semja um þau. Við erum tiltölulega léttir á fóðrum í kostn- aðarmati heildarinnar.“ Finnbjörn segist álíka bjartsýnn og Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri SA um að samningar gætu náðst í þessari viku. „Ef þetta gengur upp, þá gerist það í þessari viku,“ segir Finnbjörn. Rafiðnaðarsambandið og Alþýðu- sambandið áttu einnig fundi með SA í gær en Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er ekki eins bjartsýnn á að samn- ingar náist í vikunni. Telur hann lík- legra að menn geti í besta falli skrif- að undir eftir helgina. Rafiðnaðarsambandið fór með drög að samningi heim af fundinum í gær, svipuðum að gerð og Starfs- greinasambandið og Samiðn hafa fengið. Mun samninganefnd Rafiðn- aðarsambandsins fara yfir tilboðið í dag og funda með SA í kjölfarið. Guðmundur bendir á að tölur í samningsdrögunum hvað sitt félag varðar, hafi verið hærri en hjá Starfsgreinasambandinu, en það hafi verið fyrirsjáanlegt í ljósi þess að þær tölur virki ekki inni í launa- kerfum Rafiðnaðarsambandsins. Guðmundur segist telja að menn geti farið að sjá fyrir endann á samningaviðræðum í lok vikunnar, en býst ekki við að mál verði komin svo langt að hægt verði að skrifa undir þá þegar. „Það eru ýmsir hnútar óhnýttir og það tekur tíma að klára málin,“ bendir hann á. „Tiltölulega léttir á fóðrum“ Samninganefndir stéttarfélaga meta samningstilboð SA Árvakur/RAX Samningafundur Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, ræddu málin við félaga sína í Karphúsinu í gær. ÞAÐ er engin ástæða fyrir krakka að hanga inni yfir tölvu eða sjónvarpi þessa dagana þegar nægur snjór er úti. Þessir drengir eru í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Í gær var starfsdagur í skólanum og þeir settu á sig húfur og vettlinga og skelltu sér með sleðana í brekk- urnar. Árvakur/Frikki Renna sér í brekkunum MAT á útbreiðslu og styrk óveðurs- ins sem skall á landinu sl. föstudag og aðfaranótt laugardags virðist benda til þess að það veður, ásamt óveðrum í janúar og febrúar, hafi verið í hópi verstu veðra sem geng- ið hafa yfir landið á síðustu 12-13 árum, að því er segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Mesti vindhraði (10-mínútna vindhraði) sem mældist á mæli Veðurstofu Íslands var 59,2 m/s á Skálafelli en sú mæling er ótrygg vegna rafmagns- og ísingatruflana. Engar truflanir voru hins vegar á Þverfjalli þar sem vindhraði mæld- ist 46,1 m/s. Í fréttinni segir ennfremur að það sé óvenjulegt hversu illviðrin hafi verið tíð í vetur miðað við síð- asta áratug. Sé á hinn bóginn litið til lengri tíma virðist sem illviðra- syrpur hafi komið alloft áður. Veðrið ekki verið svo vont lengi Veðrið á föstudag eitt það versta í tíu ár Smásöluverð á lyfjum reyndist vera hæst í Dan- mörku í 15 til- vikum en í 14 til- vikum á Íslandi í febrúar. Um er að ræða þær 33 veltuhæstu pakkningar sem Tryggingastofn- un niðurgreiddi fyrir landsmenn árið 2006. Lyfja- verð reyndist aldrei hæst í Noregi en lægst þar í 20 tilvikum. Á Íslandi reyndist verð á tveimur lyfjum lægst á Íslandi. Í Svíþjóð voru fjór- ar tegundir dýrastar en níu ódýr- astar. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem lyfjagreiðslunefnd hefur gert. Samanburðarlöndin eru Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð. Í verð- könnuninni kemur fram að heild- söluverð á þessum lyfjum er í 9 tilvikum lægst á Íslandi og hæst í 4 tilvikum. Í Danmörku er heild- söluverðið í tveimur tilvikum lægst í Danmörku en hæst í 19 tilvikum. Í Noregi er heildsöluverð lægst í 15 tilvikum en aldrei hæst. Lyfin dýrust í Danmörku og á Íslandi Lyfjaverðsnefnd gerði könnunina. LÖGREGLUNNI á Selfossi bárust á föstudag upplýsingar um að ólag væri á lögskráningu nokkurra skip- verja á báti sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Við skoðun málsins kom í ljós að í það minnsta sex skip- verjar voru ekki lögskráðir á bát- inn. Að sögn lögreglu vantaði upp á að skipverjarnir uppfylltu lög- skráningarskilyrði. Skipstjóri báts- ins var yfirheyrður og verður málið í framhaldi af því sent til ákæru- valdsins. Sex óskráðir skipverjar Umboðsmaður Alþingis hefur ekki lokið um- fjöllun um REI- málið, en hann sendi í október á síðasta ári sveit- arfélögunum sem eiga Orku- veitu Reykjavík- ur 12 spurningar um stofnun dótt- urfélagsins Reykjavik Energy In- vest og meðferð á eignarhlut í REI þegar ákveðið var að sameina það Geysi Green Energy. Sveitarfélögin hafa svarað spurningunum, en Reykjavíkurborg mun ætla að gefa umboðsmanni frekari skýringar. Umboðsmaður Alþingis tók málið upp að eigin frumkvæði. Ekkert liggur fyrir um hvenær hann lýkur umfjöllun um málið. Skoðar áfram REI-málið Tryggvi Gunnarsson FLUGFÉLAGIÐ CityStar- Landsflug hefur fengið flugrekstr- arleyfi sitt framlengt hjá Flug- málastjórn til 5. mars næstkom- andi, en félagið hefur sem kunnugt ákveðið að hætta starfsemi sinni í Skotlandi, þar sem flogið hefur ver- ið frá Aberdeen til nokkurra áfangastaða í Noregi. Félagið hefur verið með fjórar Dornier-vélar á sínum snærum, sem hafa verið með íslenskt flugrekstrarleyfi. Ekki fengust upplýsingar um það hjá Flugmálastjórn hvort CityStar hefði skilað inn gögnum um fjár- hagslega stöðu og ekki hefur náðist í forráðamenn flugfélagsins. Leyfi City Star framlengt hann kom til Íslands, en fengið kveðjur frá honum. „Það verður ekki of oft ítrekað að Austur-Tímor er þjóð sem þarf á aðstoð að halda. Þar er mikil fátækt en þjóð- in hefur mikla möguleika, m.a. við fiskveiðar. Svo það er vonanadi að íslensk stjórnvöld fari að beina sjónum þangað.“ Hún segist vona að tilræðið verði ekki til þess að frekari átök blossi upp í landinu. | 14 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is KRISTÍN Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnrétt- isstofu, var meðal þeirra sem tilnefndu José Ramos- Horta, forseta Austur-Tímors, til friðarverðlauna Nób- els sem hann hlaut árið 1996, en þá var Kristín þing- kona Kvennalistans. „Ég er harmi slegin yfir fregnunum og vona að hann lifi árásina af því hann virðist vera hættulega særður,“ segir Kristín um fréttirnar af tilræðinu sem Ramos- Horta var sýnt síðastliðinn sunnudag. Kristín hitti Ramos-Horta fyrst er hún var viðstödd nóbelsverðlaunahátíðina í Osló árið 1996 og svo aftur þegar hann heimsótti Ísland ári seinna. „Hann er af- skaplega ljúfur og indæll maður, en auk þess að hafa „lent í því“ að verða stjórnmálamaður, þá er hann ljóð- skáld. Hann talaði um það við okkur að þegar sjálfstæði Austur-Tímors yrði náð gæti hann vonandi snúið sér að skriftum. En það varð nú aldeilis ekki raunin,“ segir Kristín. Kristín segir Ramos-Horta ekki hafa verið á Austur- Tímor er Indónesar gerðu innrás árið 1975 og því ekki lent þar í fangelsi eins og núverandi forsætisráðherra, Xanana Gusmao, hafi gert. Ramos-Horta hafi því tekið það að sér að ferðast um heiminn og kynna málefni Austur-Tímors allt þar til landið hlaut sjálfstæði árið 1999. Hún segist ekki hafa hitt Ramos-Horta aftur eftir að „Hann er afskaplega ljúfur og indæll maður“ Árvakur/Þorkell Friðarverðlaunahafi José Ramos-Horta kynnti málefni Austur-Tímor fyrir Íslendingum árið 1997. ALVARLEGT vinnuslys varð um borð í fiskibáti í Álftafirði í gær, þegar bátsverji slasaðist á hendi. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar á Ísafirði var maðurinn við vinnu á spili á bátnum þegar slysið varð. Bátnum var siglt í land og tók sjúkrabíll á móti hinum slasaða og flutti hann á sjúkra- hús. Lögreglan á Ísafirði hefur tekið til- drög slyssins til nánari rannsóknar. Alvarlegt vinnuslys í báti TVEIR bílar fóru útaf þjóðveginum um Húnavatnssýslu í gær í vonsku- veðri en ekki urðu slys á fólki. Fyrra óhappið varð á Þverárfjalls- vegi og komu liðsmenn björgunar- sveitarinnar Blöndu fólki til aðstoð- ar. Seinna óhappið varð í Hrútafirði í gærkvöld kl. 21:30 við slæm akst- ursskilyrði. Bóndi nokkur kom fólki til aðstoðar, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Tveir bílar óku útaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.