Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 11 FRÉTTIR LÁTINN er Frank Ponzi listsagnfræðing- ur á 79. aldursári. Frank Ponzi, afkom- andi ítalskra innflytj- enda, fæddist í New Castle, Pennsylvaniu- ríki í Bandaríkjunum 18. maí 1929. Hann stundaði myndlistar- nám við Art Students League í New York og síðar nám í listsagn- fræði og forvörslu við Oxford Háskóla í Eng- landi. Frank Ponzi starfaði við kvikmyndadeild City Collage í New York og síðar sem listráðunaut- ur hjá Guggenheim-safninu í New York. Árið 1958 fluttist hann til Íslands ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu og áttu þau heimili sitt í Mosfellsdal þar sem hann bjó til æviloka. Frank Ponzi vann við forvörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands og síðar hjá Kjarvalsstöðum á fyrstu árum safnsins. Jafnframt því að stunda sjálfsþurftarbúskap í Mosfellsdal vann hann að eigin listsköpun, for- vörslu, ráðgjafarstörf- um og umsjón með list- viðburðum og sýningum, auk rann- sókna á sviði íslenskrar menningararfleiðar. Eftir hann liggja grein- ar og bækur um þau efni, þar á meðal bók um Finn Jónsson list- málara. Frank gerði tvær heimildarmyndir um brautryðjendur; dr. Alexander Jóhannes- son, rektor við Háskóla Íslands, og Engel Lund söngkonu. Frank Ponzi sinnti aðallega rit- störfum síðari hluta ævinnar. Hann skrifaði fjórar veglegar bækur um Ísland á síðustu öldum, byggðar á sýn erlendra leiðangurs- og lista- manna í málverkum og ljósmyndum. Síðasta verk Franks er endurminn- ingabókin „Dada Collage and Mem- oirs“. Frank Ponzi lætur eftir sig eig- inkonu, tvö börn og fimm barnabörn. Andlát Frank Ponzi JÓHANN Tómas Eg- ilsson, fyrrum útibús- stjóri Iðnaðarbankans og Íslandsbanka, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík laugar- daginn 9. febrúar sl., 81 árs að aldri. Jóhann fæddist á Akureyri 29. ágúst 1926, yngstur sona hjónanna Egils Tómas- sonar og Sigríðar Helgu Jónsdóttur. Bræður Jóhanns voru Hólmsteinn Egilsson, á sinni tíð eigandi og for- stjóri Malar og sands hf. á Akureyri, og Jón Egilsson, m.a. eigandi og for- stjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar. Jó- hann kvæntist 1947 Björgu Jónsdótt- ur frá Hnífsdal. Þau eignuðust þrjú börn, Sigríði Dóru Jóhannsdóttur myndlistarmann, Egil Jóhannsson, umsjónarmann fasteigna Landspítal- ans, og Örn Jóhannsson sem starfar erlendis. Jóhann T. Egilsson starfaði sem póstfulltrúi á Akureyri en lengst af vann hann sem bankamaður, fyrst sem starfsmaður Iðnaðarbankans á Akureyri, síðan sem útibússtjóri hans í Hafnarfirði, því næst í Garðabæ og loks útibússtjóri Ís- landsbanka við Gull- inbrú í Reykjavík. Er hann komst á eftirlauna- aldur tók hann að sér að beiðni bankastjórnar- innar ýmis sérverkefni í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík. Að því loknu byggði hann upp fyrstu þjónustuna með kaup- leigusamninga í bif- reiðaviðskiptum hér- lendis hjá Ingvari Helgasyni hf. Jóhann var frá unga aldri mjög virkur íþróttamaður. Hann æfði og keppti með Íþróttafélaginu Þór á Akureyri í öllum flokkum knattspyrnu og líka í sameinuðum liðum Þórs og KA. Jó- hann var formaður Þórs 1953-1955 og sæmdur heiðursmerki félagsins á 90 ára afmæli þess 2005. Jóhann keppti í öðrum greinum íþrótta, einkum bad- minton og golfi. Jóhann tók hvarvetna mikinn þátt í félagslífi, var í Frímúrarareglunni á Akureyri og í Reykjavík og í Lions- hreyfingunni á Akureyri, um skeið sem formaður Lionsklúbbs Akureyr- ar, og starfaði í Lionshreyfingunni í Hafnarfirði. Jóhann T. Egilsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is EKKI er haft samráð við eftirlits- aðila eða tilskilin leyfi til staðar í að minnsta kosti 40% tilvika þar sem möl er sótt í árfarvegi og áreyrar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Ant- onssonar, fiskifræðings hjá Veiði- málastofnun, á Fræðaþingi landbún- aðarins. Ásókn í jarðefni eins og möl hefur farið stórvaxandi og þá mest til vegagerðar og byggingarfram- kvæmda. Mölin er einkum sótt í árn- ar sjálfar og á áreyrar. Telur Þór- ólfur að malartekja án samráðs kunni að vera mun meiri. Þetta séu þau tilvik sem sérfræðingum Veiði- málastofnunar sé kunnugt um. Stundum sé magn jarðefna langt yf- ir 10.000 rúmmetrum, jafnvel hundr- uð þúsunda rúmmetra. Skylt er að fá leyfi fyrir fram- kvæmdum sem þessum og taka þrennir lagabálkar á málinu. Sam- kvæmt Lögum um lax- og silungs- veiði, frá árinu 2006, þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar til allra framkvæmda innan við 100 metra frá vatnsföllum og ennfremur um framkvæmdaleyfi til sveitarfé- lags. „Algjört barbarí“ Áhrif malartekju í farvegi vatns- falla eru ýmis á lífverur á svæðinu og rennsli ánna. Því segir Þórólfur afar mikilvægt að sérfræðingar séu með í ráðum. Í erindi sínu sýndi hann ljósmyndir og sagði frá deilum sem staðið hafa um malartekju í og við ár í Reyðarfirði. Árið 2004 hófst þar malartekja vegna framkvæmda við álver í firðinum, án tilskilinna leyfa utan leyfis jarðeiganda. Var ekki farið eftir boðum Veiði- málastofnunar og gengu klögumál á milli framkvæmdaaðila og stofnana fram á árið 2005. „Þetta var algjört barbarí sem viðgekkst,“ sagði Þórólfur við fyrir- spurnum að erindi hans loknu. Samkomulag náðist um að mal- artekju yrði hætt í lok árs 2006 og gengið frá sárum í landinu. „Það samkomulag hélt ekki, aftur var far- ið að taka möl af svæðinu. Hvað er til ráða?“ spurði Þórólfur og velti fyrir sér hvort of margar stofnanir kæmu að ferlinu. Þótt margar athugasemd- ir séu gerðar, í tilviki eins og þessu, þá stöðvi enginn framkvæmdir á meðan leyfisumsóknir eru teknar fyrir. Í umræðum kom fram að umfang efnistekjunnar í Reyðarfirði væri óljóst. Einn giskað á yfir 200.000 rúmmetra en annar áheyrandi, sem sagðist hafa komið að kæru vegna málsins, sagði magnið vera nær milljón rúmmetrum. Algengt að möl sé sótt að vatnsföllum án leyfa Mokstur Malartekja í árfarvegi í Reyðarfirði. Hundruð þúsunda rúmmetra voru fjarlægð án tilskilinna leyfa. Deilur hafa staðið um umfangsmikla malartekju í Reyðarfirði Aðalfundur VBS fjárfestingarbanka hf. Aðalfundur VBS fjárfestingarbanka hf. verður haldinn föstudaginn 22. febrúar 2008, klukkan 15:30 í sal G á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf: a. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess s.l. rekstrarár. b. Ársreikningur fyrir árið 2007 lagður fram til staðfestingar. c. Tillaga stjórnar um ráðstöfun á hagnaði félagsins. d. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum og heimild til hlutafjárhækkunar.1 e. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins og ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. f. Kosning í stjórn félagsins og varastjórn.2 g. Kosning endurskoðunarfélags. 2. Tillaga stjórnar um að VBS fjárfestingarbanki sæki um viðskiptabankaleyfi til FME. 3. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum í félaginu. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur löglega borin fram mál. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út föstudaginn 15. febrúar 2008 kl. 15:30. Framboðum skal skila á lögheimili félagsins, Borgartún 26, 105 Reykjavík. Viku fyrir fundinn mun dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins fyrir hluthafa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum frá 14:30-15:30 á aðalfundarstað. Stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. 1 Stjórn félagsins leggur til að veitt verði heimild til hækkunar hlutafjár, allt að kr. 150.000.000 að nafnvirði. 2 Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum hlutafélög nr. 2/1995 skal tilkynna um framboð til stjórnar með minnst fimm daga fyrirvara. Í tilkynningu um framboð skal koma fram: nafn frambjóðanda, kennitala, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Enn fremur skal upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskipta aðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. VERKALÝÐSFÉLAG Akraness hefur í samráði við ASÍ ákveðið að að- hafast ekki frekar varðandi hugsan- leg málaferli vegna uppsagna hjá HB Granda á Akranesi. Segir ASÍ að eftir að umfjöllun um fyrirhugaðar upp- sagnir HB Granda hófst og gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á fram- göngu fyrirtækisins var sett fram hafi orðið umtalsverðar breytingar á af- stöðu fyrirtækisins til málsins. Á vef ASÍ segir, að þær breytingar birtist með skýrum hætti í því sam- starfi sem nú hafi tekist með forsvars- mönnum HB Granda, trúnaðarmönn- um, Verkalýðsfélagi Akraness og Vinnumálastofnun um endurmennt- unaráætlun og ráðgjöf til þeirra, sem missa vinnuna þegar uppsagnir starfsfólks koma til framkvæmda. Viðkomandi starfsmönnum verður veitt aðstoð við atvinnuleit, aðgengi að viðeigandi námskeiðum, gerð fer- ilsskrár og greiningu áhugasviðs síns. Full ástæða sé til að fagna þessu framtaki og því samstarfi sem tekist hefur, enda sé það mjög í anda lag- anna um hópuppsagnir og markmiða þeirra. Þá liggi fyrir að í framhaldi af þeim ágreiningi sem ítrekað hafi komið upp um framkvæmd laga um hópupp- sagnir og hlutverk stjórnvalda í þeim efnum, hafi félags- og tryggingamála- ráðherra ákveðið að kanna í samráði við aðila vinnumarkaðarins hvort rétt sé að styrkja reglur um hópuppsagn- ir, þ.m.t. að skýra og taka af öll tví- mæli um hvernig standa á að fram- kvæmd þeirra. ASÍ telur að náðst hafi mikilvægur árangur í málinu. Markmiðið með af- skiptum ASÍ af framkvæmd laganna um hópuppsagnir sé að tryggja að launafólk njóti þeirra réttinda sem lögin kveða á um. Fara ekki í mál við HB Granda Fólk sem missir vinnuna fær aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.